Fálkinn - 27.05.1955, Blaðsíða 9
FALKINN
9
ert hjá honum, sagöi pabbi, fer mikiö
botur um þig en heima, og svo kostar
það okki neitt. Og ef þú kynnir að
finna náð fyrir augum frænda þíns,
þá er það því betra. Hver veit nema
hann minnist þín þá í erfðaskránni
sinn'i.
Það var svo mikil einlægni í augum
Jens, að það var auðséð að hann laug
ekki.
„En nú skiljið ,þér að það var ekki
hægðarleikur að snúa á Morthensen
skipstjóra. Hann var gamalreýndur
mannþekkjari. Hann vissi hvers virði
umhyggja hans nánustu var. Mörgum
sinnum sagði hann mér frá brögðum
og gildrum, sem frændfólk hans hafði
úthugsað til að ná í eigur hans, eftir
að hann var orðinn ekkill og börnin
hans dáin. Hann tók sárt að verða
var við ágirnd rettingja sinna, í ofaná-
lag á sorgina. Þess vegna varð hann
tortrygginn og beiskur með aldrinum."
„Hafi hann lialdið sð ég ætlaði að
reyna að koma mér í mjúkinn hjá
honum, gat hann neitað mér um að
koma,“ sagði ungi maðurinn." „Það
var minnstur vandinn að segja nei.
Hvers vegna gerði hann það ekki?“
...Tá. hvers vegna ekki!“ sagði gamli
maðurinn. „Ef til vill liefir hann verið
leiður á einverunni þá stundina, og
hefir kannske luigsað sem svo, að það
mimdi létta yfir ef hann fengi ungan
niann á heimilið. Og það geíur hugs-
ast að hann liafi nert sér von um að
eignast cinlæga vináttn ættingja sins,
í stað hræsni og yfirdrepskapar, sem
hann vnr vanastur af hálfu skyld-
mennn sinna.“
„Hefði ég vitað að þetta var svona,
hugsa ég að ég hefði ails ekki farið.
Það vnr hart að fara að heiman frá
foreldrum sínum til þess að setjast
að hiá manni, sem ég þekkti alls
ekkert, og sem ég satt að segja var
hálfhræddur við. þvi að ég hafði heyrt
svo margt undnrlegt af honum sagt.“
,.iSvo-o?“
,..Tá. mamma sagði að það væri lítið
varið i að erfa frænda, sem væri svo
ófrændrækinn og sérvitur, og — ja,
eiginlega hálfvitlaus sérvitringur."
„Hálfvitiaus?“ tautaði gamli mað-
urinn og virtist hækka i sessinum. Það
hafði enginn dirfst að kalla hann fyrr
— hanri Morthensen.
„En pabbi sagði að Jens frændi
hefði átt við svo margvíslegt mótlæti
að stríða síðustu árin, að það væri
ekkert undarlegt þó liann væri orð-
inn dálítið — skrítinn.“
„Hm!“ Gamli maðurinn ræskti sig.
„Tvannske yður langi að fara að fá
matarbita? Hér eru ekki margt að
bjóða, en þér skuluð að minnsta kosti
fá "yður saddan.“
Flörnes þakkaði fyrir, og eftir dá-
litla stund sátu þeir við kúfað kvöld-
borð, sem gamii maðurinn hafði tínt
til á, með aðstoð gestsins.
Samtalið varð smátt og smátt alúð-
legra.
„Heyrið þér,“ sagði Flörnes eftir
dálitla stund. „Þér hafið siglt svo
lengi með frænda, að þér hljótið að
hafa þelckt hann vel. Er það satt að
hann hafi verið orðinn ruglaður síð-
ustu árin?“
Gamli maðurinn leit gremjulega á
piltinn en svaraði rólega:
„Morthensen kapteinn var ekki gef-
inn fyrir að kvarta, og enn siður
oð tala um sjálfan sig. Hann bjó einn
hér í húsinu, þar sem hann hafði áður
búið með konu sinni og börnum, með-
an lífið lék i lyndi. Hingað fór liann
hvenær sem hann hafði tækifæri til,
og öil lífsgæfa hans var innan þess-
..»
* ÆP
>
! ..-.w
* .ém' .JW ÆJ ...SSíS" ^
?l4^r/4
Komust hvorugur á norðurpólinn,
PEARY eða COOK?
Dr. Adolf Hoel, landfræðingur og heimskautakönnuður, fyrrum
stjórnandi Svalbarðs-rannsóknanna segir hér ólit sitt ó hinni
frægu deilu Cooks og Pearys, og sönnunargildi skilríkja þeirra,
sem þeir lögðu fram.
