Fálkinn


Fálkinn - 27.05.1955, Blaðsíða 12

Fálkinn - 27.05.1955, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN JENNIFER AMES: 9. Húsið, sern hlustaði hefi fyrir augunum dags daglega; og sem ég gæti gifst. Clive hafði rétt fyrir sér er hann sagði, að ég hefði ekki gefið mér tíma til að gifta mig þegar ég var ungur, og síðar ... þegar ég fékk tíma til þess .. . hefir mér fund- ist, að stúlkurnar, sem ég gæti fengið fyrir konu, væru of heimskar og leiðinlegar. Ég veit að það eru til laglegar konur hérna í hér- aðinu ... en þær eru of ungar. Ekki að árum heldur í skapi og tilfinningum. Finnst þér ég vera að þrá það ómögulega, stúlku sem er ung, litfríð og falleg? Sem skilur mig og starfið mitt hérna? Krefst ég of mikils?“ „Ég held yfirleitt að enginn geti krafist of mikils," sagði hún dræmt. „Einhvern tíma tek ég þig á orðinu,“ sagði hann. Þau voru komin til Gumbula. June fann allt í einu að eitthvað var að. Hún reyndi að hrista þetta af sér. I sömu andránni kom Ken hlaupandi á móti þeim. Jed nam staðar. „Er eitthvað að?“ spurði hann. „Guði sé lof að þú ert kominn. ömmu hefir versnað svo mikið. Frú Martin heldur að hjartað sé að bila.“ Grunur frú Martin reyndist vera réttur. Frú Kensey hafði fengið hjartabilunarkast, en það versta var afstaðið þegar Jed og June komu. „Ég held að þú verðir að hafa einhverja sterkari dropa við höndina," sagði læknirinn við June er þau stóðu við rúmið. Frú Kensey svaf. „En þú verður að gæta þess vel, að hún nái ekki í þá sjálf. Hún væri vís til að drekka hvað sem vera skal, þegar hún vaknar á nótt- inni. Einu sinni drakk hún nærri því hálfa flösku af mascara. Sem betur fer var hún ekki full.“ Shelah kom inn. „Mér var að detta í hug hvort þér hefðuð tíma til að tala við mig áður en þér færuð, læknir? Ég hefi ekki verið vel hress, og ég fékk taugabyltu þegar ég sá hvernig frú Kensey var á sig komin. Það eru þessar taug- ar. Þér verðið að gefa mér eitthvað, annars get ég ekki sofið. Þér verðið að gefa mér eitthvað, svo að ég geti sofið í nótt.“ Hún neri saman lófunum. Það var auðséð að henni leið illa. „Jæja, ég skal athuga hvað ég get gert. Ég kem inn til yðar eftir fimm mínútur, frú Wyman.“ „Þakka yður fyrir, læknir, þér eruð svo góður.“ Hún brosti og fór út. En það var einhver hæðnihreimur í röddinni. „Ken getur ekið heim með mér og sótt með- ulin handa frú Kensey,“ sagði Jed við June áður en hann fór. „Ég má víst til að gefa frú Wyman nokkrar svefnpillur líka. En ég hefi litla trú á svefnpillum við taugaveiklun. Ég gaf henni lyfseðil fyrir svefnpillum ein- hvern tíma.“ „Álítur þú að hún hafi tekið of margar?“ • „Hún var að minnsta kosti nokkuð fljót með þær.“ Það var gremja í röddinni. Ken kom aftur með pillurnar klukkutíma seinna. Frú Kensey svaf ennþá. Hann leit inn í gættina. „Komdu út snöggvast, June, það er svo fallegt veður í kvöld.“ Hún leit snöggvast á frú Kensey, en það var svo að sjá sem hún mundi sofa lengi. Henni var óhætt að fara út nokkrar mín- útur. „Kannske." „Við skulum setjast út á svalirnar,“ sagði hann. Það var skuggsýnt, því að ekki sást nema lítil sigð af tunglinu, en stjörnurnar blikuðu. Hún hafði aldrei séð svona margar stjörnur. Ken tók um höndina á henni — svo stillilega að hún amaðist ekki við því. „Var þetta skemmtileg ferð hjá þér í dag?“ „Já.“ „Ágætt. Jed er sérstaklega þægilegur maður.“ Þögn. Hana grunaði að honum væri eitt- hvað niðri fyrir, úr því að hann hafði beðið hana að koma með sér út, en hún fann að hann var hikandi. Og hún óskaði þess sjálf, að hann segði ekki það, sem honum var niðri fyrir. En þegar til kom, var þetta ekkert alvar- legt. „Það var leiðinlegt að þú gast ekki kom- ið með mér á fjármarkaðinn," sagði hann. „Já, það finnst mér lika.“ „En þú skemmtir þér í ferðinni með Jed? Já ,hann er alveg sérstakur maður, eins og ég sagði, og þið hafið sameiginleg áhugamál.“ „Já.“ En hana langaði ekki til að tala um Jed. Gat hann ekki talað um sjálfan sig? En hann vildi auðsjáanlega tala um Jed. „Ég hefi þekkt hann alla mina ævi. Hver sú stúlka mundi verða hamingjusöm ...