Fálkinn


Fálkinn - 19.11.1954, Qupperneq 11

Fálkinn - 19.11.1954, Qupperneq 11
FÁLKINN 11 RUZICKA : Blóm senoritunnar. VIÐ skulum vera hreinskilnir, bræð- ur: — Sá karimaður er ekki til, sem ekki verður upp með sér ef kven- fólkið sýnir honum sóma! Sér i iagi ef hann er listamaður, að maður nú ekki taii um tenórsöngvara! Þeir eiska lofið eins heitt og röddina í sér. Bello Tenorio var tenór. Og hvílík- ur maður! Hið andrika hrjóst lians var hvelft og breitt, og æskufjör ljóm- aði úr augunum. Ó, bræður minir — þið liefðuð átt að iieyra til hans. Kvenfólkið stóð í sexfaldri röð fyr- ir utan dyrnar að leiksviðinu, með stjörnudust í augunum og nafnarit- bækur í biðjandi höndunum. En hann lifði aðeins fyrir list sína. Aiit þangað til — hin fagra senorita kom! Það glórði i eldgíga í augum hennar, í æðum hennar sauð hin heita sói ætt- jarðarinnar. Hún sat í stúku, og Tcnorio söng aðeins fyrir liana. Var það nokkur furða, að eftir sýninguna kom sendill með stóran blómvönd og glotli út undir eyru um leið og hann sagði: „Frá senorítunni .....“ Tenorio brosti og stakk fimmkalli i fegna lúku. Hann dreymdi um senorítuna um nóttina. Hún sást ekki í stúkunni oftar. En á hverju kvöldi kom sendiliinn með blóm. Ekki eitt orð frá liinni hams- laúsu ástföngnu. Ekki svo mikið sem lítill miði .... ekki ncitt. Bello Tenorio hefði mátt lialda að þetta væri bara draumur, ef þessi blóm hefðu ekki komið — á hverju kvöldi í fulla sex mánuði. Söngva sína söng hann aðeins fyrir hana, og hinni tak- markalausu tilbeiðslu fjöldans tók hann með léttri andúð, eins og goð sem er orðið leitt á smámennum. Einn góðan veðurdag var Belio Tenorio gestur i höll listvinar nokk- urs. Og það fyrsta sem hann rak augun i var hún. Senoritan. Konan, sem tig- in og hæversk leyndi ofurást sinni til hans, og iét blómin ein koma upp um hvernig henni væri innanbrjósts. í þrjá tima stóð Tenorio á glóandi koium, uns honum tókst að náigast liana. „Madonna ......“ hvíslaði hann, og lagði allan sinn ástríðuþunga í röddina. Senoritan góndi birnulega á hann. „Eruð þér drukkinn, lierra minn .....?“ Og nú hrundi heil veröld, eða marg- ar veraldir í rúst í einni svipan. „En blómin?“ hvíslaði hann dapur. „Blómin, senorita?“ „Hvaða blóm?“ spurði hún. „Blómin sem þér hafið sent mér á hverju kvöldi í hálft ár!“ Senoritan reigði sig og strunsaði burt frá honum. Tenorio þreif í einkennisbúning sendilsins. Bláu augun skutu neistum. „Meðgakktu strax!“ þrumaði hann. „Hvaðan komu öll þessi blóm, þrjót- urinn þinn?“ Sendillinn engdist eins og ána- maðkur. „Æ, svaraði hann glottandi en þó hræddur, „þegar blómin kosta ekki nema tvær og fimmtíu, og þér gefið mér alltaf fimm krónur .....“ Síðan þetta gerðist hefir Bello Tenorio aðeins lifað fyrir list sína.