Fálkinn


Fálkinn - 21.05.1954, Blaðsíða 9

Fálkinn - 21.05.1954, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 frá kunningja mínum. Bréf, sem er skrifað í allra bestu meiningu, en sem vekur hatur til þess sem skrifar, því að manni finnst hann brjótast inn í drauma sína og spilla þeim. Felicity var öllum stundum með ríkum manni sem hét Antony Tait. Ég vildi óska að ég hefði aldrei fengið þetta bréf. Mér kom ekkert við þó að Feli- city ætti hundrað ástarævintýri. Ég elskaði hana og hlaut að elska hana. Ég huggaði mig með því. En þó læddist önnur hugsun inn í hugann og píndi mig og kvaldi. Ég átti bágt með að hugsa mér annan mann vera með Felicity. Ég hataði manninn löngu áður en ég sá hann. Jú, víst — ég sá hann. Þessi bölvaður þorpari varð svo bíræfinn að koma með henni hingað til Suður-Afríku. Ég man að þau komu á laugar- degi. Ég söðlaði hestinn og reið til Lobatsie til að taka á móti þeim. Hún var jafn falleg og áður og íaðir hennar sami hátíðlegi Eng- lendingurinn. Og Antony Tait .... Jæja, hann sómdi sér, mann- skrattinn. Ósvikið afkvæmi ensku skólalöggjafarinnar. Vel til fara og nýþveginn. En það var eitt- hvað kringum munninn, sem mér féll ekki. Kannske stafaði það af því að ég hataði manninn áður en ég sá hann. Og mér féll ekki heldur hvernig hann horfði á mig. Það var auðséð að hann taldi khaki-stuttbuxurnar ekki hæfar til að taka á móti slíku fólki. Þeg- ar hann leit á mig þóttist ég sjá að hann hugsaði með sér, að það yrði vandalaust og bola honum á burt, þessum. Þegar þau voru orðin heimavön fórum við oft í reiðtúra út á víð- lenda öldumyndaða hásléttuna. Og við elskuðum hvort annað undir háu trjánum, er skrjáfaði í þurru laufinu og kýrnar bauluðu úti í haganum. Eða er við sátum og heyrðum stóðhrossin hlaupa á þurri moldinni. Það var einn svona dag sem ég spurði hvort hún vildi giftast mér. Ég get sagt yður að ég varð glaður þegar hún sagði já. Við vorum gefin saman tveim- ur vikum síðar í litlu kirkjunni í Lobatsie. Hveitibrauðsdagana vor- um við hérna heima. Við vorum ósköp hamingjusöm. Þetta hjóna- band var mesti viðburður ævi minnar. Ég gleymi því aldrei. Faðir hennar og Antony létu okkur í friði, eða réttara sagt, ég hélt að Antony væri úr sögunni. Lífið gekk ljómandi vel, þangað til einn daginn, sem ég kom heim seinna en ég var vanur og aðra leið en ég var vanur. Klukkan mun hafa verið kringum sjö og það var farið að dimma, svo að mér datt í hug að mér hefði getað missýnst. Inni í ganginum sá ég veru, sem reyndust vera tvær. Það getur hugsast að mér hafi missýnst, það var sem sagt farið að dimma. Um kvöldið var Feli- city fálát er við höfðum lagt okk- ur. Hún sneri bakinu að mér og lét sem hún svæfi. Og þá byrjaði efinn, sem bréf vinar míns hafði sáð til. Andrúmsloftið á heimilinu var líkast og þrumuveður væri í að- sigi, og þegar gamli Englending- urinn stakk upp á að við skyldum fara í reiðtúr féllumst við á það — öll. Faðir Felicity sagði að sig hefði alltaf langað til að ná í veru- lega stóra fílstönn til að hafa með sér heim og gefa klúbbnum sínum. Ég hefi víst sagt áður, að hérna var ágætt veiðiland fyrir tuttugu árum. Nú vildi svo til að ég hafði einmitt fengið bréf frá