Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1958, Blaðsíða 3

Fálkinn - 07.03.1958, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 Ttlinningarsýning um Sigurð málara Fyrir nokkru gáfu Tómas Tómasson og frú Listasafni ríkisins málve'rk eftir Sigurð Guðmundsson málara, er nefnist Amor Thorvaldsens. Myndin er tekin við opnun Minningarsýningar málarans. Á henni eru gefendur myndarinnar, forseti íslands, Ásgeir Ásgeirsson, Selma Jónsdóttir, forstöðukona Listasafns ríkisins og Helgi Saemundsson, formaður Menntamálaráðs. Ljósmynd: O. Ólafsson. HEIMÞRÁ. — Betty Robson er átján ára og með hunangsgult hár og hafði stöðu, sem margar jafnöldrur hennar hafa vafalaust öfundað hana af. Hún var nefnilega herbergisþerna í Buck- ingham Palace. Henni líkaði starfið vel, en kvaldist svo af heimþrá að hún sagði upp vistinni og fór he'im til mömmu og pabba í Sunderland. Nú selur hún aðgöngumiða í einu af leik- húsum bæjarins og er glöð og ánægð. Nýlega var hún kjörin karnevals- drottning í Sunderland. í tilefni 125 ára afmælis SigurSar Guðmundssönar málara, sem fæddist að Helluiandi í Skagafirði 9. márs 1953, er nú ihaldin minningarsýning í húsi Þjóðminjasafns Islands, en sú stofnun á jafnframt 95 ára afmæli um liessar mundir. Sigurður málari er fyrir margra hluta sakir merkur maður. Hann lagði stund á málaralist i Kaupmanna- höfn við góðan orðstir um nokkurt árabil, og er hann hvarf aftur heim til Islands gerðist liann brautryðj- andi á sviði ýrnissa menningarmála i höfuðstaðnum. Hann var einn af ötulustu stuðningsmönnum leiklistar- lífsins og einn frumherjanna í Kvöld- félaginu, er síðar varð Stúdentafélag Reykjavíkur. Hreyfði liann og ýms- um nýstárlegum hugmyndum um framkvæmdir i höfuðborginni, fegr- un hennar og skipulág. Þá var Sigurður málari forvigis- maður að stofnun Forngripasafnsins, sem nú heitir Þjóðminjasafn íslands, og kom þeirri stofnun á legg. Fer vel á því, að minningarsýning um hinn merka mann skuli vera innan vébanda þeirrar stofnunar. —O— Sigurður málari. LÁ VIÐ SLYSI ... — í liaust misstu Þjóðverjar skólaskipið „Pamir“ og ný- lega munaði minnstu að annað þýskt skólaskip, „Passat" færi sömu leiðina. En eftir langa baráttu við ofsaveður og sjógang komst það inn á höfnina í Lissabon með mikla slagsíðu. Þeg- ar „Passat“ var- komið í grennd við Azoreyjar, skall ofviðrið á það, á lík- um slóðum og á „Pamir“, sem fórst í september. „Passat" var með korn- farm, sem byltist til í lestinni, og munaði minnstu að skipinu hvolfdi. Til' vinstri: ÓTRÚLEG HEPPNI. — Frú Kathleen Rockwell, gift John Rockwell, man alla merkisdaga í fjölskyldunni. Með hliðsjón af þessum tölum fyllti hún út getraunaseðil fyrir ca. 50 aura ís- lenska og vann 206.028 sterlingspund, eða um 10 milljónir ísl. króna. — Hér sjást hin heppnu hjón með börn- in sín, Elaine 3 ára og Michael, sem varð hálfs árs sama dag og vinning- urinn barst upp í hendurnar á for- eldrunum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.