Fálkinn


Fálkinn - 27.05.1955, Blaðsíða 7

Fálkinn - 27.05.1955, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 HRESSILEG FRÍSTUNDAVINNA. — Maður skyldi ætla að önnum kafin húsmóðir og þriggja barna móðir vildi nota frístundirnar til að hvíla sig. En það gerir enska frúin Daphne Case, sem er 33 ára, ekki. Hún fer á há- karlaveiðar í Ermarsundi hvenær sem hún má um frjálst höfuð strjúka, enda er hún nú orðin enskur meistari í þcssari grein. — Nýlega veiddi hún hákarl, sem var nákvæmlega jafn þungur og hún sjálf, og vitanlega lét hún ljósmynda sig með honum. annað veilingahús, sem væri miklu betra — það voru aðeins tveir kíló- metrar þangað. Þetta reyndist allra vistlegasti stað- ur, og þau fengu sér einfalda máltíð, lambakótettu með salati, osti og kexi. Þegar þau höfðu ckið fáeina kiló- metra í viðbót stöðvaði Tancred allt i einu bilinn í skugganum af stórri eik. — Tíu mínútna hlé! sagði hann og stöðvaði hreyfilinn. Og nú heyrðist ekkert nema niðurinn í trjákrónun- um, suða i flugunum og lækjarniður einhvers staðar skammt frá. Hann leit við og horfði hugsandi á Celine. — Þú fórst sncmma á fætur í morgun og við fórum seint að hátta i gærkvöldi, sagði liann. Og þú vildir endilega arka um hallarrústirnar. Væri ekki rétt að þú settist í aftur- sætið og reyndir að sofa dálitla stund. Mér er verr við að þú verðir staðupp- gefin ]ægar þú kemur heim. — Ég er ekki vitund þreytt, sagði Celine og forðaðist að liorfast i augu við liann. En hann hélt áfram að horfa á hana og spurði á ný hvort hún væri ekki þreytt. Röddin var svo innileg og lokkandi að hún lagði aftur augun. Nokkru síðar fann hún að höfuð hennar hallaðist upp að einhverju grófu, vaðmálskenndu, og þegar lnin opnaði augun, sá lnin andlit Tancreds alveg hjá sér. Hún leit á armbands- úrið og var forviða er hún sá að klukk- una vantaði kortér í fjögur. Hún var fljót að rétta úr sér. — Tancred, þú verður að afsaka þetta, sagði hún. — Ilvernig dettur þér í hug að láta mig tefja þig svona? Og svo liefi ég þar að auki hallað mér upp að slæmu öxlinni á þér. — Þú varst létt eins og blómablað, sagði hann fjörlega og setti lireyfilinn í gang, — Nú hugsa ég að það verði gott að fá tebolla, Celine. Okkur ligg- ur ekkert á. Við eigum ekki langt eftir. Þegar þau nálguðust Silverly fór hann að benda henni á ýmsa kunna slaði. Við gömlu steinbrúna þarna háðu ]jeir orrustu forðum, Karl I. og áhangendur Cronrwells, sagði hann. Og svörtu og hvítu húsin, múruð lipp, í binding, voru sérkennileg fyrir þenn- an landshluta. Rósir og liljur voru í blóma i görðunum, og Tancred sagði, að þessi blóm væru sérstaklcga algeng þar um slóðir. Þau óku breiðan og beinan veg inn i Silverly, og vegurinn lá niður bratta brekku milli grænna hálsa. Niðri í kvosinni snarbeygði vegurinn til vinstri. milli húsaraða frá Victoriu- timanum. Nú voru þau komin inn í bæinn, og Celine gekk upp þrépin að fallegu, hvitu lnisi. Yfir dyrunum stóð: „Liön Hotel“. Ármaðurinn fylgdi henni upp lang- nn, dúklagðan stiga, inn í stórt her- bergi á annarri hæð. Tancred hafði sagt henni, að hún skyldi ckki hafa fataskipti, en koma niður sem fljótast, svo að hau gætu borðað miðdegisverð og litið kringum sig áður en dimmt yrði. Celine fannst Tancred fara að ger- ast full ráðríkur. En hún var að játa, að hann hafði vcrið sérstaklega um- hyggjusamur við hana i dag, Nærri því of umhyggjusamur. Hún stóð við gluggann og horfði á öll trén. Kirkju- turninn stóð upp úr grænu laufhafi. Celine þóttist vita, að hús Mentreens stæði einhvers staðar bak við þetta græna haf — og kannske hafði Sy- bella verið að sima i þessum svifum, og héyrt rödd Tancreds svara, að nú væri hann kominn. Celine lagði sig í framkróka að líta sem best út. Þegar hún kom niður til Tancreds, hitti hún hann í stórum hóp gamalla kunningja, og nú var hún kynnt þeim, hverjum eftir annan, og varð að skála við þá og skiptast á við þá innantómum kurteisisorðum. NÝJA HEIMILIÐ. En Tancred var að flýta sér. Þaji urðu að aka dálítinn spöl á eftir, sagði hann. Hann fór með hana inn í mat- salinn, og hún sá að honum var órótt út af einhverju, og að lionum þótti gott þegar máltíðinni var lokið. Þegar þau fóru út í bilinn aftur spurði hún, hvort hann væri ekki orð- inn þreyttur á að sitja við stýrið, eftir að hafa gert það allan daginn. — Þetta eru ekki nema fáeinir kílómetrar, sagði hann brosandi. — Við eigum að fara á ákveðinn stað, Celine. Vegurinn lá alltaf upp á við kring- um ásinn. Tancred ók hægt, svo að hún gæti notið útsýnisins sem best — þarna var dásamlegt útsýni yfir frjó- saman dalinn, sem sást alla leið út að sjóndcildarhringnum. En