Fálkinn


Fálkinn - 22.02.1957, Síða 4

Fálkinn - 22.02.1957, Síða 4
4 FÁLKINN Þetta er ekki íslenskt fjallalandslag heldur frá Borgensfjallgarði á Krónimnsessu Mörthu-landi. Myndin er tekin um hásumar og tindarnir eru eins og eyjar upp úr klakahafinu. öllum kringumSÍæðum svo kalt, að það væri óbyggilegt. En suðurpóls- landið sá hann aldrei. En menn hélt áfram að dreyma um þetta land. Kannske var þar gull og gimsteinar? En þó það væri ekki til varð arðvænlegt að leita suður i Iiöf samt, því að ])ar var gnægð af lival oa sel. Og það eru þessi sjávardýr, sem mestu hafa valdið um, að menn þekkja nú orðið sæmilega strendur þessara jökulheima kringum suður- póiinn. Grahamsland er sá hluti strandar- innar, sem fyrst fannst. Þetta er langt og mjótt nes, sem skagar i norður andspænis suðurtöngum Suður-Ame- riku (Patagóníu og Falklandséyjum) oy hvergi er jafn skammt milli Suð- urpólsins og hinna byggðu heimsálfa og þarna. Afarstór flói, Wedellshaf, liggur að Grahamslandi. En norður- oddi Grahamsland liggur álíka langt frá suðurpólnum og suðurströnd ís- lands er frá norðurpól, eða norður fyrir suðurskautsbaug. Englendingurinn John Biscoe mun fyrstur manna hafa séð suðurpóls landið. í febrúar 1831 sá hann fjöll þar sem hún heitir Enderbyland, er hann var að veiðum í suðurhöfum. En ekki gat hann komist á land sakir ísa. Enn liðu (34 ár þangað til maður steig fæti á suðurpólslandið, norski skipstjórinn L. Kristensen. Hann var að kanna möguleika á sel- og hval- veiði þar syðra á eimknúnu tréskipi, sem hét „Antarktic" og var eign hins fræga hvalveiðimanns Sven Foyn. Kristensen náði landi við Cape Adare, að vestanverðu við Rossflóa. Suðurpólslandið - Anlarklis er minnst rannsákaöa svæöið á yfirboröi hnattanns. En árin 1951—’58 munu fœra mannkyninu margfalt meiri þekkingu á þessu landi en hingaö til er fengin. Með þessu ári hefst „liið alþjóðlega jarðeðlisfræðiár 1957—’58“ sem svo er kallað. Þá leggja allar þjóðir er nokkurs rnega sin fram krafta sina tii að leysa ýmsar gátur náttúrulög- málanna og auka þekkingu mann- kynsins á fyrirbærum, sem enn eru ráðgáta og á landafræði veraldarinn- ar. Þessi „vísindaár" eru með tals- vert löngu millibili og rannsóknir hins síðasta, fyrir tæpum aldarfjórðungi beindust m. a. að norðurpólnum, straumunum í íshafinu, veðráttunni og norðurljósum. En i þetta sinn verður sérstaklega lögð stund á að kanna hið mikla suðurpólsland, sem þrátt fyrir talsverðar rannsóknir má hcita lítt kannað ennþá. Tíu þjóðir hafa rannsóknarstöðvar á suðurpólslandinu í þessum tilgangi og hafa bestu vísindamenn þessara þjóða haft veg og vanda af öllum undirbúningi. Verða þc-ssar rannsókn- arstöðvar dreifðar víðsvegar um jök- ullandið og annast landmælingar, veðurathuganir, söfnun bergtegunda og yfirleitt allt það, sem auðga megi þekkinguna á landinu. Með því að bera saman t. d. veðurathuganir sem teknar eru á mörgum stöðvum sam- timis, hyggjast menn geta fundið reglur fyrir loftstraumnum kringum suðurpólinn. Steinafræðingarnir eru emkum forvitnir um hvort málmar séu þarna í jörðu, eða kjarnorkugjaf- inn uran, og jöklafræðingarnir vilja kynna sér hreyfingar íssins á þess- um slóðum, þar sem bókstaflega engin úrkoma fellur nema snjór. Sams konar rannsóknir fara fram hjá fjölda stöðva víðs vegar á hnett- inum, einkum veðurfræðilegar. Er ekki óliklegt að veðurfræðin græði mikið á þeim sérrannsóknum, sem fara fram næstu tvö ár. En í þcssari grein skal sagt nokkuð frá Suðurpólslandinu og hve langt þekking manna nær á þessu mikla flæmi í dag. Hér er um að ræða spildu, sem er nærri því 130 sinnum stærri en ísland, svo að þótt mikill árangur fáisl af starfi hinna tíu þjóða sem verða við rannsóknir þarna næstu tvö árin, verður enn langt í land þangað til landið allt verður fullrannsakað. Grísku landfræðingarnir héldu því fram forðum daga, að afar stórt land- flæmi hlyti að vera að „neðanverðu" á jörðinni, og sú skoðun var í fullu gildi í nær tvö þúsurnl ár. Af upp- dráttum að jarðlíkönum frá 16. öld má sjá, að menn hafa ímyndað sér að land þetta væri afar stórt og næði alla leið norður í hitabelti. Þetta mikla land köliuðu þeir „Terra australis incognita“. Menn vissu þá orðið að mikil land- flæmi voru á norðurhveli jarðar og töldu víst að eins rnikið land hlyti að vera sunnan, þvi að annars mundi hnötturinn „missa jafnvægið", sam- kvæmt þyngdarlögmálinu. En svo kom landkönnuðurinn Jant- es Cook til sögunnar og sigldi kring- um hnöttinn og rannsakaði Kyrrahaf. Hann varð ])ess vísari að því fór fiarri að suðurpólslandið næði norð- ur i hitabelti, þvi að liann komst svo langt suður að hann rakst á hafís. Gat Cook fullyrt, að ef land væri fyr- ir sunnan ísinn, þá væri það undir Nú fór að vakna áhugi á því að kanna þetta land og komast á suð- urpóJinn. Enn voru menn í vafa um hvort samanhangandi land væri á öllu suðurpólssvæðinu. Árið 1898— 1900 hélt Norðmaðurinn Carsten Borcligrevink úti leiðangri, sem fyrst- ur allra hafði vetursetu í suðurpóls* landinu. Hann var líka við Cape Adare, og var gerður út fyrir enskt fé. Og nú rak hver leiðangurinn ann- an. Kunnastur allra suðurfara á fyrstu árum þessarar aldar er Eng- lendingur Ernest Shackleton, sem fór þrjár ferðir suður og dó á leiðinni í síðustu för sinni, á eyjunni Suður- Georgíu. Þá má nefna Ástralíumann- inn Douglas Mawson og loks Roald Mörgæsin e*r prýði og sómi suður- heimskautslands- ins. Hún er einn allra skemmtilcg- asti fugl sem til cr, segja þeir sem hafa kynni af hcnni.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.