Fálkinn


Fálkinn - 11.02.1955, Blaðsíða 5

Fálkinn - 11.02.1955, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 bætir við: „Það er svo mikið enskt i mér og mikið ítalskt líka, að stond- um flýgst þetta á. Kalda enska blóðið í mér er í sífelldum erjum við lieita italska blóðið — og stundum veit ég ekkert livernig sú viðureign fer. Þó að flestir telji hana ekta ítalska stiilku er hún ensk að hálfu leyti. Móðir hennar er fædd i Englandi. Og af því að þessi móðir hefir liaft svo rik áhrif á dóttur sína, hefst saga þessarar frægu stúlku eiginlega í Eng- landi. Silvana á marga enska ætt- ingja. Einn þeirra er móðursystir hennar, frú Nixon, sem nú á heima í Ewell, Surrey. Og systir Silvönu dvelur langdvölum i Englandi og lærir dans þar. Áður en við byrjum að segja sögu Silvönu skulum við hverfa aftur i tímann. Við komum í gamalt og virðu- legt hús i Surrey, í útjaðri London, i byrjun þessarar aldar. Þar býr maður sem heitir John Webb. Hann var byggingameistari og konan hans átti þrjár dætur og einn son. Yngsta dóttirin liét Ivy. Hún hafði erft reglulegt andlitsfall föður síns og mikið af rólyndi hans. Hún var ólík systrum sinum að því leyti að hún komst sjaldan úr jafnvægi. Hún tók lifinu eins og það var og undi glöð við sitt. Flestir mundu hafa spáð því, að hún yrði síðust systranna til að verða dauð-ástfangin af ungum og rómantískum ítala. En það var Ivy sem gerði það, sem sist mátti búast við: luin giftist Sikileyjarbúa, sem hafði komið til London til að fuiinuma sig sem veitingaþjónn. Amadeo Mangano féll aldrei vel í Englandi. Hann langaði ávallt heim til ítaliu. Og það varð sorg i Webbs- fjölskyldunni er Ivy sagði frá því einn daginn, að nú ætluðu þau að setjast að i Ítalíu. Vafalaust mundi ævi Silvönu hafa orðið önnur, ef hjónin hefðu haldið áfram að eiga heiina í London. Amadeo. Mangano hafði ekki að neinu starfi að hverfa er liann kom aftur til Ítalíu. Hann langaði ekki til Stjörnulestur eftir Jón Árnason, prentara. Nýtt tungl 22. febr. 1955. Alþjóðayfirlit. Vatnsmerkin eru yfirgnæfandi í á- hrifum. Tilfinningarnar munu mjög ráðandi og hafa mikil áhrif. Aðal- nierkin eru cinnig yfirgnæfandi i á- lirifum og því munu framkvæmdir miklar, en ekki að sama skapi vel yfirvegaðar. Dulhyggja og dulfræði munu ná frekari tökum og hafa áhrif. á afstöðu manna og ákvarðanir. — Þetta birtist einnig í tölum dagsins, sem nýja tunglið springur út. — Sam- stæða Júpíters og Urans í krabba geta haft áhrif á tilfinningarnar og styrkt þá afstöðu að einliverju leyti. Hún gæti og tafið siglingar milli íslands og annarra landa. Kvillar gætu komið upp og orðið áberandi. Næstu áhrif að halda þjónsstarfinu áfram. Fékk hann til bráðabirgða sölumannsstarf hjá matvælaverslun. Ivy fékk gott tækifæri til að kynnast liinu nýja landi, þvi að hún var oft með manni sinum í söluferðum hans. En þvi varð hún að hætta er hún varð þunguð i fyrsta sinn. Þau hjónin fóru til Ilóm og Amadeo fékk undir- tyllustarf lijá vöruflutningafyrirtæki. Það var drengur sem fæddist fyrst. En 21. apríl 1930 eignuðust þau dótt- ur, sem var skirð Silvana. Svo bætt- ust tvær dætur við. Þau áttu heima í íbúðarkytru i San Giovanni, einu aumlegasta hverfinu í Rómaborg. En heimilið var hreint og þokkalegt. Amadeo átti fullt í fangi með að fram- fleyta fjölskyldunni, og Ivy gleymdi móðurmólinu. Silvana ólst upp eins og önnur itölsk börn við þröngan kost, og engum kom til hugar að hún yrði heimsfræg átján ára gömul. Næst kemur: Silvana fegurðar- drottning í Róm. hennar eru andleg og dulhyggjukennd, en hæpið að þau áhrif komi verulega í ljós. Lundúnir. — Nýja tunglið i 8. húsi. Dauðsföll og dánartala gæti vakið at- hygli og vcitt alvarleg eftirtekt. Þetta gæti borið á góma i þinginu. — Nep- tún í 3. húsi. Truflanir í samgöngum og flutningum gæti komið i ljós og tafir vegna snjóa, þoku o. fl. — Satúrn i 4. lúisi. Slæm afstaða fyrir land- búnaðinn og andstaða stjórnarinnar færist í aukana. Merkúr í 7. húsi. Um- ræður miklar um viðskiptin. við önn- ur lönd. Líklegt að tafir ýmsar komi til greina frá bændum og hinum íhaldssamari öflum. — Mars i 10. húsi. Stjórnin á i baráttu, jafnvel í þinginu, út af erlendum viðskiptum og athöfn- um. — Júpíter og Úran í 11. húsi. Urgur gæti komið upp i þinginu út af