Fálkinn - 02.04.1954, Blaðsíða 8
8
FÁLKINN
HILLEVI HILL:
ÞAÐ GERÐIST í ST. TROPEZ
Fátæk og óásjáleg stúlka fær óvæntan arf og fer skemmtiferð að Miðjarðarhafi. Þar hittir hún málara — og .
SVO langt sem Jane Pulham mundi
liafði hún heyrt talað um sparsemi
heima. Frá barnæsku hafði lífið verið
leitt og ömurlegt, og það stafaði víst
einkum af ævarandi ágirnd föður
hennar.
Nei, ekki ágirnd, sagði hún einbeitt
við sjálfa sig þegar hugurinn livarfl-
aði að þessu — það var fyrst og fremst
ráðríki föður liennar sem olli þvi hve
taumhaldið var strangt á þeim. Nei,
ekki ágirnd, faðir hennar, vesalingur-
inn, varð að fara gætilega með pening-
ana; hann var svo heilsuveill að hann
þoldi ekki erfiða vinnu. Ef til vill
liefði allt orðið lóttara ef móðirin
hefði iifað. En hún dó þegar Jane var
firnm ára — myndin á þilinu var eina
endurminningin um hana. Stundum
nam Jane staðar fyrir framan þetta
milda kvenandlit með hlýja móður-
brosið, og þó að hún gæti tæplega
munað móður sína fyiltust augun af
tárum og hún andaði djúpt og þu.ngt.
Hún brann af löngun í lífsgleði án
þess að hún vissi það sjálf. Þegar
hún sat hjá föður sínum í dimmri,
liröngri stofunni, dreymdi hana um
glaðar, brosandi manneskjur, um sól-
skinsstrendur við blált haf, og um
fuglasöng í skógi — en aldrei um það
sem ungar stúikur skiptir svo miklu
— um ástina ........
Það stafaði kannske af því að hún
hafði iengi litið á sig sem gamla pip-
armey, þó að ekki væri hún nema 27
ára. í iífi hennar var það auðskilið, er
maður leit á þetta mjóa, föla andlit
með djúpa skugga undir augunum, lit-
lausa nærkembda hárið og magran og
beinaberan kroppinn.
Hún vænti sér einskis af lifinu —
og einn hryssingslegan nóvemberdag
þegar Pulliam gamli fékk allt í einu
slag og dó, grét liún hljóðlega því
að hún vissi ekkert livað hún ætti
nú að taka sér fyrir liendur. Þau höfðu
ekki átt neina vini, þvi að faðir henn-
ar fældi fólk frá sér.
Með hverju átti hún nú að vinna
fyrir sér? Hún hafði ekki lært neitt
— faðir hennar hafði ekki viljað láta
hana gera það.
Jane andvarpaði. Hún yrði sjálf-
sagt að reyna að koma sér í vist —
bara að hún lenti nú lijá góðu fóiki.
Hálfvegis viðutan opnaði hún vasa-
bók föður sins, sem liún liafði fundið
á skrifborðinu iians — margar óþægi-
legar endurminningar voru bundnar
við þá vasabók! Það var eins og hún
heyrði nöidurhljóðið gamla, sem hún
hafði verið vön að heyra í hvert
skipti sem hún bað um peninga til
heimilisins. Hún hafði alltaf kviðið
fyrir því ........
Nú hrökk hún við.
Þarna lágu fimmtán þúsund krónur
í vasabókinni — meiri auðævi en hún
liafði nokkurn tíma augum litið. Og
andspænis þessum óvænta auði lögðu
allar vilandi hugsanir um framtíðina
á flótta. Jane, sem hafði vanist því að
þurfa að snúa hverjum eyri, fannst
sem þessir peningar mundu endast
henni alla ævi.
