Fálkinn


Fálkinn - 21.05.1954, Qupperneq 5

Fálkinn - 21.05.1954, Qupperneq 5
FÁLKINN 5 fr- ingarnir töldu það ólöglegt, en þá sagði Esóp að þeir yrðu að gefa sér frelsi, því að annars gæti hann ekki lijálpað þeim. Og nú var samþykkt i einu hljóði að Esóp skyldi verða frjáls. Og hús- bóndi hans og vinur vildi ekki þiggja iausnargjald fyrir hann. Nú varð vegur Esóps enn meiri en nokkurn tíma áður. Hann var gerður út í sendiferð til Krösusar konungs liins ríka, sem varð forviða er hann sá hann, og spurði hvort andstæðingar sínir hefðu ekki haft neinn ásjálegri mann til að senda. En liann hafði ekki ennþá heyrt Esóp taka til máls. Ræða hans byrjaði eins og dæmisaga: „Einu sinni var barn að eltast við skaðleg skordýr og veiddi engisprettu. Þetta saklusa kvikindi taldi sér dauð- an vísan og bað fyrir sér: — Ég hefi ekki gaman af neinu nema að syngja, og hvaða gagn hefir þú af að drepa mig? —• Barnið komst við og sleppti kvikindinu. Yðar hátign hefir nú álíka saklausa skepnu frammi fyrir sér. Það eina vopn sem ég hefi er röddin min, og hana hefi ég alltaf notað mann- kyninu til góðs? Vill yðar hátign hlusta á rödd mina?“ Og Krösus vikn- aði eins og barnið og leyfði honum að bera fram friðartillögur sínar og féllst á ])ær. Og Esóp sneri lieim sem sigurveg- ari. Honum voru reist minnismerki i lifanda lífi. — Krösus fékk mikinn áhuga á honum og dæmisögum hans og livatti Esóp til að skrásetja þær. í Korintu var honum fagnað sem einum af sjö vitringum Grikklands. Síðar fór hann í boði Krösusar til Babylon og settist þar að. Krösus minntist sérstaklega dæmisögu hans um hlutaskipti ljósins, en lnin er svona: „Ljónið hafði verið á veiðum með þremur öðrum dýrum, og á eftir skipti það veiðinni i fjóra jafna hluta. „Fyrsta hlutann á ég, þvi að ég er konungur dýranna, annan vegna þess að ég er sterkastur dýranna. Þriðja hlutann tek ég fyrir ómakið og þann fjórða hirði sá sem þorir.“ — „Það er mátturinn, sem ræður, sagði strákur- inn þegar liann lamdi köttinn,“ eru niðurlagsorð sögunnar. Síðar fór hann til Delfi til að kynn- ast véfréttinni þar, en varð fyrir von- brigðum er hann sá hve prestarnir voru lygnir og öfgafullir, og skrifaði niðrandi sögu um véfréttina. En prestarnir voru valdamenn og afréðu að stúta Esóp áður en þessi saga bærist Krösusi til eyrna. Þeir tóku gullbikar, sem var eign véfrétt- arinnar og laumuðu honum í farangur Esóps. Bikarinn fannst þar og Esóp var tekinn fastur fyrir þjófnað og helgispjöll og dæmdur til dauða. Lýs- ingin á örlögum hans er svona: „Esóp var dæmdur til dauða og fleygt fyrir björg og liggur hans aumi búkur niðri i botni gljúfurs, en ódauð- leiki hans hófst eftir dauðann.“ British Broadcasting Co. hefir ráðið í þjónustu sína 58 ára gamlan múrara. Hann hefir það til sins ágætis að geta ieikið vandasömustu lög á — reið- hjólapumpu! <> Pat Kelly, sem er 72 ára hefir gef- ist upp við að finna nafn lianda síð- asta barninu sínu, sem er telpa. Hann hefir notað öll nöfnin sem honum detta í liug, á þau 22 börn sem hann hefir eignast áður. Nýfædda barnið er 15 barn fjórðu konunnar lians. <> LITLA SAGAN Vitri dómarinn Kínversk þjóðsaga. EINU SINNI var silkikaupmaður á leið frá Peking á markað i næstu borg. Hann reið múlasna og reiddi undir sér þrjátíu hespur af silki i poka. Hann lagði upp síðla dags og þess vegna var myrkur komið á þegar hann var aðeins kominn hálfa ieið. Hann reyndi að finna sér öruggan næturstað, en þarna var hvergi kofa að sjá, hvað þá þorp. En skammt frá veginum sá hann grafreit, með hárri girðingu í kring. Sitt hvoru megin við gröfina stóðu styttur höggnar í stein. Hann afréð að gista þarna i graf- reitnum. Tók pokann með silkihesp- unum af málasnanum, lagði hann und- ir höfuðið og sofnaði brátt. Þetta hafði verið erfiður dagur og erfið ferð og kaupmaðurinn svaf eins og steinn fram á morgun. En þegar hann vaknaði var enginn silkipoki undir höfðinu á honum. Hann fór að hágráta, því að nú átti hann hvorki varning né peninga, og vissi engin ráð til að hafa mat handa fjölskyldunni. Hann sat lengi