Fálkinn


Fálkinn - 08.01.1954, Blaðsíða 8

Fálkinn - 08.01.1954, Blaðsíða 8
.... Og ennþá, svona mörgum árum síðar, heyrði liún rödd Johns: „Minnstu ekki á það, Ellen. Ég afber það ekki í annað skipti .“ PEGGY GOLTZ: Neinn óveðrið öshmr Hún vissi hvernig faðir hans hafði verið og óttaðist að dreng- urinn mundi verða eins. En þá fann hún að henni hafði skjátlast og minntist orðanna: „Dæmið ekki“. ELLEN CASTAIR steig fast á bensíngjafann. Mjóar en sterkar hendurnar héldu fast um stýrið — hún beitti öllum líkamanum til að halda bifreiðinni réttri í fárviðrinu, sem ólmaðist milli sandhólanna. Hún beygði sig fram og þótti vænt um að baráttan við ofviðrið bægði henni frá að hugsa. En að baki meðvitundar hennar var þessi hugsun sífellt að kvelja hana: „Ég vissi cilltaf að það mundi fara svona! Ég liefi alltaf vitað að Robert mundi fyrr eða síðar haga sér eins og bleyða — álveg eins og hann faðir hans gerði! — Bleyða — bleyða! „Drottinn minn!“ sagði hún allt í einu upphátt, ,,ég elska þá, en þeir eru einskis virði!“ Fleki á stærð við gluggahlera þeyttist yfir veginn, það voru að- eins fáir þumlungar milli hans og bifreiðarinnar. Ellen kippti í stýr- ið og sneri bifreiðinni undan. Henni tókst að varast fenið við vegarbrúnina. Og sífellt heyrði hún rödd sýslu- mannsins úr símanum fyrir eyr- unum á sér: ,,Er það frú Castair’ Þetta er Walter Hunter ......... mér þykir leitt að þurfa að gera yður órótt, en ég neyðist til að láta yður vita að við höfum stungið honum syni yðar inn .... Nei, ekki sérlega alvarlegt — hann ók á hestvagn frá einum bænum hérna í grenndinni, kart- öflurnar þeyttust út um allan veg, hesturinn fældist og bóndinn sem ók vagninum handleggsbrotnaði .... Sonur yðar segir að hann hafi ekki hugmynd um að hann hafi rekist á neitt — en við urð- um að taka hann fastan, því að hann ók áfram eftir áreksturinn án þess að skeyta um að hjálpa .... Persónulega held ég að hann muni ekki hafa vitað neitt um þennan árekstur heldur. Hér er óstjórnlegt veður, og undir slík- um kringumstæðum er hugsan- legt að maður í bil taki ekki eftir hvort hann snertir vagn þegar hann þýtur framhjá. Hafnsögu- stöðin segir að vindhraðinn sé 80 mílur á klukkustund. Ef þér getið komið hingað þegar veðrinu slot- ar, og talað nokkur alvöruorð við son yðar þá væri það gott.“ En Eilen hafði ekki beðið þess að veðrinu slotaði. Robert vissi að hann hafði rekist á vagninn! Veðurhæðin var orðin enn meiri núna, en hún mundi verða vör við það samt ef hún snerti annan vagn. Robert var alveg eins og faðir hans — hann hélt að vingjarnleg fram- koma og smálygi gæti forðað honum frá frekari óþægindum. Eitthvað hart rakst í bílinn aftanverðan svo að hrikti í og bíllinn hrintist áfram. Ellen barð- ist við að halda honum á veg- inum. „Ég verð að komast áfram!“ hrópaði hún í örvæntingu. „Og það er mér að kenna að þetta fór svona — það er viðkvæmni minni og undanlátssemi að kenna!“ Og hugur hennar hvarflaði til baka, alit til 1918, er hún starfaði sem hjúkrunarkona í Treville. John hafði verið fluttur særður í spítalann af vígstövunum. 1 nætur og daga hafði hann bylt sér stynjandi í rúminu og í óráðinu hafði hann hrópað: „Nei, ég vil ekki gera það! Ég get ekki gert það! Get ekki!“ „Hann var svo ungur þá,“ hugsaði Ellen með sér. „Tuttugu og þriggja ára — drengur! Ég var tuttugu og fimm — og kona.