Fálkinn - 13.12.1957, Blaðsíða 23
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1957 ^#^*^)4*^*^*^*^*^*^*^*^*^&^C*^& 17
— Þetta er tjómandi fallegt lijá þér,
væni minn. Þér fer fram í livert skipti,
sem þú gerir þetta. Svo opnaði hún
bakaraofninn og renndi plötunni inn,
en Jassy horfði á og augu hans ljóm-
uðu af stolli.
Ilann var lifandi eftirmynd .Tasons,
dökkur eins og Indíáni, með hrafn-
svart hár. Lorena þrýsti honum að
sér og fann öldu ástríkis fara um sig
alla, svo að henni lá við að tárfella.
Nýja barnið getur aldrei orðið jafn-
oki Jassys, hugsaði hún með sér. Eða
kannske átti hún ekki nema móður-
ást eftir, handa þeim, sem hún átti
von á. Æ, liún var svo þreytt, svo
þreytt ...
Stutt augnablik fór snögg skelfing
um liana, iiræðsla við að hún mundi
deyja. Og kannske var það þess vegna
sem hún var staðráðin í að láta Jassy
upplifa sæmileg jól, sem hann minnt-
ist hennar fyrir meðan hann lifði.
Hún liafði sjálf átt slík jól þegar
hún var fjögurra ára. Tilhugsunin um
þau heimsótti liana ár eftir ár, og hún
upplifði á ný hlýjuna og Ijósin og
stóra tréð með skínandi stjörnu í
toppinum, og fann arma móður sinnar
snerta sig.
Jason liafði ef til vill rétt fyrir sér,
er hann hélt því fram að tímarnir
mundu breytast. En þetta gat ekki bið-
ið, hvað sem öðru leið. Þetta snerti
Jassy, og nú voru aðeins tveir dagar
til jólanna.
— Viltu gera svo vel að ná í stóru
skærin fyrir mig, sagði luin við Ja-
son. — Ég gæti búið til jólaskraut
úr gömlum blikkdósum, ef ég flet þær
út fyrst. Og þú gætir tálgað eitthvað
fallegt úr spýtum, handa' Jassy, er
það ekki?
Jason virtist á báðum átturn. — Ég
hefi svo lítið vit á leikföngum, sagði
hann. — En ég er að smiða svolítið
fjárhús og jötu handa Jesúbarninu.
— Heldurðu ekki að þú gætir tálgað
nokkur dýr líka? Úlfalda og nokkrar
kýr. Þá yrði Jassy hrifinn.
— Og lömb verðum við að hafa
lika, sagði .Tason og varð allt í einu
eintómur áhugi. — Og asna. Hann
Teit útundan sér tit konunnar sinnar.
— Þú lítur miklu betur út núna. Líður
þér betur en áðan?
í raun réttri gerði henni það. Og
hún raulaði er hún Tabbaði niður í
árfarveginn til að Teita að einhverju
fallegu á jólatréð. Þar sem áin hafði
átt að vera var nú ekki annað en þurr
sandur, og svona hafði þetta verið
síðan hún kom lil New Mexico. En
einhvern tíma hlaut farvegurinn að
hafa verið barmafuTTur af vatni, sem
einhvern tíma hafði runnið yfir bakk-
ana, þvi að í farvegnum var mikið
aí' skræinuðum þistlum.
Hún fór heim í húsið aftur með
svuntuna fulla af þistlastönglum. Hún
vafði silfurpappir um þyrnana, og á
visin blómastæðin vafði hún bómull,
svo að þetta Teit út eins og dúnn.
Þetta var seinlegt verk. Það var
auðveldara að búa til blóm og blöð
úr gömlum niðursuðudósum1. Jassy
starði á liana eins og dáleiddur meðan
hún var að klippa hringi úr blikkinu,
selja hök á og beygja og teygja, þang-
að til þetta urðu eins og silfurblóm.
Að visu var þetta lítið Hkt blómum,
cn livað hirti Jassy um það. Hann
hafði aldrei séð lifandi rós, og í hans
augum voru þessi silfurblóm ljómandi
falleg. Og litlu bitarnir, sem urðu af-
gangs, voru litlar glitrandi stjörnur,
sem áttu að hanga á greinunum.
Það var ekki fyrr en Lorena var
búin, sem hún tók eftir að hún hafði
notað hverja einustu agnarögn af
blikkinu. En þó að tréð væri ekki
stórt, varð hún að hafa stóra glitr-
andi stjörnu í toppinum.
Vitanlega var jjað fiónska af henni
að taka sér þetta svo nærri að henni
lá við að gráta, en i rauninni hafði
hún verið að gráti komin lengi. Jafn-
vel Jason hafði veitt þvi athygli. Nú
kom hann inn úr hesthúsinu og er
hann liafði litið á hana sagði hann:
— Hvers vegna græturðu ekki al-
mennilega. Ég er viss um að þér
mundi létta við jiað.
