Fálkinn


Fálkinn - 26.11.1953, Síða 7

Fálkinn - 26.11.1953, Síða 7
FÁLKINN 7 RÁÐALAUS. — Hún fær að kcnna á járnbrautarverkfallinu í Frakklandi, stúlkan þessi. Ráðalaus og rauna- mædd stendur hún á járnbrautarstöð í París með þunga ferðatösku, og veit engin ráð til að komast heim. Hún hefir verið í skemmtiferð og ætlar heim til sín, til Englands. Og nú er hún að verða peningalaus. Um það leyti sem myndin var tekin voru 250.000 skemmtiferðamenn tepptir í París. o o o o sem kom,“ hélt Madame Lemont áfram. „Gatan sem við búum i komst öll í uppnám! Þeir virtust hafa Denis grunaðan, en hann var svo heppinn að barnaharn mitt var mcð tannpinu alla nóttina og við vöktum öll. I.ög- regluforinginn yfirheyrði mig einnig og ég gat með góðri samvisku fullyrt að Denis hafði verið heima alla nótt- ina. Hefði ekki viljað svona til, hefði ég hvorki fylgst með hvenær hann kom heim úr spilavitinu né hvort hann fór út aftur.“ „Já, liann hafði sannarlega heppn- ina með sér,“ svaraði ég. „Denis er sonum mínum mjög góð- ur, madame," 'Iiélt frú Lemont áfrarn. „Hann og Armande, nnnusta hans, fara oft með þeim í ferðalög á sunnudög- um. Stundum aka þau með áætlunar- bil til St. Cast og stundum leigja þau bát og fara til St. Gervan. Armande er hárgreiðslukona. Núna þegar Denis er orðinn húseigandi ættn þau að hafa ráð á að gifta sig. Fram að þessu haf.a þau ekki haft ráð á því, Hann hefir cytt öllum föðurarfi sinum. Armande segir að liann eyði alltof miklu í floklíinn, það er ekki laust við að henni gremjist það. Hann er i raun- inni atltof góður fyrir þennan heim. Fyrir ári síðan fékk ég lungnabólgu og það var hann seem hjúkraði mér, já og greiddi meira að segja læknis- hjálpina úr eigin vasa. Greiðvikni lians lýsir sér einnig í því að hann lánar alltaf Emile, syni minum, mótorhjótið sitt tit að fara á stefnu- mót — ungu stúlkunum þykir svo gaman að sitja aftan á — og það er ekki cinu sinni alltaf sama stúlkan! Hann er því miður miklu lausari i rásinni en Denis ,cnda er hann sérlega trygglyndur." „Það kom sér einnig vel fyrir Denis að hann skytdi hafa tánað mótorlijól- ið nóttina sem frú Frenier var myrt,“ sagði ég. „Sannarlega, madame. Dýrlingarn- ir halda verndarhcndi sinni yfir jafn góðum mönnum og Denis. Tannpínan og mótorslijólslánið hefir eflaust verið ráðstöfun þeirra til þess að vernda Denis fyrir lögreglunni.“ Óhrekjanleg fjarvistarsönnun, hugs- aði ég þegar hún var farin. í ftjótu bragði gat hún virst óeðlilega óhrekj- anleg! Böggullinn með þvottinum lá á borðinu. Eg ákvað að fara með hann upp í herbergi Denis. Húsið virtist svo undarlega tómt. Einar dyr þess voru enn læstar og innsiglaðar. Undarlegur geigur greip mig, næstum skelfing. Hér hafði hræðilegur atburður skeð. Morðingi hafði hlaupið niður þennan stiga .... Nei, ekki þennan, heldur stigann bakdyramegin — það hafði Heten að minnsta kosti sagt. Eg braut heilann um hvar sá stigi væri. Eg fann hann von bráðar, hann lá niður hinum megin við herhergið, sem Denis hafði núna. Eg lagði þvottinn á rúmið og litaðist um í