“ Undir eins nóttina sem hann kom á spítalann vissi hún að hann var hennar. Hún hafði gert það sem hún gat fyrir hann, og hún hafði átt í stríði við læknana þegar þeir sögðu að nauðsynlegt væri að taka af honum fótinn. Og hún hafði sigrað. John hennar gekk á tveimur heilum fótum í dag — þó að hann væri stinghaltur. Rokið feykti kræklóttri grein á framrúðuna en hún gerði ekki tjón. En þegar Ellen sá þessa grein minntist hún ósjálfrátt gönguferðanna sem hún og John höfðu farið um skógana kringum franska spítalann. Hún rriinntist gamla veitingahússins, þar sem þau höfðu drukkið ágætt franskt vín og undrast að þarna — svona nærri víglínunnni — sæust eng- in verksummerki styrjaldarinnar, nema sjálfur spítalinn. — Þau voru nýkomin úr skógarferð einn daginn er þeim var sagt að óvin- irnir hefðu sótt fram og að spítal- inn væri kominn í skotfæri fall- byssanna. Skothríðin gæti hafist þá og þegar ......... Ósjálfrátt tók Ellen eftir grein- um og spýtnabrotum, sem komu siglandi á móti henni. Hún snar- beygði til hliðar til að verða ekki fyrir þeim, ók sandinn dálítinn spöl og svo upp á veginn aftur. Og sí og æ meðan hún var að stýra bílnum þannig að hún ræk- ist ekki á ruslið sem vindurinn feykti með sér, sá hún fyrir innri sjónum sínum John standandi á blettinum fyrir utan spítalann, teinréttan og starandi — alltof starandi — til austurs, með titr- andi varirnar. Hún gat séð sjálfa sig brosa hikandi er hún tók hendinni á handlegginn á honum, og heyrt sjálfa sig segja: „Flónið þitt — að standa hérna úti! Viltu endi- lega verða fyrir sprengjubroti aftur?“ Og ennþá, svona mörgum árum síðar, heyrði hún rödd Johns, iskrandi og efandi, fyrir eyrum sér: „Minnstu ekki á það, Ellen! Ég afber það ekki í annað skipti, ég segi þér það satt. Ég get ekki farið inn á „Engra land“ aftur, ski'íða þar áfram í myrkrinu, rífa mig á gaddavír, detta um lík. Ég afber það ekki! Við vorum komn- ir að gaddavh’sgirðingum óvin- anna þegar fæturnir á mér stirðn- uðu. Hjartað í mér hætti að slá. Ég gat ekki haldið áfram, Ellen, ég gat ekki skriðið áfram. Kelly skipaði mér að halda áfram — en ég gat það ekki! Ég hélt, dauða- haldi í slitur af gaddavír, fann gaddana skerast inn i hendurnar á mér. En ég gat ekki hreyft mig úr stað, ekki einu sinni þegar Kelly sagði að ég væri feigur. Svo skaut Kelly mig í fótinn. Óvin- irnir heyrðu hvellinn og hófu skothríð. Þeir náðu í Kelly — skilurðu. Enginn veit að ég er ragmenni — enginn nema ég sjálfur og svo þú, núna. En — Ellen, ég get ekki horfst í augu við nýja skothríð! Hvað á ég að gei’a, Ellen? Verða hérna og vona að ég verði sæi'ður til bana? Eða meðganga og koma fyrir her- rétt? Þú ert svo hraust, Ellen — segðu mér hvað ég á að gera. Hún hafði vitað hvað hún átti að segja, en hún hafði ekki sagt það. Hún hafði tekið handleggn- um utan um hann og sagt: „Það var ekki þín sök, John. Hræðsla er tilfinning sem getur gripið alla. Gleymdu þessu!“ „Yfirgefðu mig aldrei, Ellen,“ hafði hann sagt biðjandi. „Þú ert þor mitt og orka — án þín er ég ekkert.“ Og í öll þessi ár hafði hún ver- ið þor hans og orka. Hún hafði knúð hann fram þegar ástæðurn- ar ki’öfðust þess og haldið honum aftur þegar hætta var á að um of reyndi á hugrekki hans. Hún hafði logið að honum og á hann — til þess að hann missti ekki virðinguna fyrir sjálfum sér. En núna, þai'na sem hún var úti í ofviðrinu, fannst henni í fyrsta skipti að hún hataði John. Hatrið, beiskjan og fyrirlitningin sem nú var allt í einu rist í and- litið á henni, gerði það ellilegra. Hún hafði forðum ráðið John til að játa ekki á sig bleyðimennsk- una. En nú — eftir öll þessi ár — var hún að hugsa um að gera játningu sjálf, fyrir hans hönd. Það voru komnir rauðir dílar i kinnarnar á henni. „Ég ætla að segja Robert að faðir hans sé bleyða. Ég ætla að láta John skilja hve vesæl ævi bleyðunnar sé. Ég ætla að segja Robert. hvers vegna ég barðist af alefli gegn því að faðir hans tæki við land-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.