Fálkinn - 27.05.1955, Blaðsíða 13
FÁLKINN
13
Hún losaði sig úr faðmlögum hans. „Ég
verð að fara inn til sjúklingsins aftur,“ sagði
hún.
„Mér þykir leitt að ég skiyldi koma þér til
að gráta.“
„Æ, minnstu ekki á það.“
„Ég vildi óska, að við gætum verið vinir.“
„Það er engin ástæða til að við séum ekki
vinir,“ sagði hún.
„Þakka þér fyrir, June. Góða nótt.“
„Góða nótt, Ken.“
Hefði hún verið í öðru skapi mundi hún
hafa hlegið að þessum hátíðlegu kveðjum.
Hvaða tilgang hafði hann haft með þessu
samtali? Að hún ætti að giftast Jed? Að hún
mætti ekki taka neitt mark á því, sem gerðist
á leikhússkipinu? Hann hafði sagt það áður,
svo að engin ástæða var til að enöurtaka það?
Var hann að reyna að særa hana af ásettu
ráði, eða var hann að reyna að særa sjálfan
sig? Hún mundi þessi tvíræðu orð hans:
„Þegar maður hefir ákveðið markmið . . .“
10. KAFLI.
Shelah sat inni hjá gömlu konunni þegar
June kom inn. Hún horfði á frú Kensey.
Hafðu gát á henni, eins og köttur á mús,
fannst June. Hún reyndi að vísa þeirri til-
finningu á bug, en hún gat ómögulega varist
henni. Það var eitthvað grunsamlegt við
Shelah, þarna sem hún sat. Það var eins og
hún hefði ekki aðeins gát á, heldur biði og
hlustaði ... Alveg eins og húsið sjálft virtist
bíða og hlusta.
Shelah vatt sér til þegar June kom inn, en
án þess að hafa augun af gömlu konunni.
„Sendi Lawson læknir mér þessar svefn-
pillur? Ég kom hingað til að sækja þær,“
sagði Shelah.
„Þær eru kannske í bögglinum, sem Ken
kom með,“ sagði June.
„Ójá, bögglinum með hættulegu dropun-
um, sem þú mátt ekki láta gömlu konuna ná
í!“ Hún sagði þetta með kaldhæðni í rómn-
um, og bætti við: „Hve margar pillur hefir
hann sent mér?“
June opnaði böggulinn og rétti Shelah litla
öskju. Á miðanum stóð: „Piilur frú frú
Wyman. Ein takist á kvöldin urn leið og lagst
er til svefns.“ Shelah opnaði öskjuna og sýndi
June innihaldið með fyrirlitningarsvip. „Líttu
á! Fjórar pillur. Er maðurinn vitlaus — held-
ur hann að ég sé krakki eða flón? Læknirinn
minn í Sidney lætur mig fá fimmtíu í einu.
En þetta er likt honum ... Hvernig ætli hon-
um fyndist sjálfum að liggja andvaka heilar
nætur, með hverja taug í kroppnum titrandi?
Hann veit ekkert um taugar. Ég verð að fá
Anton til að koma. Hann er ekki annar eins
stirðbusi og Lawson.“
Hún hélt áfram: „Allir líta upp til Jed Law-
sons. Undralæknisins, sem aldrei gerir skyssu!
En hvað er hann, þegar öllu er á botninn
hvolft, annað en aumur sveitalæknir? Ef
sannleikurinn kæmi í ljós þyrði ég að veðja
um, að það hefir ekki munað miklu að hann
félli ekki á embættisprófinu.“
June varð reið. „Þetta er fjarstæða. Eftir
því sem ég hefi heyrt og séð er Jed Lawson
bæði duglegur og reyndur læknir.“
„Hvernig ættir þú að geta viðað það? Þú
hefir aðeins verið hérna fáeina daga.“
„Ég veit það samt. Ekki aðeins af því hvern-
ig hann stundar frú Kensey, en ég var með
honum í sjúkravitjun líka. Ég varð hrifin.
Mér fannst hann dásamlegur."
„Ert þú ekki þannig gerð að þér finnst
flestir karlmenn dásamlegir?“ sagði Shelah
illþyrmislega. „Að minnsta kosti kemur þú
þeim til að halda að þér finnist það. Ég verð
að játa að það er sniðug aðferð, og ég geri
ráð fyrir, að flestir fái ekki staðist hana ...
Varstu að segja Ken að hann væri dásam-
legur, þegar þið voruð úti á svölunum áðan?“
Óvildin leyndi sér ekki, og það var eldur
í ljósbrúnum augunum. June hörfaði ósjálf-
rátt undan. „Hún hatar mig,“ hugsaði hún
með sér. „Við töluðum saman,“ sagði hún
svo.
