Fálkinn - 11.02.1955, Blaðsíða 8
8
FÁLKINN
VICTOR W OLF SON:
RUM saman hafði Roger
Stedman haldið að hann
væri hamingjusamasti eig-
inmaðurinn í bænum. Og ef til
vill var hann það líka.
Jane, konan hans, var geðgóð
og blátt áfram og minnsta kosti
eins alúðleg og daginn sem þau
giftust. Hún elskaði manninn sinn
meira en nokkuð annað í veröld-
inni. Og Nancy dóttir þeirra var
bæði viðfelldin og lagleg.
Þessar þrjár gæfumanneskjur
áttu heima í hvítu húsi í úthverfi
stórrar borgar, og öllum kom
saman um að þetta væri fyrir-
myndar fjölskylda. Roger var í
góðri stöðu, þau áttu góða vini og
skemmtilegt heimili.
Síðast þegar þau áttu brúð-
kaupsdag lyfti Roger glasinu og
talaði fyrir Jane. Hann trúði gest-
unum fyrir því að hann væri ham-
ingjusamasti eiginmaður í veröld-
inni.
Og nú var bráðum liðið ár
síðan.
Mánuði eftir brúðkaupsdaginn
fór Roger til London í viðskipta-
erindum, og í lestinni lenti hann
við hliðina á fallegri dömu í
klæðskerasaumuðum ferðafötum.
Hún var svartklædd.
Þau tóku tal saman. Roger
fannst einhvern veginn hann
kannast við hana — höfðu þau
hitst áður? Nei, ekki höfðu þau
það. Hann varð þess vísari að hún
hét Gloria Prince og var inn-
kaupastjóri stórrar tískuversl-
unar.
Áður en kom á leiðarenda voru
þau orðnir bestu vinir. Roger
fannst hún töfrandi og stórgáfuð
og Gloria dáðist að smekk Rogers
og dómgreind. Áður en lestin
rann inn á stöðina minntist hún
á að tískuverslun hennar ætlaði
að halda kokkteilboð daginn eftir.
Kannske vildi Roger líta inn?
Roger svaraði að það gæti hann
ekki. — En mig langar til að hitta
yður í næsta skipti sem ég kem
til London, ef ég má?
Gloria leitaði í töskunni og fann
nafnspjald firmans síns og skrif-
aði símanúmerið sitt á það.
Byrjunin var nú ekki öðru vísi
en svona.
Og núna, tæpu ári síðar, var
harmVngjuveröld Rogers Stedmans
að hrynja í rústir kringum hann.
Gloria Prince var alls ekki slæm
kona og engin gála. Hún talaði
sjaldan um einkamál sín. Eftir
sex mánaða kynni varð Roger
áð játa með sjálíum sér að eigin-
lega vissi hann afar lítið um hagi
hennar.
Hann var alltaf að fara til Lon-
don um þessar mundir. Og í hvert
skipti borðaði hann miðdegisverð
með Gloriu á veitingastað og
ræddi við hana um daginn og veg-
inn. Og í hvert skipti var Roger
staðráðinn í að segja konunni
sinni frá þessu þegar hann kæmi
heim.
En tíminn leið og hann kom
sér aldrei að því. Vinátta hans
og Gloriu fögru var orðið dular-
fullt leyndarmál í meðvitund hans.
Meira þurfti ekki. Hún var
leyndarmál hans, og hann var
hrærður yfir þessu. Einn daginn
sagði hann upp úr þurru við sjálf-
án sig: Drottinn minn, ég er ást-
fanginn af Gloriu! Meðvitundin
um þetta var yndisleg og hörmu-
leg í senn.
Gloria Prince vissi ekkert um
hvernig ástatt var fyrir Roger
vini hennar. Hann leyndi tilfinn-
ingum sínum fyrir henni, eins og
fyrir konu sinni og vinum. En
þetta leyndarmál var eins og farg
á honum. Hann gat ekki einbeitt
sér að starfi sínu, og heima fyrir
var hann eirðarlaus og leið illa.
