Fálkinn


Fálkinn - 19.11.1954, Blaðsíða 7

Fálkinn - 19.11.1954, Blaðsíða 7
7 FÁLKINN felldi flugþernuna. Hafði liann orðið loftveikur? Steve hafði gleymt honum von bráð- ar. Flugvéiin hringsólaði yfir Trini- dad og bjóst til að lenda. Steve þrýsti nefinu út að rúðunni og reyndi að koma auga á Neal hinn langa, í hópn- um sem stóð við lendinguna. En hann sá hann ekki. Farþegarnir fengu tollafgreiðslu liver eftir annan og hittu vini og kunningja, en hann stóð þarna einn. Iiann hnykiaði brúnirnar. Skyldi Neal kannske ekki hafa fengið hréfið frá honum? Hann hefði átt að senda símskeyti. Svartur strákur gekk framhjá með blaðaböggul undir hendinni. Steve keypti sér blað og leit á það. Og svo rak hann augun i feitletraða fyrir- sögn: Réttarhald í dag út af dauða Neal Emerys. Mörg vitni kvödd. Þetta gat ekki verið misskilningur. Neal hló á móti honum af tveggja dálka mynd á framsíðunni. Það var líkast og liann hefði fengið hnefahögg fyrir brjóstið. Iívalakippir komu i andlitið á honum. Nú minnt- ist hann allt í einu mannsins, sem liafði hagað sér svo einkennilega i fiugvélinni. Hafði liann vitað um þetta? Steve leit kringum sig en sá litli var horfinn, en í staðinn sá hann- hlaðastrákinn, sem góndi á hann. Steve greip í handlegginn á honum, beygði sig og sagði: — Geturðu útvegað mér bifreið — taxi — skiiurðu! Og með hinni hendinni tók hann pening og fékk drengnum. Hann kink- aði lcolli sem ákafast. — Taxi. Hann hvarf samstundis og eftir dá- litla stund kom leigubifreið og svarti strákurinn stóð á aurbrettinu. FIRHEYRSLAN var byrjuð þegar lögregluþjónninn hleypti Steve inn í hitasvækjuna i troðfullum saln- um. Þreklegur rjóður maður var að yfirheyra litinn, gljáandi, svartbirk- inn mann, sem stóð í vitnastúkunni. — Þér eruð eigandi náttklúbbsins The Carribbee? Sá svartbirkni kinkaði kolli. — Já, eini eigandi. Hann renndi augunum yfir áheyrendahópinn eins og sigur- vegari. — Og Neal Emery var ráðinn hjá yður? Svona voru dömurnar upplýstar ný- lega á ljósahátíð í dýragarðinum í Berlín. Til minningar um hátíðina voru seldar ofursmáar luktir, sem kvenfólkið gat notað sem eyrnahringi og karlmennirnir stungið í hnappa- gatið. Steve hrökk við. Neal ráðinn á náttklúbb! En litli gestgjafinn band- aði frá sér með feitum höndunum. — Ekki ráðinn. Alls ekki ráðinn starfsmaður. En hann hafði leyfi til að ganga á milli borðanna og teikna myndir af þeim, sem óskuðu þess — það var af því að ég vildi hjáipa honum. Hann átti erfitt uppdrátt- ar ...... Sakadómarinn sneri sér að manni í lögreglubúningi, sem sat á fremsta bekk. — Viljið þér leggja einhverjar spurningar fyrir vitnið, herra Smythe? —- Langi maðurinn stóð upp. — Hvernig var samkomulagið milli Neals og yðar, herra Wittol? Voruð þið vinir? Wittol tyllti sér á tær og teygði sig yfir grindurnar, svo að hann var að heita mátti lcominn út úr vitna- stúkunni af eintómum ákafa. — Við vorum mjög góðir vinir, það verð ég að segja. — Ég leyfði honum að láta skrifa hjá sér í vínkránni og liann skuldaði mér yfir hundrað dollara. — Gætuð þér hugsað yður nokkra ástæðu til að Emery fremdi sjálfs- morð? tók Smythe fram í. Gestgjafinn yppti öxlum og sagði með vorkenandi alvörusvip: — Hann liafði ætlað sér að verða mikill og heimsfrægur málari en skorti liæfileika til þess. Steve leit liatursaugum á manninn. Þennan bölvaðan slepjuál. Hvaða vit liafði hann á hæfileikum Neals? En hann hafði kjaftinn á réttum stað, og hafði lag á að segja það sem hann vissi. Þarna lá fiskur undir steini, þessi gljáandi fitukaggi var viðsjáls- gripur. Neal hafði verið örvænting- arfuilur, sagði hann, nægilega örvænt- ingarfullur til þess að fyrirfara sér ..... En ekki sáust þess merki á bréfinu, sem Steve hafði fengið. Neal virtist þvert á móti lita björtum aug- um á lifið. Sakadómarinn tók fram í fyrir honum og sagði: — Frú Emery, viljið þér gera svo vel að koma fram! Ung kona á næstfremsta bekk stóð upp. Það var rétt Svo að Steve sá á vangann á henni. Hvað var nú þetta .....hugsaði hann forviða með sér. Hann hafði að visu alltaf gert sér í hugarlund, að kona Neals væri ekki eins og fólk er flest, því að hann hafði verið smekkmaður. En þetta and- lit ..... Hann sá hana betur þegar hún var komin i vitnastúkuna, og nú fór hon- um að verða órótt. Hún var falleg, en fegurð hennar var otað fram um of. Kjóllinn var mjög fleginn og svo nær- skorinn að hún átti erfitt um hreyf- ingar þess vegna. Hún greip titrandi höndum um brikina og Steve fylltist viðbjóði er hann sá hárrauðar negl- urnar, sem voru alltof langar og