Fálkinn


Fálkinn - 02.04.1954, Blaðsíða 5

Fálkinn - 02.04.1954, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 garðurinn okkar .*•? Blómaflekar Aztekar hinir fornu voru blóm- rœktarmenn miklir. Spánverjar undr- uðust hve slyngir þeir voru í garð- yrkju. Allt var vafið í blómum hjá Montezuma konungi og þegnum hans. í höfuðborginni Mexico voru m. a. ræktuð blóm á flekum á vötnum og hátaskurðum. — — — Hví ekki að útbúa einn blómafleka i tilrauna- skyni á Reykjavikurtjörn í vor? Ekki þarf miklu tii að kosta. Flekann má gera úr staurum, eða liafa tunnur undir lionum og leggja honum síðan við stjóra eins og bát. Blómin er hægt að gróðursetja í kassa eða ker á flek- anum. Sumar jurtir þola að standa framtíð hins litla rikis. Þeim kom ckki saman um hvert þeirra ætti að taka að sér vernd landsins, en eilt kom þeim saman um: að Marie- Adelaide yrði að fara frá. Ein af systrunum átti að taka við og Char- lotte stóð næst, þvi að hún var næst- elst og auk jjess trúlofuð Felix prins af Bourbon-Parma. Hinn 10. jan. 1919 gaf Marie- Adelaide þessa yfirlýsingu: — Eg afsala mér völdum í hendur Charlotte systur minnar! Það var mál til komið. Því að hit- inn í þjóðinni var kominn að suðu- marki. Á sumum húsum var flaggað með rauðum fánum, fólk hópaðist saman á götunum og hrópaði: „Lifi ]ýðveldið“! og „Niður með stórlier- togaættina"! Franskir hermenn héldu vörð á þeim stöðum sem mestu varð- aði. Hinn 15. janúar var lýst yfir valda- töku Charlotte prinsessu af hallar- svölunum i Colmar-Berg. Marie-Adelaide tók i liönd systur sinnar og sagði: — Fyrirgefðu mér, Lotty systir að ég hefi lagt svona þunga byrði á þig. Tveimur árum síðar var Marie- Adelaide tekin í karmelítaklaustrið í Modena i Ítalíu, en ekki vegnaði henni betur sem nunnu en henni hafði gert sem stórhertogynju. Hún reykti mikið og veittist erfitt að venja sig af þvi. Og hún hafði verið matmaður og gat ekki vanist harðréttinu í klaustrinu. Hnignaði henni því fljótt, bæði andlega og líkamlega og prior- innan bað fjölskylduna um að sækja hana. Marie-Adelaide reyndi líka klaustr- ið „Systur fátækra" í Róm. Hún lijúkr- aði fátæklingum i nokkrar vikur, und- ir nafninu systir Maria. En príor- innan sá fljótt að hún var ekki starf- inu vaxin. RÓMANTÍSKT HJÓNABAND. Eitt fyrsta verk Charlotte var að láta fara fram ])jóðaratkvæði um ríkiserfðirnar og gekk það henni í vii. Og æsingarnar í landinu hjöðnuðu fljótt. Öll þjóðin fagnaði þegar hún giftist Felix prins í dómkirkjunni í Luxem- bourg 6. nóv. 1919. Þau voru náskyld og höfðu þekkst frá barnæsku. Hann sífellt í bleyti t. d. sverðlilja og dag- stjarna o. fl. Þær þrífast ágætlega við læki og tjarnir og mundu vaxa ve! í mold á sjálfum flekanum. Ýms sumar- blóm gætu einnig þrifist þar. Hin fagurrauðu hlóm dagstjörnunnar mundu sóma sér prýðilega á fleka, t. d. úti fyrir nýja Bindindishallar- og Kvennaskólagarðinum. Þetta var skemmtileg nýjung, til- valin fyrir garðyrkjumenn bæjarins að spreyta sig á. Reynið hugmyndina í vor, Reyk- vikingar. Ingólfur Davíðsson. var rikur og af góðum ættum og reyndist ágætur eigirimaður. Þau eign- uðust tvo syni og fjórar dætur, og fyrsta barnið var Jean-Benoit-Guill- aume-Robert-Antoine-Louis-Adolpe d’ Aviano, núverandi ríkiserfingi, sem fæddist 1921. Luxembourg hélt hátiðlegt liundrað ára sjálfstæðisafmæli sitt 22.—23. april 1939. Á Lundúnaráðstefnu 1839 hafði landið sem sé verið viðurkennt frjálst og fullvalda ríki. Adolf Hiller var fyrsti erlendi þjóðhöfðinginn sem sendi lieiilaóskaskeyti. Og i ágúst s. á. gaf þýski sendiherrann Radewitz yfir- lýsingu um að hlutleysi landsins yrði virt. ÖNNUR HEIMSSTYRJÖLDIN. Þá var Luxembourg orðin eins og „no man’s land“ milli Siegfried-lín- unnar og Maginot-linunnar. 