ýmsum utanaðkomandi viðfangs- efnum. Berlín. — Nýja tunglið í 7. húsi. — Utanríkismálin undir mjög áberandi áhrifum og veitt mikil athygli. Góð og sterk áhrif frá utanríkissiglingum og verslun og dugnaður vex i þeim efnum. En slæm áhrif frá þinginu. — Plútó i 1. húsi. Misgerðir koma i Ijós sem nú eru i leyndum. — Neptún í 3. liúsi. Slæm áhirf á flutninga og sam- göngur, blöð, bækur og útgáfu og fréttaflutning og útvarp. — Satúrn i 4. húsi. Slæm afstaða stjórnarinnar og andstaðan eykst. — Landbúnaðurinn undir slæmum óhrifum. Kuldar í veðri. — Venus i 5. húsi. Afkoma leik- luisa ætti að vera sæmileg, þó munu tekjur fremur rýrar. — Merkúr ræður 0. húsi. Slæm afstaða til Satúrns í 4. húsi. Kvillar munu áberandi og viss- ara að verjast kælingu. — Mars i 9. húsi. Urgur meðal manna á flutninga- flotanum og eldur gæti komið upp i skipi. — Júpíter og Úran i 11. húsi. Barátta í þinginu og rekstur mála undir hindrunum. Moskóva. — Sól og Tungl í 6. húsi. Vcrkamenn og afstöðu þeirra veitt mikil atliygli. Barátta á bak við tjöld- in og mun þeim nokkuð ágengt i því. — Neptún i 2. húsi. Óóbyggilegar fjár- málahreyfingar og óstöðugar. — Sat- úrn í 3. húsi. Tafir í samgöngum og flutningum, fréttaflutningi, bóka- og blaðaútgáfu. — Venus í 5. húsi. Hefir slæmar afstöðu. Leikarar og leikhús í örðugleikum og tafir koma til greina. — Mars í 8. húsi. Dánartala mun liækka verulega, hitasóttir og bólgur orsökin, einkum í höfði. — Júpíter og Úran í 11. húsi. Er álitamál um áhrif þessi. Þau gætu eytt hvert öðru. Líklegt að urgur og óánægja komi i ljós. Tokyó. — Nýja tunglið í 3. húsi. Flutningar, samgöngur, fréttaþjón- usta, póstur og sími, blöð og bækur undir áberandi áhrifum. Þó er Hklegt að góðgerðastofnanir komi frekar til greina. — Venus í 2. húsi. Fjármál, fjárhreyfingar munu undir athuga- verðum áhrifum, því að afstöðurnar eru slæmar. — Mars í 4. lnisi. Slæm af- staða gagnvart stjórninni og andstað- an gegn lienni mun frekar vaxa. — Júpíter og Úran i 8. húsi. Dánartala háttsettra manna mun aukast og op- inberar erfðir munu litlar eða engar. — Neptún í 10. húsi. Hætt við að stjórnin eigi í erfiðleikum nokkrum. — Satúrn i 11. húsi. Tafir og truflan- ir í þinginu og jjingmál ganga treg- lega. Washington. — Nýja tunglið i 10. húsi. Stjórnin og athafnir hennar undir mjög áberandi athygli. Áberandi góð afstaða milli Sólar og Mars i Hrút, sem gæti ýtt mjög undir liernaðar- undirbúninginn. En áhrifin koma frá þvi sem liggur bak við og er hulið, 12. húsi. — Umræður og blaðaskrif nokk- ur um þessi efni. — Júpiter og Úran í 3. húsi. Truflanir í samgöngum og flutningum, blaðaútgáfu og bóka, fréttaflutningi og útvarpsstarfsemi. Sprenging gæti átt sér stað í flutninga- tæki. — Neptún í 6. húsi ásamt Satúrn. Afstaða verkamanna slæm og verkföll gætu átt sér stað. — Merkúr í 10. húsi. — Stjórnin á í örðugleikum ýmsum vegna afstöðu Rússa i stjórnmálum. — Mars i 12. húsi. Urgur út af rekstri betrunarhúsa og góðgerðastofnana og vinnuhæla. í s 1 a n d : 1. hús. — Sól ræður húsi þessu. — Afstaða almennings ætti að vera sæmi- - leg, en vandkvæði gætu komið til greina frá útgerðarmönnum og fram- leiðcndum. 2. hús. — Plútó er i liúsi þessu. — Þetta er ekki álitleg afstaða í fjárhags- málunum. Hætt er við að óvæntir, sak- næmir verknaðir komi i dagsins ljós i þeim viðfangsefnum. 3. hús. — Merkúr ræður liúsi þessu. Tafir og truflanir birtast i flutning- um og fréttaflutningi, útvarpi, bókum og blöðum. 4. hús. — Neptún og Satúrn i húsi þessu. — Sæmileg afstaða fyrir bænd- ur og búalið. Þó gætu örðugleikar nokkrir komið i ljós, sem trufla og tefja framkvæmdir. ■ 5. hús. — Mars ræður húsi þessu. — Hefir hann góða afstöðu Sólar og Tungls, sem bendir á stuðning frá liví opinbera við leikhúsarekstur og leikara, en slæma afstöðu frá Úran og .Túpíter i 12. húsi. Fjárhagsaðstöður munn slæmar og rekstur dýr, en tekj- ur rýrna. Urgur mun gera vart við sig og koma í ljós. 6. hús. — Venus er i húsi þessu. — Hefir allar afstöður slæmar. Verka- menn og vinnandi lýður mun eiga i örðugleikum nokkrum í viðleitni til Framhald á bls. 14. Lcikatriðið í „Bitter Rice“ sem gerði myndina heimsfræga. Stúlkurnar á rísekrunum vaðandi í forarpollunum á ekrunum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.