Hann brosti með sínum sérkenni-
lega liætti, eins og honum væri hálf-
vegis skemmt, en sumpart gagntekinn
af sanuið með henni. Lorena var
aldrei viss um 'hvort henni gremdist
eða hvort hana langaði meira til að
fieygja sér um hálsinn á lionum og
kyssa hann. Og það gerði hún núna,
og þrýsti vörunum fast að munnin-
um á honurn.
Jason hélt henni fast að sér. —
Jæja, jæja, muldraði hann. — Þetta
er kannske ekki eins slæmt og ég
hélt. Fyrir nokkru fór ég að verða
liræddur um, að ég mundi aldrei sjá
þig brosa framar.
— Æ, en ég er fokvond! kveinaði
Lorena. — Ég liefi eytt öllum blikk-
dósunum og gleymdi að taka frá efni
í stjörnuna í toppinum. Ég er hrædd
um að Jassy taki sér það nærri.
— Hugsaðu ekki um það, elskan
mín. Tréð er ljómandi fallegt eins
og það er. Ég er búinn með jötuna
og litla barnið. Og líttu á dýrin, sem
ég hefi skorið út! — Asninn virðist
vera svo staður að maður skyldi halda
að hann væri lifandi, bætti liann við
og hló. — En það var enginn hægð-
arleikur að gera þetta.
Á aðfangadagskvöld settu þau húsið
með jötunni og litlu dýrin undir jóla-
tréð ásamt gjöfunum lil Jassy. Hann
fékk svo litið, fannst Lorenu, og hugs-
aði til þess hvernig dekrað var við
hana i bernsku. Hún liafði fcngið svo
mikið af öllu. Hún iliafði gramsað
í heilli lirúgu af bögglum, opnað fyrst
einn og svo annan, án þess að gefa
sér tíma til að skoða hvað i þeim
var. Undarlegt hve ein jólin voru
hcnni i fersku minni. Það var þegar
hún liafði óskað sér einhvers, sem
hún hafði ekki fengið. Hún hafði grát-
ið heilan dag. En hvað var það, sem
hún hafði óskað sér?
Jassy liafði óskað sér stjörnu. Stórr-
ar jólastjörnu, hafði hann sagt.
Sljörnu eins og þeirri, sem liirðarnir
sáu.
En hann mundi að minnsta kosti
gleðjast yfir jötunni og öllum dýrun-
um. Og Lorena hafði rakið upp há-
rauða prjónapeysu, sem hún hafði
eignast áður en hún giftist, og prjónað
úr bandinu nýja peysu á Jassy, ásamt
viðeigandi búfu. Það urðu þó alltaf
tveir bögglar, sem hún gat lagt undir
tréð. Og svo hafði hún eignast nokkr-
ar smellur og karamellur, sem henni
sannast að segja hafði ekki tekist
scm best við. Þær voru svo seigar, að
Jason fullyrti að þær mundu festast
við hverja tönn í Jassy litla.
— En hann hefir þá ekki mjög liátt
á meðan, sagði Jason og hló. — Og
karlamellur eru það, dísætar og góð-
ar. Hann verður eflaust hrifinn af
þeim.
— Okkur vantar ennþá stóru stjörn-
una, sagði Lorena og starði hugsandi
á tréð. — Æ, nú veit ég! sagði hún
allt í einu. — Við getum tekið
lavendelbláa glasið og brotið það. Þú
býrð til stjörnu úr tré og berð lím
á, og svo festum við glerbrotin á ...
— Það kemur ekki til mála, sagði
.Tason. — Ekki litla glasið þitt. Þér
þykir vænna um það en svo ...
En okkur þykir öllum gaman að
sjá stjörnuna, sagði Lorena.
Já, en reyndu að hafa hana ofan
af þessu, en hún hló bara að honum.
Þegar Lorena hafði tekið eitthvað í
sig, var ekki úr því að aka.
Það var komið miðnætti er þau
höfðu gengið frá trénu, og Jason
varð að játa að stjarnan sem blikaði
í toppinum var það sem kórónaði
verkið.
En ég vildi óska að þú hefðir ekki
fornað glasinu þínu, sagði Jason dap-
ur. — Hver veit nema við getum
cignast annað, sem er líkt því.
— Það skiptir engu máli þó að við
náum ekki í sams konar glas, sagði'
Lorena og hristi tréð varlega, svo að
allar litlu blikkdósirnar dingluðu. —
Jassy verður hrifinn af stjörnunni.
