Fálkinn


Fálkinn - 29.01.1954, Page 8

Fálkinn - 29.01.1954, Page 8
8 FÁLKINN MAUGARET GUION HERZOG: Qwfubiðin .......Þau tóku ekki eftir stórum bíl, sem hafði ekið upp að gamla skrjóðnum hans Johnny .......... En þau hrukku við er þau heyrðu röddina. „Hvað er þetta, Joan? Eruð þið búin að gifta ykkur?“ ÞAÐ var svo að sjó sem allir þeir í New York sem teldust menn meS mönnum, væru boðnir ó fyrsta dans- leikinn sem Amelita hélt. En Joan Slewart, seytján ára, sem dansaði og dansaði með annarlegan vonarneista í augunum, virtist ekki taka neitt eftir þessu fína fólki. Hún athugaði vand- lega livern nýjan gest sem inn kom og lét sér svo standa á sama um hann, hversu göfugu nafni sem hann hét. Þegar ókyrrðin greip hana í fyrsta skipti hugsaði liún með sér: Vertu nú hægl Klukkan er ekki orðin ellefu ennþá! En hugsum okkur ef hann kemur ekki! Hugsum okkur ef l>if- reiðin lians, gamli skrjóðurinn, hefir lent í skurðinum! Hugsum okkur að......... Nei, liann hlaut að koma! Fyrst sá hún dökkhært höfuðið, svo lierðarnar og síðan það sem eflir var af honum, löngum og horuðum, er hann kom upp stigann og tók tvö þrep í hverju skrefi. Hún vissi að honum sárnaði að þurfa að eyða tíma í að ’heilsa liúsbóndanum og frúnni. En svo kom hann til hennar. „Johnny!“ Ilann sagði ekkert, tók báðum hönd- um utan um hana og hélt fast um hana áður en þau byrjuðu að dansa. Og á eftir fór hann með hana skemtnstu leið til dyra. Það var ekki orðið svo áliðið ennþá að unga fólkið væri farið að þreyt- ast á dansinum og ganga inn í hinar stofurnar til að hvíla sig, og þess vegna var engin mannéskja í bóka- stofunni. Hann kyssti hana með ákefð, eins og liann hefði beðið eftir kossinum i öll þessi tuttugu og eitt ár sem hann hafði lifað, og svo kyssti hann hana aftur, lengri og viðkvæmari kossa. „Johnny!“ hvislaði hún, „hún mamma sá þig aka mér heim eftir að við drukkum te saman á sunnu- daginn, og henni mislíkaði það.“ „Varð uppistand?“ Hún kinkaði kolli og hann varð al- varlegur. „Við höfum þó að minnsta kosti ekki lofað neinum að hittast ekki aftur.“ „Nei, en nú reynir hún að fá mig til að lofa því. Og hún talar við pal)ba ef ég lofa því ekki, og þú veist hvernig liann er! Hann er vis til að taka mig úr skólanum og senda mig til útlanda eða eitthvað svoleiðis. Johnny, hvers yegna gleymir eldra fólkið alltaf að það hefir verið ungt?“ Joan sá hliðarmynd Johnnys koma fram því að eldurinn á arninum var hinumegin við hann, en að öðru leyti var skuggsýnt í stofunni. ,;Þau eru brjáluð!“ tautaði Johnny. ,Þau halda því fram að þetta séu bernskubrek og að við gleymum þvi, en þó vita þau í rauninni að þetta er sönn ást. Og við skulum sýna þeim að svo sé! Ást okkar skal aldrei dvína, Joan!“ Hún horfði á andlitið á honum sem ennþá var dökkt eftir sumarsólina, og hún var gagntekin af ást til hans. Klukka i horninu sló eitt högg. „Kortér yfir ellefu," andvai’paði hún. Og ég verð að vera komin heim ldukkan hálfeitt! Cora frænka er bérna — hún togar mig heim með sér, Johnny. Ég skil ekki hvernig ég á að lifa í vetur, þegar ég fæ ekki að sjá þig nema einstöku sinnum í laumi og vera síhrædd um að það komist upp um mig.“ Hann svaraði ekki strax og hún liorfði kvíðin á hann og spurði hvort framtíðin virtist bjartari frá hans sjónarmiði. Þegar hann loksins svar- aði var iþað sama fasta, örugga rödd- in eins og þegar hann sagði: „Þú hefðir átt'að halda í sleggjuna með báðum höndum, kjáninn þinn!“ Nú sagði hann: „Vertu ekki stúrin, telpa mín! Við skulum bæði halda áfram svona! Við skulum hætta við þessi leyni-stefnumót! Foreldrar þinir skilja blátt áfram ekki að við elskum livort annað! Við giftum okkur!“ Eitt undursamlegt augnablik trúði hún því að hann segði þetta í alvöru. Og næsta, ennþá dásamlegra augna- blik fann hún að þetta var alvara. „Núna í kvöld,“ sagði liann. „Góða mín, þó að við höguðum okkur eins og ldýðnir englar í allan vetur munu foreldrar þínir samt lialda þvi fram í sumar að við séum of ung, og árið eflir mundu þau segja alveg það sama. Heldurðu að ég sætti mig við að það haldi svona áfram þangað til ég hefi lokið námi?