Fálkinn - 13.12.1957, Blaðsíða 17
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1957 H
Konungur stígur á land í Reykjavík. — Konungur ge<ngur upp Steinbryggjuna, við hlið honum Hannes Hafstein ráðherra.
eyrar og Seyðisfjarðar, en alls tók
ferðin frá Iíhöfn og þangað aftur
heilan mánuð. Menn flýttu sér ekki
eins mikið í þá daga og nú — enda
gátu þeir það ekki.
Erfiðastur var undirbúningurinn í
Reykjavík og undir austurferðina.
Konungurinn, Haraldur prins og þjón-
ustulið þeirra skyldi búa i Latinuskól-
anum, sem vegna heimsóknarinnar
var dubbaður svo rækilega upp, að
hann var nær óþekkjanlegur að inn-
an. Einkum tók „salurinn" miklum
stakkaskiptum, þar komu nýir ofnar
og dyrastafirnir voru skreyttir með
blaðgulli. Hlaðið kringum skólann var
lagað og steinstöplarnir með keðjum
á milli, sem enn má sjá, sett í kring,
sömuleiðis steintröppurnar við inn-
ganginn. Og stigurinn niður að iæk
var hlaðinn upp og breikkaður. Þó
að gistihúsin tvö við Austurstræti,
Hótel Reykjavík og Hótel ísland
væru bæði i „fullu gengi“ þá, var
þar enginn veislusalur boðlegur né
nægilega stór, en um vorið var suð-
urájhna Miðbæjarskólans byggð, 'en
ekki hólfuð sundur fyrr en um haust-
ið. í þeirri álmu fóru fram veislurnar
og dansleikirnir, sem haldnir voru
vegna konungskomunnar.
Á Þingvöllum var byggt lítið hús,
sem stóð mörg ár eftir og jafnan
var kallað konungshús. Þar bjó kon-
ungurinn. Jafnframt var reistur þar
mikill gildaskáli. Má enn sjá undir-
stöðu konungshússins en gildaskálans
sjást engar menjar. Við Geysi var
einnig reist konungliús og svefnskáli,
en borðhald fór fram i stóru tjaldi.
í Þjórsártúni var reistur stór skáli
austan við og áfastur ibúðarhúsinu
og stendur hann enn og var löngum
notaður sem fundarsalur, í tíð Ólafs
ísleifssonar læknis. Þar var matast,
en konungur svaf í íbúðarhúsinu. f
Arnarbæli, síðasta næturstaðnum i
austuTförinni, svaf konungur á prest-
sctrinu, en fiestir aðrir gestir í
tjöldum.
Akfært, scm kallað er, var þá frá
Reykjavík og þjóðleið austur í sveit-
ir, og svo mosfellsheiðarvegurinn til
Þingvalla. En leiðina frá Þingvöllum
austur að Geysi og Gullfossi og þaðan
niður Hreppa að Þjórsártúni, þurfti
að 'gera svo, að hún yrði fær kerrum
og téttivögnum. Og á þeirri leið voru
t\ær ár, sem þurfti að brúa: Tungu-
fijót og Hvítá — og Rrúarárbrúin í
Laugardalnum kom víst eltki heldur
fyrr en þá. Tungufljót var brúað á há-
vöðunum fyrir ofan Geysi en Hvítá
á Brúarhlöðum. Voru hvort tveggja
trébrýr og fyrir löngu úr sögunni.
Alþingi hafði kosið móttökunefnd
en ekki þori ég að fara með hverjir
i henni voru. En víst er það að
Tryggvi gamli Gunnarsson var for-
maður og af öðruni í nefndinni man
ég einkum eftir Guðmundi Björnssyni
landlækni. En framkvæmdastjóri
nefndarinnar og fararstjóri í austur-
fcrðinni var Axel Tulinius, sem þá
var sýslumaður á Eskifirði. Hann
hafði forðuin verið í lögregluliði
Kaupmannahafnar og líklega eini þá-
lifandi íslendingurinn, sem hafði
kunnáttu i umferðarstjórn. Var öll
sljórn hans mjög rómuð, og aldrei
hafði hann skipt skapi, hvernig sem
argað var í lionum.
