Fálkinn


Fálkinn - 02.04.1954, Blaðsíða 13

Fálkinn - 02.04.1954, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 komum til London. En — meðal annarra orða: voru það flugmenn, sagðirðu? Og reglulegt ball — í þriggja alda gamla salnum á Gulwer House?“ „Það er best að þú flýtir þér uppi og takir saman dótið þitt. Ég verð að flýta mér heim aftur, og þú getur orðið með mér í bílnum. Ef Rankin majór bíður eftir þér úti, skaltu bjóða honum að koma inn. Ég skal tala við hann meðan þú ert að ferðbúa þig.“ ,,Ó, viltu það, Anna. Þú ert væn!“ Moira lagði kinn að kinn og hvíslaði um leið: „Hann er yndislegur. Ég er dauðskotin í honum.“ „Það er gott, en flýttu þér nú. Við verðum að reyna að koma stundvíslega í hádegisverð- inn á Gulwer House klukkan eitt.“ Anna reyndi að auka sér kjark undir samtalið, sem í vændum var.“ Rankin majór reyndist vera fágaður maður með byrjandi ístru, en gerði sig full heima- kominn í framgöngu. Hún sá að lýsing Daw- sons hafði verið mjög varfærnisleg. „Ég verð að segja að hún systir yðar er töfrandi ung stúlka, lafði Melton,“ byrjaði Rankin. „Maður sér ekki oft svoleiðis stúlkur nú á dögum.“ „Finnst yður það?“ sagði Anna og brosti. „Hún er ósköp barnsleg og óreynd, en það er kannske það, sem heillar .... Og það er ein- staklega hugulsamt af yður að bjóða henni út og skemmta henni. Hún metur það mikils, því að í haust byrja alvarlegu störfin hjá henni.“ „Hvernig þá það?“ Rankin tók sígarettu úr silfuröskjunni á borðinu, án þess að spyrja um leyfi. „Hefir hún ekki sagt yður það?“ Anna brosti. „Jæja, það er skiljanlegt þó að hana langi til að skemmta sér dálítið núna. En í haust á hún að byrja nám á verslunarskóla, og okkur hefir komið saman um að fyrir nám- ið eigi hún að borga af sínum eigin peningum. Við lítum stórt á okkur, mitt fólk, og Moiru mundi aldrei koma til hugar og liggja uppi á mági sínum. Nei, hún ætlar að vinna fyrir sér sjálf, fá stöðu á skrifstofu þegar hún hefir lokið verslunarskólanum og komast af upp á eigin spýtur.“ Það var svo að sjá á Rankin majór að hann tryði ekki sínum eigin eyrum. „Já — en ég hélt .... mágkona sir Johns Melton . .. . “ „Alls ekki. Ekki undir neinum kringum- stæðum. Það dettur hvorki Moiru né mann- inum mínum í hug. John borgaði henni 300 sterlingspund, sem eru forgreiðsla af arfin- um eftir föður okkar, en það ætlar hún sér að endurgreiða honum. Og hvers virði eru pen- ingarnir, ef maður er heilbrigður og getur unnið?“ Rankin majór hóstaði og gat ekki fundið 3.1, um n „Hvar er Edvard? Leikur hann ekki meÖ?“ néitt viðeigandi svar. Anna hélt áfram, með bros á vörunum: „Og hversu barnsleg sem Moira er þá mun hún eflaust finna einhvern, sem er við hennar hæfi. Hún kemst alltaf áfram. Hugsum okkur að fá jafn skemmtileg- an og göfugum förunaut og þér eruð! Þegar við komum til London i haust, maðurinn minn og ég, verðum við að bjóða Moiru heim, og yður þá með henni, Rankin majór.“ Anna skammaðist sín þegar hún sagði þetta. Henni þótti vænt um að Dawson skyldi vera farinn út úr stofunni, svo að enginn skyldi heyra hve hún var slæm systir. En þessar óvæntu, lélegu framtiðarhorfur Moiru, urðu ekki áhrifalausar. Majór Rankin leit á klukk- una. „Er klukkan orðin tólf .... æ, lafði Melton, því miður þarf ég að hitta kunningja, sem ætluðu að verða samferða til Maidenhead. Moira getur með öðrum orðum ekki komið, en ég vil ógjarna láta hina bíða eftir mér .... Viljið þér gera svo vel að heilsa Moiru og segja að hún muni heyra frá mér.