Fálkinn - 10.01.1958, Blaðsíða 13
FÁLKINN
13
— Ég skal gera þetta eins vel og ég get,
sagði hún lágt.
— Ég vil ekki að þessi skjöl komi út fyrir
þessar dyr, svo að ég skal láta senda ritvélina
yðar hingað inn, sagði hann.
Hann hringdi á skiptiborðið og að vörmu
spori kom sendillinn með ritvél Antoníu, og
setti hana á borð við gluggann og fór út.
Antonía settist og lét sem hún væri að
lesa blöðin, sem hún hafði tekið við, en sann-
ast að segja gat hún ekkert hugsað.
— Getur mér hafa skjátlast um rithöndina?
spurði hún sjálfa sig. — Nei, það var rithönd
pabba.
I augnabliks örvæntingu fannst henni að
sér mundi ómögulegt að vinna nokkurn skap-
aðan hlut fyrr en hún hefði fengið nánari
vitneskju um þetta mál. En svo herti hún
upp hugann. Og eftir nokkrar mínútur fann
hún að heilinn var sjálfkrafa farinn að fást
við verkefnið, sem fyrir hana hafði verið lagt,
og hættur að glíma við gátur, sem ekki var
hægt að ráða.
Ég skal hugsa betur um þetta í kvöld, þeg-
ar ég kem heim, sagði hún við sjálfa sig.
Þá finn ég vafalaust einhverja skynsamlega
skýringu á þessu.
ÞÆGILEGUR FORSTJÓRI.
Klukkan var orðin nær sex þegar Antonía
hafði lokið við þýðinguna. Hún rétti úr sér
og varp öndinni, sumpart af þreytu og sum-
part af því að henni létti.
— Nú er þetta búið, sagði hún án þess
að renna grun í, að hún sagði það eins og
telpa, sem heldur að hún hafi gert góðan
prófstíl. Henni var gáta hvers vegna Shar-
don brosti.
— Viljið þér gera svo vel að koma með
það! Hann rétti höndina fram til að taka við
blöðunum.
Antonía stóð við hliðina á honum meðan
hann las blöðin. Hann flýtti sér ekkert og loks
ýtti hann fram stól handa henni og sagði:.—
Gerið þér svo vel — fáið yður sæti.
Antonía þakkaði fyrir og settist. Nú þurfti
hún ekki að einbeita huganum að þýðingunni
lengur, en þá fór hann undir eins að glíma
við dularfulla skjalið aftur. Gat það ekki
hugsast að faðir hennar hefði heiðarleg við-
skipti við Shardon? Kannske ...
— Þetta er prýðilegt! sagði Shardon allt
í einu og leit upp. — Ég þakka yður innilega
fyrir, og það er ástæðulaust að vera svona
kvíðandi á svipinn. Þetta hefir tekist ágæt-
lega.
— Ó! Hún brosti og roðnaði lítið eitt. —
Það gleður mig, af því ...
Hún þagnaði og Shardon sagði: — Af
hverju. Haldið þér áfram!
— Jú ... Antonía leitaði að orðunum, —
af því að það var svo fallega gert af yður
að trúa mér fyrir þessu — eða láta Velway
gera það — sérstaklega eftir hvernig ég hag-
aði mér og tranaði mér fram þarna um kvöld-
ið forðum.
Hann hló. — Ekki mundi ég hafa áhyggjur
af því, ef ég væri í yðar sporum, sagði hann.
— Það er einmitt þetta, sem þér kallið að
„trana sér“, sem gaf yður tækifærið. En nú
held ég að þér ættuð að fara að komast heim.
Þér hafið unnið mikið í dag. Verði yður að
góðu, ungfrú Munsiil.
— Verið þér sælir. Antonía ætlaði að taka
ritvélina með sér.
— Hún er of þung fyrir yður, sagði Shar-
don og tók vélina og bar hana yfir ganginn
og inn í skrifstofuna hennar, þó að Antonía
reyndi að fuilvissa hann um að hún gæti
gert það sjálf.
