Fálkinn - 10.01.1958, Blaðsíða 3
FÁLKINN
3
„Værrgstýfðir englar“
Fyrir 110 árum var leikritið
Erasmus Möntanus eftir Holberg sýnt
á fyrstu herranótt Menntaskólans í
Reykjavík, en áður hafði slíkur visir
að leiklistarstarfsemi verið fóstrað-
ur, nieðan skólahaldið var annars
staðar. Upphaf herranæturinnar má
rekja alla leið til Skálholtsskóla. Árið
1848 var frumsýningin á Þrettánd-
anum og í ár er hún það líka. í leik-
skránni með því leikriti, sem nú er
sýnt, „Vængstýfðum englum“, er að
því vikið, hvort ekki væri æskilegl
að gera það að reglu framvegis, að
hafa frumsýningu herranæturinnar á
því kvöldi, og virðist það athyglis-
verð hugmynd, þar sem jólaleyfi skól-
ans mundi þá nýtast vel til undir-
búnings og minni tími verða tekinn
frá náminu sjálfu.
Leikritið „Vængstýfðir englar“ er
gamanleiktir í þremur þáttum cftir
Sam og Bellu Spewack. Leikritið er
samið eftir franska gamanleiknum La
cuisine des Anges eftir Albert Husson.
Eins og mörgum mun í fersku ntinni
Framhald á bls. 14.
Herdís Þorvaldsdóttir og Róbert Arnfinnsson í aðalhlutverkunum.
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ:
Ailla ‘Winblad«
Hcrranótt Menntaskólans 1958:
Valdemar Helgason og Inga Þórðardóttir.
Jólaleikrit Þjóðleikhússins að þessu
sinni var Ulla Windblad eftir Carl
Zuckntayer og annaðist Indriði Waage
leikstjórn þess. Leikritið fjallar aðal-
lega um þætti úr ævi Bellmans, hins
kunna sænska tónskálds, og hin al-
kunnu lög hans bera leiksýninguna
uppi. Að öðru leyti er ekki mikil reisn
yfir leikritinu, en þó gegndi furðu,
hve vel ýmsum leikendum tókst að
gæða hlutverkin líi'i á sviðinu.
Tvö aðalhlutverkin — þau Bellman
og Ullu Winblad, ástmey hans — eru
leikin af Róhert Arnfinnssyni og Iíer-
disi Þorvaldsdóttur, sem bæði skila
hlutverkum sinum með prýði, sem
þau hafa svo oft gert áður. Leikendur
eru annars allmargir. Haraldur
Björnsson leikur Gústav III. Svía-
konung, Baldvin Halldórsson Elís von
Schröderheim forsætisráðherra og
Guðbjörg Þorbjarnardóttir Önnu Kar-
lottu. Jón Aðils fer með lilutverk
Lindcrona baróns, eiginmanns Ullu
Winblad, og elsta og yngsta soninn
af fyrra hjónabandi harónsins leika
þeir Benedikt Árnason og Ólafur
Jónsson. Inga Þórðardóttir fer með
hlutverk Kajsu Lísu, eiganda knæp-
unnar „Gullna friðarins“, og Valde-
/iScf'---
Óskum öllum okkar lesendum nær og fjær gleöilegs nýárs.
VIKUBLAÐIÐ FÁLKINN.
mar Lárusson með hlutverk veitinga-
mannsins og bruggarans Ljundholms.
Morðingja konungsins, þá Anckar-
ström og Horn greifa, leika Helgi
Skúlason og Klemens Jónsson. Liðs-
menn og Ijóðaverur Bellmans leika
og syngja þeir Lárus Pálsson, Þor-
steinn Hannesson, Ævar Kvaran,
Kristinn Hallsson og Sverrir Kjart-
ansson. Dr. Viktor Urbancic annast
söngstjórn og Lothar Grund hefir gert
leiktjöld og búninga, en þýðendur
leikritsins éru Bjarni Guðmundsson
og Egill Bjarnason. *
Herdís Þorvaldsdóttir og Lárus Pólsson.