Fálkinn


Fálkinn - 27.05.1955, Blaðsíða 11

Fálkinn - 27.05.1955, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 ÞRJÚ HEIMSFRÆG FLÖGÐ: 2. Agrippina - var engu betri en Messalina Þó að Messalina væri úr sögunni tók ekki betra við. Agrippina stóð henni ekki að baki í mannvonskunni og ævi hennar lauk með því að sonur hennar, Nero, drap hana. ÁRIÐ 48 var Messalina drepin, og nú þóttist Agrippina, keppinautur henn- ar, hafa komið ár sinni og Nerós sonar síns vel fyrir borð. Árið 49 giftist hím Claudisi keisara. Það var fyrsti sig- prinn. Hún gifti Neró son sinn Octaviu dóttur Claudiusar og fékk heimspek- inginn Seneca til að kenna honum, svo að hann yrði eigi lakara keisara- efni en Britannicus Claudiusson. Hún lét myrða konur b®r scm kún óttað- ist að Claudius liti girndarauga, og senda sér höfuðið af þeim, til að vera viss um að þam væru dauðar. Loks afréð hún að stúta Claudiusi með eitri. Þetta varð að gerast með gætni, eitrið málti ekki vera of bráð- drepandi, þvi að þá gat Jiað vakið grun, og ekki of seigdrepandi, því að þá gat Claudius skipt um skoðun og gert Britannicus að ríkiserfingja. Hún ráðfærði sig við Locustu nokkra, sem var frægur eiturbyrla'ri, og byrlaði hún eitur, sem sctt-var í sveppa, sem konungurinn fékk. Þessir sveppar voru uppáhaldsmatur hans. Claudius missti meðvitundina, en það þótti ekki tiltökumál, þvi að hann var oft svo ofurölvi að bera varð hann meðvit- undariausan frá borðum. Var hann borinn í svefnhýsi sitt. En hann rakn- aði úr rotinu. Agrippína varð laf- hrædd og náði í líflækninn, Xenephon. Hann fór inn til keisarans, sem var að kúgast en gat ekki kastað upp. Læknirinn þ'óttist ætla að hjálpa hon- um og rak fjöður ofan i kok á hon- um, en fjöðrina hafði liann vætt i eitri. Claudius fékk snöggt krampa- kast og var þegar örendur. Daginn eftir varð Neró keisari. Hann ríkti frá 54 til 68, frá 17. til 31. aldursárs. Hann varð aldrei full- þroska. Barn var liann Jjegar hann fékk völdin, og barn var hann þegar hann söng og lék i leikhúsunum. Hann þóttist vera jafnvígur á allt, en var ekkert. Neró var i meðallagi hár, hárið gló- rautt, augun blágrá og daufleg, hann deplaði þeim mikið og var nærsýnn. Fæturnir voru mjóir, vambmikill var hann, hörundið bólugrafið og dil- ótt og slæm lykt af honum. Hann var hégómagjarn og lýsti hað sér m. a. i liárgreiðslunni. Hann skipti hárinu í lokka, sem hann lét falla niður á herðar. Og Jætta varð eitt af mestu h rak m e n num sögunna r. Þegar N’eró fékk völd var siðspill- ingin í algleymingi í Róm. Ágirnd, blóðþorsti, losti og saurlifnaður. Þegar Claudius var úr sögunni liafði Agrippína luigsað sér að ráða ein öllu, þó að Neró bæri keisaranafnið. Hún sictti sér fram í allt. Neró þótti þetta tiart og gerði bandalag gegn móður sinni við Seneca læriföður sinn og Burrus vin sinn. Ótal njósnarar voru settir til höfuðs Agrippínu og báru Jieir allt sem máli skipti í Neró. Og þrásinnis stórmóðgaði liann liana í annarra viðurvist. Reiðin og hræðslan við að missa völdin fengu meira á taugar hennar en góðu liófi gegndi, og stund- um sleppli hún sér, svo sem Jiegar hún hélt skammarræðu yfir Neró og sagði honum að fara varlega, því að Britannicus ’gæli tekið af honum völd- in og væri betur að þeim kominn cn Neró. Neró Jiótti þetta hörð ræða og nú fæddist fyrsti stórglæpurinn i með- vitund hans: að drepa stjúpbróður sinn! Hann fór til Locustu hinnar eit- urfróðu. Morðið skyidi framið yfir miðdegisverðinum. Ncró lá á bekk og móðir hans öðru megin en hinu megin Octavia kona hans. Britannicus sat einn við borð. Hann bar bikar- inn að vörum sér og drakk og datt út af dauður. Allt komst i uppnám, sumir hlupu út en aðrir litu á Neró, meðal þeirra Agrippína. En Neró lá hinn rólegasti og breytli ekki svip. Agrippinu grunaði hið rétta og fór nú að verða vör um sig. Hún fór að sinna Octavíu meirá en áður, Jiví að Neró hafði alveg afrækt hana. Og hún reyndi að koma sér vel við foringjana í lifverðinum og þeim leifum af gamla aðlinum, sem enn voru eftir, og var helst að siá, sem hún ætlaði að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Þegar Neró komst að ])essu svipti hann hana líf- verði sínum og rak hana úr keisara- höllinni. Hún var komin i ónáð son- arins, sem hún hafði komið til valda. Neró var nú orðinn 21 árs. Nú kynntist hann konunni, sem varð hans illi andi, en ])að var Poppæa Sabina. „Hún átti allt,“ segir Tacitus, „nema ærlega lund“. Nú varð hún frilla Nerós og fór að vinna að því að verða drottning hans. En til