Fálkinn


Fálkinn - 26.11.1953, Síða 4

Fálkinn - 26.11.1953, Síða 4
4 FÁLKINN í Hongkong eru húsin með vestrænu sniði. KÍNVERJAK eru vafalanst sú af nú- verandi þjóðum heims, sem á sér elsta skráða sögu. Keisaraætt Hia er er aðeins nefnd i þjóðsögum. En saga Kínverja hefst með Chou-ættinni, sem rikti í Kína 1122—1255 f. Kr. Kín- verjar komust ekki i samhand við Vesturlönd fyrr en á 10. öld e. Kr. en þá ríkti hin mongólska Yuen-keis- araætt. Og ferðalangurinn Marco Polo var fyrsti vestræni maðurinn, sem gat sagt nokkuð til hlitar frá Iíín- verjum. — Oldum saman Iiefir Kína orðið að verjast óvinum bæði úr Asíu og vestan úr löndum. Árið 1912 var Mandsju-keisaraættin rekin frá rikjum og lýðveldi kom í landið. Sun Yat-sen og síðar Chiang Kaj-shek reyndu að koma höföingjaveldinu fvr- ir kattarnef og koma á lýðræði í Kina. En þeim mistókst ])að sem mest var um vert: að skipta jarðnæðinu á réttlátan 'hátt og bjarga milljónum fátækra bænda úr sárri neyð. Það var þess vegna sem jarðvegur varð fyrir kenn- ingar Mao Tse-tungs. Hver er þessi voldugi maður'? Hann er fæddur 1893, sonur fátæks bónda. Árið 1911 stofnaði hann ásamt 11 fé- lögum sínum kommúnistaflokk i Kína. Framan af var vingott með þeim Mao og Chiang Kai-shek, en síðar urðu þeir hatursmenn. Þó hjálpaði Mao og herinn sem hann hafði kom- ið á fót, Chiang i baráttunni við jap- anska innrásarherinn 1937. En undir eins og Japanar 'höfðu beðið ósigur, 1945, hófst borgarastyrjöldin i Kína aftur og loks tókst Mao að hrekja þjóðernissinnana og Chiang úr land- inu og stofna „þjöðveldi“ í Kina. En Chiang Kai-shek heldur aðeins eyj- unni Formosa. I Kína eru sjö stjórnir. 1. októ'ber 1949 var Mao Tse-tung kosinn forseti hins nýja lýðveldis, en stjórn þess er skipuð 30 ráðherrum og 30 vararáðherrum og situr i Peking, og auk hennar eru fi stjórnir ýmissa landshluta og sitja um 20 ráðherrar i liverri. Nýj»t stjórnarskráin gerir ráð fyrir 'þjóðþingi og allir yfir 21 árs hafa kosningarrétt og kjörgengi — jafnvel ]iólt ólæsir séu. Þeir ólæsu fá skál með baunum af mismunandi lit, en hver litur táknar ákveðinn flokk. En ekki hefir enn verið kosið fil þessa þings. í stað þess starfar löggjafar- nefnd, sem er ráðunautur stjórnar- innar en ber aðeins *ábyrgð gagnvart forsetanum. Auk kommúnistaflokks- ins hafa 9 aðrir stjórnmálaflokkar verið leyfðir. Hvítir menn áhrifalausir. Siðan Mao tók við völdum eru hvít- ir menn orðnir áhrifalausir nm fjár- mál landsins. Tímabil „hinna opnu liafna“ stóð rétt 100 ár. Árið 1840 fengu Englendingar ýms sérréttindi mcð Nankingsamningnum svonefnda, meðal annars fríhafnir á 5 stöðum. — Fleiri komu á cftir og á árunum 1842—1901 fengu önnur stórveldi sams konar hlunnindi — Frakkland, Þýskaland, Austurríki, Ítalía, Rúss- land, Japan, Portúgal og Bandaríkin. ()I1 fjárráð Kínvcrja voru bókstaflega í 'höndum útlcndinga. En ævaforn menningarþjóð eins og Kínverjar voru, gat ekki til lengdar sætt sig við þetta. Árið 1900 .varð „boxarauppreisnin“ svonefnda í Kína og eftir það gátu vestm'þjóðirnar ekki fært út kvíarnar í Kína. Og síðan 1912 hafa stórveldin smátt og smátt orðið að afsala sér réttindunum. Frakkar hörfuðu á