á gröfinni og hugs- aði ráð sitt, og loks afréð hann að fara til næsta bæjar og leita á náðir fógetans. En fógetinn var í embættis- ferð í höfuðborginni, og bóndi nokkur var settur í embættið á meðan. Hann var kunnur fyrir visku og réttlætis- kennd og allir virtu hann. Bóndinn hlýddi á kæru kaupmanns- ins og spurði: — Sástu engan eða heyrðir þarna nálægt gröfinni? — Nei, svaraði kaupmaðurinn. — Það var ekkert nema tvær stein- styttur. — Látið sækja þessar styttur, við Hvort sinn smekk. — Hvað er þetta! En enginn hér til að afgreiða viðskiptavinina? notum þær sem vitni, sagði bóndinn. Þeir sem á hlýddu héldu að bónd- inn væri orðinn elliær. Ilvenær höfðu steinstyttur verið látnar hera vitni fyrir rétti? En það var ekki leyft að finna að eða dcila fyrir rétti, og þess vegna varð svo að vera sem bóndinn vildi. Meðan réttarvitnin voru að sækja stytturnar söfnuðust allir bæjarbúar i réttarsalinn eða kringum bann til að heyra hvernig þessu einkennilega máli reiddi af. En ekki voru þó nema þrjátiu á- heyrendur í salnum. Þvi að vegna þess að málið var út af þrjátíu silki- hespum máttu ekki nema þrjátíu hlusta á. Svo hófst málið. Fyrst las dómarinn nokkrar línur í gamalli kínverskri spekibók, síðan las hann úr lögbók- inni, en þar stóð hvernig refsingin væri ákveðin, og loks bað hann silki- kaupmanninn að segja aftur frá því sem gerst hefði. Og silkikaupmaðurinn sagði frá. Nú sneri dómarinn sér hátíðlegur að styttunum sem stóðu við dóm- grindurnar: — Hvern sáuð þið nótt- ina sem silkikaupmaðurinn svaf i grafreitnum ykkar, þegar silkipokan- um var stolið? Stytturnar svöruðu auðvitað engu. Þá sagði dómarinn hátt og snjallt: — Ef þið neitið að svara dæmi ég ykk- ur til tuttugu vandarliögga hýðingar, hvora um sig! Og gamli bóndinn lyfti hendinni til merkis um að réttarþjónarnir gætu byrjað á hýðingunni. Varðmennirnir tóku nú gilda lurka og fóru að lumbra á styttunum. En þegar þeir sem sátu í salnum sáu þetta, fóru þeir að skellihlæja. Dómarinn sótroðnaði af vonsku og stóð upp úr sætinu: — Það er glæpur að hlæja að framkvæmd refsingar, — það sýnir óvirðingu fyrir réttinum, hrópaði hann. — Þess vegna dænii ég hvern og einn ykkar til þess að skila liingað einni hespu af silki fyrir dög- un í fyrramálið. Og sá sem ekki kemur með silkihespu skal fá að kenna á vendinum. Og nú flýttu allir sér út i silkileit, þvi að þeir vissu að þessi dómari lét sjaldan sitja við orðin tóm. Þetta fór eins og dómarinn hafði gert sér í liugarlund. í aftureldingu komu allir þrjátiu, liver með sina silkihespu ....... Þegar silkikaupmaðurinn sá þetta æpti hann af gleði: — Þetta er silkið mitt! sagði hann. — Vitanlega er það silkið þitt, sagði dómarinn. Og svo sneri liann sér að hinum þrjátíu og spurði: — Hvar keyptuð þið hespurnar? — Og þeir svöruðu allir i senn: — Hjá kaupmanninum liérna. Fyrst vildi hann ekki selja, en svo buðum við þrefalt verð ........ — Þá er það kaupmaðurinn, sem liefir st'olið silkinu, sagði dómarinn. Sækið peningana ykkar og komið með hrappinn hingað. Hann skal fá mak- leg málagjöld. Svo leit dómarinn yfir söfnuðinn og sagði: — Það voru þessar stein- styttur, sem lijálpuðu okkur að ná i þjófinn. Hefði ég ekki dæmt þeim hýðingu þá hefðuð þið ekki lilegið. Og hefðuð þið ekki hlegið þá hefði ég ekki getað refsað ykkur. Og hefði ég ekki refsað ykkur þá hefðuð þið eklci farið í silkileit og borgað þre- falt verð. Af þessu sjáið þið að þetta er steinstyttunum að þakka. * PARÍSARTÍSKA. Tískuhöfundurinn Dior er einkum nafn- togaöur fyrir sérvisku og byltingar í tískuheiminum. Þess gætir þó furöu lítiö á þessu sniöi, þó ber þaö eitt ein- kenni kjólasniöa hans í ár, mittissaum- inn vantar og kjóllinn er settur saman fyrir neöan brjóst. AÖ ööru leyti er kjóllinn mjög einfaldur og hin austur- lenska gerö skartgripsins sem borinn er á öxlinni fer mjög vel viö kjól- inn. COLA VPyXKUR Tjöld, Sólskýli SVEFNPOKAR BAKPOKAR FERÐAPRÍMUSAR SPRITTTÖFLUR SPORTFATNAÐUR alls konar og m. m. fl. Geysir hi. Fatadeildin.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.