Fálkinn


Fálkinn - 27.05.1955, Blaðsíða 10

Fálkinn - 27.05.1955, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN — Sportvörudcildin — ja, gerið þcr svo vel, frú. Hún er uppi á næsta lofti ... Suss-suss! Þið megið ekki vekja barnið, krakkar! — Sópið þér öllum þessum blöðum af borðinu, svo að ég geti barið það. — Og segið honum Jóni svo að gera svo vel að koma inn. PÍNfi, PUSI OG SIGGI SVARTI X. mynd: Sjáið þið bara. Þetta er api. Hvers vegna skyldi hann sitja hérna? — 2. mynd: Sæll, api minn. Áttu heima hérna. ■— Nei, ég skal segja ykkur allt. — 3. mynd: Ég var til sjós. Ailir voru góðir við mig, en mig langaði til að hafa apa til að leika við. — 4. mynd: Og svo sigldi skipið hérna alveg hjá og ég hljóp fyrir borð og synti i land. — 5. mynd: Ég hélt að apar væru hér en hér voru engir apar. Og nú er ég í vandræðum og svo soltinn. — 6. mynd: Ég hefi banana, sem ég stakk í vasann. Þú mátt eiga hann. — 7. mynd: Gott! Gott! — Komdu nú með okkur api. Þá skaltu fá mat. í New Brighton við Liverpool kast- aði Arthur Mellor sér á bólandi kaf til að reyna að bjarga hundinum sínum. Einn baðvörðurinn fieygði sér þvi næst úr til að bjarga Arthur. Og bað- gestirnir köstuðu bjargliringnum til að bjarga þeim báðum. Loksins tókst að bjarga báðum sundmönnunum í land, aðframkomnum. Þeir ráku upp stór augu, því að uppi í fjörunni sat hund- ur Mellors liinn ánægðasti og dinglaði rófunni. FRAMHALDSSAGA: Prinsarnir þrír og gullfuglinn 3. En eigandi garðsins var í raun- inni vondur maður og slægur. — Hann sagði: „Ef þú getur sagt mér sögu, sem er lygi frá upphafi til enda, skal ég gefa þér þennan garð.“ „Það ætti að verða vandalaust,“ sagði urinsinn. „Einu sinni var kaup- maður —“ byrjaði hann, en hafði verla komið út úr sér orðunum fyrr en liinn kallaði: ,yStopp! Þetta var alls ekki lygi, því að úr því að menn og kaupmenn eru til þá hlýtur þetta að vera satt!“ Nú kallaði hann aftur á þjónana, og sagði þeim að taka hnakktöskuna með gullpeningunum af gestinum og varpa honum í fangelsi. Það var djúp gryfja. Svona fór nú fyrir eista kóngssyninum. 4. Næsti prinsinn, sem hafði farið aðra leið, hélt áfram ríðandi í tíu daga. En haldið þið ekki að hann hafi lent í sama garðinum og liinn eldri bróðir hans! Maðurinn bauð hann velkominn, lét þjónana sína veita gestinum beina, og meðan þeir voru að borða spurði hann: „Segðu mér, ungi vinur, livert er ferð þinni heitið?“ „Út í veröld- ina,“ svaraði prinsinn. „Ef þú getur sagt mér sögu, sem ekki er stakt orð satt í, þá skal ég gefa þér þennan garð,“ sagði maðurinn. — „Það ætti að vera hægt,“ svaraði kóngssonurinn og svo byrjaði hann: „Einu sinni voru karl og kerling ...“ En þá hrópaði hinn: „Ekki er það lygi — það er nóg af körlum og kerl- ingum i veröldinni. Þegar Daniel Gilbert dó fyrir nokkru i Kirkburton í Englandi, lét hann eftir sig talsvert skrítna erfða- skrá. Þar mælti bann m. a. svo fyrir, að hann skyldi jarðaður í gröfinni hjá konunni sinni og á legsteinum skyldi standa: „Daniel í ljónagröf- inni“.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.