* Alveg hi§sa. Gustav Muchow bréfberi, scm ný- lega er látinn, varð lífseigasti eftir- launamaður þýska ríkisins. Árið 1893 varð hann að hætta starfi, aðeins 37 ára gamall, vegna vanheilsu og póst- stjórnin féllst á að greiða honum fuiit kaup áfram, enda sögðu læknarnir að hann mundi ekki lifa lengi. En Muc- how sneri á þá. Hann iifði á eftir- launum í G1 ár, og hefir enginn gert betur í Þýskalandi. Loksins dó hann og var þá orðinn 98 ára. 1 Lundúnablöðunum var þess getið fyrir nokkru, að gorillaapinn Guy i dýragarði borgarinnar væri orðinn þunglyndur og mundi sá sálarháski slafa af því að lionum fyndist of fámennt kringum sig. Auglýsingin varð til þess að 22 manns gáfu sig fram og buðust til að skemmta apan- um. Og nú þurfti hann ekki að kvarta. Einn sjálfboðaliðinn kom með harm- oniku, annar með gitar og einn var búinn sem leiktrúður. Það bráði af apanum og hann skellihló. Hvernig jörðin lítur út úr 8000 kíió- metra fjarlægð verður bráðum hægt að sjá i amerískum skóla, sem heitir „Babson Institute of Business Admini- stration“. Þar er verið að gera stærsta hnattlíkan veraidar, sem er 9 metrar í þvermál, en það svarar til þess sem jörðin virðist vera i 8000 kílómetra fjarlægð. Þetta jarðlíkan vegur kringum 21 smálest og tveir raf- hreyflar snúa því. Dr. Micliio Yamamoto radiumfræð- ingur hefir komist að þeirri niður- stöðu, að áfengi sé besta lyfið til lækn- inga á fólki, sem orðið hefir fyrir geislun ■ frá atómsprengingum. Hann starfar við læknaskóia i Okayama og hefir fengið bréf frá mönnum, sem fóru að drekka eftir að þeir urðu fyrir því óláni að veikjast af radiumgeisl- um. Eftir þrjá mánuði hafði þeim batnað stórum og nú eru þeir albata. Frank Mayer ofursti, sem sálaðist i vor vestur i Coiorado, þurfti ekki að kvarta undan tilbreytingaleysi um ævina. Fjórtán ára gamall varð hann trumbuslagari í hernum, síðan drap liann birni og elg í Alaska, lagði járn- brautir í Brasilíu, vann í demanta- námum í Ástraliu. Hann lifði þrjá mikla jarðskjálfta og þrjá stórbruna, þrisvar fórst skip sem hann var á og tvisvar lenti hann undir skriðu. í 70 ár gekk hann með tvær byssu- kúlur í skrokknum, og fyrir nokkrum árum var skorið í öxlina á honum til að ná þaðan örvaroddi, sem hafði verið þar i 40 ár. Fyrir tveimur ár- um ók vörubíll yfir liann og braut báða fæturna. Og nú er hann orðinn ellidauður heima i rúminu sinu — 103 ára gamall. Eftirvæntingin er hjöðnuð og hin þráöa nýja tíska er komin fram í dagsljósiö, og þá sýnir þaö sig aö orö- rómurinn, eins og vant er, liefir veriö ýktur enn einu sinni. Hin svo mjög um- tálaöa H lína Diors er alls ekki ætluö til aö jafna út hinar kvenlegu línur, hún flytur bara mittiö niöur á mjaömir, en mjög varlega og snoturlega. Dœmi um hina nýju Unu er þessi ermalausi haustfrakki meö samfelldan kraga og horn. I HÁDEGIS- 'OG SÍÐDEGISBOÐ er þessi fállegi og þægilegi kjóll frá Hemcey sérlega fállegur. Hann er úr Ijósbrúnu jersey meö brúnt leöurbelti samsvarandi hönskum og sköm. Þaö sem einkum gerir kjólinn svo skemmti- legan er hvernig framstykkiö er sniöið og brugöiö líkt og klútur. Maísgulur dragtarkjóll. Pilsiö, einhnepptur bolur og ermarnar, er allt aöskoriö og slétt, því aö kjóllinn er úr þykku ullarefni. Hann er meö háum kraga úr minkaskinni og nýtísku vösum sem liggja hátt. Vasálokin eru framlengd aftur um axlirnar eins og cape. Stóru kragana losnum viö ekki við í ár- Þeir finnast á stefnuskrá flestra tiskuhöfundanna sem ekilskufl, bréiður spjáldkragi eöa eins og Givenchy hefir váliö á þennan daufgula ullartauskjól, sem mest líkist frakka, stór flatur kragi gegnumdreg- inn af snúrvt meö dúska á endanum.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.