Fálkinn


Fálkinn - 29.01.1954, Blaðsíða 11

Fálkinn - 29.01.1954, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 J)rfónuð húfa- handa smábörnum RITSTJÓRI: RAGNIIEIÐUR ÁRNADÓTTIR. „Húsfreyjan“ TímaritiS „Húsfreyjan“ 3.—4. töln- ])lað 4. árgangs kom út rétt fyrir jól- in. Tímarit þetta er gefið út af kven- félagasambandi íslands og hefir ]iví meðai annars þann tilgang að flytja fréttir af starfsemi kvenfélaga um allt land, og jafnframt er það ætlað ölinm íslenskum konum til fróðleiks og skemmtunar. Nokkrar breytingar hafa orðið á rekstri blaðsins, og var blað ])að, er út kom fyrir jólin bið fyrsta eftir breytinguna. Meðal annars var kosin sérstök útgáfustjórn fyrir blað- ið, og 'hana skipa þær Sigrún Árna- dóttir, Elsa Guðjónsson og Svava Þórleifsdóttir, sem jafnframt er nú ritstjóri blaðsins. Umrætt tölublað er mjög fjölbreytt og prýtt fjölda mynda. Margt ágætra greina er i blaðinu, m. a. tveir nýir þættir, heimiiisþáttur, sem flytur m. a. prjónauppskriftir og manneldis- þáttur sem flytur mataruppskriftir og fleira. Mun fyrirhugað að hafa blaðið með svipuðu sniði fyrst um sinn og lofar síðasta tölublað góðu um fram- tíð þess. Greinin sem hér fer á eftir birtist i heimiÍÍSþætti Húsfreyjunnar og er skrifuð af frú Elsu Guðjónsson. Um nylonsokka Hvað táknar denier og gauge? Þegar nylonsokkar fóru fyrst að flytjast hér til lands, þóttu þeir af- burða sterkir og þvi hið mesta þing. En þegar frá leið fór að bera á óánægju manna i meðal með endingu nylonsokkanna og er svo enn. Sum- part kann þetta að stafa af því, að konur eru farnar að gleyma því hve rayon (gervisilki sem þá var kallað) og „pure“-sokkarnir voru raunveru- lega endingarlitlir, en aðalorsökin mun þó vera sú, að fyrstu nylonsokk- arnir, sem inn voru fluttir, voru sterkari og betri en allur þorri þeirra, sem nú eru hér á boðstólnum. Gæði nylonsokka fara eftir styrk- leika (þykkt) þráðanna og þéttleika (stærð) lykkjanna. Þykkt þráðanna er mæld í denier, en þéttleiki í gauge (frb. geidsj). Algengustu þráðarþykkt- ir eru nú 15 og 30 denier, og er 15 denier þráður helmingi fíngerðari en 30 denier þráður. Er mcgnið af nylon- sokkunum, sem hér ertt á boðstólum, úr 15 denier þráðum, þótt einnig fáist 30 denier sokkar. En þá er þess að gæta, að upphaflega voru nylonsokk- ar ekki úr fínni þráðum en 40 denier, sem sé úr mun þykkari þráðum cn þykkustu sokkarnir, sem við getuni keypt í dag. Algengar lykkjustærðir á sokkum eru 45, 51 og 60 gauge, og er 45 gauge gisnast en 60 gauge þéttast. Eftir því sem lykkjan er þéttari (smærri) verð- ur meiri teygja í sokkunum og þeir þá um leið sterkari, en jafnframt þessu sýnast þeir finni * *á fæti. 30 denier sokkarnir eru oftast nær 45 gauge, en 15 denier sokkarnir ýmist 51, 54 eða 60 gauge. Eru þá að sjálfsögðu 60 denicr sokkarnir bestir af þeim síðastnefndu. En slíkir sokkar sjást sjaldan i verslunum hér, hvað þá 30 denier sokkar með hærri lykkju- tölu en 45. Þó munu framleiddir 30 denier sokkar með 60 og jafnvel (56 gauge. Eru þeir bæði fallegir á fæti og auk þess mjög sterkir. Væri ósk- andi að liægt væri að fá slika sokka flutta til landsins! Hér á landi, a. m. k. i höfuðstaðn- um virðist sú skoðun rikjandi, að tískunnar vegna verði konur að ganga i næfurþunnum sokkum. En sumum hefir reynst dýrt að tolla í þeirri tísk- unni. Nylonsokkar eru dýrir í inn- kaupi, og geta óhagkvæm sokkakaup því hæglega valdið nokkurri röskun á daglegri rekstraráætlun heimilis. Til ])ess að forðast slíkt, er gott að hafa eftirfarandi atriði í huga: — Kaupið 30 denier sokka til hvers- dagsnotkunar, og notið 15 denier sokka aðeins þegar mikið liggur við. — Kaupið helst tvenna eða þrenna sokka í einu, ef fjárhagurinn leyfir. Þá er hægt að nota staka sokkinn, ef cinn skyldi ónýtast, með hinum sokkunum. —- Þvoið