Fálkinn


Fálkinn - 08.01.1954, Blaðsíða 5

Fálkinn - 08.01.1954, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 hún vera gamaldags, er orðin nng .stúlka, sem vill kynnast öllu því sem nýtt er í bókaheiminum. Það er ekki langt síðan hún sagði við mig: — Crawfie, hvað er þessi „existentialismi“ sem ailir eru að tala um? — Eg held varla að allir tali um hann, sagði ég. — Að minnsta kosti allt gáfað fólk, svaraði prinsessan. Það var ekki auðgért að útskýra fyrir henni hvað „existentialismi" eiginlega væri. Eg náði þess vegna i hók eftir Jean Paul Sartre, sem ég liafði sjálf lesið, og ráðlagði henni að lesa hana. Venjulega sagði liún mér hvort henni likuðu bækur, sem hún las, betur eða verr, en hún minntist aldrei einu orði á þessa bók. Hún fylgdist með tímanum að því er bókmenntirnar snertir. Allar nýj- ar ibækur, hvort heldur eru alvarlegs efnis -— eins og stríðsendurminningar sir Winstons Churchill •— eða létt- vægs efnis, svo sem lögreglusögur eða léttara 'hjal eftir Evelyn Waugh, koma á náttborðið hennar. Og flest ensk og amerísk vikublöð eru á lireyfanlegu horði i dagstofunni. Hún 'hefir gaman af einkalífsfrétt- unum. Les iþær til að kynnast frægu fólki, einkum því sem frægt er í lista- lieiminum. Hún les líka matarforskriftirnar i helstu kvennablöðunum. Hún tekur vel eftir nýjum matarforskriftum og Iiefir gaman af að spreyta sig á að búa til nýjan rétt, sem nefnist „fettu- cini“ og er búinn ti! úr makkaróni. Það eru til margs konar stöður í veröld nútímans, sem Margaret Rose gæti sómst sér vel í og skarað fram úr í. En hún getur ckki kosið um þær — hún verður að vera prinsessa. Hún er orðin vön skjallinu, en hún sér jafnan gegnum hvern þann, sem slær henni gullhamra og héndir gam- an að honum. Þegar einhver sagði við hana að hún hefði betri söngrödd en Margaret Truman, skellli hún upp úr, alveg eins og þegar sagt var við hana í Italíuferðinni að augu hennar væru blárri en Miðjarðarhafið. Hún hefir aldrci verið hrifin af „cocktail" né öðrum áfengum drykkj- um, og eftir að faðir hennar dó hafn- Margaret Itose með markgreifanum •af Blandford. aði hún öllum áfengum drykkjum, lika vinglasi með matnum. Um sama leyti hætti hún að reykja sigarettur og vera lengi á fótum á kvöldin, og vinir hennar söknuðu hennar við rnörg tækifæri lengi á eftir. Þeir sem vissu hve sárt hún harnr- aði dauða föður síns og hve einbeitt hún var að eðlisfari, gerðu sér grein fyrir að langt mundi verða þangað til að þeir sæju hið glaða bros hennar aftur. Hún er farin að brosa aftur núna, ekki vegna þess að lrún hafi gleymt heldur af því að lienni er eðlilegast að láta sjá að hún sé glöð og ánægð með lifið. Þó að hún hefði gótað orðið góð leikkona er hún svo hreinskilin að hún leynir ekki tilfinningum sín- um. Hún getur ekki brosað jjegar illa liggur á henni. Margaret Rose er barn sinnar tiðar. Hún er ímynd nútimaæskunnar. Hún er fjölhæf og gáfuð og með fullkomn- ustu ungum stúlkum sinnar liðar. Og ég get ekki lokið þessari frá- sögn betur en með liennar eigin orðum: — Ég get ekki Iiugsað mér neitt dásamlegra en að vera einmitt það sem ég er! * ENDIR. Karlmenn og uppþvottur. Ameriskir skrifstofumenn eru sagð- ir einkar duglegiir að hjálpa konunni