Fálkinn


Fálkinn - 10.01.1958, Blaðsíða 7

Fálkinn - 10.01.1958, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 Crawford og aðrar leikkonur lofa okkur aS taka myndir af börnunum sínuim, hvers vegna getið ])ér ekki gert þaS líka? Loks lét ég titleiSast," en árarigurinn varS sá, aS daginn eft- ir var því slett i mig aS ég notaSi börnin mín í auglýsingaskyni. Eftir þetta skrifuSu blöðin: „Ingrid Bergman getur ekki fengiS atvinnu vegna bneykslisins, sem við hana loð- ir. Þess vegna flakkar hún land úr landi eins og zigauni, svo að maður- inn henrnar geti haft eitthvað upp úr henni.“ En út yfir tók þó þegar kvenblaða- maSur og ljósmyndari reyndu aS brjótast inn í herbergi okkar í gisti- húsinu snemma morguns, til þess aS ná myndum af okkur Roberto í rúm- inu. Þegar dyravörSurinn vildi ekki hleypa þeim upp til okkar læddust þau dyr frá dyrum og hlustuðu hvort þau heyrSu ekki barnaraddir. Þegar þau heyrðu aS Roberto var aS teika sér viS Isabellu ruddust þau inn í her- bergiS og fóru aS taka myndir af börnunum. ÞaS sem bjargaSi því aS þau ruddust inn í svefnherb'ergiS var, að barnfóstran stóð viS hurSina og ncitaði að víkja. Nokkrum dögum siðar var ég beS- in Um að aðstoða við góðgerða- skemmtun, sem eitt blaðið hafði efnt til, og skyldi ágóðinn renna til lömun- arsjúltlinga. Samkoman var halfdin i sal, sem rúmaSi 3000 manns, og hann var fullsetinn. Ég tók í mig kjark og einsetti imér að nota tækifærið til að tala beinleiðis við sænsku þjóðina, og linýta liví aftan viS ræðuna, sem ég átti aS halda. Ég titraði í iinjáliSunum er ég gekk inn á sviðið. Gekk að hljóSnemanum, og röddin var ckki styrk er ég fór að tala um það, sem mér lá á hjarta. Ég sagði: — Eg hefi verið spurð: „Hvernig þykir yður að koma til SvíþjóSar aftur eftir 10 ár?“ SvariS er: „BæSi og“. Ég er sænsk dg hefi alltaf elskað ættland niitt. Eg stend hér í kvöldi vegna þess aS ég vildi hjállpa til að safna peningum. En sama blaðið, sem bað mig um að koma hing- að, hefir ráðist óvægilega á mig, og það síðast i morgun ... Svo sagSi ég frá tilrauninni, sem gerð hafði verið til að brjótast inn til okkar. Ég sagðist liafa verið sök- uð um að nota börnin min i auglýs- ingaskyni. Og svo sagði ég: — Öll lænsku blöðin eru full af lygum og ákærum. ÞaS sem ])ið lesiS i blöðun- um er alveg óskylt sannteikanum. Þau afskræma og ljúga upp sögum, en varast að spyrja mig hvað satt sé. Þetta er eina tækiæfrið, sem ég fæ til að ta'la við ykkur beint augliti til auglits. Ég fann hvernig fólk fylltist and- styggð á blöðunum meðan ég var að segja þetta. í livert skipti sem ég kom með nýtt dæmi um athæfi blaðanna, stappaði fólk i gólfiS. Ég lauk máli mínu svo: — ÞaS eru fl'eiri en ég, sem hafa orSið sænsku blöSunum aS bráð. Aðrir verða fyrir þvi sama og sætta sig við það, vegna þess að þeir óttast að fá slæman dóm um næstu kvikmyndina sina, ef þeir segja eitt- hvað. En ég tel sjálfsagt að andmæla og þess vegna geri ég það, enda geta blöðin 'ekki sagt neitt verra um mig en þau ihafa þegar gert. Nú var kveikt í salnuim og ég sá að margir voru með tárvot augu. FóTk kallaði mig inn á sviðið aftur og aft- ur, og að lokum var ég farin að gráta líka. En þá lauk árásunum í blöðunum — að minnsta kosti um sinn. Daginn eftir birtu tvö blöðin ræðu mína í heilu lagi, og nú var ég allt í einu kölluð „djörf kona, sem þorir að and- mæla“. En svo byrjuðu blöðin á nýjan leik. BlaSamaSur í einu StockholmsblaS- inu skrifaði, að hann liefði átt tal við mig í London, og að ég hefði sagt honum að ég ætlaði að skilja við Rosselini. Ég hefi aldrei séð þennan blaðamann, og ég veit að hann hefir ekki einu sinni komið i nánd við London. Slíku sem þessu getur maS- ur átt von á í sænskum blöðum — og stundum í ameriskum líka. INNILEGA TEKIÐ f ÍTALÍU. En að fráteknum sorpriturum fell- ur mér vel að umgangast allra þjóða fólk. Sérstaklega var mér vel tekið í Ítalíu. ítalir eru hreinski'Inir, alúð- legir og hjartaheitir. Þeir elska börn og eftir að ég eignaSist börn sjálf urðu þeir enn hlýlegri. Oft kemur fólk til mín á götunni — ekki til að biðja um eiginhandarrit heldur til þess að spyrja hvernig börnunum mínum líði. Þeir spyrja til dæmis: — Hvernig líður Robertino, 'hefir liann tekið nokkra tönn ennþá?, og alltaf er fólk að gefa börnunum einbverja verndargripi. Einu gleymi ég aldrei: hve frábær nunnurnar og prestarnir