Fálkinn - 10.01.1958, Blaðsíða 12
12
FÁLKINN
/
*>i&*>i&*>i&*>i&*>i&%>L&%>i^>i&*>í&*>í&*>í&*>i&*>i&*
H
K
%
H
K
%
A
%
K
*>í)&*>L)&*>i)&*>í)&*>i)&*
ERFIÐIR KOSTIR
FRAMHALDSSAGA
Nr. 5
y
X
%
y
x
y
x
%
y
x
um hans um „þessar snoppufríðu ungu stúlk-
ur, sem halda að þær mundu sóma sér vel á
leiksviði, hvort sem þær kunna nokkuð eða
ekki neitt“ og komst nú að þeirri niðurstöðu,
að hans eigin reynsla mundi hafa gert hann
svona graman út í börn leiksviðsins.
Síðar um daginn hjálpaði Martin Antoníu
til að flytja dót hennar í nýju húsakynnin.
Enginn táraviðskilnaður varð við foreldra
hennar, fremur en hún hafði búist við; þau
höguðu sér iikt og hún væri að fara í sumar-
leyfi.
— Þau munu ekki halda að þetta litla
,,ævintýr“ þitt muni standa lengi, sagði
Martin þegar hann ók af stað með Antoníu
og bílinn fullan af farangri.
— Nei — þau taka það ekkert alvarlega,
svaraði Antonía, sem átti erfitt með að skýra
framkomu foreldra sinna, í sambandi við
það sem hún hafði áður sagt: að ósamkomu-
lag hefði verið milli þeirra.
Martin hefir sjálfsagt fundist þetta eitthvað
skrítið líka, þvi að hann sagði eftir dálitla
stund: — Ég gat ekki séð að þau væru reið.
Þetta hefir ekki verið neitt alvarleg misklið,
Antonía?
— N-nei, í rauninni var það ekki, sagði hún.
— Ástæðan var fremur sú, að ég vildi heldur
eiga með mig sjálf og ...
— Og njóta lífsins, eða hvað?
— Æ, nei! Ég vil bara lifa mínu eigin lífi,
eins og það er kallað, sagði hún rólega.
— Þú ert skrítin, sagði Martin og hristi
höfuðið brosandi. — Ég vona að þú hafir
ekki útskúfað mér lika?
— Auðvitað hefi ég ekki gert það, sagði
hún og hló.
Martin bar dótið hennar upp á fjórðu hæð
og honum leist fremur vel á nýja bústaðinn.
— Ég vona að þér líði vel hérna; góða mín,
sagði hann innilega. — Og þegar þér fer að
leiðast hérna, þá vona ég að þú giftist mér.
Ég skal alltaf verða reiðubúinn til að taka
á móti þér opnum örmum.
— Ó, Martin, en hvað þú ert góður! Hún
brosti hrærð. — En ætlar þú ekki til útlanda?
Ég hélt að þú yrðir fluttur um set þá og
þegar?
— Af hverju spyrðu? Var það þess vegna,
sem þú sagðir nei? Langaði þig ekki til að
setjast að erlendis?
— Nei, það var því alveg óviðkomandi. En
ég áleit að þú ættir ekki að binda þig á nokk-
urn hátt.
— Jæja. Martin brosti. — Við tölum þá
ekki meira um þetta fyrr en ákveðið verður
hvenær ég á að fara.
Antonía vildi helst komast hjá að fara
Iengra út í þá sálma og það lá við að henni
létti þegar Martin fór. Athugul húsmóðir
fylgdi honum til dyra — hún hafði sagt
Antoniu að hún leyfði ekki karlmannaheim-
sóknir eftir klukkan hálftíu virka daga eða
eftir klukkan tíu á sunnudögum.
Antonía hypjaði sig í bólið, og fór að hugsa
um hvort þessi framlenging heimsóknartím-
ans á sunnudögum stafaði af trúnni á að fólk
væri ekki eins syndugt á sunnudögum sem
aðra daga.
TIL FORSTJÓRANS.
Næstu vikurnar vandist Antonía til fulls
hinni nýju tilveru. Henni þótti gott að vera
sinn eigin herra, betra en hún hafði haldið,
og með tímanum fór henni að þykja gaman
að vinnunni lika.
Henni kom á óvart, að hún fann það nú,
að eiginlega hafði hún alltaf verið eftirlát,
en hún fann það nú, að móðir hennar hafði
í rauninni stjórnað bæði henni og föður
hennar.
— Og ég býst við, hugsaði Antonía þung-
búin með sér, — að ef hún hefði af einhverj-
um ástæðum viljað láta mig vera heima áfram
hefðu litlar likur verið til að ég hefði flutt.
Antonía varð svo niðursokkin í þessa til-
hugsun, að hún gleymdi því sem hún var að
gera, en starði út um gluggann.
— Ég mundi ljúka við þetta, sem þér eruð
að skrifa, ef ég væri í yðar sporum, sagði ung-
frú Smith allt í einu. — Það getur hugsast
að ’herra Shardon þurfi á yður að halda síð-
degis í dag.
— Shardon? Antonía leit um öxl forviða.
— Hann spyr aldrei eftir mér.
