Fálkinn


Fálkinn - 02.04.1954, Side 12

Fálkinn - 02.04.1954, Side 12
12 FÁLKINN FRAMHALDSSAGA: 12. Þegar hjörtu mætast og þar stóð lítill skáli úr marmara, í grískum musterisstíl. Það var líkast og þessi garður væri ætlaður elskendum, þar var fuilt af freistandi skúmaskotum og laufskálum, ákjós- anlegir staðir fyrir þá, sem vildu losna við aðra .... Moira mundi eflaust verða hug- fangin að þessum garði. Moira var svo róman- tísk. Hún náði sambandi við London þegar í stað, og brytinn sagði að Moira væri ekki heima, búist væri við henni í matinn klukkan hálf- eitt. Anna spurði hvort ritari Johns væri viðstaddur, og brytinn setti hana í samband við hann. Það kom á daginn að grunur önnu var á rökum byggður. Dawson var ekki aðeins venjulegur einkaritari heldur var hann skóla- bróðir og vinur Johns, ómissandi stoð hans við þingstörfin. Það vissi Anna, og þess vegna spurði hún Dawson hvað Moira hefði fyrir stafni. „Sannast að segja hefir mér verið að detta í hug að sima til yðar, lafði Melton,“ sagði Dawson. „Þessi Rankin majór, sem hún er alltaf með á daginn, já, og á kvöldin líka, er svo miklu eldri og reyndari en Moira, að mér er farið að verða órótt út af þeim.“ „En Moira skrifaði mér að það væri vina- fólk yðar og systur yðar, sem hún væri með og færi með í leikhúsið . .. . “ „Það er ekki að öllu leyti satt. Rankin kom hingað með nokkrum kunningjum systur minnar í dálítið samkvæmi, sem hún hélt. En við Susie þekkjum hann hvorugt persónulega. Ungfrú Moira sagðist hafa talað við yður, og að þér hefðuð leyft henni að vera áfram í London og vera með Tommy Rankin.“ Anna var fljót að taka ákvörðun. „Það tekur rúman klukkutíma að komast í bíl til London, er það ekki? Þér megið búast við mér um klukkan ellefu. Og þakka yður fyrir að þér sögðuð mér eins og var! Moira er svoddan barn að það er auðvelt að gabba hana .... ég verð að líta eftir henni.“ Hún hafði verið alvön að stýra gamla Austinskrjóðnum hans föður síns í Little Cople, en hafði aldrei tekið í stýrið á þessum stóru bifreiðum, sem notaðar voru á Gulwer House. En hún var duglegur ekill, og tæpum hálfum öðrum tíma síðar nam hún staðar við aðaldyr Lundúnabústaðar Johns. „Hratt hefir nú verið ekið, lafði Mel- ton,“ sagði Dawson brosandi er hann opnaði dyrnar fyrir henni. „Já, ég var ekki í rónni fyrr en ég væri komin hingað!“ svaraði Anna blátt áfram. „Segið ekki lafði Melton við mig, segið bara Anna .... mig langar til að við verðum eins góðir vinir og þið John eruð.“ Hún hafði afráðið þetta á leiðinni, en það var ekki laust við að hún færi hjá sér er hún bar fram þessa ósk. En ef hún og John hefðu verið eins og allir héldu að þau væru — ham- ingjusöm, nýgift hjón — var ekkert eðlilegra en að hún þúaði einkaritara mannsins síns, úr því að John þúaði hann. „Þetta er nú ekki sem allra verst,“ sagði Dawson. „Þau hafa ekki þekkst nema í eina viku, og Moira mun vera hrifin af að vera boðin á veitingahús og í leikhús. En það er, hugsa ég, hyggilegt að stía henni frá Rankin í tæka tíð. Hann þekkir fjölda af fínu fólki, er alltaf á náttklúbbum, veðreiðum og þar fram eftir götunum, en vinnur aldrei ærlegt handtak og á ekki bót fyrir rassinn á sér .... en er alltaf vel til fara og virðist hafa úr nógu að spila. 1 stuttu máli, þess konar menn vilja gjarnan koma sér í mjúkinn hjá mágkonu sir Johns Meltons og ná í ríkt kvonfang. Hann er þrjátíu og fimm ára og kærulaus veraldar- maður, svo að ég á bágt með að skilja að Moira og hann hafi margt sameiginlegt. En það er auðvelt að sjá, að það er enginn vandi að ginna hana.“ „Ég get hugsað mér það,“ muldraði Anna. „En það er sjálfri mér að kenna. Moira heldur alltaf að hún sé ástfangin af einhverjum, og í þetta skiptið hélt ég að það værir þú, sem hefðir rænt hana sálarfriðnum, svo að ég var óhrædd." Dawson brosti. „Það mundi hafa verið hættuminna. En enginn getur hallmælt þér þó að þú viljir vera í næði hjá manninum þínum meðan þið eruð nýgift . . . . í staðinn fyrir að vera barnfóstra systur þinnar.