odd- livassar. -—• Frú Emery, sagði sakadómarinn vingjarnlega. — Við skiljum hvernig yður muni vera innanbrjósts, og við skulum ekki hrella yður lengur en þörf er á. En ég verð að spyrja yður — þér hafið heyrt þann framburð að maðurinn yðar liafi verið hugsjúkur og örvæntingarfullur rétt áður en hann hvarf. Var það rétt? — Já, sagði Chris lágt. — Hefir yður nokkurn tíma fund- ist maðurinn yðar vera leiður á líf- inu? Chris renndi augunum sem snöggv- ost til Smythe. Hún var ómáluð, að undanteknum vörunum, og virtist mjög föl í sterkri dagsbirtunni. En fölvinn var ekki blóðlaus. Það var lifandi blær á hörundinu undir gullna hárinu, og augun voru skær og laus við tár. Smythe kinkaði kolli til henn- 'ar, en það sást varla. Hún leit aftur á sakadómarann. — Já, sagði hún hátt og skýrt. — Oftar en einu sinni. En Steve hafði tekið eftir augna- skeytunum sem fóru á milli hennar og Smythes. Og rödd hennar var of einbeitt þegar hún svaraði, — það var eins og hún ætti von á að henni yrði andmælt. Steve þóttist sannfærð- ur um að þarna væri eitthvert laumu- spil. Þessi yfirheyrsla var ekki til þess gerð að komas't að sannleikanum, þetta var leiksýning, sem hann var áhorfandi að. Leiksýning sem gekk liðugt og truflanalaust, undirbúin af leikstjóra bak við tjöldin. Hann hlustaði tortrygginn á hinar hátiðlegu skýringar sakadómarans, sem gengu í þá átt að flest vitnin væru þeirrar skoðunar að Emery hefði svipt sig lífi í brjálæðiskasti. Steve pírði augunum svo að þau urðu eins og mjó strik. Neal að fremja sjálfsmorð! Neal, sem var svo fullur af lífsgleði, sem vildi taka þátt i öllu, upplifa allt! Það gat ekki stað- ist. Hann kreppti hnefana og sagði við sjálfan sig: — Ég skal knýja fram sannleikann, þó að ég verði að vera alla mina ævi á Trinidad! Hann skyldi ná í fulltrúann, taka hann í karphúsið og spyrja hann hvað hann hefði eiginlega gert til að fá skýringu á andlátinu. En það var ómögulegt að ryðja sér braut gegnum mannfjöldann sem þok- aðist út að dyrunum. Hann leit við og sá að vitnastúkan var tóm. Hann hefði átt að tala við konu Neals. En hún var horfin. ‘l'fcEGAR hann kom út á götuna sá hann að liún fór inn i stóra Cadillac-bifreið, sem beið þar. Mið- aldra maður, prúðbúinn og með svip- mikið andlit, hæruskotinn, hjálpaði henni inn í bifreiðina. Steve olnbog- aði sig áfram að bifreiðinni, en þegar hann var að komast að henni ók hún burt. Hann sá Chris bregða fyrir við rúðuna, og hún hló til mannsins sem hjá henni sat og brosti innilega til lians. Steve langaði til að bölva upphátt. Önnur eins ........ Hún fór úr yfir- heyrslunni eins og liún væri að fara á stefnumót. Eftir að liafa hlustað á vitnaleiðsiur um að Neal hefði fyrir- farið sér ...... En hún skyldi ekki sleppa. Hún hafði gerspillt lífi Neals, hafði beygt hann og gert hann svo óhamingju- saman að hann gat ekki lifað lengur. Steve benti leigubifreið að koma og sagði honum heimilisfangið, sem stað- ið hafði i bréfi Neals. Svertingjakona í bómullarkjól og með stóra, hvíta svuntu opnaði dyrn- ar varlega. Steve ýtti henni frá og gekk rakleitt inn. Hann kom inn í stóra, bjarta stofu, og inn af henni var önnur stofa, og inn um dyrnar sá hann liana — konu Neals. — Ég er Steve, sagði hann stutt. — Bróðir Neals. Hvernig er þessu eiginlega liáttað — um dauða bróður mins? Það var ekki á lienni að sjá að hún yrði hissa, en hún bandaði ósjálfrátt frá sér. Nú sá hann þreytuna í andlits- dráttum kringum munninn og augun. — Þurfum við að tala um það ein- mitt núna, sagði hún biðjandi. Framhald í næsta blaði. HOLGER DANSKI LASKAÐIST. —- Isbrjóturinn „Holger Danske“ eign ríkisjárnbrautanna, sem starfar að jafnaði í Stóra-Belti við að hjálpa járnbrautarferjunum þegar ís leggst að, rakst á eina ferjuna í febrúar og fórust tveir menn, en hleypa varð ís- brjótnum upp í fjöru. í stað hans var fenginn ísbrjóturinn „Litli Björn“ til að aðstoða ferjurnar. Hér sést hann ryðja sér braut gegnum ísinn. ÖSKUBUSIÍA Á ÍS. — Maður skyldi halda að henni yrði kalt til lengdar, þessari ungu fallegu stúlku, að sitja á klakastykki. En hún er ísnum vön, úr fyrri keppnum sínum í unglinga- flokki. Hún heitir Joan Connell og er klædd skrautbúningi, því að hún tekur þátt í bendingaleik, sem heitir „Öskubuska á ís“, sem er sýndur í Empress Hall í London. RADAR-HERMENN. — Svissneski herinn hefir nú stofnað skóla til að mennta flugmenn sína í radar-tækni. Er skóli þessi skammt frá Ziirich. — Hér sést radarloftnet, sem notað er til að mæla hæð hluta, sem sjást í ratsjánni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.