Fálkinn


Fálkinn - 25.05.1956, Page 12

Fálkinn - 25.05.1956, Page 12
12 FÁLKINN £i i..4< ..iSS- „4 'jssrjOsrjsKrjsarÆrA 3 MICHELLE C- * FRAMH ALDSSAG A * & \,<SP .A«S- En hún sökkti sér niður í tilhugsunina um hann og ást hans, þangað til þetta varð eins og hlýr hjúpur utan um hana og hún sofnaði. Það var kalt um morguninn þegar hún vaknaði. Hún settist upp með hroll og harð- sperrur og hungruð var hún líka. En hún hafði ekki nokkurn eyri á sér til að kaupa sér mat eða drykk fyrir, og þó svo að hún hefði átt peninga, vissi hún ekki hvert fara skyldi til þess að kaupa sér mat. Draumarnir um Lucien, frá því kvöldið áð- ur, voru allir á bak og burt. Það var ekki urmul'l eftir af allri fegurðinni þeirra. Þegar hún var staðin upp og hafði hreyft sig dá- lítið til að koma blóðinu á hreyfingu, og hroll- urinn var farinn að hverfa, fór hjarta hennar að starfa. Hún mundi að kvöldið áður hafði henni dottið í hug, að Joseph hefði ef til vill vitað í hvaða átt hún fór, og þess vegna hafði henni fundist að hún yrði að komast sem lengst, sem allra fljótast. Vonandi mundi hún hitta fyrir ein'hvern stað, sem mundi vilja hýsa hana og gefa henni mat fyrir að vinna á heimilinu. Hún hélt áfram fram veginn með litlu tösk- una sína í hendinni. Nú var farinn að koma roði á himininn í austri, fuglar voru byrjaðir að tísta, og það dunaði í laufinu meðfram veginum. Það var kalt ennþá, en innan skamms mundi hlýna, og hún gekk hratt og leit til hægri og vinstri á vixl. Hún sá sveita- bæði eða hús á stöku stað, en svo var að sjá, sem fólk væri ekki komið á fætur. Eftir um það bil klukutíma fór hún langan spöl, þar sem ekkert sást til mannabústaða. Þar voru flatir vellir. En í fjarska grillti hún í lágt hús í skógarjaðri, og var dálítill garður fyrir framan. Og þegar hún loks kom að 'hús- inu, sá hún mann sem kom gangandi mjóa götu yfir akurinn. Hann var á að giska um fimmtugt. Hún taldi víst að hann ætti þetta kot. Michelle var þyrst og beið eftir að hann kæmi niður á þjóðveginn og ætlaði að spvrja hvort hann gæti gefið sér vatnssopa að drekka. Hann horfði forviða á hana, svaraði kveðju hennar og spurði: „Hvað kemur til að þér eruð á ferli hérna, svona snemma dags?“ „Ég er á leið suður,“ sagði Michelle. „Hand- töskunni minni með peningunum minum hefir verið stolið af mér, svo að ég verð að fara gangandi. Ég er svo þyrst — gætuð þér gefið mér vatn að drekka?“ Hann ýtti húfunni aftur á hnakkann og horfði hugsandi á hana um stund. Fötin hennar báru það með sér að hún hafði legið úti í þeim um nóttina, og hún var afar þreytu- leg. „Aumingja barnið!“ sagði hann. „Þér eruð sjálfsagt ekki aðeins þyrst, — þér eruð svöng iíka.“ „Já,“ svaraði Michelle. „Komið þér með mér. Ég skal reyna að finna eitthvað handa yður að borða,“ sagði hann. Hann sneri við og Michelle elti hann. Húsið var mjög lítið. Þau fóru inn í eldhúsið, og þar var óhreinlegt umhorfs. „Konan mín dó í vor,“ sagði maðurinn af- sakandi, „og það er erfitt að komast yfir allt sem maður þyrfti að gera. Ég vinn í vegavinnu þarna fyrir handan allan daginn, svo að það er ekki nema á sunnudögum, sem ég gef mér tíma til að þvo upp og taka til hérna innan- húss.“ Michelle brosti. Hann bauð henni sæti og fór að gramsa í einhverju inni í skáp. Von bráðar var komið brauð og smér á borðið, ásamt nokkrum sneiðum af keti, og hún át og drakk. En hann stóð á meðan og horfði hugsandi á hana. „Ég verð nú að fara,“ sagði hann. „En þér getið verið kyrr hérna ef þér viljið. Þér eruð svo sakleysisleg að ég treysti yður, enda er ekki svo statt hér að stolið verði. Ég skal hafa eitthvað matarkyns með mér þegar ég kem aftur, klukkan fimm. Það er sófi þarna inni, sem þér getið lagst á og hvílt yður.