Fálkinn - 10.01.1958, Blaðsíða 11
FÁLKINN
11
LITLA SAGAN.
Gjafmilda skdldið.
Dyrabjöllunni var liringt. Rithöf-
undurinn von Krogen lallaöi til dyra,
'hálfsofandi, til aö opna. Hann vissi
að þegar pósturinn hringdi var klukk-
an níu, og þá komu öll endursendu
handritin hans, sem blööin töldu sér
skylt að gera afturreka. Umslögm
voru svo þykk, að ekki var liægt að
stinga þeim gcgnum bréfarifuna. Það
væri engin furða þó að pósturinn færi
að velta fyrir sér hvers konar rithöf-
undur von Krogen væri. Upp á síð-
kastið var hann meira að segja far-
inn að velta því fyrir sér sjálfur.
Aiitof margar sögur voru gerðar aft-
urreka. Var það hann sem ckki kunni
að skrifa eða ritstjórarnir sem eklci
kunnu að lesa?
Undir niðri var margt golt í von
Krogen, eins og alltáf er í mönnum,
sem eiga lítið eða ekkert. í dag var
hann sérstaklega hjartagóður og mik-
ill mannvinur — hann var það alltaf
daginn eftir hræringuna. Nú var hann
að hugsa um póstinn. Hann hefði átt
að gefa honum tíu krónur fyrir jólin
— liann hafði hugsað um þetta á jól-
unum líka. Hann hafði meira að segja
átt tíu krónur á Þorláksmessu — en
svo hafði hann vantað tóbak og þess
vegna frestaði hann gjöfinni til páska.
Svo komu páskarnir, en þá varð
„Rikið“ að fá sitt og enn varð gjöfin
að bíða. Svona hafði þelta gengið ár
eflir ár.
Og nú var von Krogen brátt áfram
sheyptur. í tíu ár hafði pósturinn
brölt upp stigana hjá honum með aft-
urreka handrit — án þess að fá
nokkra viðurkenningu fyrir. En í dag
skyldi hann þó að minnsta kosti fá
nokkur falleg orð.
Von Krogen opnaði dyrnar. Þar stóð
pósturinn — mcð þrjú punds umslög
í hándarkrikanum.
— Góðan daginn! sagði pósturinn.
— Umslögin eru nokkuð stór i dag
lika. Það er vist ögaman að eiga lifa
á að skrifa.
— Já, meðan maður er misskilinn!
En þér getið reitt yður á að þegar
ég er dauður verða þessi umslög að
minnsta kosti tvö hundruð þúsund
króna virði.
— Ojá, einmitt það!
— En ég veit að ég verð frægur
fyrir dauðann líka. Treystið þvi! Og
daginn sem ég fæ fimmtíu þúsund
krónur fyrir skálJsögu, skuluð þér fá
tiu þúsund út í hönd. Von Krogen
sjálfur hrærðist af þessari gjafmildi
sinni. — Þér hafið borið of þung
bréf. Ég er enginn svíðingur, þér
megið ekki halda ]>að, en það er bara
þetta, að niaður gctur ekki gefið það,
scm maður á ekki til. En tiu þúsund
skuluð þér fá af fyrstu fimmtiu þús-
undunum. Munið þér það! Ég efni
alltaf það sem ég lofa.
Pósturinn brosti.
— Ég held að jjað .sé ekki hyggi-
legt fyrir yður að lofa svo miklu,
sagði hann. — Ég er nefnilega með
póstávísun hérna lil yðar — frá Get-
raununum. Þér hafið unnið 53 þúsund.
— Þetta var grátt gaman, maður
minn!
— Nei, mér er alvara. Hérna er
ávísunin.
Von Krogen góndi á blaðið. Jú,
þetta var svona. Hann sendi getrauna-
seðil í hverri viku, en gleymdi allt-
aí að gæta að útkomunni. Fimmtíu
og þrjú þúsund! Þetta var stórfé. Nú
þurfti hann ekki að snerta á penna í
mörg ár! Hann var auðsjáanlega
brærður er liann sneri sér að póst-
inum:
— Þakka yður kærlega fyrir, póstur
ininn! Og treystið því sem ég segi
—- daginn sem ég fæ fimmtiu þúsund
krönur fyrir skáldsögu, eigið þér tíu
þúsund krónur vísar hjá mér!
Ingrid Bergman.
Framhald af bls. 7.
urnar og strákarnir hlógu aldrei að
mér, eins og þau gerðu þegar ég var
ég sjálf og vissi ekki hvað ég átti
að segja. Einn daginn lærðum við um
Jeanne d’Arc í skólanum, og þótt ég
sé ekki kaþólsk varð hún uppáhalds
dýrlingurinn minn. Mér þótti vænna
og vænna um 'hana og dáði hana meira
en allt annað á jörðinni. Og smám
saman varð hún sú vera, sem mig
langaði imest til að leika.