yst var hægt að eygja fjöll í blárri móðu. Tancred ók bilnum inn á hliðarveg, þar sem þéttur skógur var á báðar hliðar, en bráðum komu þau i dal- verpi, með grænum bölum og þar stóð gamalt hús, múrað upp í binding og með rauðu þaki. Tancred benti. — Þarna cr það! sagði hann. Þarna var það — „Tancred House“ — húsið sem svo lengi hafði verið i huga hennar. Ilún þekkti það út í æs- ar — hvita hliðið, vafningsviðinn, sem las sig upp eftir veggjunum — reyk- liáfana og litlu gluggana á gaflinum. Hún hélt niðri i sér andanum þegar Tancred stöðvaði bílinn við hliðið. Hann tók lykil upp úr vasanum og opnaði hengilásinn við liliðstólpann. Svo opnaði hann grindina fyrir henni. — Getum við farið inn? spurði Celine. — Ætli ekki það? Tancred horfði beint i augun á henni. — Við eigum húsið, Celine. Ég keypti það af því, að þú varst- svo hrifin af myndinni. Þetta á að verða heimili okkar. Held- urðu að þú unir þér hérna? — Ég á engin orð, sagði Celine, án þess að vita, að andlitið á henni lýsti tilfmningum hennar betur en orð geta gert. Hún stóð þarna við hliðið og liorfði og horfði, og henni fannst liús- ið breiða út faðminn móti henni og bjóða hana velkomna. En lnin hikaði ofurlitið ])egar Tan- cred tók upp annan lykil til að öpna forstofudyrnar. — Langar þig ekki að koma inn? spurði hann begar hann sá að hún var enn á báðum áttum. Hún óskaði að hann tæki í höndina á henni, eða vildi taka undir handlegginn á henni og leiða hana inn i húsið í fyrsta skipti. En síðan hún strauk frá hon- um í Frakklandi var likast og hann væri liræddur við að koma nærri henni, eða snerta hana. Og liklega hafði honum verið kvöl að því að hún sofnaði upp við öxlina á honum í dag. Celine gætti þess að koma ekki of nærri honum, og spurði hve gamalt húsið væri. Tancred benti upp. — Þarna stendur ártal — Anno 1604 — og svo „T“, sem vafalaust þýðir Tancred. En það er nokkur vafi á hvort ártalið er rétt. Ryggingafræðingar segja, að húsið muni vera að minnsta kosti fimmtíu árum eldra. Þeir sjá það á timbrinu og stigunum og ýmsu öðru. Komdu nú inn og sjáðu, Celine. Ilún elti liann inn i luisið. Þilin i forsalnum voru úr dökkri eik, en veggirnir í stofunni Ijósgulir, með gullnum blæ, sem sums staðar var orðinn máður. Þar var lágt undir loft og gildir, dökk’i cikarbitar í loftinu. Arinninn var stór, úr höggnum steini. — Við þurfum ekki að láta skinna upp nema Htið af ganginum, sagði Tancred. — Mér finst mestu varða um þessa slofu, og ég hefi þegar talað við mann i Silverly, sem er sérfræð- ingur í veggþiljun, og liann ætlar að vera þér hjálplegur, ef þú vilt hafa annan lit. Loftið i forsalnum og stig- inn upn á efri hæðina er i ömurlegu ástandi, og stóra herbergið uppi á lofti þarf endurnýjunar við. Það á að vera slofan þin. Rorðsl-jfuna verðum við að láta bíða um sinn, bg eldhúsið verðum við að lagfæra smátt og smátt. Hann fór með hana um öll hcrberg- in á neðri hæðinni. Eldhúsið var stórt, en gamaldags. Þar var þó vaskur og rafmagnseldavél og meira að segja kæliskápur. Celine sá sjálfa sig i anda vera að búa til gómsæta smárétti — eitthvað gat hún að minnsta kosti gert fyrir hann. Tancred las hugsanir hennar. — Þú skalt ekki óttast að þú þurfir að liugsa um heimilið ein, sagði hann. — Ég hefi náð í hjálp. Jómfrú Jones sagði alltaf, að hún skyldi koma og hjálpa til, undir eins og ég hcfði eignast hejmili sjálfur. Hún byrjaði hjá móður minni þegar ég var i vöggu. Liklega er hún um fimmtugt núna, geri ég ráð fyrir. Hún var hjá okkur þangað til mamma dó, en þá fór hún til Men- treens. Sem stendur er hún í fríi, áð- ur en hún byrjar hjá okkur. Hún vill gjarnan verða ráðskona, Celine, en liún er mjög umgengnisgóð og mynd- arleg. En hún mun varla kalla þig Franihald í næsta blaði. Við viðgerð á St. Antimokirkjunni í Napoli hefir fundist kristallsskrín með leifum píslarvottsins St. Antimo, sem kirkjan er heitin eftir. — Hér sést presturinn með skrínið. BLAÐLAUSIR. — Lundúnabúar* 1 sökn- uðu sárt blaðanna sinna, sem pkki komu út vegna verkfallsins. Þau fáu blöð, sem komu utan af landi voru ekki nema dropi í hafinu. Á blaða- sölunum voru auglýsingar, sem til- kynntu að því miður væru cngin blöð að fá í dag. Rlaðasalinn á myndinni hefir verið svo nærgætinn að hafa útvarpstækið sitt í gangi, svo að fólk fái að heyra það heldur en ekki neitt. PÁSKAHATTUR. — Hatturinn varðar miklu um páskana hjá ensku dömun- um. Það eru meira að segja haldin svonefnd „páskahattaböll" í Englandi. — Þessi páskahattur á að fá að fara á ball. Þó ekki á kvenhöfði heldur á hann að lianga uppi á þili í dans- salnum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.