Fálkinn


Fálkinn - 19.11.1954, Qupperneq 12

Fálkinn - 19.11.1954, Qupperneq 12
12 FÁLKINN JEAN DARBOT ( 5) Fangi hjartans Framhaldssaga, hafði líka beðið um hann í sima, og hann kostaði fimm hundruð dollara. Þá hafði faðir hennar orðið ergilegur, þegar hún þrætti fyrir að hafa pantað hnakkinn — að vísu væri hann ekki beinlínis fátækur, en þegar hún keypti hlut sem kostaði fimm hundruð dollara ætti hún að minnsta kosti að muna það. Hann skrifaði ávís- un aftur, og Sylvia þorði varla að ganga um stofuna, sem síminn var í. Hún var svo hrædd um að hún mundi hringja og biðja um eitt- hvað, sem hún gæti ekki munað eftir á. En hún hlaut að hafa hringt samt, því að seinast í gær hafði gullsmiður sent þeim úrval af perlu-hálsfestum, sem hún hafði hringt og beðið um að fá heim til að skoða. Ódýrasta festin kost- aði fjögur hundruð dollara. En nú hafði faðir hennar orðið reið- ur og sagt að ef hún héldi þessu áfram yrði hann að senda öllum kaupmönnum bréf og tilkynna að hann mundi ekki borga reikning- ana hennar framvegis. Ekki svo að skilja að hann sæi eftir mexi- könskum hnakk eða perlufestum handa henni, þvert á móti, ef hana langaði í það þá væri honum á- nægja að kaupa það handa henni, en þetta voru þó svo stórar upp- hæðir, að hún gat að minnsta kosti talað við hann um kaupin áður en hún gerði þau. Enda var hún ekki myndug ennþá. Sama iamandi tómleikakenndin hafði gripið hana, og hún hafði ekki haft þrek í sér til að and- mæla og segja, að hún myndi ekki til að hafa pantað neitt perlu- hálsband. Það var skárra að þau héldu að hún væri vitlaus. Því að vitlaus hlaut hún að vera úr þvi að hún gat gert svona án þess að vita af því. Henni fannst hún vera stödd í feni, þar sem var bilunin á minni hennar, slímugir, kropplausir fingur seildust eftir henni úr öll- um áttum til að draga hana ofan í fenið, dýpra og dýpra. Hana langaði til að hljóða, hana lang- aði til að flýja, en hún sat kyrr, lömuð og mállaus og þrýsti á borðplötuna svo að hnúarnir hvítnuðu. Og svo varð hún að lát- ast muna — hún mátti ekki gera foreldrum sínum illt, ekki hræða þau. Þetta var kannske eitthvað stundarfyrirbæri og mundi líða hjá og hún verða allsgáð aftur. „Jú, alveg rétt,“ sagði hún. ,,Ég meina — ég fékk peninga á laug- ardaginn — en ég — ég er búin að eyða þeim.“ „1 hvað?“ „1 hvað ....... Það man ég ekki. Fimmtíu dollarar eru fljótir að fara.“ „Þá það,“ sagði faðir hennar. „Þú skalt fá fimmtíu doliara í viðbót, en mér finnst rétt að þú haldir reikninga." Þegar hann var farinn sat hún og vafði seðlana milli fingranna. Móðir hennar gekk til hennar og tók handleggnum ástúðlega um herðar henni. Sylvia gat ekki skýrt það, en henni hafði alltaf fundist óviðfelldið þegar móðir hennar gældi við hana. Hún hafði farið að lesa sálarfræði til þess að reyna að skilja sjálfa sig, þó að hún væri lafhrædd við að láta aðra komast að því að hún læsi þess konar bækur. Samviska hennar var sjúk — hún vildi ekki einu sinni viðurkenna fyrir sjálfri sér að nokkuð væri að sér, og hún vildi ekki fyrir nokkurn mun að foreldrar hennar mundu uppgötva að hún væri farin að viðurkenna veilurnar í sér og farin að hugsa um þær. Svo mikið hafði henni skilist af bókunum, að andúð hennar gegn því að móðir hennar snerti hana, stafaði frá undirvit- undarkennd um meidda réttartil- ingu. Réttartilfinningu hennar