Fálkinn - 19.11.1954, Side 6
6
FÁLKINN
ÓPERA í HEIMSÓKN. — Parísar-
óperan fræga hefir undanfarið haldið
sýningar í Covent Garden. Ein besta
dansmærin í hópnum heitir Michel
Barin. Hún sést hér á myndinni og er
að fara í langa ullarsokka áður en hún
byrjar á æfingunni undir leikinn.
ítalski andlitsmyndamálarinn Pietro
Annigoni er kominn til London til
að mála drottninguna. Hér sést hann
með kqnumynd, sem hann byrjaði á
í Firenze, en tók með sér til London
til að fullgera hana þar.
LÍTILL HUNDUR. — Skyldi þessi
hundur, sem telst til hundakyns, sem
kallað er „chihuahua“ vera með þeim
minnstu í heimi? Að minnsta kosti er
hann meðal þeirra dýrustu. Þessi
hundur á myndinni, sem er eign konu
í Richmond, ketnst fyrir 'í tebolla en
kostar 100 sterlingspund, svo að það
er nokkuð dýrt í honum pundið.
CAREY SMITH: { 3 }
TRINIDAD
FRAMHALDSSAGA.
Jefremy Bates fiskimaður frá
Tobago hefir verið yfirheyrður, sagði
Smythe. — Hann sá bát Emerys
klukkan 15.30 á mánudag. Enginn sást
þar um borð. Betes dró fisk i hálftíma,
en hann sá engan fara um borð eða
koma frá borði. Báturinn lá við
bryggju rétt fyrir utan bæinn.
Nú tók hann málhvíld og svo sagði
hann byrstur: — Emery var myrtur
á mánudag klukkan 15.30. Vitið þér
hvar báturinn lá?
Chris fann hvernig angistin smaug
gegnum hana. Kæfandi liiti var í þess-
ari litlu stofu, en þó var henni ískalt.
Hana langaði til að þrýsta höndunum
að eyrunum til að heyra ekki meira,
en um leið hélt hún niðri í sér and-
anuin til að missa ekki af einu orði.
— Hann lá við bryggju Max Fabians,
sagði Smythe.
STEVE EMERY kom ábúðarmikill
inn.í stofu reynsluflugmannanna
í Airborne-flugvélasmiðjunni fyrir ut-
an Chicago. Loðnar augnabrúnirnar
hafði iiann látið síga og hann kreisti
varirnar saman. Bud Miller, sem sat
og var að lesa í blaði, leit upp þegar
hurðinni var skellt aftur. Hann þurfti
ekki annað en lita á Steve til að sjá
livernig honum var innanbrjósts. Hann
lagði frá sér blaðið og geispaði.
— Eitthvert nýtt uppistand, sagði
liann. Það var frekar að liann slæi
því föstu en að hann væri að spyrja.
Hann var auðsjáanlega ekki í ess-
inu sínu núna, hugsaði Bud með sér.
Hann tók blaðið aftur, leit á fyrir-
sagnirnar ok lét það svo detta á gólfið.
Þar var ekkert sem tók að lesa. Ekki
svo mikið sem stelpumynd til að líta
á. Rimma Steves og Gallaghers um-
sjónarmanns var að vísu útrætt mál,
en kannske var hún betri en blaðið,
þrátt fyrir allt. Bara að liann gæti
fengið Steve til að segja eitthvað.
— Hefir nokkuð sérstakt komið fyr-
ir, sagði hann heldur en ekki neitt.
— Hvað hafið þið verið að rífast um
núna?
Steve tók vindling og kveikti i. —
Þetta vanalega.
Fyrst i stað virtist hann ekki ætla
að segja meira, en svo snerist honum
hugur. Hann liallaði sér fram á borð-
ið til Bud og það kom reiðiblossi í
blá augun.
— Ef hann lærir ekki að hafa stjórn
á sér verður liann drepinn einn góðan
veðurdag. Það kemur nefnilega fyrir
stundum, að einhver annar en hann
hefir vit á einhverju, þótt ekki sé hann
yfirmaður verksmiðjunnar.
Bud langaði ekkert að heyra meira
um þetta. Það var alveg það sama,
sem liann var vanur að segja. En til
að láta ekki á þvi bera, að sér væri
sama um það, spurði hann:
— En hvað segir þú mér af honum
bróður þinum? Hefirðu frétt nokkuð
af honum nýlega?
Steve kyrðist er hann sé hve sinnu-
laus Bud var um hitt. Hann tók oln-
bogana af horðinu og sagði dauflega:
— Nei ,ekki nokkurt orð. Hann gæti
þó að minnsta kosti svarað, þegar
maður skrifar honum og spyr hvort
hann viti af nokkru handa manni til
að gera.
Svo dró hann teyg úr vindlingnum.
Það var komið eittlivað dreymandi í
röddina þegar hann hélt áfram:
— Það hefði ekki verið fráleitt að
komast þangað suður eftir um tíma.
Trinidad.......það er iokkandi. Hiti
og sól og pálmar og svertingjar og svo
framvegis. Hvernig skyldi Neal líða
þar?
