Fálkinn


Fálkinn - 31.08.1956, Blaðsíða 11

Fálkinn - 31.08.1956, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 * Tískumgndir • GARÐBUNINGUR frá Chr. Dior. Þetta er samfestingur, buxur og bol- ur, úr rósuðu lérefti og síður frakki . .- eða sloppur úr sama efni. NYR FRAKKI. — Hér er einn frá Dereta. Hann er svo mjúkur og létt- ur ög ákjósanlegur til' ferðalaga að hann á engan sinn lika, einnig til hvers annars sem frakka þarf með. ALLS STAÐAR DROPÓTT. — Fljótt á að líta aðeins laglegur lítill) kjóll. En svo sjáum við að bæði kjóllinn og undirpilsið, sem gaegist fram, eru úr mjúku fínu surah og þá finnst okkur meira til hans koma. Hann er frá tískuhúsinu de Rauchs. Stóra telpan verður ánægð með ame- ríska sniðið á röndótta kjólinn sinn. Örtótil hvít kragahorn eru bæði að aftan og framan. Tveir sjötugir karlar suður á ítalíu háöu fyrir nokkru einvígi, og hafði annar ljá að vopni en hinn lieygaffal. Særðist annar og var fluttur á sjúkra- hús. Ástæðan til hólmgöngunnar var sú, að báðir vildu ná í sömu konuna. Hún er 68 ára. LITLA SAGAN Þohkldti oestiirinn Ég hafði ekki séð Ragnar í mörg ár, en.eiit kvöldið drap hann á dyr hjá mér, á kvistinum á Lindargöt- urini. Hann var lítiS breyttur, sami svarti hárlubbinn og augunum pirði hann alveg eins og í gamla daga. Út- gangurinn á honum vqr ekki til fyrir- myndar, — skyrtan þvæld og erma- líningarnar mikið óhreinar. Hann virtist fara hjá'sér en settist þó í besta stólinn minn og leit að- dáunaraugum kringum sig: „Hér þykir mér vistlegt!" „Já, ég hefi reynt að búa nokkurn veginn vel að mér," sagði ég. „Ég hefi góða skrifstofustöðu núna. En hvernig liður þér?" „Það hefir nú gengið upp og niður hjá mér — aðallega niður. En nú er ég kominn í bæinn til að reyna að fá atvinnu. Það er tómlegt að vera árið út og árið inn vestur í Bolunga- vik." . Ég gat skilið það, en fannst hann þurfa að vera betur til fara þegar hann væri að spyrja eftir atvinnu. Kannske gæti hann fengið vinnu á vélaverk- stæði, og þá skiptu fötin ekki miklu máli, heldur dugnaðurinn. Ég spurði hann ekki nánar um það. Við sátum og reyktum og reyndum að tala saman, en eiginlega hðfðum við fátt aS tala um. Loks spurði hann hálf vandræðalega: „Heyrðu, ég er húsnæSislaus. Gæt- irSu lofað mér að liggja hérna nokkr- ar nætur? Þangað til ég næ i hús- næði!" Ég komst ekki hjá þvi. Þetta var gamall skólabróðir og sveitungi. Ég hafSi tvo divana. Og þetta var aðeins i nokkra daga. Morguninn eftir spurði hann hóg- vær, hvort ég gæti léð sér skyrtu. Hann yrði að Hta sæmilega útþegar hann færi í atvinnuleitina. Mér fannst það eðlilegt, og hann fékk skyrtuna. Daginn eftir léði ég honum skó. Já, og hann var illa staddur þessa stund- ina sagði hann, og ég lánaði honum nokkrar krónur. Allt skyldi hann borga þegar hann fengi vinnuna. En það dróst og hann var hjá mér áfram. Hann fékk peninga hjá mér, a morgnana til að kaupa mat handa okkur báðum, svo að við gætum borð- að málamat heima. Ég bbrðaði mið- degisverð úti í bæ, og þá varð hann að sjá fyrir sér sjálfur. Ég grunaði hann um að borða af málamatnum. Vitanlega hafði hann fengið lykil, svo að hann gat gengið út og inn hjá mér. Eftir viku fékk hann lánaða aðra skyrtu. Og það var komið upp í vana að hann fengi tíu krónur á hverjum morgni, auk matarpeninganna. Ég benti honum á, að hann yrði að fara að útvega sér húsnæði og hann féll'st á það. Svo leið heil vika aftur. En einn daginn þegar ég kom heim, kom ég að dúkuðu kaffiborði. Hann hafði keypt alls konar kökur og hálf- flösku af koníaki. Ég horfði undrandi á hann en hann brosti. Og uni kvöldið bar hann á borð humar, glóðarbrauð og hvítvín. „Kæri vinur!" sagði hann glaður og drjúgur. „Þú hefir sýnt mér dæma- lausa gestrisni og þess vegna langaði mig til að þakka þér með því að bjóða þér kvöldverð að skilnaði. Ég hefi fengið húsnæði og á morgun fer ég að vinna." Við skáluðum og samræðurnar urðu hjartnæmar og einlægar. „Kæri vinur," sagði ég. „Treystu þvi aS þú ert altlaf velkominn á mitt heimili, ef þú vilt gera þér það aS góðu. Ég óska þér alls góðs og til hamingju með framtíðina, Ragnar minri." Þegar ég leit inn i klæðaskápinn, morguninn eftir sá ég að sparifötin mín voru horfin. En bréfmiði var fest- ur á herðatréS. Ég lags hann í flýti: „Kæri vinur: — Mér þykir innilega leitt aS verSa aS hryggja þig. En mér fannst þr«ð skylda min, að halda þér, gömlum og góðum vini, kveðjusam- sæti áður en ég færi, til að þakka þ.ér fyrir gestrisnina. En hvernig átti ég að fara aS þvi? Ég hafSi enga vinnu. Og þegar. þú lest þetta er ég kominn út i hafsauga á hollenska skipinu, sem ég hefi ráðiS mig á. En ég gerSi þetta eingöngu þín vegna, vinur. Og láns- seðillinn er i borðskúffunni þinni, svo'að þú getir leyst út fötin, og sjáir að ég er heiðarlegur maSur. Þinn einlægur Ragnar." Vitið þér...? waz að í New York er ráðgert að nota „flutningaband" til að flytja milli vagna á neðanjarðarbrautastöðv- unum? Þar eru þegar stéttir, sem hreyfast sí og æ í ákveSna stefnu og flytja lólk staS úr staS, á sama hátt og renni- stigar flytja fólk milli hæða i húsum, án þess að það hreyfi lappirnar. Nú eiga vagnar, sem koma úr hliSarátt- um að aðalbrautinni að lcggjast upp að hreyfanlegri stétt, sem skilar far- þegum sjálfkrafa i aðallestina og úr, svo að farþeginn á að geta haft vagna- skipti á 18 sekúndum. Þetta sparar timann — og líka fætur fólksins, sem ekki nennir húsa á milli nema i bil. Nægar birgðir af dvergum eru jafn- an „fyrirliggjandi" i Hollywood. Á statistaskrifstofunni í bænum eru skráS 30.000 nöfn og í dálkum „Sér- stakir eiginleikar" stendur í karl- mannaskránni, aS 900 séu sköllóttir, 000 hærri en 190 sentimetrar, 216 stúlkur vega yfir 100 kíló, 112 lista- mennirnir stama, og 109 geta hermt eftir ýmis konar dýrum — baulað, hneggjað, gelt og mjálmað o. s. frv.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.