KONUNGURINN KEMUR.
Austur-Asíufélagið hafði léð tvö
skip til ferðarinnar. Annað þeirra,
„Birma“ handa konungi og föruneyti
hans, en hitt „Atlanta" handa rikis-
þingmönnunum. Herskipið „Geysir“
fylgdi konungsskipinu og á miðri leið
slóst „Hekla“ einnig i förina. „Birma“
var um 5.000 smálestir að stærð og
gekk 13 sjómílur þegar best lét.
„Atlanta" var miklu minna. — Skipin
höfðu lagt af stað frá Khöfn 21. júlí
en komu við, á þremur stöðuin i Fær-
eyjum á leiðinni og fengu ekki land-
sýn af Vatnajökli fyrr en 28. júli. En
samkvæmt áætluninni átti konungur
ekki að koma i land fyrr en kl. 9
að morgni 30. júlí, svo að „Birma og
„Atlanta“ lögðust upp við Akranes
síðdegis þ. 29. og biðu þar.
Á konungsskipinu voru auk þeirra
feðganna ýmsir hirðmenn konungs,
svo sem Hovgaard „jagtkapteinn“
hans, sem var eins konar fararstjóri
hans, enda gamall íslandsfari, Bull
kammerherra, Bloch líflæknir kon-
ungs, ýmsir háttsettir menn úr her
og flota og svo I. C. Christensen for-
sætisráðherra. Ennfremur voru þar
nokkrir gestir konungs og var sa-gn-
fræðingurinn Troels-Lund þeirra
frægastur og málarinn Loolier. Einnig
voru i gestahópnum H. N. Andersen
etatsráð, aðalforstjóri Austur-Asíufé-
lagsins, Lauritzen konsúll frá Esbjerg
og Frederiksen forstjóri Ritzaus
Bureau. Annar fréttamaður var þar
og, Sven Poulsen, siðar ritstjóri
Berlingske Tidende. En um borð i
„Atlanta“ var landbúnaðarráðherrann
danski. Aðrir ráðherrar voru ekki í
ferðinni en hann og I. C. Christensen.
Á „Atlanta" voru ýmsir blaðamenn,
og kunnastur þeirra var Kristian Dahl
frá Politiken. En aldursforseti i þing-
mannatiópnum var Bluhme komman-
dör, 74 ára, sem vakti mikla athygli
liér á landi, einkum fyrir live nefstór
liann var. Þar var og maður, sem
mikið kom við íslandsmál af Dana
h.álfu síðar, ungur málaflutningsmað-
ur, Zahle, sem síðar varð forsætis-
ráðherra.
Snemma þriðjudagsmorguns var
uppi fótur og fit i Reykjavik og fólk-
ið fór að tínast niður að Steinbryggju
fyrir allar aldir. Þar hafði verið gert
heiðurshlið fyrir ofan bryggjuna og
annað likt var fyrir neðan Latinu-
skólann en fánaröð alla leið á milli
og meðfram fleiri götum. Framhlið
Alþingisbússins liafði einnig verið
skreytt. Nú sást konungsskipið síga
inn sundið og jafnskjótt og það hafði
lagst á ytri höfninni fór Hannes Haf-
stein snögga ferð um borð en kom i
land aftur að vörmu spori. Rauður
dregill hafði verið lagður niður endi-
langa bryggjuna og meðfram honum
stóð röð af telpum, fallega búnum og
allar voru þær með blóm.
Nú kom konungsbáturirin og lagðist
neðst við bryggjuna því að fjara var.
Tók Hafstein á móti konungi neðst
á bryggjunni, en þar voru engir aðrir
Konungur og fylgdarlið ganga frá Menntaskólanum til móttökuhátíðar í Alþingishúsinu.