herberginu. Denis hafði sagt satt, lierbergið var vissulega snjóhvitt, lit- ur sakleysisins var hér ríkjandi. Hefði ég verið nægilega forvitin hefði ég eflaust teitað í skúffum og skápum og athugað klæðnað hans. Það var óhjákvæmilegt, að sá sem myrti Mollý hefði fengið blóðslettur á föt sín. En ég hafðist ekkert að, ég flýtti mér út úr herberginu aftur, niður bakdyrastigann og að ganginum sem tá að Iierbergjum Josephine og Pierre. Það var kynlegt að gráklæddi mað- urinn skyldi ganga fram hjá aðalstig- anum og niður þennan. Helen liefði getað séð aðal innganginn úr lierbergi sinu, en alls ckki þennan stiga. Hún hafði auðvitað, samkvæmt eigin frá- sögn farið fram á ganginn, en þrátt fyrir það hefði lnin ekki gelað séð þennan stiga nema dyrnar að honum væru opnar. Eg reyndi að imynda mér hvernig þetta hefði getað átt sér stað. Eg taldi skrefin frá lverbergi Helen að dyr- unum. Tólf, þrettán, fjórtán .... „Hvað er frúnni á höndum?" Josephine stóð skyndilega fyrir framan mig. Hún hafði komið upp aðal stigann svo hljóðlega að ég hafði ekki orðið ihennar vör. Og nú sá ég að Pierre var á leiðinni upp hinn stig- ann, hann starði fast á mig. Þau horfðu raunar bæði á mig. Tortryggn- in skein út úr andtitum þcirra beggja, og augnaráð þeirra var kutdategt og harðneskjulegt. Hvorugu þeirra stökk bros á vör. Þau stóðu þarna bæði annað fyrir framan mig en liitl að baki mér. Dauðaþögn ríkti í húsinu, söng- ur fuglanna í garðinum var það eina sem rauf þögnina. Eg var skeJfingu lostin. Raunveru- lcga var auðvitað engin ástæða til þess. Morðið var þeim algerlega óvið- komandi — þau höfðu verið i margra mílna fjarlægð þegar það átti sér stað. Josephine var aðeins gömul barnfóstra systranna og nú ráðskona. Hvað var það sem olli þvi, að það var eins og allan mátt drægi úr mér og þrátt fyrir sumarhitann fór iskald- ur hrollur um mig?“ Josephine stóð enn i sömu sporum og niðri í stiganum beið Pierre. Þau liefðu átt ofur auðvelt með að stöðva mig, hefði jnér doltið flótti i hug. En hví skyldi ég flýja? Spurning Josephine var í sjálfu sér ofnr hvers- dagsleg og eðliteg. Það fólst engin liótun í henni — þó var ég ekki viss nema svo væri. Eg slcýrði iþeim frá þvottinum. Jafnframt óx mér kjarkur og ég sagði þeim frá Madame Lemont, og jafn- framt sneri ég vörn í sókn. „Hún hringdi dyrabjötlunni og barði að dyrum, en enginn svaraði. Þið liafið bæði farið út?“ „Við fórum út að kaupa í matinn," sagði Josephine. „Það eru margir í fæði hérna núna. Pierre fór með mér tit að halda fyrir mig á körfunni heirn. Hún var of j)ung fyrir mig.“ Hann hélt ekki á neinni körfu. en hann gat auðvitað verið búinn að leggja hana frá sér. Skýringin var raunar ekki ósennileg, og þegar öllu var á botninn Jivolft kom mér ekki við tivað þau hefðust að. Rélt í þessu heyrðist i Difreið fyrir utan. Réttarhöldunum hlaut því að vera lokið. Eg snaraðist fram tijá .Tosepliine og niður stigann. IJelen kom fyrst inn í liúsið. „Ó, Rosalind, spurningarnar voru svo liræðitegar!" kveinaði hún og fór að hágráta. Eg reyndi að sefa hana en hún var óhuggandi. „Það tala altir eins og Denis tiafi gert það. Það hefir liann alls ekki. Og svo er enginn Mollý frænka til leng- ur. Mér þólti svo vænt um hana! En þeir drápu hana, þeir tæddust aftan að henni og drápu liana. Hana grun- aði ekkert — hún trcysti þeim!