Bud þagði. ‘ Það varð hljótt um
stund og báðir sátu hugsandi. Svo
sagði Steve lágt og horfði á reykinn
sem leið upp á við:
— Þegar ég kom úr stríðinu átti
ég að stýra sprengjuflugvél heim til
bækistöðvanna. Ég man að við flug-
um yfir Chicago og ég var nærri því
lentur á Michigan Boulevard. Þá
kvaldist maður sannarlega af heim-
þrá, og nú vill maður komast burt
aftur......Hann hló feimnislega og
bætti við, eins og til að afsaka sig:
— Það er hábölvað að vera i starfi,
sem manni fellur ekki við.
Bud svaraði liálfsofandi:
— Hver veit nema þér liði betur í
Trinidad ef þú færir þangað.
— Kannske, sagði Steve, — ef ég
gæti bara komist þangað.
Hann stóð snöggt upp og drap i
vindlingnum í öskubakkanum.
— Nei, það er best að ég skreppi
heim og athugi hvort ekki er komið
bréf frá honum bróður minum, sagði
hann.
Það var næg afsökun til að hverfa.
Hann var orðinn úrkula vonar um að
frétta nokkuð frá Neal framar, — það
mundi vera sá gállinn á honum núna
að iiann málaði í sifellu og hugsaði
ekki um neitt annað. Það liafði stund-
um komið fyrir áður, að hann lét
mánuði líða án þess að sýna af sér
lífsmark.
N þegar Steve kom heim lá bréf
með ensku frímerki á borðinu og
beið eftir honum. Umslagið var þykkt
og livítt og með skjaldarmerki. Steve
handiék það lengi. Gat það hugsast
að þetta væri frá Neal? Bréfin hans
voru oftast nær þcssleg, að þau hefðu
þvælst lengi í vasa.
Fingert bréfsefnið var með sama
skjaldarmerkinu og umslagið. En
bréfið var frá Neal. Og hann bað
Steve um að koma eins fljótt og liann
gæti — ná i fyrstu flugvél — þarna
væri nóga vinnu að fá, en um að gera
að flýta sér .....
Steve lét ekki segja sér það tvisvar.
Hvað gat aftrað honum, fríum og
frjálsum eins og hann var. Það var
eingöngu atvinnunnar vegna sem hann
var þarna i Chicago. Og það var at-
vinna, sem honum var léttir að losna
við. Og öRu sem hann átti af jarðnesk-
um auð gat hann komið fyrir i tvær
handtöskur.
Tveimur dögum síðar sat hann í
flugvélinni. A leið lil Trinidad, til
hitabeltissólarinnar og hins síbláa
himins — tii latra svertingja í pálma-
forsælunni .......
Karabiskaliafið var sólmarkað undir
þeim og nú kom Trinidad í augsýn
eins og grænn borði við sjóndeildar-
hringinn, og þá gat Steve ekki stillt
sig lengur. Iiann sneri sér að sessu-
nautnum:
— Það er sagt að Trinidad sé feg-
ursti bletturinn i hitabeltinu. Hafið
þér komið þangað áður?
Litli maðurinn í næsta sæti hrökk
við. Hausinn á honum var líkur haus-
kúpu og bjórinn teygður á kinnbein-
unum. Hann leit til Steve og virtist
skelkaður.
— Já, — nei, jú, það er mjög fallegt
þar.
Þetta var skrítinn náungi. Það varð
ekki betur séð en að hann sárlangaði
til að flýja þegar talað var til hans.
En Steve liélt áfram, eins og ekkert
hefði í skorist:
— Bróðir minn á heima þar. Hann
fór þangað fyrir fimm árum og ættaði
að mála hafið i tunglsljósi. Hann er
sjálfsagt að dútla við það ennþá.
Ilann hló en litla manninum lijá
honum stökk ekki bros. Steve gerði
nýja tilraun:
— Þér hafið kannske liitt hann úr
því að þér hafið átt heima á Trinidad
áður. Hann heitir Neal Emery...........
Honum varð orðfall því að maður-
inn við hliðina á honum hafði rekið
upp undrunaróp. Og þegar Steve
horfði spyrjandi á hann, sagði hann
bara: — Emery?
— Já, einmitt, Emery. Neal Emery.
Þekkið þér hann?
— Nei. Nei! Alls ekki. Það kemur
ekki til mála.
Hann sagði þetta með áherslu, cins
og hann væri að vísa ásökun á bug.
— Jæja, sagði Steve vonsvikinn. —
En .......
— Afsakið mig, sagði litli maður-
inn, — ég verð ......... Meira sagði
hann ekki, en hann var horfinn úr
stólnum og á leið út i snyrtiklefann.
Þessi einkennilegi farþegi flýði með
svo miklum asa, að við lá að liann
Þar sem kastaníutré vaxa er það
uppáhaldsgaman krakkanna að safna
ávöxtum af þeim á hausinn. Strákur-
inn á myndinni kallar sig kastaníu-
kóng og hefir látið ljósmynda sig með
kastaníunum, sem hann hefir safnað.