Fálkinn


Fálkinn - 26.11.1953, Side 9

Fálkinn - 26.11.1953, Side 9
FÁLKINN 9 — Og nú eruð þið í ferðalagi til að heimsækja ættingja, giska ég á? sagði ég til að tala um eitt- hvað skemmtilegra. — Nei, það er eitthvað annað. Það er að segja — við erum að fara til bernskustöðva hennar. — Einmitt. Það hlýtur að vera gaman að því. Langt síðan þið hafið komið þangað .... — Æ, að þér skulið geta talað svona! — Æ, ég skil. Þér eruð kannske ekkert hrifinn af henni tengda- móður yðar .... — Bull! En þó reyndar, — þarna sögðuð þér það: Tengda- móðir! Drottinn minn, og það líka — hvers vegna voruð þér að minna mig á þetta? Nú hafið þér eiðilagt síðustu leifarnar af .... — Afsakið þér, sagði ég. Eg skil yður svo vel. Það eru ekki nærri allir sem meta tengdamæð- ur sínar eins og vert er. Og þetta hlýtur að hafa verið ákaflega erf- ið ferð og þreytandi fyrir yður. Fyrst að verða ósáttur við kon- una sína, og svo .... Eg sam- hryggist yður af heilum hug, sagði ég og sveigði mig fram að ofanverðu. Eg fór að vorkenna konunni. hans lika, því að það gat ekki verið ánægjulegt að eiga að ferð- ast með svona duttlungafullum manni. — Ætlið þér langt hér inn í landið? spurði ég, aðallega til að rjúfa þögnina sem var orðin löng. — Já, langt og lengra en langt. Ekki með járnbrautinni heldur upp þröngan fjallaveg. Hann gægðist út um gluggann og góndi upp í fjöllin. Þegar lestin nam staðar fór hann að taka saman pjönkur sínar. — Já, andvarpaði hann. Þakka yður fyrir samfylgdina. Eg stóð upp líka og meðan við vorum að slá hvor öðrum suð- ræna gullhamra tókum við eftir að líkkista var borin fyrir glugg- ann. ítalinn signdi sig og stóð svo teinréttur um stund. Eg gerði eins, til að fara að þjóðar siðum. Svona stóðum við um stund. Svo setti hann upp hattinn, er hann hafði þurrkað sér með klútnum. — Það var nú það, sagði hann ofboð rólega. — Afsakið þér — þér hafið kannske þekkt þann iátna? sagði ég. — Það er konan min! Eg varð mállaus en hann hélt áfram: — Skiljið þér nú, maður minn, hvaða ferðalag er á mér? Og hvað svona flutningur kostar um fjögur lönd með alls konar innflutningshömlum og alls kon- ar .... æ, en nú er þessi ferð bráðum á enda! Eg starði á hann gapandi og hann hélt áfram: — Skiljið þér ekki að ég hefi verið svo vitlaus að játa alltaf því, sem konan mín bað um. Og ég hefi lifað hamingjulífi með henni í 25 ár. En þegar hún lá banaleguna sagði ég líka já, þeg- ar hún bað mig um að flytja sig til Ítalíu og jarða sig á bernsku- stöðvunum. Herra minn og sam- ferðamaður: Þér skuluð aldrei segja já þegar konan biður yður einhvers! Verið þér sælir! Eg horfði á eftir honum. Kist- an hlýtur að hafa verið þung, því að það var rétt svo að átta menn roguðu henni upp á vagn og fyrir vagninum voru fjögur múidýr. Það hlýtur að hafa verið mikið af járni undir ystu kistunni. Og maðurinn vissi ekki sitt rjúkandi ráð og snerist þarna eins og þeytispjald. Blaðaði í reikningum og peningum, þurx’kaði af sér svit- ann, setti upp hattinn og þreif hann af sér aftur. Svo veifaði hann hendinni til mín og lötraði svo á eftir vagninum, eins og siður er. Eg sá þrönga veginn bugðast upp fjallshlíðina. Himin- inn var heiður og sólin brennandi. — Þvílíkt ferðalag.----------# V * * ♦ A — Mér hefir aldrei dottið annað í — Jfeja, ég liugsa að þetta verði nóg hug en að borga yður afborganir af á jólatréð okkar. víðsjártækinu mínu! ' ---- — Þetta er ykkur karlmönnunum líkt. Undir eins og ég kaupi fallegan öskubakka, óhreinkarðu hann með því að setja ösku í hann. LITLA SAGAN HANSEN hafði verið á fyrirlestri: „Gleð þú náungann og þá munt þú gladdur verða.