Eitt kvöldið er Jane sat með
prjónana sína leit hún upp og tók
allt í einu eftir hve Roger var
þungbúinn á svipinn.
— Hvað gengur að þér, Roger?
spurði hún blíðlega.
Roger hrökk við. Hann starði
á hana sem sinöggvast, nú mátti
engu muna. Átti hann að með-
ganga fyrir Jane að hann væri
ástfanginn — í konu sem hún
hafði aldrei séð?
En einmitt í þessum svifum
komu John og Sylvia inn úr dyr-
unum; þau áttu heima í næsta
húsi. Svo að hann gat ekki notað
tækifærið.
Þegar voraði var líðan Rogers
orðin óþolaindi. Hann sárkveið
fyrir að'eiga að fara til London
fyrir firmað, en jafnframt sár-
langaði hann til að fara.
ÚNÍKVÖLD eitt sat hann á
gistihúsherberginu í London
og var að skrifa konunni si,nni
langt og flókið bréf.
Hann sagði henni að hann væri
þorpari. Heilt ár hefði hann verið
að koma sér að því að skrifa. En
það væri ekki sér að kenna að
hann hefði orðið ástfanginn. Það
hefði komið af sjálfu sér. Nú væri
hann fús til að skilja við hana, ef
hún vildi, því að hann gæti ekki
lifað þessu tvífaralífi. Hún skyldi
fá húsið og meira en það. En hann
yrði að fá leyfi til að sjá Nancy
dóttur sína við og við ...
Hann strauk burt tár um leið
og hann skrifaði undir bréfið:
„Þinn sami Bobo“. Það var gælu-
nafnið, sem Jane notaði. Hann
var lengi að innsigla bréfið og
honum fannst sem ha,nn væri að
undirskrifa dauðadóm sinn. En þó
létti honum um leið: Nú hafði
hann þó alla jafna játað. Hann
frímerkti bréfið og fór út til að
láta það í póstkassann.
Svo fór hann í litla veitinga-
staðinn, þar sem Gloria Prince
beið eftir honum. Hún leit upp
þegar hann kom inn, öskugrár í
framan.
— Hvað gengur að þér, Roger
— hvað er um að vera? spurði
hún lafhrædd.
Hann starði á hana augnablik
og svaraði hátíðlega: — Ég elska
þig, Gloria!
Hún skellihló. — Þú ert vist
ekki fullur ...?
— Vitanlega ekki.
— Heyrðu nú ...! Þessu hefði
ég ekki búist við af jafngreindum
manni og þér, Roger.
— Það kemur ekki málinu við
hverju þú hefir búist við eða ekki
búist við. Ég elska þig!
— Ertu genginn af göflunum?
Þjónninn kom að borðinu og
Gloria tók upp annað tal. Hún bað
um súpu handa þeim báðum.
Þjónninn fór og Gloria sagði
fastmælt: — Hlustaðu á mig, Rog-
er! Ef þú heldur þessu bulli áfram
getum við ekki sést framar!
Hann virtist ekki heyra það sem
hún sagði. Hann brosti raunalega
og góndi á borðdúkinn.
— Konan mín er einstök mann-
eskja, sagði hann hljóðlega. —
Það er skömm að því að þið skul-
uð aldrei hafa hitst.
— Og hvers vegna höfum við
aldrei hitst?
Hann leit á hana skelkaður.
Hún hefir ekki hugmynd um að
þú sért til. Hún veit ekkert um
— okkur.
— Um okkur? En það er ekk-
ert um okkur, sem ekki allir mega
vita!
— Roger andvarpaði og horfði
á hendurnar á sér, sem hann hafði
rétt fram á borðið. Hann var eins
og strákur, sem hefir fengið of-
anígjöf.
— Loksins í kvöld kom ég mér
að því að skrifa heinni, sagði hann.
— Mér var léttir að því að koma
því frá, skilurðu það ekki. Ég bauð
henni hjónaskilnað.
— Hjónaskilnað? Gloriu féll
allur ketill í eld. — Og út af mér?
Hvað er að heyra þetta! Ég elska
manninn minn, og eftir hálfan