9. mai 1940 komst stjórnin yfir skjal, dags. 23. apríl, frá þýska herforingjaráðinu, þar sem nefndir vooru þeir staðir i Luxembourg, sem þýski herinn skyldi ná á sitt vald. Skjal þetta sýndi, að í Luxembourg var til vel skipulögð „5. herdeild" nazista. Og morguninn 10. maí svifu þýskir fallhlífarhermenn niður á þessa staði, en hundruð þýskra flug- véla fóru yfir höfuðstaðinn á leið til Frakklands og Belgíu. Þegar fyrsta liættumerkið var gefið fóru Cliarlotte Felix og Marie-Anne móðir liennar, sem þá var orðin átt- ræð, til Frakklands. Jean og tvær systranna hittu foreldra sína síðar. En minnstu munaði að bifreiðin sem Jean var i, væri tekin af Þjóðverjum á landamærunum. Eftir fall Frakklands um vorið dvaldist fjölskýldan í útlegð öll striðs- árin, fyrst i Bandaríkjunum og síðan í Englandi. Jean prins innritaðist í enska nýliðasveit og varð fyrirliði í „Irish Guards“. Þar var faðir hans lika. LIFI JEAN PRINS! Hinn 14. aprí'l 1945 kom stórher- togafrúin aftur til Luxembourg, eftir fimm ára útlegð. Jean syni hennar, sem var í enskum hermannabúningi, var fagnað með hrópinu: „Lifi prins- inn, lifi Jean prins okkar!“ Og nú Framhald á bls. 14. Stjörnulestur Eftir Jón Árnason, prentara. Alþjóðayfirlit. Nú hefst stjörnuárið með göngu sólar inn i Hrútsmerkið. Samkvæmt hinu ævaforna egypska timatali ræður Júpíter yfir þessu ári 1954 og ætti því að vera gott ár i ýmsum greinum;.því að Júpíter hefir venjúlega góðar af- stöður, nema eina gagnvart Mars. Mun því barátta nokkur koma til greina á milli framtaksmanna og hinna raun- sæu og er líklegt að framtakið nái sér niðri. Kemur þetta að nokkru heim við talnaspekisafstöðuria, þvi að til- finningarnar munu ráða. Sólin er i sólsetursmerki hins islenska lýðveldis. Er þvi lí'klegt að utanríkismálin verði áberandi hér og veitt veruleg athygli. Satúrn i sporðdreka bendir á jarð- skjálfta eða eldgos í austurlöndum. Lundúnir. —- Sól og Venus i 2. hiisi. Peniriga- og fjárhagsmálin munu mjög á dagskrá og veitt athygli. En afstöð- urnar fremur slæmar, en þó bendir góð afstaða frá Júpíter i 5. húsi á auknar tekjur af leikhúsum og skemmtistöðum. — Júpiter í 5. húsi. Leiklist og leikhússstörf í góðum gangi og gefa góðan arð. — Úran i 6. luisi. Sérkennilegir sjúkdómar nmnu áberandi, taugasjúkdómar sérstaklega og astlnna mun koma til greina. — Plútó í' 7. húsi. Slæm afstaða í utan- rikismálunum og saknæmir verknað- ir koma í Ijós. — Tungl og Neptún í 8. húsi. Dánartala mun hækka rneðal almennings og kunnur andatrúarmað- ur gæti látist. — Satúrn í 9. húsi. Af- staða gegn nýlendunum örðug, tafir og tortryggni kemur til greina. — Mars í 11. húsi. Ágreiningur í þinginu og stjórnin á i vök að verjast. Berlín. — Sól i 1. húsi. Hagur al- mennings mun mjög á dagskrá og veitt mikil athygli. Afstöðurnar ættu að vera sæmilegar. — Venus í -2. húsi. Fjárhagsmálin undir sæmlegum álirif- um, þó gætu aðgerðir verkamanna haft nokkur truflandi áhrif i för með sér. — Júpiter i 4. lnisi. Góð afstaða fyrir bændur og búalið. Veðrátta ætti að vera hagstæð. hæg norðanátt. — Úran í 6. húsi. Urgur meðal verkamanna og verkföll gætu átt sér stað. Hcilbrigði athugaverð. — Dánartala mun hækka, einkum meðal almennings, því að Tungl og Neptún eru í 8. húsi. — Mars í 10. húsi. Slæm afstaða fyrir stjórnina og andstaða hennar mun færast í aukana. Moskóva. — Sól í 12. húsi. Vinnu- liæli, fangabúðir, spítalar og góðgerða- stofnanir undir áberandi athygli og liklcgt að lagfæringar nokkrar kæmu lil greina. — Venus i 1. húsi. Afstaða almennings ætti að vera sæmileg