Hún svaf litið um nóttina, og þegar
hún vaknaði morguninn eftir — þoku-
gráan nóvembermorgun í London —■
var liún ekki lengi að taka ákvörðun:
hún ætlaði að fara í ferðalag til út-
landa. Þetta var töfrandi tilhugsun og
fyllti hana brennandi eftirvæntingu.
Tilveran sem áður hafði verið svo
ömurleg hafði allt í einu fengið liti
og Ijóma.
Svona atvikaðist það að veimiltítan
Jane Pulham var þremur dögum siðar
stödd í smábænum St. Tropez í blárri
dýrð Miðjarðarhafslandanna og vissi
ekki hvort liana var að dreyma eða
hvort hún upplifði í raun og sannleika
það sem hún sá. Hún hafði yndi al'
því, hún var svo sæl og ánægð og
augun í henni svo björt, að það lá við
að hún yrði falleg.
Hún hafði komið sér fyrir í ódýr-
asta matsöluhúsinu sem hún gat
fundið. Ilvað gerði það til þó að her-
bergið væri lítið og þröngt eða þótt
hún fengi lítð annað en makkaroní
og slæman fisk að borða .... Undir
eins og liún kom undir bert loft
gleymdi hún slikum smámunum en
naut lífsins i návist við hafið.
Fyrstu tvær vikurnar tók hún varla
eftir fólkinu kringum sig. En einn
fagran morgun í byrjun þriðju vik-
unnar, um það leyti sem sólin var að
koma upp, lá við að lnin hlypi i fangið
á ungum manni.
— Hæ-hó! sagði hann og snerti
handlegg hcnnar sem snöggvast. —
Af hverju flýtið þér yður svona í jafn
fallegu veðri?
Jane hristi höfuðið. Hún hafði ekki
skilið stakt orð í frönskunni hans.
— Afsakið þér! sagði hún lágt á
ensku.
— Eruð þér ensk! lirópaði ungi
maðurinn. — Það var ennþá betra. Þér
vitið ekki hvað ég hefi þráð að hitta
landa, sagði liann og brosti.
Hann var svo glaðlegur og blátt
áfram að Jane gleymdi að vera feim-
in — og fyrst nú tók liún eftir að liann
stóð við málaragrind, sem minnstu
munaði að hún hefði fellt þegar hún
kom hlaupandi.
— Eruð þér málari? spurði hún for-
vitin.
— Ég káka svolitið við listina, svar-
aði hann hlæjandi, — en mér er ó-
mögulegt að ráða við litina hérna! í
Englandi mundi enginn fást til að trúa
því að svona sólarupprás væri til, til
dæmis. Litið þér nú bara á .........
— Já, er það ekki fallegt?
Hún settist á borðstokk á bát sem
lá i fjörunni, og starði á morgunroð-
ann. Hún naut þessarar fegurðar svo
ininlega að hún tók ekkert eftir að
ungi maðurinn hafði ekki augun af
henni. Og án þess að hún tæki eftir
tók hann upp rissbók og fór að teikna
hana.
Loksins sagði hann: — Þér eruð
besta fyrirmyndin, sem ég hefi nokk-
urntíma liaft, ungfrú .... ungfrú ....
og nú hrökk hún við.
— Pulham, sagði lnin í fáti, — Jane
Pulham. Afsakið þér — ég heyrði ekki
það fyrsta sem þér sögðuð.
— Það gerir ekkert til. En lítið þér
á þetta!
Hann rétti henni rissbókina og hún
starði á teikninguna og þekkti ekki
sjálfa sig strax.
— Jæja, hvernig list yður á mynd-
ina? sagði hann ertandi. — Eruð þér
ánægð?
Hún kafroðnaði. — Hvers vegna er-
uð þér að hæða mig? sagði hún lágt.
— Ég veit vel að ég lít ekki svona út.
Hún stóð upp og ætlaði að fara en
þá varð henni litið á hann. Hann starði
á teikninguna hugsandi og hnyklaði
brúnirnar.
— Þér eruð sú fyrsta sem heldur
því fram að ekki sé raunsæi í mynd-
unum mínum, sagði hann drungalega.
