Fálkinn


Fálkinn - 27.04.1956, Blaðsíða 12

Fálkinn - 27.04.1956, Blaðsíða 12
12 FALKINN „íSSS- „-ÍSSS 3 MICHEILE w ó % 5>. 3. * FRAMH ALDSSAGA * m 15 15 .XÍÍÍ^ .V# -v-iS^ .V-W^ A«8^ ..'ͧS5' ,<P^ .s-SS^ ,<vW A\W .CÍíS^ .<^ .s'íS^ 3 r% Albert bölvaði í hljóði. „Hvað varstu að vilja hingað?“ hvíslaði Michelle. „Þú hlýtur að hafa skilið, að það var mikil áhætta!“ Hann svaraði ekki. Það var svo hljótt að þau heyrðu marra í gólfinu fyrir utan, þegar frú Grotier kom að dyrunum að hlusta. „Hún er þarna!“ hvíslaði Michelle. „Vertu hljóður!" „Farðu upp í rúm,“ hvíslaði Albert. „Ég leggst á gólfábreiðuna. Hún stendur varla þarna í alla nótt.“ Michelle fór upp í rúmið aftur og nú var hún svo glaðvakandi að henni fannst hún mundi aldrei sofna framar. Henni fannst ei- lífðartími líða, en litla sjálflýsandi klukkan á borðinu hafði þó ekki gengið nema tíu mín- útur. Hún heyrði andardrátt Alberts og von- aði að hann heyrðist ekki út fyrir dyrnar. Allt í einu snerti einhver við yfirsænginni hennar. „Ég verð að komast héðan áður en birtir,“ hvíslaði Albert. „Láttu mig fá peninga. Ég hætti á að fara.“ „Ég hefi enga peninga,“ hvíslaði hún. „Jules fékk það sem ég hafði, í kvöld.“ Albert sagði nokkur vel valin orð um Jules. Hann þreifaði á yfirsænginni þangað til hann rakst á hönd hennar með giftingarhringnum og fann steinana í honum við fingurgóminn. „Ég tek þennan," sagði hann og reyndi að draga hringinn af fingri hennar. Hún losaði höndina. „Nei, þetta er gifting- arhringurinn minn!“ hvíslaði hún. „Þú mátt ekki taka hann. Ég skal láta þig fá peninga á morgun.“ Hann sleppti hendinni, hræddur um að gera hávaða. Og nú liðu aftur nokkrar óendanleg- ar mínútur. Loks heyrðist marra í gólfinu úti á ganginum. Eilífðarþögn kom aftur og loks hást hvíslið í Albert: „Farðu út og gáðu hvort kerlingin er þarna ennþá! Ég verð að reyna að komast út um dyrnar.“ Hún heyrði hann læðast frá rúminu og fór fram úr og kveikti á lampanum og sá þá að hann hnipraði sig á gólfinu eins og ræfill, lafhræddur þrátt fyrir alla fúlmennskuna. Hún benti á skápinn og Albert skreið inn í hann. Hurðin var ekki lokuð, svo að hann átti hægt með að komast inn. Hún læsti skápnum og stakk lyklinum í vasann á morg- unkjólnum. Svo stóð hún grafkyr og hlustaði. Allt var hljótt. Nótt og friður og kyrrð. Og úti var dimmt. Hún fór að dyrunum, sneri lyklinum og opnaði hurðina með varkárni. Gangurinn var auður og dimmur. Bjarminn frá ljósinu í herberginu féll á rauðan dregil- inn. Hún kveikti úti á ganginum og sá hann nú allan. Þar var ekki nokkur sál. Hún gekk fram að stiganum og leit niður, en þar var engan að sjá. Hún stóð kyrr, hélt niðri í sér andanum og hlustaði, en ekkert benti til þess að nokkur manneskja væri niðri. Svo sneri hún við og gekk ganginn á enda í hina áttina. Hún mundi að fyrir neðan gluggann í þeim enda gangsins voru runnar. Glugginn var mjór og aldrei vant að opna hann, en nú opn- aði hún hann skjálfhent og gægðist út. Eng- inn kallaði til hennar að neðan. Það var lík- lega enginn vörður þeim megin. Svo flýtti hún sér til baka, slökkti ljósið og fór inn í herbergið og lokaði hurðinni eftir sér. Þegar hún opnaði skápinn stakk Albert út hausnum og hún útskýrði fyrir honum, hvíslandi, hvernig hann gæti komist út. „Komdu með peninga!" sagði hann. „Fljótt! Mikla peninga! Þú skalt heyra frá mér aftur. Og láttu Jules ekki fá meira! Hann hefir ekk- ert við þá að gera! Slökktu ljósið!