Fálkinn - 22.02.1957, Blaðsíða 3
FÁLKINN
3
HERRANÓTT MENNTASKÓLANS.
„Kátbroslegar kvonbænir“
UHKEF - bjargvsttur barnanno
Ólafur Mixa sem hr. Hardcastle og Hólmfríður Gunnarsdóttir, sem leikur
konu hans.
Stundum er á það bent, að skóla
landsins skorti mjög liefðir af ýmsu
tagi, sem skipi nemendunum saman
i eina heild og geri skólana að sér-
stöku „þjóðfélagi", þar sem hver ein-
staklingur hefir sínu ábyrgðarhlut-
verki að gegna. Þetta er að vísu bæði
rétt og ekki rétt. Rétt að því leyti,
að íslenskir skólar standast að þessu
leyti fæstir samanburð við gamla og
þekkta erlenda skóla, sem okkur
hættir til að taka til samanburðar,
cn rangt að því leyti, að innan skóla-
veggjanna í flestum skólum landsins
vinna nemendurnir að margvíslegum
hugðarefnum af elju og áhuga, þótt
fáar sögur fari af þvi, þar sem mörg-
um liættir til að halda hinu fremur
á lofti, sem iniður fer.
Eitt af því, sem almenningur verð-
ur þó jafnan var við í skólalífi höf-
uðstaðarins, er leikstarfsemi Mennta-
skólans. Herranótt Menntaskólans í
Reykjavík þykir skemmtilegur við-
burður i leiklistarlífinu, ekki síst hjá
unga fólkinu. Margir góðir leikarar
hafa líka öðlast sína fyrstu reynslu
i þessum mcnntaskólaleikjum.
Að þessu sinni er sýndur gaman-
leikurinn „Kátbroslegar kvonbænir"
eftir Oliver Goldsmith. Benedikt
Árnason annast leikstjórn, og Bjarni
Ingigerður Iíonráðsdóttir, Bjiirn Ólafs, Guðmundur Ágústsson og Brynja
Benediktsdóttir.
•-tSLENDINGAR standa líklega
engri þjóð veraldar að baki, að
því er snertir samúð með þeim sem
bágt eiga, og rausnárlega stoð við þá,
sem verða fyrir óláni og harmi. Þeir
sýna það dags daglega, þegar slys
eða tjón mæða á samborgurum þeirra,
og þeir sýna það einnig þegar alþjóð-
arhjálpar er óskað, vegna styrjalda
og slysa. Engin þjóð lagði fram jafn
rausnarlegan skerf hlutfallslega til
samskota í stríðslokin eins og þeir.
Þegar stórtjón hljótast af hamför-
um náttúrunnar er því veitt athygli
og fólk bregður við td að hjálpa. Iín
það veitir síður athygli hinni varan-
legu neyð þjóðanna, sem bitnar eigi
livað síst á börnunum, sem hrynja
r.iður úr hungri og sjúkdómum.
Um 600 milljón börn í veröldinni
fá ekki nóg að borða. Tvö af hverjum
þremur, sem til eru. Og þau þjást af
sjúkdómum, sem bægt er að lækna,
en eru ekki læknaðir vegna menn-
ingar- og getuleysis þjóðanna, sem
eiga þessi börn.
Stofnun Sameinuðu þjóðanna,
UNICEF — eða United Nations
International Childrens Emergency
Fund: Barnalijálparnefnd Samein-
uðu þjóðanna, hefir það fagra en afar
erfiða verkefni, að bjarga þessum
börnum frá hungri og fári. íslenska
ríkið greiðir framlag til þessarar
slofnunar, en einstaklingar gætu 1 ið-
sinnt henni líka, frekar en gert er,
án þess að þá munaði nokkuð um.
Nú kynni einhvcr að segja sem svo:
Hvað munar um þó að ég gefi smá-
upphæð. Það yrði ekki nema dropi
i liafið.
En lítum nú á livaða gagn getur
orðið að þessum litla „dropa“.