“ Hjarta hennar sagði: „Nei, Johnny, við sættum okkur hvorugt við það. en liún þorði ekki að segja það upp- hátt. Þvi vissari sem hann var um sjálfan sig því rólegri varð hún. Hún elskaði hann svo óumræðilega. „Mér er hægra um vik af því að ég á enga foreldrana," hélt hann áfram. „Það eru ekki nema þínir foreldrar sem við þurfum að hugsa um, og þau láta undan áður en lýkur. í rauninni fellur þeim vel við mig. En þau vilja bara ekki láta þig binda þig of snemma. Ég fæ fimm hundruð dollara á mánuði frá fjárhaldsmanni mínum, og við getum lifað af því. Og svo get ég fengið mér stöðu. Hvaða vit er í því að ég sé að læra, ef ég fæ ekki að hitta þig? Joan, skilur þú að þetta er ákveðið?“ Hann dró hana að sér fagnandi, en þegar hann sá hve hljóð hún var varð liann alvarlegur aftur. „Þú — þú vilt þetta, Joan?“ „Ég verð,“ hvislaði hún. „Eg veil ekki hvernig ég ætti að lifa án jiess að fá að vera með þér.“ Hún snerti við kinninni á honum. Hún var svo hörð og hál. Hann var sterkur og hafði alltaf haft vald yfir henni. Þau horfðu lengi hvort á ;ann- að, stóðu upp og gengu út úr foóka- stofunni. Á leiðinni mættu þau tveim- ur ungum pörum, sem virtust ofur barnaleg og glottu. „Félagar mínir!“ muldraði Johnny. „Komdu, við slcul- um flýta okkur.“ Gamli skrjóðurinn hans brunaði af stað og vindurinn tók i ljósu lokkana á Joan. Hún vafði loðfeldinn að sér til að verjast næðingnum. „Það er gömul alpahúfa í hurðar- hólfinu, Joan,“ sagði Johnny og hún fann hana og setti hana upp. „En útgangurinn á mér!“ sagði hún og hló. „Skunkfeldur — sannast að segja er það hún mamma sem á hann — bleikur taftkjóll og alpahúfa. Það fer vel saman, finnst þér ekki?“ Johnny brosti til hennar. „Mér finnst ég vera orðin eins og ný manneskja," hélt liún áfram. „Eg hefi verið angurvær og súr og köld núna lengi. Eg hefi þráð þig og hugs- að um hvernig þér liði, liugsað um hvernig ég ætti að hjara öll þessi ár sem fjölskyldan vill ekki láta okkur sjást, og nú ....“ „Trenton, Philadelphia, Elkton.“ Hann var eins og vagnstjóri sem nefn- ir viðkomustaðina. „Eftir finim eða sex tíma, góða ....“ Allt í einu stöðv- aði hann bilinn, dró hana að sér og kyssti hana. „Þetta eru engin barna- brelc, Joan. Við elskum hvort annað ævilangt. Eg sver að ég skal gera þig hamingjusama." Leiðin var löng og stundum varð hann mjög þungbúinn og þá var eins og hjartað bólgnaði í Joan og hún fékk kökk fyrir brjóstið. En þess á milli var liann svo kátur og ærslafullur að henni lá við að gleyma hve hátiðlegt þetta ferðalag var — að þau voru á leiðinni til prestsins. En þegar hún hugsaði til þess var eins og heit alda færi um hana. Þegar þau töluðu ekki saman sat hún og starði á hann tilbiðjandi ástar- augum. Þau óku áfram — áfram gegnum náttmyrkrið. Hálf eitt! Eitt! Nú mnndi Cora frænka vera farin að verða óró- leg og leita að henni. Þau höfðu lagt á ráðin i lyftunni á leiðinni niður. Cora frænka vissi eklc- ert að Johnny var væntanlegur á dansleikinn, — annars hefði hún gætt betur að öllu. Hún sat og spilaði bridge. Þeim hafði talist svo til að Joan mundi ekki verða saknað fyrr en eftir klukkutíma. „Segðu eitthvað við mig, Johnny,“ sagði hún eftir langa þögn. „Mér finnst þetta allt svo yndislegt, en það verður hræðilegt áfall fyrir mömmu, þangað til hún veit hvernig í öllu liggur. Eg vil helst ekki hugsa um það. Við — við verðum víst að síma til þeirra undir eins og við erum gift. Johnny tók hægri höndina af stýr- inu og klappaði á foönd liennar. „Nátt- úrulega, elskan mín! Og á eftir, þegar þau sjá hve hamingjusöm við erum, verða þau ánægð með þetta. Meðal annarra orða: ég hefi víst ekki mikla peninga á mér.“ Hann hafði það ekki. Þan námu staðar við ofurlitla krá og töldu pen- ingana hans. „Við þurfum ellefu doll- ara,“ sagði hann. „Leyfisbréf. Prest. Gistiherbergi. Mat.“ „Heldurðu að við höfum efni á að kaupa okkur tvær eplaskífur núna?“ spurði hún. „Þær lita svo vel út — þær eru með sykri.“ Þau komust að raun um að þau hefðu efni á að kaupa fjórar, og eftir að þau höfðu borðað þær óku þau áfram. Gamli skrjóðurinn rann hverja míl- una eftir aðra. Stundum sofnaði Joan og 'hallaði þá höfðinu upp að öxlinni á Johnny. Þegar luin vaknaði siðast var farið að birta af degi. Yfir slétt- unni var jiokumóða, en sums staðar sá í dimmar trjáþyrpingar. „Nú erum við bráðum komin, elsk-

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.