„Æ — þið töluðuð. Ég gat ekki betur séð
en það væri eitthvað annað, sem þið gerðuð
... Og þú hefir grátið líka. Þurftir þú að
gráta til að fá hann til að faðma þig?“ Shelah
brann af ofsa.
June hitaði í kinnarnar, sumpart af feimni
og sumpart af reiði, en hún mundi aðeins
gera illt verra ef hún færi að svara. Hún
sneri frá og fór að raða glösunum á hillunni
yfir þvottaborðinu. Hún heyrði einhverja
hreyfingu, en gerði sér ekki ljóst að Shelah
stóð rétt bak við hana.
„Þú færð hann aldrei. Þú veist það, er það
ekki?“
June svaraði ekki enn, en hún varð hrædd-
ari. Það var ekki um að villast, að Shelah
brann af hatri til hennar.
„Nei, þú færð hann aldrei,“ endurtók
Shelah. „Þær hafa ýmsar reynt á undan þér.
Ýmsar sem eru laglegri og rikari en þú. En
ég veit alltaf ráð ...“ Hún þagnaði. Kannske
fann hún að hún hafði sagt fullmikið, eða
þagnaði hún af þvi, að nú heyrðist hljóð frá
frú Kensey. June og Shelah litu báðar við.
Frú Kensey var að reyna að komast fram úr
rúminu. June hljóp til hennar.
„Hvað er að, frú Kensey. Vantar yður eitt-
hvað?“
„Erfðaskráin,“ sagði gamla konan. „Ég
verð að fara á fætur og ná í hana.“
Shelah tróð sér á milli June og sjúklings-
ins.
„Hún er brjáluð!“ hrópaði hún. „Láttu
hana ekki fara á fætur, henni versnar bara
við það. Þessi erfðaskrá er ekki til. Hún get-
ur dottið og beinbrotnað. Læknii’inn sagði áð
það væri lífshœtta að láta hana fara á fætur.“
,,Ég annast um sjúklinginn, ef yður er
sama, frú Wyman,“ sagði June fastmælt.
Hún sneri sér að sjúklingnum aftur og sagði
hughreystandi: „Frú Kensey, ef þér þurfið
að ná i eitthvað, þá skal ég sækja það fyrir
yður.“
Nú varð hljótt. Þögnin kom svo skyndilega
eftir háværðina, sem verið hafði áður. „Ég
vil sofna,“ sagði gamla konan Ioksins.
Hrynan var afstaðin. Shelah talaði nú stilli-
lega: „Þér sjáið að hún er geðveik. Hún veit
ekkert hvað hún segir. Kannske er hún að
tala um erfðaskrána eftir manninn sinn. Jafn-
vel meðan hún var nokkurn veginn allsgáð
hafði hún stundum hausavíxl á yngri og eldri
kynslóðinni . . . Ég ætla að taka þessar svefn-
pillur og fara að hátta .. .“ Hún hikaði, „Þú
mátt ekki reiðast mér, fyrir þetta sem ég
sagði, June. Ég var bara að aðvara þig ...
Ken hefir verið í ástarævintýrum áður. En
það hefir aldrei orðið aivara úr þeim. Og af
því að þú ert systir Clive, sem var mjög góð-
ur vinur minn, væri mér ekki að skapi, að
þú yrðir fyrir vonbrigðum. Hún fór og hafði
með sér öskjuna með svefnpillunum.
Framkoma hennar hafði breytst svo skyndi-
lega. I einu vetfangi hafði henni tekist að
bæla niður hatrið. Það gat hugsast, að skýr-
ingin sem hún gaf, væri rétt. June fór að
taka til í herberginu til þess að dreifa hugs-
unum sínum. Því að þegar hún fór að hugsa
á annað borð, var það svo margt, sem hún
þurfti að hugsa um.
Næstu dagarnir liðu stórtiðindalaust. Frú
Kensey var alveg eins. Næturnar voru lang-
ar, og June gat aldrei losnað við þessa til-
finningu, að húsið biði og hlustaði. Rotturnar
fóru að leika sér á loftinu aftur, en hún var
orðin svo vön þeim, að það gerði ekkert til.
Hún svaf talsvert lengi á daginn, og gekk
niður engin meðfram Lachlan-ánni með
Tony og litla krufslega hvolpinum, sem hét
eftir Clive.
Hrynan var afstaðin. Shelah talaði nú stilli-
lega: „Þér sjáið að hún er geðveik. Hún veit
ekkert hvað hún segir. Kannske er hún að
tala um erfðaskrána eftir manninn sinn.
Framhald í næsta blaði.
FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — AI-
greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12
og 1 %—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.-
stjóri: Svavar Hjaltested.
HERBERTSpvent.
ADAMSON
Hástökk.