sinni í eldhúsinu. Samkvæmt athugun sem nýlega var gerð á þessu, reynd- ust 82 af hverju hundraði þeirra sem spurðir voru, hjálpa konunni sinni við uppþvottinn í eldbúsinu, en 10 reyndust duglegri við uppþvottinn en konan sjálf og Ihéldu þvi fram að þeir Iiefðu befra lag á að þvo upp en kven- fólkið. Gekk 300 km. matarlaus. Sænski tannlæknirinn Lannart Edrén frá Stureby, rétt hjá Stockholm, telur það bollustu fyrir líkamann að fasta við og við. Flestir þeirra sem fasta lengi hahla kyrru fyrir, en það gerir Edrén ekki. Hann fastaði nýlega sex daga, en gekk á hverjum degi 50 kílómetra leið. Hann drakk 3V> lítra ai' vatni á dag og léttist að meðaltali um 1100 gr. á dag, þessa sex „föstu- göngudaga". — Aðrir sænskir lækn- ar eru býsna vantrúaðir á föstuna og telja vafasamt ihvort nokkur heilsu- bót sé að henni. Konuríkið. Konungdæmið Bantam í Austur- Indlandi hefir lil skemmsta verið eina landið i heimi, sem konur ráða liig- um og lofum í. Konungurinn var cini maðurinn, sem rnátti sín nokknrs í ríkisstjórninni. Allir embættisirfiin- irnir voru konur og í hernum voru eintómar konur Mka. En karlmenn- irnir máttu ekki stunda önnur störf cn landbúnað og kaupmennsku. — Fyrir fimm liundruð árum var líkt ástatt i Malabar i Indlnndi. Konur réðu öllu um stjórn landsins og jafn- vel í flotanum voru konur ráðandi. Það var i London að miðaldra mað- ur kom ofan af efri liæð i strætis- vagni með barn á handleggnum og setti það varlega á gangstéttina. Síð- an fór hann upp á strætisvagninn aftur og sótti dreng sem var ennþá minni, og loks ósköp litla telpu. Ivona ein, sem var að bíða eftir að komast inn i vagninn, varð óþolinmóð oog sagði að lokum: — Hvað gengur að yður maður? Eigið þér hreiður þarna uppi í vagninum? Indramaiurinn Hnny Houdíni Varla verður þess langt að biða, að íslenskir kvikmyndahúsgest- ir sjái Harry Houdini á léreft- inu, því að gerð hefir verið kvikmynd um ævi hans vestur í Hollywood. Tony Curtis leik- ur þar undramanninn Harry lloudini, liinn ókrýnda konung allra töframanna fyrr og síðar. En hver var hann eiginlega þessi furðulegi maður?“ TÍUNDI MAR.S 1905 er gömlum Lundúhabúum ennþá minnistæður. Þúsundir borgarbúa flykktust þá nið- ur á Tower-brúna, þólt þoka grúfði þar yfir öllu. Út á brúna kom bifreið, sem allir biðu með eftirvæntingu. Út úr benni steig maður í sundskýlu einni klæða. Við hlið hans voru tveir kraftalegir náungar. Maðurinn í baðfötunum lét setja sig í handjárn, binda sig með járnkeðju og klæða sig í níðsterkan jakka, sem þrengdi svo að honum, að hann virt- ist hvorki geta hreyft legg né lið. Síð- an lét hann kasta sér á höfuðið i ána. Fólkið beið i ofvæni. Þrjár langár minútur liðu — þá örlaði á höfði. Ungi maðurinn kom upp á yfirborðið og veifaði jakkanum eins og fánn. Hann hafði losað af sér alla hlekki. Upp frá jiessu var nafn þessa unga manns á hvers manns vörum og tíðum i aðalfréltum blaðanna um gjörvallan heim næstu 20 árin. Hann var kallaður Harry Houdini, en hét réttu nafni Erich Weiss. Fæddur var hann einhvers staðar í Ungverjalandi, sonur guðfræðings af Gyðingaættum. Á fyrsta og öðrum tug 20. aldar- innar flæddu yfir Evrópu og Ameriku fakírar og aðrir, sem þóttust vera það. Létu margir þeirra