Fálkinn - 11.02.1955, Blaðsíða 10
10
FÁLKINN
Vitið þér...?
— Það er merkilegt að þeir skuli
aldrei ruglast, þessir skopmynda-
teiknarar. Á sumrin eiga þeir að hugsa
um baðstaðamyndir og á veturna um
jólamyndir ...
— Getur það verið að skórnir mínir
séu farnir að leka?
— Þetta er ekki gúmmí-blaðra —
það er maðurinn minn.
Viðvaningur?
Þessi smásaga gengur nú manna á
milli í Washington: — Fyrir fimm
árum komst Eisenhower hjá því að
greiða 520.000 dollara skatt af tekjum
þeim, sem liann hafði haft af bók
sinni „Krossferð um Evrópu“. Mála-
flutningsmanni hans tókst að sann-
færa yfirskattanefndina um að tekj-
urnar af bókinni væru skattfrjálsar,
vegna þess að Eisenhower væri ekki
atvinnurithöfundur heldur „viðvan-
ingur“. — N'ú kvað annar skattasér-
fróður maður hafa snúið sér til Hvíta
hússins með fyrirspurn um, hvort
Eisenhower geti ekki orðið skattfrjáls
sem forseti, vegna þess að hann sé
„viðvaningur sem forseti".
Hvar er kvenfuglinn?
1. mynd: „Ég vil ekki lykilinn, Pusi.— Eg hendi honum. — Nei, það máttu
ekki.“ — 2. mynd: „Þú mátt ekki henda honum,“ segir fiskur í læknum. „Leik-
fangamaðurinn á hann.“ — 3. mynd: „Leikfangamaðurinn — iiver er það?“
... „Það er skrítinn maður, skal ég segja ykkur. Fyrir nokkrúm dögum missti
hann lykilinn sinn í lækinn. Ég leitaði að lionum en fann hann ekki. Hann
á lieima þarna útfrá, rétt við vatnið. — 4. mynd: „Þá verðum við að fara
þangað." Svo þökkuðu þau stóra drengnum fyrir sig og fóru svo af stað. — 5.
mynd: Ætli það sé ekki hérna sem hann á heima? En hvers vegna er hann
kallaður leikfangamaðurinn?" — 6. mynd: Þetta er fínt. Sjáðu, hérna er bjalla
til að hringja. — 7. mynd: Góðan daginn. Er það liérna sem leikfangamaðurinn
á heima?“ — 8. mynd: „Góðan daginn, börn. Já, það er ég. Komið þið inn fyrir.
að i einu verkfalli 1951 vafð fram-
leiðslutapið í U.S.A. svo mikið, að
það mundi hafa numið 38% af fram-
leiðslumagni eins árs i Evrópu allri,
ef það hefði orðið þar.
hvernig farið er að gera rign-
ingu?
Rigningin kemur eins og allir .vita
eingöngu úr skýjum, og þvi aðeins
að í skýjunum séu smáagnir, sem
vatnsgufan getur safn^st á og þéttst
og orðið að vatnsdropum. — Fljúgi
maður yfir skýjaklakka, eða cumulus-
ský, sem ekki rignir vegna þess að
loftið í þeim er kyrstætt, er hægt að
iáta skýið stækka með því að sá yfir
það „þurrum ís“. Þá kemst loftið á
hreyfingu og vatnsgufan þéttist og
verður að iskrystöllum. Og eftir dá-
litla stund getur rignt úr skýinu i
marga klukkutíma.
að lærlingar á rakarastofum í
Los Angeles byrja námið með því
að raka gúmmíblöðrur?
Menn eru nefnilega ekki fúsir á að
„leggja sig undir linifinn“ hjá yiðvan-
ing, sem aldrei liefir rakað fyrr. En
það er góð æfing að raka gúmmíblöðr-
una, og hún segir til sjálf, ef liún er
skorin, því að þá kemur hvellur og
allur vindurinn hleypur út.