Fálkinn


Fálkinn - 29.01.1954, Side 12

Fálkinn - 29.01.1954, Side 12
12 FÁLKINN NÝFKAMHALDSSAGA: 3. Þegar hjörtu mætast ég upp til yðar með tebakkann, en ekki hún Anna.“ Nú hló maðurinn í rúminu hátt. „Mér fannst þetta alveg rétt hjá tviburunum! Getið þér ekki látið þau koma hingað til mín, svo að ég fái að sjá þau?“ „En þér skuluð vara yður á þeim, ef þeim líst ekki á yður,“ sagði Moira aðvarandi. „Reyndar held ég að þeim lítist á yður, en þá verða þau bara stillt og vel upp alin, og þá eru þau leiðinleg. Það er best að spyrja önnu fyrst, sir John, því annars ....“ Það var drepið á dyrnar og Anna kom nægi- lega snemma inn til að heyra síðustu orðin sem systir hennar sagði. „Sir Jo^hn .... mér þykir leitt ef ég hefi misskilið yður í morgun, þegar ég var að spyrja yður að nafni til að skrá yður i dag- bókina hans pabba . .. .“ Maðurinn í rúminu ræskti sig. „Alls ekki!“ Honum fannst á kvíðafullum augum Moiru, sem hún byggist við einhverju af honum. — „Systir yðar var svo væn að koma með te handa mér og tala við mig. Mér iíður miklu betur núna — ég var hálfdaufur í dálkinn með- an ég var hérna einn.“ Moiru virtist létta og svo fór hún út. En Anna horfði á eftir henni og leit svo á mann- inn í rúminu. Hvílíkur munur á þessum tveim- ur systrum, hugsaði hann með sér. Sú yngri var tvímælalaust Ijómandi falleg — en í aug- um önnu, enni hennar og svip var eitthvað sem Moiru vantaði: greind, góðmennsku, hlýju — skapfestu. „Hún systir mín — ég get hugsað mér hvað hún hefir verið að tala um við yður, sir John,“ byrjaði Anna Shefford og virtist vera órótt. „Hún er svoddan barn og full af ævin- týraþrá og hugsar ósköp barnalega. En hún er góð stúlka, og hún meinar ekkert illt með þvi. Þér megið bara gera það fyrir mig að ala ekki á henni .... Hún er svo góð og við pabbi erum hálfkvíðin um hvernig henni reiði af í veröldinni, þegar hún á að fara að sjá um sig sjálf. Afsakið mig, sir John .... ég vona að þér skiljið!“ Hún brosti til hans, og svo var hún horfin út úr herberginu áður en hann hafði fundið átyllu til að fá hana til að vera kyrra. Shef- ford-systurnar líktust engum öðrum ungum stúlkum, sem hánn hafði hitt. Hann var al- vanur fallegum stúlkum, svo vanur að hann var hættur að taka eftir að þær væru fallegar. Hann var líka vanur að heyra kvakið í þeim, tilraunir þeirra til að halda uppi samtali og vekja áhuga hans. Og hann var enn vanari ýmiss konar veiðibrellum af hálfu mæðra ungu stúlknanna, sem langaði til að eignast fjáðan tengdason. En svona sameining fegurð- ar og barnslundar, eins og hjá Moiru, hafði hann aldrei hitt fyrir áður. Og Anna .... Hann fann að hann gat ekki haft hugann af þessu alvarlega unga andliti, fallegu bláu aug- unum. Moira sat uppi í barnaherberginu og var að segja tvíburunum frá Gulwer House. „Hann hefir ekki aðeins tennisvelli þar, skiljið þið, heldur hefir hann líka póló-völl. Og svo stærstu sundlaugina í Englandi, að ég nú ekki minnist á að það eru að minnsta kosti hundr- að herbergi í höllinni, og að baðklefi er með nærri því öll'um gestaherbergjunum. Og svo á hann peninga, hauga af peningum, og mál- verkasafn sem listfræðingar frá öðrum lönd- um koma til að skoða .... hvar skyldi ann- ars vikublaðið vera, með öllum myndunum frá Gulwer House! Við verðum að finna það, krakkar!“ Þá kom Anna inn og ónáðaði þau. „Vill enginn te, núna?“ sagði hún glaðlega. „Þið getið ekki giskað á hvað við höfum núna — jarðarber og rjóma!“ „Æ-æ-æ, rjóma!“ hrópuðu tvíburarnir. „Höfum við efni á því, Anna? Erum við orð- in rík, síðan hann pabbi fékk milljónamær- inginn sem sjúkling?“ „Hann yrði að vera veikur alla sina ævi ef læknisþóknunin ætti að endast til að borga skuldirnar okkar,“ svaraði stóra systir fremur stutt. „Oh munið þið nú, að næst þegar þið gerið prakkarastrik, þá megið þið ekki láta þau bitna á kaupmönnunum, sem við skuld- um! Þegar þið eruð búin að borða verðið þið bæði að setjast við og skrifa slátrarafrúnni kurteistlegt afsökunarbréf og biðja hana fyrir- gefningar." Anna varð allt í einu hugsandi. „Bréf var það, já, já, Moira, veistu hvort hann sir John hefir sent símskeytin ennþá? Hann sagðist mundu láta sína nánustu vita af sér sjálfur .... en hann hefir ekki afhent mér nein skeyti.