Allt i einu rak hún upp vein og
greip i Jason. Hann tók utan um
hana. — Vertu róleg, elskan mín.
Þetta er ekkert að marka. Það er of
snemmt ennþá.
— Nei, það getur ekki verið annað.
Æ, viltu gera svo vel að sækja hana
Lindu Grant. Hún lofaði mér að
koma ...
Hann bar hana fremur en studdi
inn i svefnherbergið. Og hún dró and-
ann titrandi um leið og hún lagðist
út af.
— Líður þér betur núna? spurði
hann, og er hún kinkaði kolli hljóp
hann út.
Úti var niðamyrkur og mikið skýja-
far. Og þegar Jason nálgaðist bæ
Grants fann hann snjókorn koma við
andlitið á sér.
Hann lyfti byssunni, sem hann
hafði tekið með sér, og hleypti af
|henni þremur skotum — það var
merki um að hann þyrfti á hjálp
að halda. Hann hlustaði og skaut aft-
ui, þremur skotum með þögn á milli.
Hann var i þann veginn að skjóta i
þriðja sinn, en þá kom svarið: tvö
skot. Jason hljóp heirp og kveikti í
eldavélinni og setti vatn yfir, svo að
allt væri til reiðu.
Áður en Linda Grant og John mað-
ur hennar komu í lilaðið, var Lorena
farin að segja fyrir verkum og Jason
hringsnerist fölur og skjálfandi.
Linda, sem var gild kona miðaldra,
og sjálf fjögurra barna móðir, ýtti
honum frá.
— Hvað er að sjá þetta dæsti hún.
— Barnið getur komið þá og þegar.
Jason, farðu og voigraðu ullarábreið-
una þarna við eldavélina. Ég skal
kalla á þig þegar þú átt að koma.
Jason tók andköf. Svitinn bogaði
af enninu á honum, þarna sem hann
stóð fyrir framan opna eldavélina og
hitaði lóslitna ullarábreiðu. — Þetta
er nieiri liitinn, sagði hann en röddin
skalf þrátt fyrir hitann.
Grant liorfði á liann vorkennandi
og loksins ræskti hann sig og sagði:
— Það er orðið hlýrra úti núna. Það
var að byrja að snjóa þegar við fór-
um að heiman.
— .Tá, alveg rétt. sagði Jason. —
Nú man ég það. Hann fór út í dyr
og starði út og sá þéttar, loðnar fjúk-
flygsur dansa fyrir augunum á sér.
Hann sneri sér að eldavélinni aftur.
Þeir bændurnir horfðust í augu og
brostu ánægjulega. Grant dró tóbaks-
tuðruna upp úr vasanum og fór að
troða i pípuna. — Ég held að það sé
að verða veðurbreyting, sagði hann
rólega.
Jason dró djúpt andann. — Já, það
er svo að sjá.
Hann starði á klukkuna uppi á hill-
unni. Visarnir höfðu ekki færst
nema tæpar tuttugu mínútur þennan
tima, sem honum fannst hafa verið
langur eins og eilífð. Hann Iilammaði
sér á stólinn, en svo heyrði hann
hljóð að innan og spratt upp aftur.
Linda opnaði dyrnar eftir augna-
blik. — Þetta gengur allt vel, sagði
luTn. — Réttu mér ullarvoðina, Jason.
Og komdu inn og sýndu henni barnið.
Það er drengur.
Lorena lá á bakið og horfði á
hann og barnið, sem hann hafði lyft
ofur kíaufalega. Hún brosti, rétti
höndina á móti honum, og hann tók
fast í hana.
— Littu á, Lorena, sagði liann og
lagði barnið lijá henni. — Þetta er
alveg eins og að sjá hann Jassy. Hann
er stór og sterklegur.
— Hann er yndislegur, hvíslaði
hún. — Hann er líkur þér og .Tassy.
Svo beygði hún sig yfir barnið og
kyssti það.
Það var eiginlega merkilegt, hve
mikið ástríki gat rúmast í lijarta
hennar. Hún sá ekki sólina fyrir Ja-
son og Jassy og samt var yfrið nóg
eftir lianda iitla barninu.
Hún var nærri því sofnuð þegar
Jason lagðist á hné við rúmstokkinn
og hvíslaði í eyrað á henni: — Elsk-
an mín, nú er farið að snjóa! Þurrk-
arnir eru liðnir hjá og í vor verður
allt grænt og fallegt.
Lorena opnaði augun og brosti.
Rödd hennar var róleg og skær. —
Þetta er fallegasta landið, sem drolt-
inn hefir skapað, sagði hún. — Hann
gleymir því aldrei.
Og svo sofnaði hún liægt, án þess
að vita að orð hennar hljómuðu eins
og fagnandi þakkargerð. *