þess að svo gæti orðið varð að sálga tveim- ur konum: Agrippínu og Octavíu. Poppea ])orði ekki að granda Octaviu meðan Agrippína væri á lífi. En henni tókst von bráðar að sannfæra Neró um, að hann yrði að bana móður sinni. En hvernig átti að gera það, svo að lítið bæri á? Anicetus bét maður og hafði kennt Neró þegar hann var barn. Hann fann ráðið: að byggja skip, sem væri þann- ip úr garði gert að þilfarshúsið hryndi saman og dræni þá, sem i þvi væru, og um leið átti skipinu að hvolfa og sökkva. Átti að bjóða Agrippínu í skemmtiferð á þessu skipi. Neró féllst á þetta. Skipið var smiðað og Neró sendi móður sinni ástúðlegt bréf og bauð henni á Minervuliátíðina i Bajæ, sem byrja skyldi 19. mars og standa i fimm daga. Og hún kom. Það var 22. mars 59. Puteolivíkin var spegilslétt og stjörnubjartur himin. Agrippína fór um borð i skipið og það sigldi út á víkina, alskreytt blómum. Kona sem Acerronia hét lá við hlið Agrippínu og lalaði um hve gleðilegt það væri, að hún skyldi vera orðin sátt við son sinn. í þeim svifum féll þakið á bil- farshúsinu ofan á þær. Það var með blýi milli laga og ])ess vegna þungt. En gaflarnir á legubekkjunum tóku á móti, svo að þær mörðust ekki til bana. Skipið valt á hliðina og Acerr- onia hrópaði á hjálp, en sagðist vera móðir keisarans og var þá- drepin samstundis. En Agrippina synti þegj- andi burt frá skipinu og komst i bát og var flntt heim til sín. Hún skildi hvernig i öllu lá, en samt gerði hún Neró orð um að hún hefði bjargast. Neró hafði beðið með eftirvæntingu hvernig fara mundi, liann hafði vatns- klukku fyrir framan sig og taldi drop- ana sem féllu, og fylgdist með hvenær hver þáttur harmleiksins færi fram. En allt í einu er honum tilkynnt að tilræðið hafi mistekist. Hann varð viti sinu fjær af liræðslu og æpti, að nú mundi hún koma og liefna sín. Ef hún vopn'aði þrælana og eggjaði her- mennina, gengi fyrir þingið og skýrði frá athæfi Nerós —• hvernig átti hann þá að bjarga sér? Var nú sent eftir Seneca í flýti og hann ráðlagði þegar, að Anicetus væri látinn drepa hana. Og þrælmennið var til í það. Þegar hann kom að húsi Agrippínu yar þar fjöidi fólks með blys, sem hafði komið til að hylla hana, undir cins og fréttist að hún hcfði komist lífs af. Anicetus lét hermenn sina reka fólkið á burt og setti vörð kringum húsið. Hann braut unp dyrnar og lét leggja þrælana sem á vegi hans urðu i bönd og fór inn til Agrippínu. Ljós brann á kerti og cin ambátt var inni hjá drottningu. Þegar hún heyrði und- irganginn hljóp hún út. „Ferð þú frá mér líka?“ sagði Agrippína og í sama bili stóð Anicetus og tveir hermenn i dyrunum. * „Sértu kominn til að heimsækja mig,“ sagði Agrippina við Anicetus, „þá heilsaðu Neró og segðu að mér líði betur, en sértu kominn til að drepa mig, þá hefir sonur minn ekki skipað þér það.“ Móðurtilfinningin var meiri í henni en sonartilfinningin í honum. Morðingjarnir skipuðu sér kringum legubekk hennar og annar hermaður- inn greiddi hcnni höfuðhögg með staf, og þegar hinn dró sverðið sagði hún: „Rektu það í kviðinn á mér.“ Hún sá nú, að það var skipun sonarins sem þeir voru að framkvæma, og að hún hafði borið villidýr undir belti. Þeir hjuggu allir til hennar, og hún hneig út af með mörg sár. Líkið var brennt sömu nóttina. í stjórnartið Claudiusar liafði því verið spáð fyrir Agrippinu, að sonur liennar mundi verða henni að bana. „Lofið lionum að drepa mig,“ hafði hún svarað, „ef liann aðeins verður keisari fyrst.“ Spáin- hafði rætst, son- urinn sem hún liafið komið til valda með því að fremja marga glæpi laun- aði liepni móðurástina með því að drepa hana. Agrippína var 43 ára þegar hún dó og Neró 22 ára. Fram undir morgun sat Neró eins og stytta, starandi út í bláinn og í huganum sá hann refsinornir með brennandi blys dansa kringum sig. En við hlið hans sat kona og brosti. Það var Poppea. Hún liafði sigrað i fyrstu viðureigninni. í næsta blaði: FALL NERÓS. Samkvæmt því sem Albert Einstein scgir verður aldrei liægt að finna neitt, sem fer hraðar en ljósið, út- fjólubláir geislar og útvarpsöldurnar. Lawrence White, enskur maður, hefir smíðað minnsta viðsjártæki i heimi. .Skífan á því er 3x2% scnti- metrar. Tilbúin í dansinn í þessu fallega pilsi úr svörtum knipplingum yfir gúlpandi tyl. Við þetta pils er noluð hvít organdi blússa með víðu háslmáli og víðum pokaermum með þröngum líningum. Ræma af svörtu knipplingunum er saum- uð langs niður eftir ermunum og líkist það smá sjali.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.