ætíð sokkana úr góðu vel volgu sápuvatni í hvert skipti sem þeir hafa verið notaðir. Nuddið þá ekki og vindið þá ekki í höndunum, heldur þrýstið vatninu úr þeim. Hengið þá til þerris í tá eða fit á hlýjum stað, en þó ekki of nálægt ofni. U M HÚSGÖGN. Forngrikkir söfnuðu húsgögnum fyrstir manna. Á heimilum efna- manna varð ekki þverfótað fyrir gömlum húsgögnum og forngripum, á sama hátt og á heimilum ríkra Englendinga á 19. öld. Rómverjar söfnuðu líka gömlum húsgögnum, og fornsölur voru jafn algengar i Róm forðum eins og þær eru í Reykja- vík núna. * Mazarin kardínáli, liinn frægi stjórnspekingur, seldi húsgögn í París í æsku. Þegar hann gekk í ])jónustu páfans og varð að vera á sífelldu ferðalagi milli Paris og Róm, notaði hann tækifærið til að búa i haginn fyrir sig. Ilann keypti húsgögn i Róm, fór með þau til París og scldi þau þar með miklum ágóða. # Þegar Caligula keisari var i fjár- þröng, en það var hann oft, liélt hann uppboð á húsgögnum í höll- inni sinni. Á einu uppboðinu bar það lil að gamall þingmaður, Aponius Saturnius, sofnaði á stól aftarlega í salnum. Caligula sagði uppboðs- haldaranum, að í hvert skipti sem höfuð Aponius kipptist við þá þýddi það boð. — Og þegar gamli maður- inn vaknaði uppgötvaði hann að hon- um höfðu verið slegin liúsgögn fyrir um tvær milljón lcrónur. # Þessi húfa er einkar snotur og hlý- leg á smábörn. Stærð hennar miðast við eins árs aldur. Hún er prjónuð á prjóna nr. 3Ve og 3, og í liana fara ca 60 gr. af uílargarni (14 lykkjur eiga að mælast 5 cm.). Ryrjað er á húfunni að neðan, og eru fitjaðar upp 125 lykkjur. Vegna munstursins verður lykkjufjöldinn að standa á stöku. Prjónaðar 2 sléttar og 2 brugðnar á víxl; endað á einni sléttri. Endurtekið þar til komnir eru 9 cm., þá er skipt yfir á prjóna nr. 3, og á þá eru næstu 4 cm. prjónaðir. Skiptið síðan aftur yfir á grófari prjónana, prjónið siðan fyrstu 16 lykkjurnar og setjið þær á öryggis- nælu eða aukaprjón, prjónið síðan 93 lykkjur, en siðustu 16 lykkjurnar eru einnig geymdar á prjóni eða nælu. Miðlykkjurnar 93 eru prjónaðar þar lil komnir eru 13 cm; fellið síðan af 28 lykkjur í byrjun tveggja næstu prjóna, lykkjurnar, sem þá verða eftir, eru prjónaðar þar til komnir eru 10 cm. Fellið siðan af, sléttu lykkjurnar slétt en þær brugðnu brugðið. Hliðarnar, sem búið er að fella af, eru saumaðar við miðstykkið. Snúið réttunni að yður og prjónið á fínni prjónana, fyrst fyrri 16 lykkjurnar, sem geymdar voru, takið siðan 92 lykkjur upp á framkanti húfunnar og síðast hinar 16 lykkjurnar. Prjónið 2 sléttar og 2 brugðnar og endurtakið þar til komnir eru 2V4 cm, fellið siðan af. Að lokum er neðsti hluti húfunnar saumaður saman að framan. Ef óskað er má brjóta upp á húfuna að framan. Nýtt silfurhreinsiefni. Nýlega kom á markaðinn hér i bæ nýtt efni til að hreinsa með silfur og silfurborðbúnað. Efni þetta heitir Silver Quick og er flutt inn af versl- uninni „Málarinn“. Er hér um algera nýjung að ræða því að með efni þessu má hreinsa silfurmuni án þess að nudda þá og fægja. Silver Quick er þunnur vökvi og nægir að dýfa silfr- inu ofan i hann eða ef um stóra silfurgripi er að ræða er vökvanum liellt í klút og hluturinn þveginn með honum. Siðan eru hlutirnir skolaðir lauslega og þurrkaðir og eru þá öll óhreinindi á brott úr silfrinu. Silver Quiclc er mjög auðvelt í notkun og fljótvirkt og þvi líklegt til vinsælda meðal reykvíslcra húsmæðra. T ískumyndLr LÁTLAUS KJÓLL. Sléttur einjaldur kjóll úr brúnu ullar- jersey. HálfsíÖ kápa samlit lögö íburöarmiklu refaskinni er notuö utan yfir. VETRARHATTUR. Þessi liattur er úr gráu og rauöu prjóna- efni (Jersey) og er sagöur tolia mjög vel á liöföinu í vetrarnepjunni. Prjóna- efniö er allt lagt í örsmáar fellingar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.