— Hvað er eiginlega að þessari mynd
.... ég skil það ekki ....
— Ég er ekki svona unglingsstúlka,
svaraði Jane rólega, — ég er .... ég
er ....
— Hvað eruð þér?
„Gömul piparniey," var komið fram
á varirnar, en hún þagði.
Hann horfði lengi á liana og sagði
svo, undrandi: — Nei, þér lítið allt
öðruvísi út núna, en það er ekki mér
að kenna.
Hún varð að hlæja þó að henni væri
ekki hlátur í hug. Og hann liló líka.
— Nú veit ég livað gengur að yður,
sagði hann ákafur. — Þér ættuð aldrei
að setja á yður svona fullorðinslegan
alvörusvip eins og þér gerðuð áðan —
og þér ættuð heldur ekki að setja yð-
i stellingar. Þér voruð ailt önnur
manneskja þegar þér sátuð á bátnum,
— ung, hamingjusöm og lífsglöð.
Hún roðnaði aftur, en nú fór hita-
titringur um -hana. Þetta var fyrsti
maðurinn sem hafði veitt henni at-
hygli ....
— Henry Bills skal láta sér annt um
yður, Jane, hélt hann áfram glaðlega.
A- Verið óhrædd, ég hefi alltaf augun
hjá mér, og þetta skal fara vel ....
Hún hló. — Henry Bills. Eruð þér
Henry Bills?
Auðvitað er ég Henry Bills. En kom-
ið þér nú. Við skulum fá okkur mat.
ÞAU snæddu á afskekktri veitinga-
krá og þetta varð ekki eini morgun-
verðurinn sem þau borðuðu saman.
Ilenry lét sér i raun og sannleika annt
um hana — og eftir fáeinar vikur
þekkti Jane ekki sjálfa sig fyrir sömu
manneskju. Hárið var mjúkt, gljáandi
og fallegt, hreyfingarnar voru ckki
slirðlegar framar, andlitið sléttara og
holdmeira, og í stað svarta kjólsins
gekk hún nú í Ijósbleikum línkjól. Því
að jafnvel ekki fráfall föður hennar
gat bælt lífsgleðina, sem nú hafði náð
valdi á lienni. Aldrei hafði hana
dreymt um að lí'fið gæti verið svona
fallegt.
Hún lét ekki bera á hinni djúpu,
riku ást, sem nú hafði náð valdi á
henni. Og þó að hjarta hennar bærð-
ist liraðar undir eins og liún sá Henry
í fjarlægð, tókst henni að leyna tilfinn-
ingum sínum þegar þau voru saman.
Hún var ekki jafn óframfærin sem
i fyrstu, nú hittust þau eins og kunn-
ingjar. En vinátta þeirra var orðin
svo náin, að lienni gat ekki dulist hve
litlar kröfur Henry gerði til lífsins.
Sjálfur minntist hann aldrei á sí-
felld peningavandræði sin. Hún
hjálpaði honum við og við, hafði með
sér körfu með ýmsu sem honum þótti
gott og þau borðuðu saman úti á
víðavangi, en hún þorði ekki að minn-
ast á peninga, því að hún óttaðist að
það mundi spilla kynnunum sem orð-
in voru milli þeirra.
En einn góðan veðurdag breyttist
líf hennar í einni svipan. Frá einum
stórbankanum í London fékk liún bréf,
með fjölda af skjölum sem hún botn-
aði ekkert í.
Ilún fór til málaflutningsmanns
sem las öll þessi plögg með mikilli
gaumgæfni. Svo bað hann liana að
sýna sér vegabréfið sitt, og siðan
ræskti liann sig.
— Er þetta eitthvað leiðinlegt?
spurði luin hikandi.
. . . . Þau borðuðu á afskekktu matsöluhúsi, og það varð ekki eini morgun-
verðurinn sem þau borðuðu saman ....