Penicillinsprauta, sem getur bjargað.
barni með trachoma frá blindu, kost-
ar 5 krónur. Er það „dropi í hafið“
að bjarga sjón barns með smágjöf,
jafnvel þó að barnið eigi heima aust-
ur á Indlandseyjum? Fyrir hvcrjar
átta krónur getur UNICEF séð fjórum
hungruðum börnum fyrir mjólkur-
skanunti á dag í heila viku, eða bólu-
efni til að vernda 14 börn gegn barna-
veiki, eða lýsi til að verja 14 ung-
börn gegn ensku sýkinni i heilan
mánuð, eða bóluefni til að gera 10
börn ónæm fyrir berklaveiki, eða
DDT til að verja 5 manns fyrir mýra-
köldu i heilt ár! Þetta eru engir smá-
munir. Þvert á móti má segja, að það
sé ótrúlega mikið, sem fæst fyrir ekki
meiri peninga.
Það kostar nær 400 milljón krónur
að fullnægja þeim beiðnum sem
UNICEF hefir fengið um aðstoð frá
65 löndum. Stofnunin telur það ómiss-
Guðmundsson hefir þýtt leikritið á
íslensku.
Lcikendur crti alhnargir og fara
þeir vel með hlutverk sín, enda er
mikið hlegið á áhorferidabekkjunum
og allir skennnta sér hið besta.
Helstu kvenhlutverkin eru lcikin af
Hólmfriði Gunnarsdóttur og Brynju
Benediktsdóttur, og sópar mjög að
þeim á sviðinu. Aðalkarlahlutverkin
eru í höndum Ólafs Mixa, Jóns Ragn-
arssonar, Guðmundar Ágústssonar og
Björns Ólafs og vel á þéim öllum
lialdið. Mestan hlátur vekja þó senni-
lega drabbarar og þjónar, sem koma
fram í góðum gervum. *
andi grundvöll fyrir starfseminni i
framtiðinni, að koma upp leiðbein-
ingastofnunum fyrir mæður og ung-
börn í öllum þeim löndum, sem ekki
hafa komið skipun á heilbrigðismál
sin. Það koslar um 90 milljón krónur.
Stofnunin þarf um 45 milljón krónur
til þess að koma skipulagi á mjólkur-
gjafir og stofna þurrmjólkurgerðir.
Og mikið fé þarf lika til að berjast
við sjúkdómana: mýraköldu, berkla-
veiki, holdsveiki og traohoma, sem
nú verða fjölda barna að bana eða
gera þau að aumingjum ævilangt,
vegna þess að engin læknishjálp er
fyrir hendi.
Fjöldi fólks les orðið UNICEF án
þess að vita hvað það er eða þýðir.
Hér hefir verið sagt örlitið frá verk-
cl'num félagsins til ])ess að benda
fólki á, að það getur unnið undra-
mikið líknarverk með þvi að gefa
litla gjöf.
Forstjórinn var orðinn fokvondur.
Hann hafði sent vikapiltinn í erindi
úl í hæ og fannst hann vera óhæfilega
Icngi. Þegar hann loksins kom aftur,
öskraði forstjórinn:
— Næsta skipti sem ég þarf að láta
einhvern golþorsk gera eitthvað fyrir
mig, skal ég svei mér gera það sjálfur.
Brandur í Miðseli kom í bankann
tii að fá 500 króna seðli skipt i tíu
króna seðla. Hann fékk seðlana og
taldi þá gaumgæfilega hvað cftir
annað. Þegar hann byrjaði að telja
í fjórða sinn spurði gjaldkerinn loks-
ins:
— Jæja, er það ekki rétt upphæð,
sem þér fenguð?
— Jú, það er rétt — en heldur ekki
meira, svaraði Brandur.
CAItLSEN Á NÝ. — Margir muna eun
danska skipstjórann Carlsen frá því
hann neitaði að yfirgefa skip sitt,
„Flying Enterprise“ fyrir nokkrum
árum og varð heimsfrægur fyrir. Nú
hefir hann unnið nýtt afrek. Hann
var staddur í New York er bruninn
mikli og sprengingin varð i höfninni
þar í desembev og tíu manns fórust
en fjöldi særðist. Við það tækifæri
gekk Carlsen best fram í björgunar-
starfseminni og bjargaði lífi margra
raanna.