mikið yfir sér og þóttust geta leikið hin ótrú- legustu töfrabrögð. Houdini gramd- ist það, að þessum mönnum tókst að vefja sig dularhjúpi og ná þannig tök- um á fólkinu. Hann einsetti sér þvi að'gera betur cn þeir. Einn töframannanna, sem mest orð fór af um þessar mundir, Raman Bey, lét loka sig ofan i kistu og sökkva sér niður í vatn. Þar var hann i 19 mínútur án þess, að nokkurt lofl kæmisl niður í kistuna. Houdini gerði sinar athuganir í sambándi við þetta og ársfjórðungi siðar lék hann sömu listina og Egyptinn Raman Bey, nema hann var 90 minútur niðri i vatninu. Houdini kórónaði sigurför sína um Bandaríkin með því að láta járna sig inni í rikisfangelsinu í Washington. 1 þeim sama klefa bafði morðingi Abrahams Lincolns, James A. Gar- field lifað sínar siðustu stundir árið 1881 og margir svæsnustu glæpamenn Bandaríkjánna liöfðu verið geymdir þar, enda rambyggilega frá klefanum gengið. Áður en Houdini var lokaður þarna inni og hlekkjaður, var leitað gaumgæfilega á honum. Þingmenn, embættismenn, lögregluforingjar ' og hlaðamenn, sem horfðu á þetta lnigs- uðu með sér, að.nú hlyti Houdini að ætla sér of mikið. Það væri ekki á inannlegu valdi að komast út úr klef- lloudini í klefa hinna dauðadæmdu í ríkisfangelsinu í Washington. Enn þann dag í dag er sú gáta óleyst, hvernig hann komst út úr klefanum fyrir augunum á fjölda áhorfenda. anum við þær aðstæður, sem Houdini ætlaði sér. En þéir þurftu ekki að bíða lengi. Eftir örfáar mínútur stóð hann meðal þeirra. í fyrstu var það löngunin til að skjóta öðrum ref fyrir rass, sem knúði hann áfram, en áður en langt nm leið gerði hann sér lcilc að þvi að ljóstra upp um gabb og blekkingar keppi- nauta sinna. Töframaðurinn sjálfur varð skeleggasti maðurinn í baráttunni gegn blekkingum sjónhverfingamanna og loddara. Hann samdi margar bæk- ur um töfrabrögð og sjónhverfingar og átti mcsta safn af þjófalyklum og tækjum til að opna skápa og aðrar geymslur, sem þá þekktust. Við rann- sóknir glæpamála varð hann þráfald- lega að liði og ranrisóknarlögregla allra landa á honum margt upp að unna. Síðustu ár ævi sinnar lagði Houdini aðallega fyrir sig að afhjúpa „fals- miðla". Meðal annars kom hann upp um sviksamlegt alhæfi frægasta mið- ils þeirra tíma, Henry Slade. Houdini átti alltaf auðvelt með að koma samtímamönnum sínum á ó- vaivji. Mörg af þeim töfrabrögðum, sem hann sýndi um ævina, skýrði hann síðar fyrir áhorfendum. Ýmis- legt af því, sem hann varð frægur fvrir, er þó ennþá hulin ráðgáta. Engum hefir tekist að skýra, hvernig hann hefir gcrt sumt, enda hefir eng- inn af þeim, sem hafa ætlað sér að feta i fótspor hans, komist i hálf- kvisti við hann. Lokaþáttur ævi þessa snillings var s.orglegur og hefir vafalaust orðið til þess að draga nokkuð úr áliti þcss- arar kynslóðar á honum. Það var á einni sýningu sem hann liélt vcstan- hafs, að stúdent nokkur, sem hafði verið kvaddur upp á sviðið til hans, sló af öllum kröftum á magavöðv- ana án þess að hann væri fyllilega viðbúinn. Við það skaddaðist ristill- inn svo, að Houdini varð að ganga undir uppsluirð tvisvar með stuttu millibili. Hann lést af þeim siðari 31. október 1926 í Detroit.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.