Fálkinn


Fálkinn - 26.11.1953, Blaðsíða 8

Fálkinn - 26.11.1953, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN ETTA gerðist brennheit- an sólskinsdag á Sikiley. Það var ekki á skemmti- ferðatímanum, svo að rúmgott var i járnbrautarlestinni. Það voru aðeins ódýrustu vagn- arnir, sem voru troðfullir, eins og vant er. Þegar lestin fór af stað neðan frá sjó var hurðinni hrundið upp. Og þarna stóð fíl- efldur Itali. Hann var rauður og þrútinn í framan. Fötin hans voru með amerísku lagi, en það var ekki um að villast að mað- urinn var ítalskur að fæðingu. — Afsakið þér, er pláss hérna? sagði hann, en beið ekki eftir svari. Hann hlammaði sér niður í annað auða sætið við gluggann. Hann blés upp og niður eins og hann væri nýkominn úr líkamleg- um og andlegum áflogum. Vasa- klúturinn var alltaf á lofti, gríðar- stór hvítur klútur með rauðum dropum. Fyrst sýndist mér mað- urinn vera með blóðnasir, en það var bara svitinn, sem seitlaði úr honum í sífellu. Maðurinn var óð- ur og uppvægur og nú tók hann upp stóran blaðaböggul og fór að rýna í hann. Mér sýndist þetta vera svipaðast reikningum, því að hann fór að leggja saman tölur í sífellu og hreytti úr sér mergjuð- um ítölskum blótsyrðum á stangli eftir þvi sem samlágningardálk- arnir lengdust. Hann mun hafa lent í sjóðþurrð, hugsaði ég með mér. Jæja, ekki kemur það mér við. Og svo sökkti ég mér niður í bókina, sem ég var að lesa. ítalinn var alltaf að kippa sér til, eins og hann sæti á glóð, og fletti blöðunum í óða önn. Hann snýtti sér og þurrkaði stóra nefið og svitann af enninu, og reyndi að kæfa stunurnar og blótsyrðin í vasakiútnum. Þetta var farið að ergja mig, svo að ég tók það fyrir að stara fast á hann og blaðaði um leið í bókinni minni. Hann mun hafa skilið skensið því að hann sagði: — Ja, afsakið mig, en .... ég sé að þér eruð útlendingur, og það er ég að vissu leyti líka. Hefi átt heima í Ameríku í tuttugu og fimm ár. Já, tuttugu og fimm ár. Mér datt í hug að það gæti verið fróðlegt að tala við mann- inn og sagði: — Og nú eruð þér kominn heim tii ættjarðarinnar til að létta yður upp, geri ég ráð fyrir? Hann blés sig út og sagði með eins konar reiðilegri furðu: — Létta mér upp! Létta mér upp? Já, það er nú meiri upplétt- ingin! Nei, herra minn. Eg er ekki að létta mér upp. — Hm! létta mér upp ....!“ — Þá eruð þér kannske í kaup- sýsluerindum? sagði ég og reyndi að sýnast gáfulegur. — Kaupsýsluerindum! Hm! Kaupsýsluerindum ? Ó-nei, maður minn góður — þetta er svei mér engin kaupsýsluferð. Hm! Nei, nei, hugsaði ég með mér, og af því að ég er ekki forvitinn að eðlisfari lét ég manninn eiga sig og hélt áfram að blaða í bók- inni minni. En það var svo að sjá sem hann vildi halda samtalinu áfram, því að nú sagði hann: — Nei, þetta er hvorki kaup- sýsluferð né skemmtiferð. Þetta er blátt áfram útdráttarsöm eyðsluferð sem setur mig á haus- inn, og ekkert annað! Lítið þér nú á þetta! Og svo dró hann öll blöðin upp úr vasanum og blaðaði í þeim og þuldi upp háar tölur í dollurum, pundum, frönkum og lírum. — Þér hafið auðsjáanlega ferð- ast mikið, sagði ég. — Mikið? Öjá. Eg hefi verið á einlægum þeytingi í nærri því tvo mánuði. — Það var nú meira---------- — Já, það má nú segja. Eg kem alla leið vestan af Kyrrahafs- strönd. — Það hlýtur að vera dásam- legt ferðalag, sagði ég. — Dásamlegt? Æ-æ! Sögðuð þér dásamlegt? Hm! Hvað vitið þér um það sem fyrir mig hefir borið á þessu ferðalagi? Eg hefi verið að ferðast nærri því tvo mánuði! Eg gafst alveg upp á mannin- um og reyndi að sökkva mér nið- ur í bókina. Eg komst að þeirri niðurstöðu að það hlytu að vera lausar skrúfur hér og hvar í manngarminum. Nú varð þögn um stund. Svo puðraði hann þessum orðum út á milli tannanna: — Og alft þetta eingöngu vegna konunnar minnar! — Ha? sagði ég og leit upp. — Þetta er allt konunni minni að kenna. Æ, ég gæti .... síð- ustu orðin drukknuðu í stóra