“ „Helen, stitttu þig!“ Það var Suzy sem sagði þetta. Helen hélt dauðahaldi í mig, hún tók svo fast utan um handlegg minn að mig verkjaði í hann. „Þú ert utan við þig af þreytu,“ sagði Suzy. „Þetta hefir verið okkur ötlum erfitt! Það er best fyrir j)ig að leggjast fyrir og hvila þig. Komdu með mér.“ Hún var mjög föl og þreytuleg. Að vissu teyti mæddi mcira á lienni en Hclen, því að allir reyndu að hlifa henni. Suzy var eldri og auk ])ess hraust og sterkbyggð og þvi hvildi öll ábyrgðin á henni. Þetta hlaut atlt að vera henni nógu erfitt, þótt ekki bættist við taugaáfall systur hennar. Hún talaði mjög vingjarnlega við Helen en þó duldist mér ekki að hún var sjátf mjög óstyrk. Helen hétt cnn dauðahatdi í mig. „Eg vil ekki leggjast fyrir. Eg er hrædd við að vera ein. Eg vil vera hjá Rosalind! Hún cr svo góð. Hún er eins góð og systir T-heresia í klaustrinu. Leyfðu mér að vera hjá þér Rosatind." ,,'Auðvitað máttu vera hjá mér,“ sagði ég. „En þú liefðir eflanst gott af að hvitast uppi um stund.“ „Nei, nei.“ „Eg skal biðja Josephine að gefa okkur tesopa," sagði Suzy. Hún fór og smátt og srnátt færðist ró yfir Helen. Hún var með tokuð augun og kippir fóru öðru hvoru um tikama hennar. Eg hugsaði um, að Suzy hefði haft á réttu að standa, þegar hún hétt því fram að Helen myndi líða betur á heilsuhælinu. Mártin leit á mig yfir öxl hennar. „Niðurstaða réttarhatdanna varð sú að hér væri um morð að ræða, framið af eimnn eða fleirum sem enn væru óþekktir,“ sagði hann. IIANN sagði mér síðar að engin f.iöl- leikasýning hefði jafnast á við þessi réttarhöld. Hann kvaðst myndi hafa skellililegið hefðu þessi réltarhöld verið haldin vegna dauða einhvers sem liann ekki þekkti. Ys og þys hafði ríkt í réttarsalnum, ýmsir stukku á fætur og gripu fram í. Borgarstjór- inn var eðlilcga viðstaddur til að sjá um að allt færi vel fram og svo úði og grúði af lögregluþjónum. Auk þess var viðstaddur maður frá Sureté, leynilögreglunni í París — það var VILL KYNNAST DÝRUNUM. Hollywood-dísin Jeanne Crain á að leika í kvikmynd sem heitir „Einvígi í frumskógunum" og er hún var í London, á teið til Afríku til að filma þar, var hún lengi i dýragarðinum til að kynnast dýrunum, sem hún á að leika með í Afríku. Jeanne Crain er fjögurra barna móðir. Hér sést liún með apanum Fifi, sem henni hefir tekist að hæna að sér. Frakkar hafa reist sér afar stóra olíuhreinsunarstöð í Dunkerque, og er þessi kúlumyndaði geymir, sem myndin sýnir, einn af mörgum sams konar geymum þar á stöðinni. ÖKYRRT í PERSÍU. — Það vantaði mikið á að kyrrt væri orðið í Teheran þegar sjahinn kom heim aftur úr hinni stuttu útlegð sinni. Sífellt eru uppþot og manndráp á götunum. Hér sjást menn vera að bera særðan félaga sinn burt.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.