Jim Sar- ney. Hann skrifaði mér að fílarnir gerðu mikinn óskunda og hefðu mölvað mikið af girðingum fyrir sér. Það var heljarstór fíll í farar- broddi. Sarney átti heima um fimm mílur frá mér. Gamli Eng- lendingurinn þóttist vita, að gamli fíllinn væri alveg kjörinn handa sér. Og svo lögðum við upp einn laugardagsmorgunn. Ríð- andi. Felicity reið arabískri hryssu, sem ég hafði gefið henni. Faðir hennar reið Bess, gamalli meri, sem oft hafði verið í veiði- ferðum og vissi hvað hún átti að gera og hvað hún átti ekki að gera. Anthony hafði fengið stóran rjarjrjfrjrjpk 5 ¥ ■s % í Venus Kínverju vor njósnari! Ofsi hennar heillaði meira en br osið, og auði heils konungsríkis var sóað til að gera henni til hæfis. HSI SHIH, sem lika er kölluð kinverska Venus, er ein þeirra kvenna, sem sagnaritarar deila um enn. Hún fæddist í smáþorpi skammt frá Hangchow. í upp- vextinum vann hún fyrir sér með þvi að þvo sliki i ánni sem rann við lnisið, sem hún átti heima í hjá foreldrum sínum, og var hún þá þegar fræg um alla sveitina fyrir fegurð. Spámaður einn spáði þvi fyrir henni að ævi hennar mundi verða einkennileg, og það varð orð að sönnu. Á árunum 500 til 400 f. Kr. voru mörg konungsríki i Kína, og áttu þau i sifelldum ófriði sin á milli. Hsi Shih átti heima í konungs- ríkinu Yueh, sem nýlega hafði beðið ósigur fyrir hinum fræga hershöfðingja Ling Ye, frá ná- grannarikinu Wu. Konungurinn í Yueh hugði á hefndir og áætlun hans var ofur einföld: hann ætlaði að njósna um óvinakonunginn og koma flatt upp á hann. En það þurfti fagra konu til að reka þetta er- indi. Hvar var kona, sem gat töfrað óvinakonunginn? Nú var leitað um allt Yueh uns stúlkan fannst. Aldrei hafði jafn yndisleg stúlka sést í Yueh. Hún hét Hsi Shili og það var sagt um hana að hún væri aldrei eins yndisleg og töfr- andi og þegar hún varð reið. Nú var Hsi Shih sett til mennta í höfuðborginni Hangchow i þrjú ár. Hún lærði söng og dans og aðrar listir, sem aukið gátu á yndisþokka hennar, og þegar kennarar hennar gátu ekki kennt henni meira sendi Yueh-konung- ur hana Wu-konginum Fu Chai sem vinargjöf. Þegar Hsi Sliih kom til höll Fu Cliais varð hann þegar hrifinn af henni. Svart og sítt hár henn- ar var skreytt perlum og fjöðr- um, og í brosi hennar fólst bæði yndi og eyðilegging. Frá þeirri stundu að þessi yndislega hjákona kom til Fu Cliais hætti hann að sinna störf- um sinum, en lét svikula ráðherra annast stjórn ríkisins. Hann var lijá Hsi Shih nætur og daga. Þegnar Fus tóku brátt eftir breytingunni, sem orðin var á konungi þeirra. Skattarnir hækk- uðu hvað eftir annað, þvi að Hsi Shih var kröfuhörð og lét kon- unginn byggja hallar og .gera skrautgarða. í einni af þessum höllum voru súlnagöng og marmaragólfið í þeim stóð á þúsundum af leir- kerum. Þar dansaði Hsi Shih á sérstökum tréskóm, sem voru þannig gerðir að tónar komu fram þegar hún steig dansinn. Þremur fjórðu af tekjum ríkis- ins var sólundað til þess að full- nægja dutiungum Hsi Shili, og skattheimtumennirnir höfðu nóg að starfa. Árið 485 f. Kr. þottist Hai Shih vita að hún hefði rekið erindi sitt. Hún sendi flugumann til Yueh-konungs með skilaboð um að nú væri Fu Chai rúinn inn að skyrtunni. Og