vasaklútnum. — Svo að þér eruð þá ekki sér- lega hrifinn af konunni yðar? — Ha? Hrifinn? En það orða- lag! Hm! Eg hefi elskað hana meira en tuttugu og fimm ár. Elskað hana, skiljið þér, elskað hana eins og ítalir einir geta elskað. Og það er ekki smáræði. — Svo-o? Og nú eruð þér hættur að elska hana? — Elska? Tja? Nei, ég er hættur að elska hana. — Þér hafið kannske skilið við hana og eruð nú kominn t.ii Italíu aftur, til að byrja á nýja.n leik? — Nei, fjarri fer því! Skilið! Hm, tja, nei, ég hefi ekki skilið. — Fór konan yðar kannske með yður í ferðalagið? — Já, það veit sá sem allt veit! Og það var henni að kenna að þessir reikningar eru svona háir. Þetta er allt henni að kenna, og ailt því að kenna að ég vildi efna loforð mitt! Já, efna loforð mitt, eins og heiðarlegum ítala sæmir. Það var vitanlega flónska — en ég hefi efnt loforð mitt. — Svo að þér hafið lofað henni þessu ferðalagi? — Já, einmitt. Það er einmitt bölvunin. Eg lofaði henni .... æ, ég gæti .... — Svo að hún er þá ekki leng- ur með yður i ferðinni, að því er mér skilst, sagði ég og horfði sakieysislega á hann. — Jú, víst er hún með í ferð- inni. Hún hefir verið með mér aila ferðina. Það er einmitt þess vegna sem .... æ! Þetta kven- fólk! Nú fór ég að verða forvitinn, en þó verð ég að játa að ég botn- aði minna og minna í þessu öllu, eftir því sem fram í sótti. Annars var það alls ekki mitt verk að þurfa að skilja manninn eða kon- una hans. Eg hélt áfram að lesa Loks tók hann upp stóran nest- isböggul og breiddi úr umbúðun- um á borðið. Þarna var haugur af ágætu smurðu brauði. Hann fór að háma í sig, kinkaði kolli til mín og bauð mér með sér. Já, ég tók eina sneið. Þetta var ágætt brauð. — Ljómandi gott smurt brauð! sagði ég smjattandi. — Nei, alls ekki. En þér hefð- uð átt að bragða brauðið, sem ég framreiddi í litlu matsölunni okk- ar þarna vestra. Það var allt öðru vísi, og miklu betra — það segi ég yður satt. Og svo sagði hann mér að hann og konan hans hefðu rekið dálítið veitingahús fyrir vestan í meira en tuttugu ár. Og þetta hafði ver- ið gott og arðvænlegt fyrirtæki. Það fór að fara kollurinn af smurðu brauðhrúgunni, og ég fór að hugsa til konunnar hans. Bráð- um mundi hún koma inn, og þá yrði eitthvað að verða eftir handa henni. Þess vegna sagði ég: — En konan yðar .... ja, við verðum að skilja eitthvað eftir handa henni .... Hann leit á mig, mjög hissa, og visaði málinu frá: — Nei, hún er því miður í öðr- um vagni. Og þess utan borðar hún ekki mat. Borðið þér ó- hræddur! — Þökk fyrir, sagði ég og tók aðra sneið. — Þið munuð hafa leigt öðrum veitingahúsið meðan þið eruð í Evrópuferðinni, eða — Langt frá því. Það er selt. Selt um aldur og ævi. Og nú .... nú er ég gjaldþrota! — Það er hörmulegt. — Já, gersamlega rúinn inn að skyrtunni. Og það er allt konunni minni að kenna. Eg get ekki neitað því að ég fór að verða forvitinn um þessa konu hans. — Jæja? Já, maður veit nð konurnar hafa lag á að koma pen- ingunum í lóg þegar maður er á ferðalagi. — Æ, minnist þér ekki á pen- inga. Það þyrfti minna til að gera mig vitlausan. — Nei, nei. En þetta hlýtur að hafa verið ljómandi skemmtiieg ferð úr því að hún varð svona dýr. Það hefði vicanlega orðið ódýrara að fara með vöruskipi beinustu leið, eða .... — Já, það er óhætt um það! Það er að segja nei! Og það er konunni minni að kenna líka. Æ, heilög guðsmóðir! Eg gæti .... Eg skildi aumingja manninn og sagði: — Það er ekki furða þó að þér séuð hættur að elska hana. — En ég hefi elskað hana í tuttugu og fimm ár, skiljið þér! — Og nú er það búið? — Já, nú er það búið. Eg .... hata hana! Að ég skyldi geta ver- ið svona vitlaus! — Þér játið þá að þetta var að nokkru leyti yður að kenna? — Já, víst geri ég það — það er að segja nei! Það er ekki mér að kenna. Það er allt henni að kenna. ÍJtdráUarsamt ferðalag - Þýdd smásaga -

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.