“ „Ef hann hefir fengið honum pabba þau þá liggja þau vafalaust í vasa hans ennþá — það er áreiðanlegt," sagði Moira. „Það er best að fara upp og spyrja um það — á ég að . .. . “ „Nei, það er best að ég fari. Þú hefir setið nógu lengi og talað við hann í dag!“ Anna tók af borðinu og svo fór hún upp til sjúkl- ingsins aftur. Skrítnast var að henni var órótt þegar hún ætlaði að drepa á dyrnar. Hjartað hoppaði þegar hún heyrði rólega röddina segja: „Kom inn!“ „Afsakið að ég geri ónæði,“ byrjaði Anna, „en mér datt í hug, að þér munduð ekki hafa fengið tækifæri til að senda skeyti til yðar nánustu um það sem hefir komið fyrir. Pabbi átti að sjá um það, en hann er svo annars hugar, að hann hefir vafalaust gleymt því.“ „Nei, þvert á móti. Ég sagði honum að þess þyrfti ekki með.“ Anna horfði forviða á hann. „En það verð- ur undrast um yður! Það verður hrætt um yður .... foreldrar yðar, konan yðar og fjölskyldan ....“ Maðurinn í rúminu brosti. „Ég á enga konu, en ég er einmitt að skrifa henni móður minni bréf núna. Það hræðir hana síður en ef hún fengi símskeyti . . . . “ „Jæja,“ svaraði Anna og reyndi að láta enga furðu á sér sjá. „Jæja, þá ætla ég ekki að ónáða yður lengur, en mér datt þetta bara í hug, og þess vegna.........“ „Jæja, þetta er þá eldhúsið!“ Anna hrökk við og setti frá sér þvottakúst- inn, snerist á hæli og starði á sir John. Hann haltaraði spölkorn fram á steingólfið og sett- ist svo á kollustólinn. „Hvað eruð þér’að vilja hingað?“ spurði hún ávítandi. „Ég hélt að þér sætuð niðri í garði og væruð að lesa.“ „Ég gerði það líka, en mig langaði að sjá fólk og þess vegna kom ég hingað,“ svaraði sjúklingurinn. „Hvað eruð þér eiginlega að gera?“ „Þér sjáið það víst — ég er að þvo!“ Sir John beygði sig og horfði með viðbjóði á skítugt sápuvatnið í fötunni og sagði: „Þetta er alls ekki viðeigandi starf handa yður. Getur frú Briggs ekki tekið að sér skít- verkin?“ „Jú, hún gerir það líka. Þegar hún kemur. En nú hefir hún fengið eitt kastið, sem hún kallar, og þá sjáum við hana ekki vikunum saman. En húsið verður að vera hreint fyrir því. Svona nú . .. . “ Hún varð ánægjuleg á svipinn er hún hafði lokið við gólfið og fleygði tuskunni í fötuna og bar hana út. En sir John tók fram í. „Ég skil ekki í að hann faðir yðar skuli leyfa yður að þræla svona — það er alltof mikið erfiði fyrir unga, veikbyggða stúlku.“ Anna brosti. „Pabbi lifir í öðrum heimi. Hann heldur að gólfin þvoi sig sjálf og að mið- degisverðurinn kaupi sig og framreiði sig sjálfur. Það er gagnslaust að tala við hann um bústjórnaráhyggjur — hann hefir nögar áhyggjur samt. En nú skuluð þér fara aftur í stólinn yðar í garðinum, sir John. Þér eruð engum að gagni hérna, og þér vitið að honum pabba er illa við að þér gangið of mikið hækjulaus." Maðurinn á kollustólnum fannst hann vera eins og skólastrákur sem kennslukonan hefði sett ofan í við. Hann gat ekki stillt sig um að brosa — en það skrítna var að hann fór hjá sér við orð þessarar tvítugu sveitastúlku. Það lá við að hann yrði að herða upp hugann til að geta byrjað. „Ég kom hingað til að tala við yður. Eg var að vona að þér gæfuð yður tíma til að koma út og tala við mig í garðinum .... en þennan tíma, sem ég hefi dvalið hérna hefi ég orðið var við hve mikið þér hafið að gera. Og þó faðir yðar viti það ekki þá veit hann samt, að það tekur tíma að sjá um heimili og mat og fatnað handa fimm manna fjölskyldu. Nú hefi ég verið hérna í hálfan mánuð og er ekki ennþá farinn að borga eyri fyrir mig. Ég fer að hafa áhyggj- ur af því, og þess vegna langar mig til að borga núna, að minnsta kosti fyrir þessar tvær vikur. Ég hafði hugsað mér að borga það sama sem ég borgaði á sjúkrahúsi fyrir herbergi og hjúkrun þegar ég var skorinn við botnlangabólgu fyrir þremur árum. Hafið þér nokkuð við það að athuga?“ „Nei, nei,“ svaraði Anna án þess að líta á hann. Hún var að taka af sér þvottasvuntuna. „Mér finnst það sanngjarnt. Hvað kostaði það?“ „Sjö hundruð krónur á viku,“ sagði sir John hikandi. Anna missti svuntuna á gólfið og glápti á hann. „Sjö .... sjö hundruð krónur? Yður getur ekki verið alvara. Okkur gæti ekki dottið í hug að taka við svo miklu .... ég hafði hugsað mér hundrað og fimmtíu til tvö

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.