"TAEILUNNI um norðurfarir
Pearys og Cooks er ekki lok-
ið enn. En flestir hafa hallast á
sveif með Peary, svo að segja má
að viðurkennt sé, að hann sé
fyrsti maðurinn, sem komist hafi
á norðurheimskautið. En þó halda
ýmsir því fram ennþá, að hann
hafi aldrei þangað komist, en að
liitt sé sennilegra að Cook hafi
komist þangað. Ég skal reyna að
meta þau rök, sem fram hafa .kom-
ið fyrir því livort þessir menn
hafi komist á heimskautið eða
ekki.
Skorað var á Cook að leggja
gögn sín undir dóm vísindanefnd-
ar. En að þvi er séð verður hefir
lionum ekki tekist að leggja fram
fullnægjándi athuganir úr ferð
sinni. The Explorers Club í New
York var fyrsta stofnunin, sem
athugaði dagbækur hans og gaf
út álit sitt 24. des. 1909. Það var
Cook i óhag og klúbburinn strik-
aði hann út af meðlimaskrá sinni.
Háskólinn í Kaupmannahöfn
skipaði nefnd til að athuga
ferðasöguna. í henni sátu 7 ágæt-
ir fagmenn, þ. á. m. Knud Ras-
mussen, sem hafði eindregið dreg-
ið taum Cooks meðan hann var í
Kaupmannahöfn. Álit. nefndar-
innar var gefið út 21. desember,
og segir þar, að í skjölum Cooks
hafi ekki fundist neinar frum-
legar stjörnufræðilegar heimildir,
heldur aðeins niðurstöður. Það
séu ekki neinar likur til, að
stjörnumælingar hafi verið gerð-
ar í ferðinni, og þess vegna sanni
gögnin, sem nefndin fékk, ekk-
ert um að Cook hafi komist á pól-
inn. Einn nefndarmaðurinn, próf.
E. Strömgren segir að framkoma
Cooks hafi verið skammarleg. Það
hafi verið bein móðgun að tsenda
vísindamönnum önnur eins gögn
til álits. Grænlandskönnuðurinn
Gustav Holm lét svo um mælt að
gögn Cooks væru einskis virði.
Knud Rasmussen segir að há-
skólinn hafi í fyrstu ekki viljað
hafa hann í nefndina, vegna þess
að hann var á Cooks bandi, þeg-
ar hann var í Höfn. Síðar fékk
hann að glugga í plöggin, og sá
þá að þau voru hneyksli.
Eftir þessum ummælum að
dæma, má álykta að Cook hafi
ekki komist á norðurheimskaulið.
Og svo bætist það við, að skap-
gerð Cooks talar ekki hans máli.
Áður en hann fór í þessa ferð
hafði hann gert tilráun til að
ganga á Mount Kinley, liæsta
fjall Norður-Ameriku, og kvað
hana hafa tekist. En þetta var
ósatt. Hann hafði að vísu kornist
nálægt hátindinum, en ekki alla
leið. Siðar lenti hann í fjársvika-
málum og var dæmdur í fangelsi.
Slikt er ekki til þess að auka
tiltrú manna til lians og fullyrð-
inga hans um að hafa komist á
norðurpólinn. En þó eru þeir
menn til, sem álíta að Cook hafi
komist þangað. Meðal þeirra er
enski sagnfræðingurinn J. Gordon
Hayes, sem hefir skrifað margt
gott um heimskautarannsóknir.
Hann hefir skrifað bók um Peary
og Cook, sem heitir „Robert E.
Peary“ og kom út í London 1929.
Bókin er um 300 blaðsíður og
ræðst höf. mjög á Peary og gerir
samanburð á honum og Cook, og
er sá samanburður Cook í vil.
Peary hefir sætt mikilli gagn-
rýni úr ýmsum áttum og margir
halda því fram að liann hafi
aldrei komist á pólinn, heldur á
stað sem er talsvert langt fyrir
sunnan hann. Ástæðan til skekkj-
unnar er talin sú, að Peary gerði
aðeins breiddarathuganir en ekki
lengdar. Þess vegna varð hann að
nota áttavita til að lialda réttri
leið, en þeir eru mjög svikulir ó
stuttum vegalengdum á þessum
slóðum, enda hafði ekki verið tek-
ið tillit til segulskekkjunnar. Tel-
ur Gordon Hayes að Peary hafi
lent alllangt fyrir vestan pólinn
sjálfan. Hann telur líka, að dag-
leiðir Pearys hafi ekki verið
nægilega langar til þess að hann
kæmist á pólinn á þeim tíma, sem
Peary tilfærir, og kemst að þeirri
niðurstöðu að Peary liafi verið
um 190 km. frá pólnum er hann
sneri aftur. Líka bendir hann á
ýmiss konar ósamræmi í frásögn
Pearys. Og stjörnuafstöðumæl-
ingar hans eru svo ónámkvæmar,
að deila má um þær.
