Fálkinn


Fálkinn - 21.05.1954, Blaðsíða 10

Fálkinn - 21.05.1954, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN Vitið þér...? að köngulóin étur 26-falda þyngd sínar á sólarhringi? Hún byrjar með hægð á morgnana og étur þá fjórum sinnum meira en hún vegur, miSdegisverðurinn er ní- föld þyngd hennar og á kvöldin sækir hún sig og étur þá þrettánfalda þyngd sína. — Ef meSalmaSur, 70 kílóa þung- ur, ætti að leika þetta eftir þyrfti hann aS háma i sig 1.820 kíló af mat á dag. Hann yrSi dýr í rekstri sá, með nú- gildandi verðlagi. hvers vegna kolaframleiðsla Ev- rópu er undir meðallagi þessi árin? Alvarlegasta ástæðan er sú live margir kolanámumenn féllu í lieims- styrjöldinni. Eftir stríðið voru til dæmis helmingi færri kolanámumenn á starfshæfum aldri en tveimur árum fyrir stríðið. Önnur ástæðan er sú hve vinnan er einhæf. Sömu mennirn- ir eru látnir vinna sama verkið í nám- unni ár eftir ár. í Wales var gerð til- raun með að láta verkamennina skipt- ast á um vinnu, og við breytinguna urðu afköstin tvöfalt meiri á mann en áður. að iðnaðarframleiðsla veraldar vex á ný? Á miðju árinu 1951 fór aö draga úr henni og rénunin hélt áfram fram í fyrstu mánuði ársins 1952. En nú hefir hún aukist aftur og varð á 1. árs- fjórðungi þessa árs 6% meiri en á sama tíma árið áður. — ÞaS er mjög misjafnt hvernig hún hefir aukist í ýmsum löndum. Mest er aukningin í Bandaríkjunum, og það er ekki hvaS síst bílaframleiðslan, sem þátt á í því. ÞÖGNIN LANGA. Framh. af bls. 9. skjóta. Ég hljóp á bak og reið eftir fílnum með byssuna tilbúna. Svo heyrði ég nýtt skot. Það kom úr þeirri átt sem hin voru. Ég herti á mér. Nú hugsaði ég aðeins um konuna mína. Ég kom nógu snemma til að sjá hvernig Tait var þeytt í háa loft. Ég sá ekki konuna mína í þann svipinn. En allt í einu kom hún hlaupandi að fílnum. Hún skaut i blindni og hrópaði í sífellu. Ég hrópaði til hennar að reyna að forða sér undan. Svo miðaði ég byssunni sem ég var að gefa yður áðan, en ég var of máttfarinn til að geta skotið. Mér var ómögulegt að hitta fílinn. Hann greip Felicity með rananum og þeytti henni hátt upp í loft. Ég skaut fjórum skotum og loks valt fíllinn um. Felicity lenti undir honum. Ég sá ekki nema svolitla ræmu af pilsinu hennar. Mér var ómögulegt að hreyfa mig. Síðustu orðin hennar hljómuðu í sífellu í eyrunum á mér. Þau gera það ennþá: •— Skjóttu, álfurinn þinn! Skjóttu! Skömmu síðar heyrði ég Eng- lendinginn gráta bak við mig. Þegar við komum að fílnum sá ég byssu Felicity. Hún stóð út- undan lærinu á fílnum. Ég sat lengi þegjandi eftir að Adam Somerfeild hafði lokið sög- unni. Ég heyrði að hann dró djúpt andann. — Við bárum hana hingað heim, — komið þér, ég skal sýna yður hvar hún liggur grafin. Við gengum yfir grasflötina. Það var falleg lág umgerð kring- um gröfina. Þarna voru tvö leiði. Á hennar var marmarakross og nafnið hennar letrað á og ekkert annað. En undir nafni Anthony Taits stóð: „Vinur í neyðinni". Adam Somerfeild sagði hægt, eins og hann vildi vanda orðin: — Mér datt í hug að henni mundi þykja vænt um að hafa hann nærri sér. * PÍNA, PUSI OG SIGGI SVARTI 1. mynd: Stór kráka situr uppi i trénu og horfir á Lora: „Hver ert þú eiginlega?" spyr hún. — 2. mynd: „Ég er páfagaukur og heiti Lora. En hvað heitir þú?“ — „Eg heiti Krákupétur,“ svarar krákan. — 3. mynd: „Komdu nú niður, Lora,“ hrópar Maren gamla, „annars tekur krákan þig!“ En Lora heyrir ekki. — 4. mynd: Krákan ætlar ekki að gera Lora neitt mein. En þegar Krákupétur þenur út vængina, verður Lora samt liræddur. Vængirnir eru svo stórir. — 5. mynd: Lora flýgur af stað: „Hvers vegna ferðu burtu?“ spyr Krákupétur. „Þú ert þó ekki hræddur við mig?“ — 6. mynd: Þeir fljúga burt!“ hrópar Pusi. „Við verðum að sjá hvert þeir fara.“ Og þau hlaupa öll af stað. — 7. mynd: En Lora er ekki vanur að hætta sér langt frá húsinu. Hann rekst á hátt grindverk. — 8. mynd: Annar vængurinn festist. Lora berst um og Krákupétur reynir að hjálpa honum. .... og svo þakka ég yður, ungfrú Gróa, fyrir hve vel þér hafið fyllt út pláss yðar sem gjaldkeri í tuttugu og fimm ár! — Það varst líka þú, sem keyptir alla brautarteinana handa honum Gumma litla. Fjórir í bandi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.