burt úr landinu árið 1945. í dag eru aðeins tveir bæir í liönd- fyrr um útlendinga, hin enska borg Hong- kong og Macao, sem Portúgalar ráða. Kína hefir stjórnmálasamband við öll kommúnistaríki í Evrópu og ýms önn- ur ríki hafa og sendiherra í Peking, svo sem England og Noregur, en önn- ur hafa ekki enn viðurkennt stjórn Mao Tse-tungs. Kína er of stórt. Kínaveldi er um tíu milljón fer- kílómetrar. Kínverjar liafa aldrei átt nýlendur sjálfir, en orðið fyrir ásókn voldugra nágranna, einkum Japana. En enginn óvinur liefir getað lagt Kína undir sig. Fyrr eða síðar thefir innrásarhernum „blætt út“ i „ríkinu himneska" og orðið að hörfa til baka, eða beinlinis ilenst ]>ar sem þeir voru komnir. Fjórar stærstu árnar í landinu eru samtals 14.000 kílómetra langar og eru aðal samgönguæðar þjóðarinnar. Stærsta borgin í Kina er Shanghai og þar húa fjórar milljónir manna. Og hæsta fjallið heitir Mus-Tag-Ata og er 7860 metra hátt. 5. hver heimsbúi er Kínverji. Samkvæmt síðustu manntalsskýrsl- um búa 4G1 milljón manns í Kína, — 380 milljón Kinverjar og 80 af öðrum þjóðflokkum. í Norður-Kína er fólk hávaxið og ljósgult á liörund. Að sunrianverðu er það lægra og dekkra, en miklu fjörmeira. Um 87% af landsbúum lifir í kös á minna en Jiriðjungi landsins, enda er ekki nema lítill hluti ])ess frjósamur. Kínverski stofninn er sterkur og hjá kynblend- ingum ber alltaf meira á kínversku ættinni. En það er fátítt að Kínverjar giftist útlendingum. Viðkoman er mikil í Kina því að 5 börn fæðast árleiga á hverja 100 ibúa. En meðalævin er stutt, ])ví að bæði slys og farsóttir taka mörg mannslíf. Og þó er það óhugnanlegast að um 3 milljónir deyja á hverju ári úr sultil og nú Þegar minnst er á landbúnað Kin- verja má líkja Iionum við auðkýfing sem er að deyja úr hungri, því að hann getur ekki breytt auð sinum í brauð. Landið á miklar auð- og orku- lindir. En samt er þjóðin bláfátæk, 'því að jörðin er yrkt með úreltum aðferðum og sumar auðlindirnar eru ekki notaðar. Tæpar 1% af vatnsorku Kína hefir verið virkjað. Talið er að í Kína séu um 240 milljarð smá- lestir af kolum, 600 milljón smálestir al' olíu, 2 milljón smálestir af „tung- sten“ og 24 milljón smál. af mangan. í Kína er ræklað um 50 milljón smá- lestir af rísgrjónum, 30 millj. af rúgi og 23 milljónir af soyabaunum. En þjóðinni sjálfri veifir ekki af þessum mat, svo að litið verður afgangs til útflutnings. Og landbúnaðurinn er að- alatvinnuvegurinn. í ársbyrjun 1951 var talið að 81 % af þjóðinni lifði af foúskap, tæp 3% af iðnaði en 16% stunduðu önnur störf. Mao Tse-tung hefir sctt nýja land- búnaðarlöggjöf og skipt öllum stór- jörðum í smábýli og fær hver l'jöl- skylda 2Vl> dekar. Vegna styrjaldar og gróðabralls varð gifurleg verðbólga i Kína á ár- unum 1946—1949. Nýja stjórnin hefir sett nýja löggjöf um fjárliagsmálin og tekið upp nýja mynteiningu. Einn ameríkudollar jafngildir 31.000 „þjóð- peningaseðlum". Einnig hefir máli og vog verið breytt í samræmi við það sem er í Evrópu. Trúarlíf. í Kína eru aðallega þrenns konar trúarbrögð. Flestir aðhyllast annað hvort konfutsetru, taóisma eða búdda- trú. Áharigendur þessara trúarbragða tilbiðja einnig