Fálkinn


Fálkinn - 08.01.1954, Blaðsíða 12

Fálkinn - 08.01.1954, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN FRAMHALDSSAGA: . 24. Þeir elskuðu hfutu tveír. Skáldsaga eftir Anne Duffield. þitt kemur aftur. Vertu sæl, Rósalinda! Hann mundi kikna ef þetta héldi áfram lengur og því var um að gera að komast á burt sem fyrst. — Vertu sæll, Ali. Rósalinda leit ekki upp, og þegar hurðin féll að stöfum eftir honum fleygði hún sér í sófann og grét eins og barn. Hann var horfinn — fyrir fullt og allt. Hann hafði haft þor og styrk til að rjúfa þetta sam- band. Hvað hafði það ekki kostað hann? Hefði nokkur annar getað hagað sér svo göf- ugmannlega? — Ó, Ali .... Ali .... Gráturinn hljóðnaði og hugsanirnar skýrð- ust. Prinsinn hafði rétt fyrir sér. Hjónaband þeirra hefði aldrei getað orðið farsælt. Hún hafði alltaf vitað þetta sjálf, en hafði ekki þorað að viðurkenna það. Og allt í einu laust þessari tilhugsun niður í henni: Hún var frjáls! Frjáls! Henni virtist hjartað hætta að slá og svo kom hamingju- bros á varir hennar. — John! Jolm! MAHOMED SHEIK FÆR SITT MÁL FRAM. 1 luktum, reykeisisilmandi klefa margar mílur frá litla herberginu hennar Rósalindu í Cairo, lá önnur ung stúlka og var að hugsa um Ali prins. Tamara hafði fengið fréttina: Ali Yussuf ætlaði að giftast ljóshærðu ensku stúlkunni. Þetta 'hafði valdið uppþooti í fjöl- skyldunni. Mahomed sheik bölvaði frænda sínum í sand og ösku, og kvenfólkið læddist eins ogo mýs og pískraði sin á milli. Ali Yussuf, æðsti maður ættarinnar, hafði gert fjölskyldu sinni hneysu, móðgað kynþátt sinn og bakað sér reiði herrans með athæfi sínu. Tamara hugsaði hvorki um heiður ættar- innar né reiði Herrans. Hún hafði aðeins skilið eitt: Ali hafði forsmáð hana. Hún átti aldrei að fá að fæða honum syni. Hún hafði grátið stanslaust í tvo daga, hafði neitað að borða og drekka, og hvorki móðir hennar né frænk- ur gátu miidað harma hennar. Hún elskaði Aii meira en allt á jörðinni, elskaði hanrx af sinni ungu og tryggu sál, eins og aðeins aust- urlandastúlkur geta elskað. Þegar þjónninn kom til að færa henni ljós rak hún hann út, og nú lá hún og starði út í myrkrið. Allt í einu var drepið á dyr. Hún svaraði ekki. Aftur var barið, fast og ákveðið, og hún skildi að það var faðir hennar sem barði, eini maðurinn sem hún þorði ekki að sýna þrjósku. Hún stóð upp og opnaði. — Hvað ertu að gera hérna í myrkrinu, barnið gott? — Eg þoli ekki að hafa ljós, pabbi. — Hefirðu nú verið að gráta, enn einu sinni? — Já, svolítið. — Þerraðu þá af þér tárin, dóttir sæl! Mohamed sheik klappaði saman lófunum og gömul ambátt kom inn. — Kveiktu ljós og klæddu drottninguna þína, Fatma! skipaði Mahomed. — Komdu með fegurstu klæði hennar og skartgripina — en flýttu þér! Það er beðið. — Faðir minn — ég get það ekki! .......... — Gerðu eins og ég segi! hrópaði hann. Tamara hlýddi skjálfandi. Fatma klæddi brúðina í snatri — fljótar en nokkur hefði getað trúað þessari feitu kerlingu til. Hún tók klæði úr þykku, hvítu silki, sem hún vissi að sheiknum líkaði vel að sjá dóttur sína i, og fléttaði perlum í hár hennar. — Jæja, nú ertu falleg eins og nýtt tungl, sagði Fatma þegar hún hafði farðað á henni andlitið. Nú geturðu farið til hans föður þíns. Tveir menn biðu þegar Tamara kom hik- andi og úrvinda inn í stofu föður síns. Sheik- inn brosti stoltur og sigurviss. Við hlið hon- um stóð Ali prins, hár og dökkur í hvítum fötum, þreytulegur til augnanna en með vin- gjarnlegt bros um munninn. — Komdu hérna og taktu á móti manns- efninu þínu, sagði gamli maðurinn. Tamara saup hveljur og starði á þá á víxl, náföl undir farðanúm. Ali prins gekk á móti henni og lagði höndina á fallegt svart hárið. — Viltu eiga mig fyrir mann, Tamara? spurði hann blítt, eins og hann væri að tala við barn. En einhver undirhreimur var í rödd- inni og fasið þannig, að gamli maðurinn þótt- ist skilja að Ali vildi fá svar undir eins. Þetta var líka rétt. Ali hafði ekið beina leið til frænda síns eftir að hann átti tal við Rósa- lindu. Það var líkast og hann þyrði ekki að hika eina sekúndu, til