“ Hún hlýddi því og settist á rúmstokkinn. Hún heyrði lágt fótatak, Albert læddist yfir gólfið. Hann opnaði dyrnar og lokaði eftir sér. Svo heyrði hún ekki meira. Þegar klukkan sagði henni að liðnar væru sjö minútur, læddist hún til dyra og fram í ganginn. Hún þreifaði sig fram að gluggan- um, sem hún sá aðeins móta fyrir. Beygði sig út um gluggann og leit niður. Henni sýndist greinarnar í runninum hreyfast. Líklega hafði Albert hoppað þarna niður? En skyldi honum hafa tekist að komast út úr garðinum? Hún lokaði glugganum og fór inn i her- bergi sitt aftur, lagðist fyrir án þess að kveikja á lampanum og beið og starði brennandi aug- unum út í myrkrið, þangað til loksins fór að birta af degi. Þá sofnaði hún og svaf í nokkra klukkutíma. Frú Grotier vakti hana klukkan átta. Það var óvenjulegt að hún kæmi með kaffið sjálf, en þetta var heldur ekki venjulegur dagur. Sólin flóði inn um gluggann, gluggatjöldin bærðust ekki, úr garðinum barst ilmur og fuglarnir sungu og hún heyrði hljóðið í gras- klippum Coillots. Michelle tók eftir að frú Grotier renndi gammsaugum um allt herbergið, en sá ekkert herfang til að hremma. „Þér heyrðuð ekkert meira í nótt, frú?“ spurði frú Grotier. „Nei. En urðuð þér nokkurs vísari?" „Runnarnir norðan við húsið eru bældir og nokkrar greinar brotnar,“ sagði hún. „Caillot segist halda, að maðurinn hafi falið sig þar.“ „Já, einmitt," sagði Michelle og lét sem sig skipti það litlu. Og frú Grotier varð að fara sína leið. Morguninn leið fljótt og Michelle fór inn í París undir eins og hún gat. Fyrst af öllu var að hitta Tachot og reyna að fá meiri pen- inga hjá honum. En Tachot var ekki heima. Hvað átti hún nú að gera. Peningana varð hún að fá. Hún stóð ráðalaus á götuhorni þegar hún heyrði einhvem kalla nafnið hennar. Það var Michael. Hann kom á móti henni léttur í spori en andlit hans var óvenjulega alvarlegt. „Komdu, Michelle!" sagði hann og stöðvaði leigubíl. „Komdu!“ Hún hlýddi honum. Henni datt í hug að Michael ætlaði að bjóða henni í hádegisverð einhvers staðar. En þau óku beina leið heim til hans. Þegar þau voru komin inn sagði hann: „Michelle, hvað hefir þú verið að gera hjá Tachot?“ Hún stokkroðnaði og horfði á hann. „Hva ... hvað áttu við?“ „Ég vil vita hvað þú hefir verið að gera hjá Tachot!“ „Hvernig . . . ?“ „Ég veitti þér eftirför. Hvað varstu að gera til hans?“ „Ekkert.“ „Ekkert?“ „Hann var ekki heima.“ „Hvað hefðirðu gert ef Lucien hefði verið heima?“ Michelle svaraði ekki. Nú var hún orðin mjallhvít í framan en ekki rauð. „Michelle,“ sagði hann. „Tachot er ill- ræmdasti okrarinn í París. Þú sást þar þegar þú varst með Celeste. Gekkstu í ábyrgð fyrir hana?“ Hún hristi höfuðið. „Hvað varstu þá að gera þar?“ Michael sá að varir hennar titruðu. „Varla hefir þú þó verið að fá peninga til láns hjá honum? Þú — kona Luciens Colbert?" Hún reyndi ekki að neita. Hún svaraði ekki. „Við verðum að tala út um þetta mál,“ sagði Michael. „Hvaða skuld getur það verið, sem Lucien gefur þér ekki peninga til að borga?“ Það tók talsverðan tíma að fá hana til að segja honum alla söguna. Tárin runnu niður kinnar hennar meðan hún var að segja frá, þau runnu í sífellu, og Michael fannst hún aldrei hafa verið fallegri. Hann kenndi nærri því ómótstæðilegrar löngunar til að faðma hana að sér og hugga hana. „En hvers vegna í ósköpunum talaðir þú um þetta við Celeste en ekki við mig?“ spurði hann. Michelle strauk af sér tárin með handar- bakinu. „Þú ert ríkur eins og Lucien," sagði hún. „En þú sagðir mér að frú Marteau væri oft í peningavandræðum. Mér datt í hug, að hún mundi kannske skilja mig . . .“ Michael opnaði munninn en lokaði honum aftur. Honum fór að verða ljóst, að þetta var mjög alvarlegt mál, sem hún hafði ratað í. En það varð nú að eiga sig, fyrst um sinn. Það var nærri mánuður til stefnu. Lucien mundi kippa því í lag þegar hann kæmi heim. Nú var það meira aðkallandi að skipta sér af Jules og Albert. „Þú skalt fá peninga hjá mér,“ sagði hann. „Við förum saman og hittum þennan Jules, og ég skal tala við hann ... já, vertu ekki hrædd! Svo getur Lucien talað betur við hann seinna. Hann lætur hann hafa það sem hann þarf, ef hann er heiðarlegur og honum er al- vara að byrja á nýjan leik.“ „Jules er eiginlega ekki slæmur,“ sagði Michelle. „Mamma sagði alltaf að það hefði

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.