“ Þetta var það sama, sem Clive hafði skrif- að henni og sem hún hafði margsinnis sagt við sjálfa sig. En þegar hann sagði það, gat hún orðið fokreið. Hún dró að sér höndina. „Ertu að reyna að koma okkur saman?“ Hann svaraði ekki samstundis. „Ekki bein- línis það,“ sagði hann. „Ég ætlaði bara að segja, að hver sú stúlka yrði hamingjusöm, sem giftist honum.“ „Eða að þú yrðir hamingjusamur að losna við þreytandi persónu?“ Orðin komu áður en hún gat ráðið við. „Hvers vegna ætti ég að telja þig þreyt- andi?“ spurði hann rólega. „Ég ... ég átti ekki við það. En öllum stúlkum finnst víst einhvern veginn svo, þeg- ar verið er að reyna að koma þeim út.“ „Ég var bara að hugsa um þig, June,“ sagði hann alvarlegur. „Þú skalt ekki hafa áhyggjur af mér. Ég hefi atvinnu, og er vönust því að sjá um mig sjálf.“ „Hvað meinarðu?" Það var svo að sjá að hann hefði gaman af þessu, og það gerði hana ennþá reiðari. „Að við þurfum ekki að verða ringluð af fáeinum kossum. Að minnsta kosti, að við lát- um ekki koss binda okkur ævilangt .. . Ég hélt að við hefðum orðið ásátt um það í morgun.“ „Við urðum ekki ásátt um neitt í morgun, svo að ég muni. Þú spurðir mig hvað ég hefði á móti ástinni? Ég svaraði að ég hefði nærri því allt á móti henni. Það er sjaldan, sem henni slær niður í tveimur manneskjum samtímis. Og þegar hún gerir það ekki, er vægilega að orði komist að kalla hana óþægilega. Hún getur orðið hreint og beint helvíti." Hann byrsti röddina er hann sagði þetta. „Ég heyrði ýmislegt um ástarævintýr þín í dag. Einhver sagði að þú hefðir verið kvenna- gullið hérna í héraðinu.“ Hann hló. „Þú skalt ekki taka mark á slúð- ursögum.“ „Stundum er ómögulegt að gera það ekki. Og ofan á þetta, sem þú sagðir í morgun.“ Svo fór hún ekki lengra út í þá sálma, en sagði: „Mér gerir þetta ekkert til. Ég sagði þér að ég liti augum atvinnustúlkunnar á ástina, og maður þarf sannarlega ekki að gift- ast þeim fyrsta sem . . . kyssir mann.“ „Er ég sá fyrsti, sem hefir kysst þig, June?“ „Auðvitað ekki.“ En röddin var of hvöss. „Nei, vitanlega er ég það ekki. Jafn falleg og þú ert,“ sagði hann. Jed hafði sagt henni það sama í dag. Hann hafðr sagt það í fullri hreinskilni. En það var líkast og að Ken væri að gera að gamni sínu þegar hann sagði það. Og þess vegna hafði hún enga vörn. Og hún gerði það fráleitasta, sem hún gat hugsað sér — hún fór að gráta. Hún stóð upp og hljóp á burt, en hann náði til hennar með hendinni. „June ... góða ... ertu að gráta?“ „Það er bara vegna þess að ég er svo þreytt,“ stamaði hún. „Já, auðvitað ertu þreytt. Þú hefðir ekki átt að fara að vinna, svona undir eins og þú komst.“ Hann var staðinn upp líka. Hann hafði sagt þetta með sams konar rödd og þegar maður er að hugga angurværan krakka. Og af'einhverjum ástæðum fokreidd- ist hún honum fyrir það. „Maður grætur ekki af þreytu.“ sagði hún. „Hvers vegna grætur maður?“ Hún svaraði ekki. Hann hélt áfram: „Fyrirgefðu mér, June. Ég hefi valdið þér vonbrigðum? Góða ...“ Hann þrýsti henni fast að sér. Hún hætti að gráta. Það var sælt að standa svona, en ennþá var eitthvað við Ken, sem hún ekki skildi, eitthvað annar- legt. Hún fann það meira að segja meðan hún var í faðmi hans. Faðmlögin hugguðu hana en hlýjuðu henni ekki. „Ég sagði þér, að ég væri annar maður þegar ég er hér heima? Enginn má sköpum renna. Þegar maður hefir ákveðið mark- mið ...“ Hann þagnaði. Henni fannst hann öllu fremur vera að tala við sjálfan sig en hana. Hann talaði eitthvað, sem hún átti engan þátt í, eða að minnsta kosti aðeins óbeinlínis. Hafði nokkur kona verið við örlög hans riðin? Stúlkurnar tvær höfðu talað um hve hann væri ópersónulegur. Var það ekki þáttur í fari hans, að undir eins og hann hafði kveikt neista í stúlku, missti hann allan áhuga á henni sjálfur? Eða var það eitthvað annað, sem átti sökina á öllu þessu?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.