Fálkinn


Fálkinn - 30.04.1954, Blaðsíða 10

Fálkinn - 30.04.1954, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN GARÐURINN OKKAR. Frh. af bls. 5. Til eru fleiri afbrigði af Nemopliilu sem einu nafni eru nefnd Vinablóm, þótt þau hafi lítið verið rækluð hér. Vinahlómin eru mjög fallegar og vina- legar jurtir eins og nafnið her með sér. Auðræktuð og hlómgast oft snemma í jiilí þótt sáð sé beint út i garðinn, en rétt er að sá svo snemma sem mögulegt er. Grisja verður jiannig að 20—25 cm. bil verði milli plantna. Jurtin er fremur skriðul og sómir sér best sem kantjurt. 2. Phacelia campanularia (Blá- klukkubróðir og Phacelia tanaceti (Bíflugnablóm). Einu nafni nefndar Hunangsjurtir. Litur krónublaða blár. Bláklukku- bróðirinn dekkri en Bíflugnablómið, því nær fjólublátt. Sáist í þurra mold svo snemma sem liægt er. Grisjun nauðsynleg, 10—20 cm. milli plantna. Stöngullinn allt að 20 cm. á liæð. Er jurt þessi sérstaklega heppileg í brekkubeð innan um lá- vaxinn gróður. Blómgast í júlí. 3. Helipterum roseum (eða Acroc- linium roseum). Eilífðarblóm. Blómgast tæplega fyrr en seint í júlí eða í ágúst. Sé sáð seinna en síðast í apríl. Getur orðið allt að 50 cm. á hæð. Blómin má þurrka og hafa til skrauts innan húss í vösum eða blómsveigum og gcta þau haldið lit og lögun svo árum skiptir séu þau ekki látin ná til raka. Grisjun þarf ekki að vera nauðsyn- leg, sé þess gætt að sá ekki um of þétt. Best fer á að láta jurtina vaxa i grúppu (þ. e. samfelldri beðju). Blómlitur rauð gulur. Fræ fremur fín- gert, sáist ekki of djúpt. Eilífðarblómið Helichrysum kemur einnig til greina en blómstrar mun seinna sé sáð beint i garðinn. 4. Eschscholtzia californica (Gull- brúða). Valmúgategund, mjög auðræktuð með Ijósgulum krónublöðum. Mjög þokkaleg jurt í trjábeðum eða í blómabeðju sér í beði. Hæðin á stöngli getur verið frá 15—35 cm. eftir vaxt- arskilyrðum. Blómgast frá miðjum júni til byrjun júlí. Getur myndað fulI])roskuð fræ í flestum árum og sáð sér út í beðið og komið upp undir veturinn eða fræ- ið iifað af veturinn og komið upp næsta vor. Færsla á jurtinni kemur tæpast til greina en grisjun getur orð- ið nauðsynleg, 15—20 cm. milli plantna. Fleiri tegundir valmúa eru heppi- legar til áningar beint í garðinn með jöfnum ræktunarárangri og Eschsc- hotzía og ber þá sérstaklega að nefna júlísól (eða Papaver glaucum) og hin fjölmörgu afbrigði Deplasólar (eða P. rhoeas). 5. Borago officinalis (Hjólkróna). Blómgast í júlí—ágúst. Hæðin á stöngli um 40 cm. Blómin blá, drjúp- andi, ginlepparnir hvítir. Falleg jurt og auðræktuð. Góð í grúppur eða margfaldar raðir með gular blómjurtir að bakgrunni. (i. Ursinía (Baugstjarna). Góð í þétta brúska. Rauðgul blóm. Blómgast í júli—ágúst. 5—10 cm. millibil milli plantna. Þarf skjól. 7. Mimulus (Apablóm). Fræið ekki hulið, sökum þess hve smátt það er. Grisjun nauðsynleg, 15—20 cm. milli- bil. Þolir vel færslu og gróðursetn- ingu á nýjan leik. Æskilegra að sáð sé til þess inni snemma vors. Jurtin þolir all velrakan jarðveg og tals- verðan skugga. Getur lifað úti yfir veturinn. Jafnvel sáð sér og vaxið upp af fræinu næsta vor. Blómin skrautleg runna blóm. Gul með rauð- um óreglulegum dröfnum (því sem næst skræpótt). Blaðlús sækir mjög á Apablóm. Nýtur sín best í samfelldri röð eða grúppum. Hæð 10—20 cm. 8. Nigella damacena (Skrautfrú). Blómgast í júlí—ágúst. Grisjun æski- leg 15 cm. millibil. Litur Ijósblár. Sá- ist eins snemma og hægt er. Hæð 40—50 cm. 9. Iberis arma (Snækragi). Litur hvítur. Hæð misjöfn. Sáist beint í garðinn í apríl—maí og grisjist með 10—15 cm. millibili. Blómgast í júli. 10. Linum grandiflorum (Sumarlín). Getur orðið nokkuð há. Blómkrónan rauð og gljáandi. Verður að vera út af fyrir sig i beði. Sáist gisið til að komast hjá grisjun (5—10 cm.). Blómgast i júli ef sáð er snemma. 11. Malcolmía maritima (Strandrós eða strandlewkoj). Blómin í klösum rauð og ilmrík. Sáist svo fljótt sem hægt er. Grisjun nauðsynleg, millibil 15—20 cm. Hæðin 15—25 cm. Byrjar að blónistra í júli og heldur áfram blómgun allt til hausts. Góð í raðir i trjábeðum. 