“ Fyrirlesarinn hafði lagt áherslu á hve mikils virði þaS væri í hjónabandinu að hjónin slægju hvort öðru gullhamra, og varð þetta til þess að Hansen afréð að binda enda á hina slæmu sambúö, sem ár- um saman iiafði verið milli þeirra hjónanna. Hann byrjaði yfir morgun- kaffinu daginn eftir: „En hvað iþú ert friskleg og nýþveg- in núna, elskan mín!“ „Jæja, ætli ég þvoi mér ekki á hverj- um morgni!“ „Jú, vitanlega og auðvitað, ég meinti það ekki svoleiðis. Það sem ég ætl- .aði eiginlega að segja var þetta, að þú yngist i rauninni með hverju ár- inu sem liður. Það er beinlinis ótrú- legt hve ungleg þú ert, þegar maður hugsar til þess að þú ert bráðum orð- in — bráðum orðin — fertug!" „Þakka þér fyrir nærgætnina að minna mig á það!“ Löng leiðindaþögn. „Nú misskilur þú mig aftur, gæsk- an mín. Sánnast að segja finnst mér fertugar konur vera ómótstæðilegast- ar. Þessi þroskaði yndisþokki, lát- bragðið, háttprýðin — æ, ég hefi ekki orð til að lýsa áhrifunum sem þetla hefir á mig.“ „Ójá, mér finnst ég hafa orðið vör við það! Meira kaffi?“ Ennþá lengri leiðindaþögn. „Heyrðu, Eva, hefi ég nokkurn tima sagt þér live yndisleg þú ert i nýja morgunkjólnum þínum?“ „Misheyrðist mér eða sagðirðu virkilega: nýja morgíinkjólnum. Ef ég man rétt ]>á fékk ég hann árið 1944.“ „Er það satt, eru orðin 5—6 ár siðan þú fékkst hann?“ „Eg verð að segja að þú ert góður i reikningi af gjaldkera að vera. Ef ég veit rétt þá verða 1944 frá 1953 ekki minna en 9 ár, — mundu það, góðurinn: 9 ár!“ „Níu ár. Það er hlátt áfram furðu- legt. Já, það cr ekki svo að skilja — þú ert ein af þeim fáu konum sem geta átt föt árum saman án liess að þau verði ljót. Og þú ert jafn indæl — Afsakið að ég geri yður ónæði aftur — en það liggur stúlka hérna uppi á loftinu, sem er mjög veik. — Það er verst fyrir hana sjálfa — en ég er básúnuleikari en ekki læknir. í hverju sem þú ert. Eg get trúað þér fyrir því að það er eiginleiki sem karlmennirnir meta mikils.“ „Jú, ætli maður trúi því ekki.“ Aftur löng og nistandi jiögn. „Það er langt síðan kaffið hefir smakkast jafn vel og i dag.“ „Eg liélt nú að þú fengir gotl kaffi á hverjum degi.“ „Já, ég held nú það. Kaffið er ágætt á hverjum degi, það er .... En heyrðu, hvað ætlaði ég nú annars að segja .... ? Já, hefurðu tekið eftir nokkru sérstöku við hana frú Nílsen upp á síSkasþS?" „Nei, er eitthvað athugavert við hana?“ „Mér finnst hún hafa tapað sér svo mikið." „Já, og svo hvernig hún hagar sér. Alveg eins og sautján ára stelpugála. Og þcssi hattur sem hún gengur með seint og snemma .... Ja, hvað finnst þér?“ „Mér finnst hún alveg hafa misst allan smekk.“ „Misst hann? Nei, hún hefir aldrei haft neinn smekk.“ „Nei, það sagðirðu satt — hún hefir aldrei haft neinn smekk. .Tæja, ég verð vist að fara að hypja mig. Klukk- an er orðin margt. Komdu nú með litla, yndislega munninn á þér, svo að ég geti kysst þig. Þær eru ekki margar, sem kyssa eins vel og þú.“ „Ha — hvað segirðu?" „Eg — æ, ekki neitt. Vertu sæl, elskan min ....“ Ódýrara whisky — eftir 7 ár. Skosku whiskyhruggararnir hafa samþykkt að lœkka verðið á breta- veiginni. Vefðlækkunin nernur 4%, en það er of snemmt að hlakka til hennar strax þvi að hún kemur ekki til framkvæmda fyrr cn eftir sjö ár. Whiskyið þarf nefnilega að standa sjö ár í tunnunum til að það þyki lioðleg vara. * Besti aldurinn. Besti aldur konunnar er einmitt sá, sem hún er á i það skiptið, segir rit- höfundurinn Uno Florén. En bésti aldur karlmannsins er þegar liann er 3 ára. Þegar hann er 4 ára, er búið að spilla honum, 7 ára lærir hann að lesa, 15 ára er hann oröinn þunglynd- ur eins og Hamlet og þegar hann er 21 árs er siðmenningin húin að ger- spilla honum. *

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.