Norskir heimskautakönnuðir
hafa gert svo skýrar stjörnuaf-
stöðuathuganir, að ekki verður
um deilt. Það hefir t. d. aldrei
verið dregið í efa, að Roald
Amundsen hafi verið á sjálfum
suðurpólnum. *
ara veggja. Og hingað kom hann þegar
dauðinn tók þá sem honum var ann-
ast um. Og hér á þessu heimili hans,
þar sem forðum heyrðist rödd ástríkr-
ar konu og töfrandi barnahlátur,
þyrptust endurminningarnar að hon-
um, livísluðu og bentu. Það er allt
sem ég veit. Og þegar hann varð þess
var, ofan á alla sorgina, að ættingjar
hans voru að ágirnast eigur hans, varð
hann beiskur og tortrygginn, og vildi
helst vera einn með hugsunum sín-
um. En trúið mér, ungi vinur, ég held
að honum hefði þótt gaman að kynn-
ast yður, því að hann mat lireinskilni
og bersögli mikils — það eru sjald-
gæfir hlutir nú á dögum.“
Jens Flörnes leit upp, hann varð
forviða. Nú var rödd gamla mannsins
hvorki liörð né þurr. Eða kannske
misheyrðist honum, því að rétt á eftir
h.élt gamli maðurinn áfram, og röddin
var sú sama og hann hafði heyrt í
fyrstu:
„Þegar við höfum borðað skulum
við svipast um í húsinu eftir herbergi
handa yður. Þér eruð vonandi ekki
vandfýsinn -—• fyrir aðeins eina nótt?“
„Nei, öðru nær. Ég er mesta svefn-
purka og mér er nóg ef ég fæ að
liggja undir þaki. Hvað hcfði ég átt
að gera ef þér hefðuð ekki reynst
mér svona vel? Fyrst löng og þreyt-
andi ferð, án þess að ég gæti fengið
svéfn, og svo löng bilferð hingað úr
borginni. Ég hefði orðið að fara labb-.
andi héðan aftur og bera töskuna mina
og hún er þung! Nei, ég fæ ekki með
orðum lýst hve vænt mér þykir að
þér sktiluð vilia hýsa mig í nótt. Ann-
ars var ég nú undir niðri hálfhrædd-
ur um að þetta yrði engin gæfuferð
hjá mér. Og ég er viss um að mamma
var ekki síður áhyggjufull út af þessu
ferðalagi en ég. Sú verður nú hissa
þegar ég kem heirn, seinnipart vik-
unnar. Og öll systkinin mín! Þau
dansa af gleði, það er ég viss um. Þegar
ég segi þeim frá ferðalaginu, á skipinu,
jórnbrautinni og bílnum, og svo þessu
stóra, dularfulla húsi ...“
„Og frá mér,“ sagði gamli mgður-
inn þurrlega.
„Já, ekki má ég gleyma þvi. Þér
hafið reynst mér svo vel. Þetta er
alveg eins og ævintýri.“
„Og svo verðið þér að segja frá
herberginu, sem þér cigið að sofa i.
Allt sem þar er innanstokks er kin-
verskt, frá þeim tímum er Morthen-
sen skipstjóri sigldi til austurlanda.
Og svo myndin af gamla skipstjóran-
um — ekki má gleyma henni.“
„Málverk af Morthensen skip-
stjóra?“
„Já, vitanlega.“
„Það verður gaman að sjá það. Mig
langar til að sjá hvort hann lítur út
likt því sem ég liefi hugsað mér hann.“
„Þér skuluð fá að sjá hann eins og
hann leit út þegar hann var upp á
sitt besta. Það er orðið nokkuð langt
siðan, svo að hann breyttist mikið
eftir það. Ja, það var varla hægt að
þekkja hann.“
Gamli maðurinn stóð upp ng staul-
aðist á undan, við tvo stafi. í endan-
um á ganginum nam hann staðar og
opnaði hurð, sem iskraði á lömunum.
Og þegar llann kveikti sá Jens Flörnes
fallegustu sjónina, sem hann hafði séð
á ævinni. Jafn mikið skraut hafði
hann aldrei augum Iitið. Hann tók
öndina á lofti.
„Ég á engin orð ...“ Hann horfði
undrandi kringum sig. „En svo var
það myndin? Hvar liafið þér mynd-
ina?“
„Við verðum að fara inn í herbergið
hérna beint á móti.“ Hann fór fram
í ganginn og opnaði aðra hurð. Á
veggmun hékk stór mynd af Morthen-
sen skipstjóra i einkennisbúningi og
með merki eins skipafélagsins, sem
siglir til Asíulánda.
„Þarna er liann!“ livíslaði gamti
maðurinn.
Augu .Tens Flörnes hvörfluðu
milli myndarinnar og gamla manns-
ins. „En ... þetta eruð þér! Nú sé ég
það greinilega. Þér .. . þér eruð frændi
minn.“ Gamli maðurinn brosti i kamp-
inn.
„Þetta er alveg rétt hjá þér, Jens
litli. En ég laug að þér áðan því að
mig langaði til að kynnast þér. Eins
Framhald á bls. 14.
*