voru þegar Robertino fæddist i Villa Margherita- stofnuninni. Þau hjálpuðu mér og vernduðu mig, og það var undursam- legt hve hugarhaldið þeim var um mig, einmitt á þeim tíma sem flestir dæmdu mig og töluðu illa um mig. En ég varð þess vísari líka, að ég á marga vini í Ameríku. Þegar ég t. d. lék „Jeanne d’ Arc“ á Broadway, tók ég eftir ungum telpum, sem biðu viS bakdyr leikhússins eftir sýningar, á hverju kvöldi. Loks fór ég að biðja þær um að verða mér samferða að gistihúsinu, tvær og tvær í einu, og kynntist þeim smátt og smátt. Ég vor- kenndi þeim, þvi að ég vissi að for- eldrar þeirra voru nærri þvi aldrei heima á kvöldin, og þá sjaldan það var liöfSu þau gesti. Þessar telpur þurftu einhvern til að sýna ástríki. Og svo komu þær til min. Nú eru þær uppkomnar, en þær skrifa mér enm. Þessir gömlu vinir mínir minnast mín fyrst og fremst sem Jeanne d’ Arc, og það geri ég líka sjálf. Ég dirfist auðvitað >ekki að líkja mér við jafn dáðríka og heil- aga konu, en siðan ég var barn hefir hún verið sú glæsilegasta af ölluni hetjum, i mínum augum. Það er þess vegna sem ég hefi leilciS hana í fjór- um útgáfum á leiksviði og kvikmynda- tjaldi. HVERS VEGNA ÉG VARÐ LEIKKONA. Ég liefi alltaf verið feimin og ó- framfærin, 'eins og Jeanne var sem barn. Mér er kvöl að þurfa að ganga gegnum veitingasal að borðinu mínu. ASeins þegar ég er að leika finnst mér ég vera örugg. Og ég hefi gaman af þegar villst er á mér og öðrum. í Róm kom ókunnugur maSur til mín í búð fyrir uokkrum árum og sagði: — AfsakiS þér, en þér minnið mig á einhverja. Ég sagði við sjálfa mig: — Sjáum til, nú byrjar það aftur ... en spurði hæversklega: — Á hverja minni ég yður? — Grace Kelly, svaraði hann. Ég er viss um að einhver önnur leikkona hefði móðgast, en ég varS lirifin — meSfram vegna þess að Grace Kelly er svo falleg. Sem barn kvaldist ég enn meir af þessari óframfærni. Móðir mín dó þegar ég var tveggja ára og ég ólst upp sem einstæðingur, því að börnin voru ekki fleiri. Og ti'l þess að hafa einhvern til að leika mér við fór ég að búa til alls konar ímyndaðar per- sónur — galdranorn, bófa, prins og asna. Ég lék allar þessar persónur og þær urðu bestu vinir minir og ég var ekkert hrædd við þær. FaSir minn var einstakur maður. Hann var listmálari og söngvari og stofnaði söngflokk, sen) hann fór með tíl Ameríku 1925. Flokkurinn var kall- aSur „Sviarnir“. Þegar ég var dlefu ára fór hann með mig i leikhúsið í fyrsta sinn. Ég man hvert smáatriði sem gerðist, eins og þetta hefði skeð í gær. Leik- urinn hét „Patrasket“ eftir Hjalmar Bergman. Ég man livar ég sat uppi á svölunum, og ég man hvers konar kjól ég var í. ÞaS var fullorðins kjóll, sem frænka mín liafði léð mér. Hann var dökkrauSur — þaS var uppáhalds- litur föður míns. Hann notaði alltaf mikið rautt i myndunum sínum, því að „rautt er litur lífsins", sagði hann, og ég held ennþá mest upp á rauðan lit — kjóla, skó og peysur. En ])að sem ég man aWra best úr þessari leik- húsferð minni, var undrun mín yfir þvi að sjá fullorðiS fólk láta eins og það væri annað fólk — alveg eins og ég gerði heima. FaSir minn dó skömmu siðar og ég fluttist til frænda míns og konu hans. Þau áttu fimm börn. Þetta var i fyrsta skipti sem ég var meS öðr- um börrium á heimili, og mér fannst það mesta kvöl. Þau voru glöð og há- vær og alltaf aS erta mig. í slíku um- hverfi varð ég að leika. Ég var skelfing löng þegar ég var krakki, jafnvd strákarnir voru smáir í samanburði við mig. Eg var klunna- leg og alltáf að reka mig á, hvar sem ég kom inn. Krakkarnir sögðu: Hvern- ig lieldurðu að þú getir orðið leik- kona, jafn klunnaleg og þú ert? Ég svaraði: Vcgna þess að ])á verð ég alll önnur manneskja. Þess vegna varð ég leikkona. Það er eina afsökunin. SíSan hefi ég kom- ist að raun um, að ótal margir leik- arar eru feimnir, og liafa þess vegna leitað leikhússins, alveg eins og ég. Á leiksviðinu er mér auðvelt að gera hvaS sem er, en i raunverulifinu eru ótal hemlar á mér. Ég var vön að læra kvæði utan aS, og lék þau svo á eftir. Og hinar stelp- Framhald á bls. 11. Ingrid Bergman sem Anastasia keisaradóttir. Fyrir þá mynd fékk hún Oscar-verðlaunin 1956, en hún hafði einnig fengið þau 11 árum áður. Anastasia var fyrsta myndin. sem Ingrid lék I fyrir amerískt félag, eftir að hún fór frá Hollywood 1949.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.