og áhrifa hans ætti að gæta að nokkru og heilbrigði ælti að vera með betra móti. — Júpiter i 3. húsi. Samgöngur, fréttaflutningur, útgófa bóka og blaða ættu að hafa góða afstöðu á ])essum tima. — Úran i 8. húsi. Slæm áhrif á leikhús og leiklist og urgur og óánægja kemur í ljós. Sprenging gæti átt sér stað í einliverri slíkri stofnun og valdið slysum. — Tungl, Satúrn og Neptún i 7. húsi. Slæm afstaða til ut- anríkismála og viðskipta við önnur riki. Hindranir koma til greina. — Mars i 9. luisi. Mjög slæm afstaða til utanlandssiglinga. Verkföll og eldur gæti komið upp i skipi. Tokýó. — Sól í 9. húsi. Siglingar og utanrikisverslun undir áberandi á- hrifum og veitt almenn athygli. Eru þessi mál undir góðum óhrifum. — Tungl og Neptún í 4. húsi. Er mikið álitamál hversu áhrifin verða gagn- vart stjórninni. Mun hún verða fyr- ir aðkasti og undangröftur koma í ljós gegn henni. Satúrn er og i húsi þessu og hefir slæm og takmarkandi áhrif. — Mars í 6. liúsi. Slæm áhrif á heilsufarið, liitasóttir og bólgur koma í ljós. Urgur meðal verkamanna og verkföll likleg. — Venus í' 10. húsi. Hefir slæmar afstöður. Það er þvi lik- legt að stjórnin eigi í ýmsum örðug- leikum, einkum gagnvart leyndum andstæðingum, en þó mun þingið ef til vill eitthvað lagfæra og létta undir með stjórninni. Washington. — 'Sól í 4. liúsi. Af- staða bænda og landbúnaðar er mjög á dagskrá. — Mars í 2. húsi. Frekar slæm afstaða til fjárhagsmálanna og líklegt að afstöðubreytingar yrðu nokkrar i þeim efnum. — Merkúr i 4. húsi. Umræður miklar um landbún- aðarmálin. — Venus i 5. liúsi. Leikhús og leiklist undir frekar góðum áhrif- um. — Júpi'ter í 7. húsi. Utanríkis- viðskiptin ættu að vera undir frekar góðum áhrifum, jafnvel þó að trufl- andi áhrif birtist frá peninga- oð verð- bréfaversluninni innanlands. — Úran í 8. húsi. Óvenjulegar dónarorsakir niunu koma í ljós og voveiflegir dauð- dagar, vegna sprenginga og slysa i lofti. — Tungl og Neptún i 11. lnisi., Öábyggileg áhrif á gang mála í þing- inu og bakmakk og undangröftur mun koma i ljós í sambandi við utanríkis- málin. — Satúrn i 12. húsi. Vinnuhæli, fangahús og fangabúðir undir slæm- um áhrifum. Tafir og dráttur á lag- færingum. í s 1 a n d . 3. hús. — Sól í húsi þessu ásamt Venus. Samgöngur niunu mjög áber- andi og veitt athygli. Lagfæringar nokkrar gætu komið til greina i þeim málum og aðstoð gæti átt sér stað 1. hús. — Mars í húsi þessu. — Urg- ur nokkur gæti komið til greina út af utanríkismálum. Þó er liklegt að það sé ekki verulega alvarlegt. Hita- sóttir gætu átt sér stað. 2. hús. — Satúrn ræður húsi þessu. — Ekki má búast við miklum lagfær- ingum í fjárhagsmálunum og mun stjórnin hafa bein og óbein áhrif í þeim efnum. 4. hús. — Vcnus ræður húsi þessu. — Þetta ætti að vera góð afstaða fyrir bændur og búalið, myndi ef til vill styrkja andstöðu stjórnarinnar. 5. hús. — Venus ræður húsi þessu. — Sæmileg afstaða fyrir leikhús og leikara, þó gætu óvænt atvik komið til greina, sein trufluðu samvinnuna. 6. hús. — Merkúr ræður liúsi þessu. — Heilbrigði gæti verið vafasöm, óframhaldandi kvef og influensa er likleg. 7. hús. — Júpiter er í 7. lnisi. — Utanríkismálin ættu að vera undir góðum áhrifum jafnvel þó að óánægja einliver gerði vart við sig frá al- mcnningi. 8. hús. — Úran í húsi þessu. — Ekki veruleg afstaða með tilliti lil opin- berra erfða. Háttsettur maður gæti látist. 9. hús. — Tungl og Neptún í liúsi þessu. — Utanríkisviðskipti og sigling- ar undir athugaverðum og óábyggi- legum áhrifum. Tafir gætu komið til greina. 10. hús. — Satúrn í liúsi þessu. Framhald á bls. 14.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.