“ Anna roðnaði. „Vitanlega .... Segðu mér eitthvað um John. Ég meina starf hans í þinginu og þar fram eftir götunum." „Hann er einstakur maður ... . en það veist þú eins vel og ég. En göfugmennska hans kem- ur fram í þingstörfunum líka. Það getur maður séð af því hve vel hann setur sig inn í málin, hann vill athuga hvert mál frá báðum hliðum, svo að hann geti tekið þá afstöðu sem rétt er. Það finnst honum aðalatriðið, og ég get sagt þér það með sanni, að við eigum ekki marga hans líka í þinginu, hvað þetta snertir. Aðaláhugamál flestra er að láta taka eftir sér og komast í háar stöður. En John er ekki svoleiðis .......“ Anna var enn með roðann í kinnunum er hún svaraði: „Já, er það ekki svo? En hann er nú heppinn líka, að hafa annan eins að- stoðarmann og þig.“ 1 sama bili var hurð- inni hrundið upp og Moira kom hlaupandi inn. „Ó, Dawson ég skrapp bara inn til að segja að ég kæmi ekki. .... Ö, Anna, ert þú hérna?“ Það var ein- hvers konar — ja, bein- línis þrái í röddinni. En svo fékk systurhjartað yfirhöndina. Hún kom inn gólfið og tók báðum höndum um hálsinn á önnu. „En hvað það var gaman að sjá þig aftur, góða. En hvað þú ert orðin breytt........hvað hefirðu eiginlega gert við þig?“ Anna minntist nýju hárgreiðslunnar og klæðskerasaumuðu fatanna sem Charles hafði keypt handa henni. Já, hún var öðruvísi klædd en þegar þær voru gaman siðast, Moira og hún. En Anna varð eigi minna hissa þegar hún sá Moiru, og hún átti bágt með að stilla sig um að hrópa. Fallega unga andlitið, hrokkna gullna hárið og koppana gat enginn eyðilagt. Moira var í rósóttum kjól úr gervi- silki, með sterkum bláum og grænum litum og alsettum alls konar flúri, í skarlatsrauðum jakka með gylltum hnöppum og í hendinni hélt hún á hatti, sem virtist vera settur saman úr ótal gerviblómum, slæðum og fjöðrum. Moira hafði ekki aðeins valið sér vini heldur hafði hún líka gert sitt til að koma i lóg pen- ingunum, sem John hafði gefið henni. En það var ekki viðlit að finna að þessu. Ætti hún að fá Moiru með sér varð hún að lokka en ekki skipa. : | I „Við eigum að hafa miðdegisverð með dansi á eftir á Gulwer House, og þess vegna kom ég til að sækja þig,“ sagði Anna og brosti freist- andi. „Mér fannst synd, að systir mín, sem hefir svo gaman af að dansa, kæmi ekki þang- að, úr því að flugvöllur og sægur af flugmönn- um er þarna rétt hjá — og stór danssalur, sem er heimsfrægur, og vetrargarður og . . . . Við höfum kaldan mat og kampavín, það hefir þú víst aldrei smakkað, Moira?“ „Jú, það hefi ég — Tommy hefir pantað það .... ég verð reyndar skrítin í hausnum af því, og sannast að segja þykir mér appel- sinusafi og sítrónuvatn betra. — Æ, ég gleymdi því alveg — þú þekkir ekki Tommy Rankin majór, nýja herrann minn .... Hann hefir boðið mér í hádegisverð, við ætlum til Maidenhead og borða þar á stað, sem sundlaug er á og svo ætluðum við að verða þar í allan dag .... Moira sagði þetta ofur einlægnislega en þó með kergju — Anna kannaðist vel við það frá fornu fari, því að Moira hafði oft orðið ástfangin áður — eða haldið að hún væri það. „Það var vel boðið af honum. En þú verður auðvitað að afþakka það. Ef þú vilt ekki fara á mis við dansleikinn á Gulwer House og fleiri skemmtanir, sem við höfum fyrirhugað. En síðan verður lítið um gleðskap, eftir að allir gestirnir eru farnir. En þá getur þú farið til London aftur .... og reyndar er til sundlaug á Gulwer House líka.“ Moira varð döpur í bragði. „Þetta er ergi- legt .... hugsaðu þér ef hann móðgaðist við mig og byði mér aldrei framar þegar við

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.