Fálkinn


Fálkinn - 27.04.1956, Blaðsíða 3

Fálkinn - 27.04.1956, Blaðsíða 3
F Á L KIN N 3 Litlu telpurnar eru látnar gera ýmiss konar æfingar í vatninu. (fingnstðð Jtyrttnrfélnps Inmnðrn tg fntlnðrn formlejn mmuð Æfingastöð Styrkarfélags lamaðra og fatlaSra aS Sjafnargötu ltí var fornilega opnuS s. 1. laugardag, en hún hefir veriS starfrækt aS nokkru um þriggja mánaSa skeiS. I tilefni opnunarinnar var ýmsum gestum boSiS aS skoSa stöSina, m. a. ambassa- dor Dana á íslandi, frú Bodil Begtrup. Svavar Pálsson, formaSur Styrktar- félagsins, flutti ræSu og bauS gesti velkomna. Lýsti liann starfsemi fé- lagsins og tilgangi þess, en þaS er stofnaS fyrir fjórum árum af nokkrum áhugamönnum. Þegar á þaS er litiS, gegnir furðu, hve miklu féiagiS hefir komiS til leiSar. enda hefir þaS vakiS á sér aiþjóSarathygli. Sérstaklega hef- ir reynt á félagiS núna í vetur eftir hinn mikla lömunarveikifaraldur. HúsiS aS Sjafnargötu 14, þar sem æfingastöSin er, kostaSi 1 milljón 155 þús. krónur. Auk þess er kostnaSur viS breytingu liússins ásamt byggingu sundlaugar um 346 þús. kr. og áhöld og lækningatæki kosta 151 þús. krónur. Rekstur stöSvarinnar er mjög dýr. TaliS er, aS hver meSferS nmni kosta um Cö krónur og tekur liún íVi klukkustund. Bæjarstjórn Reykjavik- ur hefir veitt 100 þús. krónur í rekstrarstyrk til stöSvarinnar og fé- lagsmálaráSuneytiS hefir ákveSiS, aS greiddar skuli 30 krónur fyrir hverja meSferS skv. rikisframfærslu sjúkra manna og örkumla. ASaitekjustofn félagsins hefir frá upphafi veriS liagnaSur af sölu merktu eldspýtustokkanna, en auk þess hafa margir gefiS félaginu góSar gjafir, svo sem byggingavörukaup- menn og Oddfellow-stúkur. Svavar Páisson þakkaSi sérstaklega þeim dönsku aSilum, sem hafa veitt félaginu margvíslega fyrirgreiSslu, einkum Landsforeningen mod Börne- lammelse. Haukur Kristjánsson var á sínum tíma ráSinn yfirlæknir stöSvarinnar, en í veikindaforföllum lians hefir dr. Bodil Eskesen starfaS hér í fjóra mán- uSi. Einnig hefir danska félagiS út- vegaS hingaS fimm nuddkonur, og er ein þeirra Lind Larsen, sem hefir kennaramenntun í þessu fagi. Stofnun grasgarðs er mikið menningarmál Skömmu eftir aldamótin börSust þeir Einar Helgason garSyrkjustjóri og Helgi Jónsson grasafræSingur fyrir ])vi aS komiö yrSi á fót grasgarði í Reykjavík. í ritgerSum þeirra um grasgarSinn segir m a.: „GrasafræSin er bæSi fögur og nytsöm vísindagrein, hún er ein þeirra fræSigreina, sem jarSyrkjufræSin byggist á. JurtagarS- ur er vísindastofnun og einnig til stórmikillar prýSi. Vér ættum aS byrja á því aS safna í þennan garS íslenskum plöntum og þar aS auki þeim útlendum, sem geta þrifist á ber- svæSi liér á landi. Slíkt fyrirtæki þarf aS vera undir umsjón grasafræSings. GrasgarSurinn á að vera i Reykjavik. Ætti að gróSursetja í ákveSiS svæSi af garSinum tré og runna og láta skrautlituS blómabeS og græna gras- geira skiptast á svo aS bæjarmenn hafi yndi af aS dvelja í garSinum. GrasgarSurinn getur orSiS öflug menntunarstöð og kennslugarður. Skólarnir verSa aS stySjast viS kennslugarS og ýmsar grasafræSileg- ar rannsóknir geta fariS þar fram.“ Rök Einars og Helga eru í 'fullu gildi nú, eins og þegar þau voru skrif- uS fyrir hálfri öld. GarSyrkjufélagiS hefir tekiS máliS upp aS nýju, eink- um fyrir atbeina Jóns Rögnvaidssonar garSyrkjumanns. Hefir félagið ieitaS samvinnu viS bæjarstjórn Reykjgvik- ur um máliS og er þaS í athugun lijá nefnd, sem skipuS cr Jónasi B. Jóns- syni, Gunnari Ólafssyni og Ingimar SigurSssyni. Mun nú grasgarSi ætlaS pláss i Laugardalnum og hafa skipulagsyfir- völd samþykkl þann staS. Getur þá gróSrarstöS Eiriks Hjartarsonar, sem bærinn hefir keypt, orSiS kjarni gras- garSsins. Fer vel á því. Ivemst grasgarShugmyndin vonandi brátt í framkvæmd og verSur borginni og raunar landinu öllu mikill menn- ingarauki. Þyrfti aS vera hægt aS byrja aS safna gróSri í garSinn í sum- ar og setja nafnspjald hjá sérhverri tegund. Geta þá allir lært aS þekkja gróSur og slíkur garSur auSveldar fólki mjög aS velja tegundir í garSa sína. í garSinum verSa ræktaSar og fleiri norrænar plöntur og ennfrem- ur helstu skrautjurtir, tré og runnar. Og í gróSurhúsum stöSvarinnar er hægt aS rækta suSrænan gróSur, sýn- ishorn stofublóma og siSast en ekki sist jurtir til afnota fyrir kennslu í skólum. Sést af þessu aS stofnun grasgarSs er margþætt menningarmál. Ingólfur Davíðsson. Hinnismerki um Knrl Mori í Highgate kirkjugarðinum í norðurhluta Lundúnaborgar var nýlega afhjúpað minnismerki um Karl Marx, hinn þýska þjóðfélagsfræðing og þjóðhagfræðing, sem uppi var 1818—1883, og hefir lagt grundvöllinn að kenningum sósíalismans. Minnismerkið mun hafa kostað um 300 þúsundir króna. Það er bronsmynd af Marx og stendur á 5 metra háum granítstöpli. — Það er breski sósíalistinn Frá æfingastöðinni á Sjafnargötu 14. Harry Pollitt, sem afhjúpar minnismerkið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.