nú var tækifærið komið til að taka hefndir fyrir ósigurinn forðum. Yueh-herinn réðst á höf uðborg Fu Chais næsta dag og vann skjótan sigur og Fu Chai varð að gefast upp. Honum voru gefin grið, en þeg- a rhann komst að raun um að Hsi Shih hafði horfið um leið og árásin var gerð á borgina fyrir- fór hann sér — í sömu höllinni sem liann hafði svikið skyldur sínar við þjóðina. Hsi Shili hefði getað horfið lieim til Hangchow sem sigur- vegari, en hún hafði komist við af ást Fu Chai, og þegar óvina- herinn fór að leita að konunni sem hann átti sigur sinn að þakka, fannst hún drukknuð i einu sík- inu i borginni. Hún hafði lokið erindinu og langaði ekki til að sjá eyðilegging- una, sem hún hafði valdið með fegurð sinni. * \ % % V''- % S. ■ 4, hest, sem ég hafði keypt af kunn- ingja mínum. Sjálfur sat ég á Moondust, stórum, brúnum grað- hesti, sokkóttum á þremur fótum og blesóttum. Ég hafði tamið hann sjálfur og þekkti hann vel. Ég hafði skotið mörgum skotum á baki þeim hesti. Hann var gæð- ingur. Sólin var að koma upp yfir purpurarauða ásana við sjón- deildarhringinn þegar við lögðum upp að heiman og stefndum í Hotnotsdal. Við riðum þegjandi lengi, svo stefndum við suður og komum niður í Uccanvangomýr- arnar í Betsjúanalandi. Alltaf voru smádýr að hrökkva upp og hlupu á sprett. Og stundum sáum við steingeithafra með hornin aftur með hálsinum, nefið upp í ioftið og rófuna aftursperrta. Einu sinni flugu akurhænsni upp undir kviðnum á Moondust. Hann hljóp útundan sér, en mér tókst að róa hann aftur. Allt í einu sá ég að gamli Eng- lendingurinn stöðvaði hestinn og þreif til byssunnar. Til vinstri, svo sem fimmtíu metra frá okkur stóð afarstór, öskugrár fíll. Hann stóð inni í kjarri og ómögulegt að Englendingurinn gæti drepið hann. En hann skaut áður en ég gat skorist í leikinn. Það var illa skotið. Ég hljóp af baki og losaði um öryggið. Hin gerðu eins Eng- lendingurinn hleypti á sprett í átt- ina til fílsins, sem hafði snúið við og ruddist nú óður fram úr kjarr- inu. Ég reyndi að stöðva hann en tókst það ekki. Við máttum eng- an tíma missa. Ég hljóp á bak og sporaði Moondust. Mikið flón, hugsaði ég, mikill álfur, að eyði- leggja veiðina fyrir okkur. En það var ekki tími til að hugsa um það. Ég hleypti á eftir Eng- lendingnum og fílnum. Ég man að ég kallaði til hinna að vera kyrr, hreyfa sig ekki, hvað svo sem gerðist. Það var vandalaust að sjá hvert þeir höfðu farið, því að grasið var troðið niður. Fyrsta skotið sem ég heyrði var svo sem 30—40 metrum til vinstri við mig. Ég stöðvaði hestinn og beið. Kjarrið var óvenjulega þétt þarna. Allt í einu kom gamli Englendingurinn æðandi í áttina til mín. Hann sagðist hafa misst byssuna og að fíllinn væri rétt á eftir sér. Það var óþarfi að segja mér það. Fíll- inn var ekki meira en tuttugu metra frá. Englendingurinn hljóp fram hjá mér. Ég tók eftir mörgu þessar fáu sekúndur, sem fíllinn var að komast þessa tuttugu metra. Blóðið rann úr honum vinstra megin, og lítið gat eftir kúlu fyrir neðan hjartað. Ég hringsnerist og vatt mér til hlið- ar, fillinn var kominn fram hjá áður en ég fékk ráðrúm til að Framhald á bls. 10.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.