12. Asperula azurca setosa (Skógar- stjarna). Sáð beint i garðinn upp úr miðjum april. Grisjun ekki nauðsynleg ef sáð er gisið. Litur Ijósblár. Blómið stendur skannna tíð, svo að heppilegra er að gróðursetja aðrar síðblómstrandi jurtir við hlið hennar og nema Skógar- stjörnuna á burt eftir blómgun. Blómg- ast i júlí. 13. Dimorphoteca sinata. (Regn- boði). Segir til um ef regn eða þoka er í aðsigi og lokar þá blómið sér. Mjög ánægjuleg jurt. Litur bleik gul- ur. Sáist mjög snennna i april. Þolir illa mjög rakan jarðveg. Blómin standa fram eftir öllu hausti. Blómg- un hefst i júlí. Grisjun nauðsynleg 15—20 cm. Nýtur sín best i sérbeðum eða tveim samfelldum röðum og getur þá farið vel á að hafa tegundina Calendula pluvialis í annarri röðinni en það er hvítt afbrigði af Dimor- photecu og öllu fegurra en hið bleika. Æskilegra væri að sá inni i niars— apríl. 14. Centaurea cyanus (Kornblóm). Stöngullinn 40—00 cm. hár. Blómin blá. Góð til afskurðar. Blómgast í júlí ef sáð er í rnars eða snemma í apríl. Ekki sérlega skennntileg planta en getur verið góð upp við garðveggi og á öðrum slíkum stöðum. Þolir illa sterka vinda. Millibil milli plantna æskilegt 20—25 cm. 15. Calendula officinalis (Fagurfíf- ill). Þekktust undir nafninu Morgun- frú. Þarf helst að sá henni inni snemma i april eða enduðum mars og umplanta í kassa fljótlega eftir spír- un. Mörg afbrigði til en öll i gulum lit eða rauðgulum. Kemur til greina að sá henni beint í garðinn, en blómg- unar er tæpast að vænta fyrr en um mánaðarmót júli—ágúst. Millibil milli plantna þarf að vera 20—25 cm. Hæð liennar getur orðið frá 20—45 cm. Þótt fleiri blómjurtir mætti til- nefna sem til greina geta komið við sáningu beint í garðinn læt ég liér staðar numið. Við skulum ekki gera ráð fyrir áburði í sambandi við þessa ræktun okkar, þar sem lítils árang- urs þarf að vænta við þessar sáningar beint í garðinn nema því aðeins að sáð sé í frjóa vel ræktaða jörð. Heppilegt getur verið að gefa öðru hvoru í júní fram að blómgun væga áburðar- upplausn (t. d. 1 hnefa af köfnunar- efni, Vi hnefa kali, V2 hnefa fosfar út í 12 lítra af vatni). Og að lokum þetta: Hafið það ávallt Iiugfast að alúð og umhyggja fyrir vellíðan blómjurtanna er eina leiðin til þess að þið njótið árangurs og ánægju af verkum ykkar. Garðurinn við hús ykkar er fordyrið að heim- ilum ykkar og útlit garðsins gefur betur en allt annað til kynna hvernig menningu húsráðenda er liáttað. Og farið nú þegar í dag út í garðinn ykk- ar og alhugið livað þar má umbæta. 10. apríl 1954. Hafliði Jónsson frá Eyruni. Sir Isaac Newton tók aðeins einu sinni til máls meðan hann sat í parle- mentinu enska. Hann stóð upp til að spyrja forsetann hvort ekki mætti láta aftur gluggann. í Evrópu er alls 37% af landrýminu liæft til ræktunar, en 10% i Norður- og Mið-Ameríku, en í hinum heims- álfunum aðcins 3—G%! TUTTUGU ÁRUM SÍÐAR Framhald af bls. 9. mennirnir tveir litu íbyggnir hvor til annars. Drower kinkaði aðeins kolli og sneri sér svo undan. Hann beit á vörina og gekk að meðalaskápnum með rauða krossinum á hurðinni. Marshland stundi. Drower leit snöggt við og sá náfölt andlitið og augun stara á aðra höndina. Blóðið lagaði úr vinstra þumalfingri. Drower opnaði skápinn í snatri og náði i um- búðir og flýtti sér að binda um fing- urinn. „Þetta getur dlltaf viljað til þegar manni er órótt, þá hættir manni til að slasa sig,“ sagði Drower. „F.n eflir nokkrar vikur er sárið gróið, og þá getið þér byrjað nýtt líf.“ „En fingrafarið?“ hvíslaði Mars- hland og reyndi að harka af sér. „Við getum ekki tekið það núna,“ svaraði Drower. „Ég get alls ekki hugsað mér að heiðarlegur maður eins og þér, Marshland, geti verið sami maðurinn og bankaræninginn fyrir tuttugu árum. Mér þykir leitt að ég skyldi verða of seinn til að afstýra þessu slysi.“ „Þakka yður fyrir, Drower," sagði Marhland lágt og reyndi að byrgja fyrir tárin með ósködduðu liendinni. * PÍNA, PUSI OG SIGGI SVARTI 1. mynd: Maren gamla er sennilega ekki heima, því að enginn lýkur upp fyrir þcim. — 2. mynd: Pína, Pusi og Siggi svarti gægjast inn um ghiggann, eft sjá Marenu hvergi. — 3. mynd: Hún hlýtur að vera farin, því að stóllinn hennar er auður og kaffikanna og bollar standa á borðinu. — 4. mynd: „Hún er kannske hinu megin í garðinum," segir Pína. Þau gæta að því. — 5. mynd: En þar er ekkert að sjá nema köttinn uppi í eplatré. — 6. mynd: Loks koma þau auga á Marenu gömlu. Éún þýtur um garðinn, en sér ekki Pínu og Pusa. — 7. mynd: Nú skríður hún upp á garðborðið. Hvers vegná? — 8. mynd: Hún stendur uppi á borðinu og ber frá sér með kúst. „Hvað er eiginlega á seyði?“ spyr Pína.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.