TÍU ÁR í HOLLYWOOD.
Þegar ég var búin með skólann
byrjaði ég á leikskóla kgl. leikhúss-
ins. Skömmu síðar fór ég að leika i
kvikmyndum, meðal annars lék ég í
myndinni „Tntermezzo". Þegar David
Selznick réðst í að búa til ameríska
útgáfu af þcssari mynd, 1939, sendi
bann mér tilboð simleiðis, og ég fór
til Hollywood til að leika aðalhlut-
verkið, og Leslie Howard lék á móti
mér. Og upp úr þessu varð ég í Holly-
wodd i tiu ár.
í Hollywood varð ævi mín alveg
eins og þegar ég var barn. Þegar ég
var að leika hlutverk leið mér vel,
en þegar ég átti að vera i samkvæm-
um kvaldist ég. Allar helstu leikkon-
urnar þá voru smáar vexti — Joan
Crawford, Betty Davis, Jean Arthur
og Margaret Sullivan — og mér fannst
ég vera eins og skessa innan um þær,
þótt ekki væri ég nerna 172 cm.
Nú er þetta orðið öðruvisi. Flestar
leikkonurnar eru svo háar, að ég er
ekki nema í meðailagi. Ég hefi sjald-
an orðið eins glöð og þegar ég kynnt-
ist Estlier Williams. Hún kom til mín
á háum hælum og gnæfði yfir mig.
Er hún hafði litið á hælalágu skóna,
sem ég nota að jafnaði, brópaði hún:
— Hvers vegna í ósköpunum gangið
þér á svona skóm?
Ég tók fast í höndina á henni. —
Yður grunar ekki hve vænt mér þyk-
ir að hafa kynnst yður, sagði ég og
það kom frá hjartanu.
Ég hélt upp á félaga mina í Holly-
wood. Sá fyrsti sem ég umgekkst að
ráði var Burgess Meredith í kvik-
myndinni „Lilliom“. Þegar hann kom
inn í stofuna til min lcið mér vcl því
að liann var svo blátt áfram. í Sví-
þjóð verður imaður alitaf að gera það
sem rétt cr og vera i réttu umhverfi.
Allir cru hræddir nni sjálfa sig. En
Burgess hafði róandi áhrif á mig.
Hann var vanur að kalla mig „You
big Swede“, og þvi kunni ég vel.
Spencer Tracy, Gary Cooper, Bing
Crosby, Cary Grant, Humphrey Bog-
art — allir voru blátt áfram við mig.
Þeir kölluðu mig ,,honey“ og „darl-
ing“, svo að segja áður en ég þekkti
þá, en ég var mörg ár að venjast
þessu ávarpi.
Mér leið mjög vel ]>egar ég var að
Framhald á bls. 14.
> > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > <<<<<<<«<•<-«;<-<< < ««<-<-<-<■««< <<<<<<<<<<<<<<<< J\ J\ J ^ GLEÐILEGT NÝÁR! £ JA J J Þökk fyrir viðskiptm á liðna árinu. . j\ j j Landssmiðjan j\ .j j
> > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > j j j j g GLEÐILEGT NÝÁR! j > r , . j Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. > j j j r j Herbertsprent : r j r j
> > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > r j r J r J r j ' ^ GLEÐILEGT NÝÁR! > ; ; ; Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. ; • j f j r j r . j ; Heildverslun Ásgeirs Sigurðssonar ; : Yerslunin EDINBORG í : : s' V V s ) s N V N \ s. k k. k N. k >
> > N > N N N N N N N N > > > > \ \ f \ r j r > r j r j 'r ^ GLEÐILEGT NÝÁR! j r > r > r > r > r > ; Skipaútgerð ríkisins r > r ■ j r y k k > > > > V V > > > > > y. > s s s s s
r r j r r Óskum öllum viðskiptavinum vorum r r ; GLEÐILEGS NÝÁRS! r r r r ■ Verslunin Björn Kristjánsson r r r V V : > > s s s s s s s > > s s > s s s A
^S's's's's's's's's's's's's's's's's 's ~s 's v W V W VW W V v v V VV V V V VV~ ' r r r ; ^ GLEÐILEGT NÝÁR! r r r ; Þökk fyrir viðskiptin á Iiðna árinu. r r r ; (fj^erteíáen do., li.f. \r Y k s S s > >> >> >> s >> >s V v ;s J s J S A ->