— Nú, hafið þér ekki heyrt það? Ungfrú
Otterley er með inflúensu, svo að hann er
ritaralaus í bili.
— Það eru lítil líkindi til að hann kalli
á mig, sagði Antonía og hló, en hún fór nú
samt að vinna aftur. — Hann hefir vafalaust
gleymt að ég er hérna á skrifstofunni.
— Shardon gleymir aldrei neinum, sem
vinur hérna, sagði ungfrú Smith. — Hann er
frægur fyrir hve minnugur hann er á manns-
nöfn. Og svo eruð þér sú eina hérna, sem
kann grísku, auðvitað að Velway frátöldum.
Og ekki getið þér búist við að hann hlaupi
í skarðið fyrir einkaritarann.
En tíminn leið og ekki varð annað séð en
að Shardon kæmist fullvel af einkaritaralaust.
En rétt fyrir klukkan f jögur gerði hann boð
eftir henni.
— Þér þurfið ekki að vera hrædd, sagði
ungfrú Smith róandi.
— Ég er ekki hrædd, svaraði Antonía, en
það var ekki alveg satt.
— Svona á það að vera, sagði Smith hug-
hreystandi. — Gerið það sem þér getið —
hann étur yður þó varla.
Antoníu fannst þetta iítil huggun. Margs
konar óþægindum gat maður orðið fyrir þó
að maður væri ekki étinn.
En Max Shardon var ekkert hræðilegur
þegar hún kom inn. Sjálf skrifstofan var ekki
eins íburðarmikil og Velways, en eigi að síður
var auðséð á öllu, að hér rikti voldugasti
maður fyrirtækisins. En það stafaði fremur
af manninum sjálfum en af skrifstofunni,
fannst Antoníu.
Hann stóð við borðið við gluggann og var
að Iesa einhver skjöl þegar Antonía kom inn,
og svo sagði hann „góðan daginn“ og benti
henni á stól án þess að líta upp. Hann virtist
hærri, dekkri og mikilúðlegri en áður, þarna
sem hann stóð við gluggann.
Hann gekk að skrifborðinu eftir nokkrar
mínútur og settist beint á móti henni og horfði
rannsóknaraugum á hana.
— Þetta sem þér eigið að skrifa fyrir mig
er mikið trúnaðarmál, sagði hann formála-
laust. — Undir venjulegum kringumstæðum
hefði ég ekki trúað neinni annarri en ung-
frú Otterley fyrir því, en af því að hún verður
líklega fjarverandi hálfan mánuð, og þetta á
að fara í póst til útlanda í kvöld, er mér nauð-
ugur einn kostur. Ég vona að ég geti treyst
þagmælsku yðar?
— Auðvitað! Ég lofa að þér skuluð ékki fá
ástæðu til að iðrast eftir að þér sýnið mér
traust, svaraði Antonía með barnslegri hrein-
skilni.
— Mér þykir mjög gott að heyra það, sagði
hann þurrlega og hleypti brúnum, en brosið
á honum var alls ekki óvingjarnlegt.
Nú hugsaði Antonía með sér. — Hann get-
ur þá verið vingjarnlegur þegar hann vill.
Og maður treystir honum ósjálfrátt og vill
reyna að gera sitt besta fyrir hann.
Hann stóð upp, tók upp lyklakippu og gekk
að stórum peningaskáp, sem stóð bak við
skrifborðið. — Ég þarf að fá stuttan en
greinilegan útdrátt úr talsvert yfirgripsmiklu
skjali, sagði hann um leið og hann opnaði
skápinn. — Eftir því sem Velway segir og
af því sem ég hefi séð af vinnubrögðum yðar,
hefir mér skilist að þér hafið skýrt og skipu-
legt orðalag, og ég geri ráð fyrir að þér
skiljið nóg í grísku til þess að geta gert þetta.
Meðan hann var að segja þetta rétti hann
höndina inn í skápinn, eftir skjalinu sem
hann ætlaði að ná í. Það hafði legið undir
öðrum plöggum, og þegar hann dró það fram
komu þau eins og fjaðrafok út á gólfið.
Antonía spratt upp til þess að hjálpa
honum.
— Þakka yður fyrir — og varið yður, að
reka ekki höfuðið í skáphurðina, heyrði hún
að hann sagði, meðan hún var að tína saman
blöðin. Svo rétti hún úr sér og rétti honum
þau án þess að líta á hann. Hún hefði ekki
getað litið á hann á þessu augnabliki og því
síður hefði hún getað sagt nokkurt orð.
Því að rithöndin á efsta blaðinu var — rit-
hönd föður hennar!
Hún tók á öllu sínu viljaþreki til þess að
reyna að verjast svipbrigðum, meðan hann
lagði skjölin inn í skápinn aftur. Shardon
hefir máske tekið eftir að hún varð svo hljóð
allt í einu, því að hann leit hughreystandi til
hennar.
— Þetta er ekki beinlinis neitt skemmti-
verk, sem þér fáið hjá mér í fyrsta skipti sem
þér vinnið fyrir mig, sagði hann. — En þér
verðið að gera yðar besta. Ég skal sjá í gegn-
um fingur við yður þó að þér gerið lítils hátt-
ar villur — en aðeins lítilsháttar!