Fálkinn


Fálkinn - 29.01.1954, Qupperneq 3

Fálkinn - 29.01.1954, Qupperneq 3
LITLA SAGAN: Hlýddu - annars skýt ég. FÁLKINN Iíita Hayworth. Ann Sheridan. Rauðlutrðar hikkonur Ég vóg skammbyssuna i' hendi mér og sagði: — Þakka þér fyrir, Jack! Hann glápti á mig. — Til hvers ætlarðu að nota hana? — Ég held því leyndu fyrst um sinn, sagði ég og stakk hyssunni i vasann. — Kannske get ég sagt þér það á morgun. Ég gekk nokkur skref í átt- ina til dyra. — Ertu að fara? — Já, mér datt i hug að skreppa lil liennar Ritu. Hún er vonandi heima. — Ilættu við hana Ritu, James, — hún liefir sagt mér sjálf að þú sért ekki nógu harðsoðinn. Rita vill hafa spenningu, þú ert ekkert fyrir hana. — Vertu sæll, Jack, sagði ég, — og þakka þér fyrirl Þetta var nístandi febrúarkvöld. Ég gekk hægt. Mér gramdist að mér liafði ekki orðið neitt ágengt við Ritu. En nú skyldi koma annað hljóð í strokkinn! Ég nam staðar við leiguíbúðahúsið og leit upp i glugga á 2. hæð. T>að var ljós hjá Ritu, svo að hún var þá ekki liáttuð. Ég stóð um stund við dyrnar og hlustaði. Heyrði ekkert hljóð. Það var ekki í fyrsta skipti sem ég stóð þarna og ýmislegt hafði ég hlerað, — ýmis- legt sem ég vildi helst ekki rifja upp. Þess vegna var ])að bæði undarlegt og ergjandi að hún visaði mér á bug. Svo hringdi ég. Létt fótatak — dyrnar opnaðar. Þar stóð Rita. Dá- samleg. íturvaxin. í heiðbláum kjól, sem virtist vera límdur utan á hana. F.ngin kunni að klæða sig jafn ögr- andi og hún. — Sæll vertu — ert það þú, sagði hún. — Komdu inn! Röddin var eins og henni stæði al- veg á sama. Hefði ég t. d. verið Jack mundi hún hafa faðmað mig og sagt eitthvað á þessa leið: „Ég þurfti endi- lega að sjá þig — einmitt i dag!“ Hún settist í rósótta sófann með lausu koddunum. ITún lét mig ekki sjá svo mikið sem hnéð á sér. Ég settist beint á móti lienni. En ég var rólegur ])ví að ég hafði trompið í buxnavas- anum. — Eins og ég hefi sagt ])ér, James, þá verkar þú ekki svoteiðis á mig. Karl- mennirnir eiga að vera ruddalegir! —- Gott og vel, sagði ég. — Eins og ég kunni það ekki! — Nei, það kanntu ekki, James, — og þú getur ekki einu sinni lært þnð. Það faulc í mig, því að hún vakti hjá mér minnimáttarkennd. Ég stakk hægri hendinni i buxnavasann og tók upp morðtólið. — Hvað segir þú um þetta? spurði ég ertandi. ■—- Eh — skammbyssa! Hún saup hveljur. Ég miðaði á liana. — Nei — nei, James, gerðu það ekki — ertu orðinn brjálaður? — .Tá, það er ég, — og það á ég þér að þakka, urraði ég. — Þú ert í huga mínum dag og nótt. Eg sé þig í anda Framhald á bls. 14. Rauðhærðar stúlkur, sem ganga með þær gritlur, að háralitur þeirra sé þeim li! óprýði, ættu að kynna sér það, sem rauðhærða leikkonan Arlene Dahl segir í grein um það efni i ame- ríska blaðinu „See“. „Við eigum að vera hreyknar af háralit okkar,“ segir hún, „og láta stríðnisorð sem Piper Laurie. vind um eyru þjóta. Það er auðvelt að komast að því, hvort rauði hára- liturinn er ósvikinn eða ekki, því að enginn rauðhærður kvenmaður þolir sterkt sólskin. Húð okkar er svo fín- gerð, að við verðum ekki sólbrúnar, heldur sólbrenndar.“ Arlene heTdur því einnig fram, að rauðhært fólk þoli sársauka verr en annað fólk, því að tilfinningataugarnar liggi utan í húðinni, sem auk þess sé þynnri á þeim en öðrum. Það, sem styrkir þó mest aðstöðu rauðhærða kvenfólksins, er hið góða gengi margra rauðhærðra leikkvenna, einkum eftir að litmyndirnar fóru að verða miklu ráðandi í Hollywood. En hverjar eru þessar leikkonur? Margar mætti nefna, en hér skulu aðeins fáar taldar. Clara Bow var ein vinsælasta kvik- myndaleikkonan fyrir 20—30 árum. Hún lék i siðustu myndinni 1933, en ])á giftist hún kúrekahetjunni Rex Bell og varð bóndakona. Arlene Dahl er af norskum ættum og hefir nú um nokkurra ára skeið þótt einn aðaikvenkosturinn í Holly- wood. Maureen O’ Hara cr skaprik eins og rauðhært kvenfólk er talið vera. Er skemmst að minnast leiks hennar i myndinni „Þögli maðurinn", sem sýnd var í Austurbæjarbíó nýlega. Það var engin furða, þótt Svíar gerðu hana, en ekki .Tolin Wayne, að höfuðpersón- unni, og kölluðu myndina „Hans vilda fru“. Piper Laurie hefir leikið í mörgum myndum að undanförnu, einkum austurlenskum ævintýramyndum á móti Tony Curtis. Hún hefir fallegt rauðgullið hár. Anu Sheridan var eins konar arftaki Clöru Bow. Hún var „oomph“-stúika sinna tíma eins og Clara hafði verið. Rauðhærðu leikkonurnar virðast því jafnan hafa haft mikil áhrif á „sterk- ara“ kynið. Jafnvel Rita Hayworth gerðist rauðhærð áður en hún sló sinu trompi út fyrir alvöru. Hún hefir þess vegna unnið sér liefð á því að vera tal- in í hópi þeirra rauðhærðu. Annars var hún með hrafnsvart hár eins og for- eldrar hennar, sem voru spánskir dansarar. Rita hefir líka dæmigerða Framhald á bls. 14. Arlene Dahl.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.