þess að gera fyrri við- skilnaðinn óafturkallanlegan. Skjálfandi, hrædd eins og álfur úr hól starði Tamara á hann. Það var svo margt sem hún hefði gjarnan viljað fá að vita áður en bún svaraði, en hún hafði ekki leyfi til að spyrja. Hennar var að hlýða, hvað svo sem það var sem fjölskyldu hennar þóknaðist. Hvort hún vildi eiga Ali prins? Hún fékk ákafan hjart- slátt og hún hikaði nokkrar sekúndur til þess að reyna að ná valdi á röddinni. Loksins kom svarið: — Já, Ali. MAHOMED sheik rak upp tröllahlátur. Hann var jafn hissa og dóttir hans á því hvernig málin höfðu skipast, og hann gaf sér heldur ekki tíma til að spyrja. Honum var nóg að þessi órannsakanlegi og erfiði frændi hans hafði afráðið að giftast ekki ensku stelpunni, og nú vildi hann ekki draga málið á langinn, svo að Ali fengi tækifæri til að taka sinna- skiptum einu sinni enn. Nú sagði hann upp- hátt: — Hvaða siður er þetta? Er nú svo komið að það sé ástæða til að spyrja kven- manninn, hvort hún vilji giftast manninum, sem foreldrar hennar hafa valið handa henni? Ekki var það svo í mínu ungdæmi. En ég er umburðarlyndur faðir, eins og hún Tamara litla veit, og nú ætla ég að lofa ykkur að vera einum í hálftíma. Hann þrammaði út, mjög hátíðlegur. Tam- ara stóð grafkyrr og horfði á eftir honum. — Svo að þú vilt þá giftast mér, Tamara? sagði Ali. — Æ já, sagði Tamara tungumjúk. — Undir eins? Eins fljótt og hægt er? Og viltu fara með mér til útlanda? — Já, Ali. — Og þér er ekki verr við að yfirgefa foreldra þína og heimili? — Nei, Ali. Hann horfði betur á hana: — Hefurðu grát- ið, Tamara? — Já, Ali. — Hvers vegna? — Af því að ég frétti að þú ætlaðir að gift- ast ensku stúlkunni. * — Og þá fórstu að gráta? Ali varð hrærð- ur. Honum hafði ekki dottið þessi hlið máls- ins í hug. Að Tamara mundi harma hann. Hann hafði ávallt hugsað sér hana sem barn, óþroskað barn — heilalaust og skoðanalaust. — Og varstu svona sorgmædd? — Já, mig langaði mest til að deyja. — En núna þá? Nú var þreytan horfin ur augum hans og brosið var hlýtt og eðli- legt. — Núna .... Tamara hætti allt í einu að vera prúða veluppalda stúlkan, sem er van- in á að láta ekki tifinningar sínar í ljós. Nú varð hún blóðheit, tyrknesk stúlka, sem stóð andspænis manninum sem hún elskaði. — Nú vil ég lifa! hrópaði hún í sælli hrifningu, — nú vil ég lifa og gefa manninum mínum syni! — Tamara, elskan min .... Ali hafði ekki verið svona gagntekinn í mörg ár. Þetta fal- lega barn sem ekki vissi neitt um veröldina fyrir utan læstu kvenna-álmuna sem hún hafði alist upp í, og vissi ekki neitt um það líf sein hann hafði þráð að lifa með Rósa- lindu, hafði eitthvað til að bera, sem ensk stúlka gat aldrei eignast. Hún var kona af hans eigin kyni og talaði hans eigið mál. Nú fann hann til samrunans við hana í fyrsta skipti. Þau höfðu bæði vanist að líta á hjóna- bandið eins og það hefði aðeins eitt takmark: syni! Hann tók utan um hina grönnu mey og fann hvernig hún titraði þegar hann dró hana að sér. Aðeins eitt augnablik var hún skýr í huga hans, myndin af annarri ungri stúlku, sem hann hafði nýlega vafið örmum. Hann lagði aftur augun eins og hann vildi loka þá sýn úti, og sagði lágt: — Eg skal vera þér góður, Tamara. Hún lyfti höfðinu og leit til hans dökku fallegu augunum. — Eg hugsa að ég muni hafa gaman af að lesa bækur, Ali, og læra ýmislegt fleira, ef þú vilt hjálpa mér. — Eg skal hjálpa þér, Tamara, sagði hann innilega. EG ELSKA ÞIG, RÓSALINDA! Greenfjölskyldan kom úr klúbbnum tveim- ur tímum eftir að AIi hafði skilið við Rósa- lindu. Agatha starði forviða á tóma stofuna. — Hvar er Rósalinda? Og hvar er Ali prins? Suzette smokraði sér fram hjá henni án þess að segja orð, og fór inn í herbergi Rósa- lindu. Iris elti. — Hvað er þetta . . . . ? Suzette hrinti upp hurðinni án þess að berja. Rósalinda sat á rúmstokknum. — Hvað hefir komið fyrir? spurði Iris. — Eg hefi slitið trúlofuninni við prins- inn, sagði Rósalinda lágt. Suzette gat ekki stillt sig um að reka upp siguróp, en tók sig á og þóttist verða stein-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.