gagnvart því hvers barn geti krafist af foreldrum sínum. Þau höfðu gefið henni heimilis- lausa bernsku, hún hafði verið sett á uppeldisstofun. Að vísu eina af þeim bestu og dýrustu í veröldinni, en ekki þó heimili. Henni hafði verið sagt hvers vegna: móðir hennar var heilsu- tæp og gat ekki annast uppeldi hennar, og hún var sér þess ekki meðvitandi að hún hefði lagt fæð á foreldra sína fyrir þetta. Hún hafði fyllilega skilið sjónarmið þeirra, eða haldið að hún skildi það. En sálfræðingarnir kenndu svo margt um það ómeðvitaða, það kæfða eða bælda, og þó að hún hefði alltaf haldið að hún áfelld- ist ekki foreldra sína fyrir að hafa ekki gefið henni heimili, hafði hún auðsjáanlega hatað þau fyrir þetta án þess að vita af því. Það var þess vegna sem hún þoldi ekki atlot móður sinnar. Þau komu of seint. .....Eins og heilinn í henni væri síja, sem atburðirnir færu gegnum án þess að skilja nokkur spor eftir ..... Nei, vitandi vits hafði hún aldrei dæmt foreldra sína, en hún haði brunnið af þrá eftir að eiga heimili, eins og önnur börn. Hún mundi Robert Sherlock, og enn hitaði hana í kinnarnar af blygð- un, þó að fjögur ár væru liðin síðan. Hvers vegna þurfti hún að muna það sem hún vildi ekki muna, en gleymdi því sem hún átti að muna? Systir Roberts • hafði verið í sama skóla og Sylvia, og Sylvia hafði farið heim með henni nokkrum sinnum í sumarleyfun- um. Þau voru sjö systkinin, hávaðasöm, villt og óhamin, en einstaklega samrýmd, og móðir þeirra hefði vaðið eld fyrir þau, þó að hún væri alltaf að smágægj- ast. Þarna voru sjaldan færri en fimmtán við borðið, því að alltaf voru einhverjir vinir barnanna gestkomandi. Þetta var heimili, svo hlýtt og lifandi og fullt af um- hyggju, að Sylviu sveið í hjarta- ræturnar. Hún hafði elskað þau öll, þessi ærslafullu systkini, hina blóð- heitu, uppstökku frú Sherlock og hinn hláturmilda og hálfflata hr. Sherlock. Hún hafði ge'fið þeim ástúðina sem hún hafði ekki haft tækifæri til að láta foreldrum sínum í té, foreldrum sem hún þekkti aðeins af bréfum. Robert var eiginlega sá sem henni var minnst um, en þegar hann var orðinn ástfanginn af henni og hafði beðið hana um að giftast sér, hafði hún undir eins sagt já. Alls ekki af því að hana langaði til að giftast, heldur af því að sú sem var gift Robert, gat talið sig eina af fjölskyldunni en ekki að- eins gest í heimsókn. Af því að hún var ekki nema sextán ára hafði hún orðið að halda þessu áformi leyndu, þau vissu að bæði foreldrar hans og hennar mundu segja nei og skipa þeim að bíða. Hana hungraði í vináttu, hún vildi eignast heimili strax. Þau höfðu ætlað sér að flýja síðasta daginn, áður en hún og systir Roberts áttu að fara í skólann aftur, þau höfðu ætlað að giftast einhvers staðar á laun og koma svo heim til foreldranna þegar ekkert yrði aftur tekið. En einmitt þennan dag gekk bifreið Roberts af göflunum og þau kom- ust ekki af stað. Og þá samdist svo um með þeim, að hún flýði úr skólanum einhverja nóttina og þá átti hann að vera viðbúinn og taka á móti henni. Jafnvel í dag og líklega alla sína ævi mundi hún fá hroll þegar hún hugsaði til þeirrar nætur. Allt hafði verið ítarlega undirbúið. Hún átti að klifra út á þakið á útbyggingunni, gegnum gluggann í ganginum og mæta Robert við gat í girðingunni kringum skóla-

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.