Ungfrú Smith, sem sjáanlega hafði verið
að bíða eftir henni, var að taka til og þurrka
ryk af skrifborðinu sínu. Undir eins og dyrn-
ar höfðu lokast eftir Shardon sagði hún: —
Ég var farin að hugsa hvort hann ætlaði ekki
að sleppa yður aftur. Hvernig fór þetta?
— Það fór vel. Mér sýndist hann vera á-
nægður með það.
— Hann hlýtur að hafa verið það, úr því
að hann kom sjálfur með ritvélina yðar, svar-
aði Smith þurrlega, um leið og hún reyndi
að láta gamla hattinn fara sem best á höfð-
inu á sér. Hún var ein þeirra kvenna, sem
ekki finnst þær vera fullklæddar nema þær
séu með beinharðan hárhnút í hnakkanum
og alltaf eru að reyna að láta hattinn vega
salt á þessum hnút. — Ég get ekki annað
sagt en það var nærgætni af honum, bætti
hún við.
— Mér finnst hann í rauninni allra við-
felldnasti maður, sagði Antonía hægt. I fyrst-
unni fannst mér nóg um hve hranalegur —
og kaldranalegur hann var í framkomu. En
það mætti segja mér að hann væri bæði við-
felldinn og nærgætinn.
— Og það kæmi mér á óvart, sagði Smith
fastmælt. — En forstjórar í stórfyrirtækjum
þurfa ekki að vera nærgætnir. — Ef þeir
eru réttlátir þá er nóg. Nema þeir séu af
þeirri gerðinni, sem láta hraðritarann sinn
sitja á hnjánum á sér, bætti hún við. Ef hann
er þannig, verður maður að vera af alveg sér-
stakri gerð ef manni á að líka að vinna með
honum. Verið þér sælar, ungfrú Munsill.
Antonía fór í yfirhöfnina og gekk hægt
út á götuna. Aldrei þessu vant langaði hana
ekki til að fara heim tii sín. Undanfarið
hafði henni þótt svo gott að þurfa ekki að
taka tillit til neinna nema sjálfrar sín, og
að enginn gæti truflað hana nema hún sjálf
vildi. En nú fann hún að hún vildi sist af
öllu vera ein með hugsunum sínum.
Hún gat vitanlega símað til Martins. En
þó að hún gerði það gat hún ekki trúað hon-
um fyrir því sem angraði hana. Ef hún segði
honum að hún hefði séð skjal með rithönd
föður síns í skápnum hjá Shardon, mundi
hann líklega ekki segja annað, en að það væri
skritin tilviljun, en þeir mundu eiga viðskipti
saman — og hvaða máli skipti það eiginlega
fyrir hana?
— Hann mundi ekki geta sagt neitt, sem
gerði mér hughægara, hugsaði hún með sér.
— Það gæti enginn gert nema pabbi eða
Shardon. Eða ... nú datt henni nokkuð í hug.
Hún nam staðar, sneri við og fór inn í síma-
turn.
Móðir hennar mundi vafalaust vera heima
á þessum tíma dags, og ef hún ætlaði ekki
neitt út í kvöld, væru allar líkur til að hún
gæti talað við hana undir fjögur augu. Móðir
hennar mundi að vísu ekki segja henni meira
en henni gott þætti, en ef hún héldi að
Antonía mundi verða svo tortryggin að þeim
gæti stafað hætta af því, mundi hún kannske
komast að þeirri niðurstöðu, að hollast mundi
að segja Antoníu hvernig í öllu lægi.
Það var móðir hennar sem svaraði í sím-
anum, og Antoníu létti. — Ó, mamma, þetta
er Antonía. Ég hringdi til að spyrja hvernig
ykkur liði og ...
— Það var fallega gert, Antonía, svaraði
móðir hennar. — Geturðu litið inn í kvöld?
— Já, ég ætlaði að fara að spyrja hvort
þú yrðir heima?
FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af-
greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12
og 1M>—G. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stj.-
Svavar Hjaltested. — Sími 12210.
HERBERTSprent.