Fálkinn


Fálkinn - 08.01.1954, Blaðsíða 7

Fálkinn - 08.01.1954, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 ar ég sagði henni að Július iangaði til að tala við hana. Hún snaraðist frara úr rúrainu og á fætur og gaf sér varla tíma til að snyrta sig, hún lét sér nægja að púðra sig lítillega, síðan þaut hún niður stigann. „Elskan mín!“ heyrði ég að liann sagði, og ég sá að þau héldust í hend- ur. Síðan gengu þau saman niður í suraanhúsið. Það var ánægjulegt að horfa á þau. Eg mundi tæpast lengur eftir því að fyrir skammri stundu hafði Jegið við að hún færi í tang- arnar á mér. Eg hugsaði um þau bæði sem elskulega unglinga, er væru mjög ástfangnir. Suzy og Martin! Helen og Júlíus! En ég var utanveltu! Það var sannarlega leitt að ég skyldi ckki vera ástfangin af Sebastian. HÁLFRI stundu síðar kom Josephine méð te handa mér. Eg heyrði að hún fór upp á loft, en kom æðandi niður aftur að vörmu spori. Augu hennar voru uppglennt af skelfingu. „Mademoiselle Helen er ekki uppi!“ stundi hún. „Nei, hún fór út að ganga.“ „Út að ganga? Guð hjálpi mér!“ Eg fékk eigi skilið hvað olli þess- um óskapa hugaræsingi. llelén þarfn- aðist að minum dómi útiveru og heil- brigðs lifs en ekki rúmlegu og dekurs. „Útiloftið er henni liollt," sagði ég. „Ilún er svo veikluð. Hvert fór hún, Madame?“ „Það hefi ég ekki hugmynd um.“ Eg tók bókina og fór að lesa og gaf með því til kynna að samtalinu væri lokið. Josephine muldraði eitthvað i barm sér og fór siðan aftur fram í eld- húsið. En ég bafði af ásettu ráði talað hátt til þess að þau heyrðu til mín, og átti það að vera þeim nægileg að- vörun. Josephinc var Suzy sérlega auðsveip og ]iað var viðbúið að hún rnyndi ekki láta sér vel lika það sem hún vissi að var Suzy á móti skapi. Ilelen skildi auðsjáanlega aðvörun mína, þvd að fimm mínútum síðar kom hún til mín — og var þá ein. Hún var ljómandi af sælu og svipur hennar bar öll einkenni stúlku sem nýlega hefir verið kysst. „Ó, Rosalind, þú ert svo góð,“ sagði hún. „Lífið er dásamlegt." „Hann er aðlaðandi piltur,“ sagði ég. „Aðlaðandi?" endurtók hún lágt. í sömu svifum heyrðum við í bif- reið, Þau Suzy og Martin voru að koma. Suzy var jafn sæl með sig og lcöttur sem er að ljúka við að lepja mjög Ijúffengan rjóma, en ég var ekki viss um að Martin liði alveg jafnvel. Josepliine hljóp til móts við þau. Hún tók Suzy afsíðis og talaði við hana í hálfum hljóðum. Svipur Suzy harðnaði en hún svaraði 'henni engu. Hún kom til okkar. „Jæja, þú fórst þá á fætur?“ sagði hún við Helen. „Já,“ sagði Helen. Meira að' segja raddblærinn kom upþ um hana. „Eg kem með Toby heilan á liúfi heim,“ sgaði Suzy. „Nú, fórstu með hann?“ spurði Helen. Það leyndi sér ekki að hún hafði alls ekki saknað hans. „Sagði Rosalind þér það ekki?“ „Það held ég ekki,“ sagði Helen. Suzy starði steinhissa á systur sina. Helen kom æ meira upp um sig með hverri mínútunni, hugsaði ég. Var raunar nokkuð við það að athuga? Hvers vegna segir hún ekki Suzy frá því að hún ætli sér að hitta Júlíus hvar og hvenær sem hana langi til ]iess. Hann skortir ef lil vill kjark til þess. Suzy gafst upp við Helen og sneri sér að mér. Mér var fyllilega ljóst að liún varð að skeyta skapi sínu á einhverjum. „Dagurinn var okkur sérlega á- nægjulegur,“ sagði hún. „Við funduni dásamlegan stað þar sem við gátum verið í næði, þar sátum við og horfð- um út á himinblátt vatnið og eyjarnar. Og þegar okkur var farið að leiðasl þar ókum við til Sables d’Or. Það er sannarlega ekkert undarlegt að margir skuli kjósa að eyða hveiti- brauðsdögunum þar — staðurinn er hreinasta paradís!