Fálkinn


Fálkinn - 02.04.1954, Blaðsíða 10

Fálkinn - 02.04.1954, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN Vitið þér...? að timburskortur er fyrirsjáan- legur í Evrópu? Árið 1945 var timburframleiðslan nlls 310 milljón rúmmetrar en 1950 ekki nerna 285 milíjónir og með líku áframhaldi er talið víst að ‘hún verði ekki nema 252 milljón rúmmetrar ár- ið 1960. Og ársvöxtur skóganna hefir minnkað úr 292 milljón rúmmetrum fyrir stríð niður i 261 milljón. — FAO — matvæla- og landbúnaðar- stofnun Sameinuðu þjóðanna — sem hefir skýrt frá þessu, bætir þvi við, að ef það eigi að verða unnt að komast hjá timburleysi í Evrópu verði skóg- arlöndin að liefjast handa að planta skóga með trjám er vaxi fljótt, og um leið gera varúðarráðstafanir gegn því sem rýrir skógana, brunum, sýk- ingu og skordýrum er hindra vöxtinn. að fyrir 70.000 árum var risavax- inn hellabjörn einn hættulegasti óvinur mannanna? Þá var Neanderthal-maðurinn svo- nefndi uppi i Evrópu og hafðist hann við í hellum, eins og þessi björn, sem á vísindamáli er kallaður ursus spelæus. Björninn gat orðið fast að því liálfur fjórði meter á hæð og víg- tennurnar i honum voru stærri en i nokkru ljóni. Bein úr birni þessum hafa fundist í jarðlögum, sem eru að- eins 20.000 ára gömul. En þá var Neanderthalmaðurinn fyrir löngu horfinn úr sögunni og núlifandi mann- kyn, homo sapiens, komið í staðinn. FJÖLKVÆNI. Tuttugu meðlimir mormónasafnað- arins í Short Creek í Arizona fengu skömmu fyrir jólin skilorðsbundinn dóm fyrif „lineykslanlega sambúð“. Lögreglan gerði skyndirannsókn í málinu í fyrra og komst þá að raun um að flestir karlmenn í þorpinu áttu tvær konur eða fleiri. Nú hefir þessi sértrúarflokkur innan mormóna ver- ið bannaður. VILJA VERA UMRENNINGAR. I enska iðnaðarbænum Derby er að jafnaði hörgull á vinnandi fólki. Svo að hvenær sem flakkari kemur í bæ- inn er honum boðin atvinna. Siðustu finnn árin hefir 1700 umrenningum verið boðin vinna — en aðeins einn hefir tekið boðinu! Allir hinir vildu heldur flakka og svelta en lifa reglu- bundnu lífi og vinna fyrir sér með heiðarlegu móti. /w t+J /*/ /+/ TILBÚIN í 12. HJÓNABANDIÐ. Edna Josephine Hunt var ekki nema ellefu ára jiegar liún giftist í fyrsta sinn. Nú er hún þrjátíu og þriggja ára og hefir skilið við ellefu menn. Sá sið- asti var Hihard C. Tankerslcy, 29 ára, og fékk hún skilnaðinn við liann á þeim grundvelli, að hann væri „ó- mannúðlegur lirotti“. Þegar hún hafði fengið skilnaðinn lýsti hún yfir því, að nú væri hún reiðubúin til að „fylla tylftina“. MÁTTUR VANANS. Þessi saga gengur núna i Washing- ton: Humplirey fjármálaráðherra var í samkvæmi í Hvita húsinu og þar var á boðstólum alls konar kaldur matur frá sameiginlegu borði, en hver gestur fór nveð sinn disk og dró á bátinn. Þegar Humphrey var að viða að sér var linífurinn hans og gaffall- inn alltaf að flækjast fyrir, svo að hann tók hvortlveggja og stakk í vas- ann. En þegar hann kom heim tók liann eftir að þetta var í vasanum enn — hann hafði fengið sér annað hnífapar er hann gekk frá matborð- inu. Daginn eftir fór hann tii forset- ans mjög lákúrulegur og sagði honum frá þessu og bað afsökunar. En Eisen- hower svaraði: „Það er ekki ástæða fyrir yður til að vera sneyptur yfir þessu. Eruð þér ekki settur til þess að rupla frá fólki öllu sem það á eða hefir undir liöndum?“ ,.DISHAIÍMONI“. Tveimur ungum tónskáldum lenti saman í málaferlum. Sakaði annar þeirra hinn um að hafa stolið frá sér tóhsmíð einni, og þær tvær tónsmíðar sem um var að ræða voru svo líkar að varla var unnt að þekkja þær að. Dómarinn kvaddi sérfróðan mann, hið fræga óperettutónskáld Franz Lehar lil að segja álit sitt á málinu og er hann var spurður um hvor væri liöfundurinn, svaraði hnn: „Hvorug- ur. Höfundurinn heitir Offenbach“. (Hið fræga tónskáld sem m. a. samdi „Orfeus i undirheimum"). PÍNA, PUSI OG SIGGI SVARTI 1. mynd. Hvernig eigum við að opna dyrnar og hjálpa Sigga svarta? hugsa Pína og Pusi. — 2. mynd: „Nú veit ég það!“ segir Pusi. „Sjáðu til, hérna er spýta, hún á að duga.“ — 3. mynd: „Hvað á að gera við bana?“ spyr Pina. „Það á að stinga henni inn í lykilgatið," segir Pusi. Ég hefi oft séð hann pabba gera það.“ — 4. mynd: „Svo snúum við honum, og þá opnast dyrnar.“ — 5. mynd: En þetta gengur ekki sem best. Spýtan brotnar og Pusi dettur úr stiganum. — 6. mynd: Pína getur ekki varist brosi, því að Pusi var svo mikill með sig. — 7. mynd: Pína kallar til Sigga svarta, að þau geti ekki opn- að dyrnar fyrir hann. — 8. mynd: En þá ber mann að. Hvað skyldi honum vera á höndum? fyrsta kastið! Leyndarmál. — Hann Halli litli var óþægur, svo að ég sendi hann í bíó án þess að gefa honum að borða áður. V

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.