“ „Já, það skal ég gera. Og ég vona að þér gleymið henni ekki þegar hún kemur aftur til London, og situr alein í matsölunni! Sá sem býr við þröng kjör kann best að meta góða vini, sem bjóða manni út með sér!“ Anna brosti eins fallega og hún gat þegar hún kvaddi hinn vonsvikna ævintýramanna. stendur auðvitað í símaskránni .... Þú ættir að sjá ballkjólinn minn, Anna! Hann er draumur. Þú verður mállaus þegar þú sérð hann.“ Anna efaðist ekki um það, en nú þótti henni hyggilegast að breyta um umtalsefni. Aðalatriðið var að Moira hafði engan grun um, að hún var sloppin úr snöru — aðalatriðið var að Anna gæti orðið trúnaðarmaður henn- ar áfram. Ef Moira fengi grun um ástæðuna til hinnar óvæntu heimsóknar systur sinnar og þessa skyndiballs á Gulwer House, þá væri um leið úti um trúnað þann, sem var á milli systranna. Og það ......... En Moira hjalaði um allt milli himins og jarðar, eins og hún var vön, og þegar bifreiðin nam staðar við hliðið mikla, var önnu orðið hughægra. Nei, Moira gat ekki verið alvar- lega ástfangin af Rankin majór! Það var þetta venjulega: hún hafði skemmt sér og þess vegna hafði hún haldið, að þarna væri ástin mikla komin. John tók brosandi á móti henni, og það fyrsta sem hann sagði við Moiru var: „Það var gaman að þú skyldir vilja koma á dans- skemmtunina okkar!“ Dawson hlaut að hafa símað heim og bú- ið John undir þetta — og það var fallega gert af John að vilja hjálpa henni! Hann var ein- staklega góður, þegar hann vildi það við hafa .... Hún horfði hlýjum augum á herða- breiða manninn með ákveðna svipinn, sem aldrei þessu vant var eitt bros .... John hefði getað verið jafn erfiður og til dæmis lafði Melton eða Vivian. Nei, hvaða bull. Hvers vegna hefði hann þá gifst henni? Já, hvers vegna? Aftur kom þessi spurning og krafðist svars, eins og svo oft áður, þessa viðburðaríku daga. En í þetta sinn truflaðist Anna í hugleiðing- um sínum. Hún heyrði rödd Charles frammi í forsalnum: „Eigum við ekki að fá neinn mat í dag?“ Hún kynnti þau Moiru og Charles og Charles glennti upp augun er hann sá gervi- silkikjólinn, en varð bliðari í bragði er hann fór að virða fyrir sér unglegt og frísklegt and- litið. Nei, ekki var hún smekklega klædd hún systir hennar, fremur en hún hafði verið sjálf þegar hún kom fyrst til Gulwer House. En Charles mundi vafalaust geta bætt úr því. Og falleg var Moira! Moira varð dauf í dálkinn er hún sá að vinur hennar hafði ekki gefið sér tíma til að bíða eftir henni til að kveðja hana. En hún hugsaði svo mikið um dansleikinn sem í vændum væri, að hún tregaði þetta ekki lengi. „Sagði hann að ég mundi heyra frá sér? Þú hefir víst gefið honum símanúmerið á Gulwer House .... Jæja, ekki það, en það LAFÐI Melton var ekki heima, hún hafði Framhald í næsta blaði. FÁLKINN - VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM - Af- greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10-12 og 1-6. Blaðið kemur út á föstudögum. Áskriftir greiðist fyrirfram. - Ritstjóri: Skúli Skúlason. Fram- kv.stjóri: Svavar Hjaltested. - HERBERTSprent. Flugan setti Adamson út af laginu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.