ýms náltúruöfl. En segja má að siðfræði sú sem Konfutse boðaði fyrir 2500 árum sé enn í gikli í Kína. Og þeir sem trúa á Konfutse tilbiðja hann sem guð. í suðvestur- Kina eru uni 20 milljón Múhameðs- játendur. Árangur trúboðsins sem rekið hcfií verið af kappi i Kína er sá, að þar eru nú um 2% millj. manns kaþólskir og um 800.000 mótmælendur. Það er talið að byltingin í Kina hafi engum trúmálabreytingum valdið og nýja stjórnin virði trúfrelsi. En trúboð- arnir liafa orðið að liverfa frá Kina og kristnir Kinverjar hafa ekki getað haldið skólum þeirra og sjúkrahúsum við/ Nýja stjórnin hel’ir gert liúsin upptæk. Sama orðið þýðir margt. Kínverskan er eins-atkvæðamál. Sönm samstöfuna má bera fram á 4 mismunandi vegu. Fjöldi af mállýskum er til en hvorki stafróf né bókstafir heldur aðeins merki, sem skrifuð eru i lóðrétta linu — ofan frá og niður Og þessar línur geta verið i röð frá hægri til vinstri eða öfugt. Kínverjar fundu púðrið. Það gerðu þer á 13. öld. Og átta- vitinn er líka þeim að þakka. Hwang Ti keisari á að hafa fundið hann fyrir 2000 árum. Og pappirinn er lika frá Kína. Prentlistin er upprunnin í Kóreu og barst foaðan til Vesturlanda um Kína, en Gutenberg endurbætti hana. Kinverjar fundu líka postulínið. Og kinversk list hefir haft mikil áhrif um allan heim. Silkigerðin er lika frá Kína. Kinverskur matur er mjög sérkenni- legur og Evrópumenn eiga bágt með að venjast honum. Eru réttirnir margir og smáir og étnir með prjón- um. í Norður- og Vestur-Kína er úlf- aldakjöt mikið étið. En Kinverji mundi aldrei fást til að borða hrossaket, jafnvel þó að liann væri að deyja úr hungri! Mesta sælgæti Kínverja er svöluhreiður og hákarlsuggar. Kin- verjar nota ekki brauð en éta risgrjón í hvert mál. Skömm að vera ungur. Kínverjar eru taldir vera kurteis- asta þjóðin undir sólinni og gestrisn- in er þeim heilög skyhla. Hvenær dagsins sem cr er gestinum boðið te. — Unga fólkið er auðmjúkt gagnvart þeim eldri og má aldrei andmæla ]iví scm það segir. Það þykir hrós að vera kallaður „gamall". Þegar Ivinverji heilsar hneigir hann sig en réttir aldrei höndina. Jarðarfarirnar eru mikil athöfn i Kina og sorgarliturinn þar er hvítt. Brúðkaup eru ekki nenia borgaraleg athöfn og brúðurin er venjulega klædd i rauð föt — sá litur táknar gleði og gæfu. Oft slá mörg brúðhjón sér saman og lialda brúðkaupið í sam- einingu. Skírn jiekkist ekki. En ástúð milli barna og foreldra er grundvöllur heimilislífsins í Kína. Ostaminnismerkið. í smábænum Vimoutiers í Norm- andí hefir risið einkennileg deila. Marie Harcal, sú sem fyrst bjó lil camembertostinn, var frá Vimoutiers og gerði ekki aðeins bæinn lieldur allt Normandí frægt fyrir ostinn. Nú framlciða mörg lönd cammbertost með aðferð gömlu konunnar, meðal ann- ars Bandarikin. í þakklætisskyni lét ameriskt ostafirma steypa mynd af frú Hareal — með ost í hendinni —■ i eðlilegri stærð og sendi Vimoutiers- bæ hana og mæltist til að hún yrði setl upp á torginu. En bæjarstjórninni í Vimoutiers samþykkti að neita að taka við gjöfinni, nema amerisku osta- gerðarmennirnir hættu að nota cam- embert-nafniðl

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.