“ Michelle þakkaði honum fyrir og hann fór. Hún stóð upp eftir dálitla stund og gekk út að glugganum, sem var svo óhreinn að ill- mögulegt var að sjá út um hann. Hún sá hann hverfa niður veginn í fjarska. Þegar hún var hætt að geta séð hann sneri hún sér frá glugganum. Sólin var komin hátt á loft og skein inn um hinn eldhúsgluggann, og nú sá hún að allt þarna inni var miklu óhreinna en henni hafði sýnst í fyrstu. Hún opnaði dyrnar að herberginu fyrir innan. Þar var allt þriflegt — líklega var hann þar ekki nema sjaldan. Og þarna var sófinn, sem hann hafði verið að tala um. Hún fór svo upp stigann, upp á loftið. Þar var stórt rúm, óumbúið. Á kommóðunni stóð Ijósmynd af nokkuð hold- ugri, Ijóshærðri konu. Það var auðvitað kon- an hans. Þetta hafði vafalaust verið snoturt og við- kunnanlegt heimili einu sinni, en eftir að kon- an féll frá hafði öllu hrörnað. Maður, sem ekki var vanur innanhússverkum, og auk þess vann utan heimilisins alla daga, kom að litlu gagni heima fyrir, hugsaði Michelle með sér. Hún fór niður aftur, og út. Kringum húsið var matjurtagarður, allvel hirtur. Hann hafði auðsjáanlega unnið þar á kvöldin — þarna var bæði grænmeti og blóm. Henni var hlýtt til mannsins, hann hafði verið alúðlegur. Hann hafði falleg augu og viðfelldna rödd. Hann vantað stúlku til að sjá um heimilið, hugsaði hún með sér. Kannske hann vilji taka mig, sem matvinnung, gegn því að ég sjái um heimilið? Því að hérna leitar Lucien mín aldrei. En dýpst niðri í meðvitund hennar fann hún hæng á málinu. Frú Maret hafði sagt, að Lucien gæti ekki gifst meðan konan hans væri horfin og ekki vitað um hvort hún væri hfs. En þetta gat hún athugað betur seinna. Nú þvoði hún sér, fór í vinnufötin sín og fór að þvo eldhúsið. Michael og Lucien sátu með stóran upp- drátt fyrir framan sig. „Héðan fer almenn- ingsvagninn," sagði Lucien. „Það var þar, sem stúlkan ætlaði inn í borgina að hitta unnusta sinn, þau ætluðu út að dansa saman. En allt í einu fór hún út úr biðröðinni og sagðist ætla að bíða eftir næsta vagni. Það var eitthvert flaustur á henni og hún gætti ekki að sér — fór út á akbrautina bak við al- menningsvagninn — mun hafa ætlað að skreppa heim til að sækja eitthvað, og tók ekki eftir bílnum sem kom úr hinni áttinni. Þegar hún kom á sjúkrahúsið, meðvitundar- laus og í andarslitrunum var hún með tösku Michelle i pinklatöskunni sinni. Enginn af fjölskyldu hennar hafði séð þessa tösku áður. Móðir stúlkunnar lagði einhverja böggla ofan í tösku stúlkunnar áður en hún fór út að al- menningsvagninum, og þá var taska Michelle ekki í stóru töskunni. Svo að stúlkan hlýtur að hafa fengið töskuna á biðstöðinni." „Það virðist sennilegt,“ sagði Michael. „Vitanlega er sá möguleiki hugsanlegur að hún hafi komist yfir töskuna löngu áður og falið hana fyrir fólkinu sínu. En þá hugsa ég að hún hefði reynt að nota sér hjúskapar- vottorðið og önnur skilríki, sem voru í tösk- unni.“ „Það finnst mér ekki trúlegt,“ sagði Mic- hael. „Joseph segir, að Michelle hafi verið með tösku þegar hann sá hana. Það gæti reyndar verið önnur ... „Hvernig var þetta fólk hennar?“ „Allra viðkunnanlegasta fólk. Enginn hafði nema gott um hana að segja. Það er heldur ekki víst að hún hafi stolið töskunni. Það var helst að sjá, að reimin hefði slitnað. Pinkla- taskan stúlkunnar var opin. Hafi taskan slitn- af af Michelle í þrengslunum, gat hún hafa dottið ofan í hina töskuna. Taska Michelle var svo lítil, og reimin var ekki sterk. Líttu nú á: Hér á Meart heima. Michelle gekk í þessa átt þegar Joseph sá hana. Hérna fer almenn- ingsvagninn um ... biðstöðin er þarna. Finnst þér ekki sennilegt að hún hafi farið beint á biðstöðina til þess að ná í vagninn — og kom- ast undan Joseph?“ „Ju-ú!“ sagði Michael. „Hafi hún gert það, og misst töskuna í þrengslunum á endastöðinni, hlýtur hún að hafa farið úr vagninum þar. Þess vegna verð- um við fyrst og fremst að rannsaka nágrenn- ið þar í kring. Einhver hlýtur að hafa séð hana.“ „Þetta var í fyrradag," sagði Michael. „Já, maður tekur eftir Michelle hvar sem hún fer — að minnsta kosti karlmennirnir. Eigum við að byrja þar, um sama leyti í dag, og spyrja fólkið, sem við hittum?“ „Það er góð hugmynd!" sagði Lucien. . Og nú stóðu þeir þarna á endastöð vagns- ins um sama leyti dags sem Michelle hafði verið þar tveimur dögum áður. Það var

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.