“ Hún gerði eins mikið úr þessu og henni var frekast unnt, en mér sýnd- ist Martin ekki falla það vel í geð. Hann var ekki svo forhertur'að liann gæti komið svona svívirðilega fram við mig — og jafnframt notið þess í rikum mæli. Rétt i iþví hringdi síminn og Suzy flýtti sér inn. Þegar hún kom aftur virtist hún hafa gleymt yfirsjón Hel- enar, að minnsta kosti talaði hún ekki meira um hana. Martin blandaði víni í glös handa okkur og á yfirborðinu virtist allt í himnalagi. Helen brosti öðru hvoru, Suzy var hugsandi á svip, en Martin var sýnilega áhyggjufnllur. Eg var of reið til að hafa minnstu samúð með thonum. „En hvað þið eruð bæði raunaleg á svipinn!" sagði Suzy. „Martin, ])ú ættir að bjóða Rosalind út með þér. Hún hefir verið liér ein í allan dag. Þú gætir fengið bifreiðina lánaða, ef ykknr langði til að skoða lífið i spila- vítinu. Þar er sannarlega margt að sjá, sérkennilegt fólk og fallega kjóla. Eg get ekki komið með i þetta skipti, það þætti ekki viðeigandi svona rétt eftir jarðarförina. En það er hins veg- ar engin ástæða til þess að þið sitjið hér og látið ykkur leiðast." Mér til mikillar undrunar virtist Martin létta við þessa uppástungu. „Þakka þér fyrir, Suzy, þetta er vel boðið. Við skulum fara Rosalind, mér stæði aneira að segja á sama þótt ég tapaði peningum þar — i smáum stíl auðvitað! Ég bjóst til andmæla, en hætti þó við það á síðustu stundu. Mér virtist það hámark ósvífni, að Suzy skyldi bjóða mér eiginmann minn á þennan hátt — rétt eins og hún hefði eitthvað yfir honum að segja! Henni fannst ef- laust sjálfsagt að við skiptumst á um hann, en ég var svo illgjörn að vona að slíkt fyrirkomulag reyndist Martin full erfitt til lengdar!“ VIÐ lögðum af stað eftir kvöldverð- inn. Martin ók ekki beinustu leið held- ur fór hann veginn sem lá gegnum mörg smáþorp á vinstri bakka Rance fljótsins. „Þetta er ekki Iciðin að spilavítinu," sagði ég. „Það er nógur tími til að taka stefnu þangað síðar. Ég verð að tala við þig, andrúmsloftið í ótætis Bláskógahúsinu var bókstaflega að kæfa mig.“ Ég svaraði þessu engu. Við ókum eftir krókóttum vegarspottum uns við komum á breiðan, bcinan veg. Innan skamms komum við að grasflöt i skjóli hárra trjáa, og þar lagði Martin bif- reiðinni og sneri sér að mér. „Við skulum ræða málið til hlitar,“ sagði hann. „Ég fæ ekki skilið að nokkurrar umræðu sé þörf,“ svaraði ég. „Við höfum bæði sagt það sem segja þarf — i bili að minnsta kosti. Komi síðar að því að þið Suzy komist að raun um að hér sé um raunverulega sanna ást GLEÐILEGT NÝÁR! -g. Þökk fyrir mðskiptin á liðna árinu. Herbertsprent & GLEÐILEGT NÝÁR! ^ Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. v Landssmiðjan L. r GLEÐILEGT NÝÁR! ^ Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Sverrir Bernhöft h.f. GLEÐILEGT NÝÁR! g Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Slippfélagið í Reykjavík h.f. L r- GLEÐILEGT NÝÁR! ^ Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. H. Biering, Laugavegi 6 Innilegustu nýársóskir færum vér öllum fjær og nær. Viðtækjaverslun ríkisins

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.