Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1958, Blaðsíða 11

Fálkinn - 07.03.1958, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 LITLA SAGAN. RUZICKA: Næturævintýr. Ungu hjónaleysin gengu hægt fram nátthljóða götuna. Veðrið var hrá- slagalegt, og ]iað var hrollur í unga manninuin og hann bretti upp frakka- kraganum. Stúlkan við hliðina á lion- um, hraustleg íþróttamær, lét ekki veðrið á sig fá og leit spottandi til förunautarins. í sömu svifum hrökk liann i kút. Hundur hljóp beint á hann. „Heyrðu, Emil!“ sagði hún ávítandi og hnyklaði brúnirnar. „Hvernig get- ur nokkur karlmaður verið svona mikil kveif. Þú verður hræddur við hundgarminn. Þú ættir að skammast þin .. . En eitt skaltu setja á þig: ég trúlofast aðeins manni, sem rólega og með köldu lilóði horfist í augu við hætturnar og þorir að berjast fyrir lífinti." Þau voru komin að húsinu, sem stúlkan átli heima i, pg hún fór inn og skellti hurðinni eftir sér. Emil var sárhryggur . .. Hann fór að hugsa um hvað augasteinninn lians hafði verið að segja ... Hann gat ekki um annað hugsað og ráfaði áfram i öngum sinum ... Þegar hann leit upp eftir nokkra stund, brá hon- um heldur en ekki í brún. Hann var án þess að hann vissi, kominn út i útjaðar borgarinnar og nú var kol- svart myrkur. í skímunni frá strjálum götuljós- unum sýndust honum trjáraðirnar meðfram götunni verða að ferlegum skuggum, sem voru að reyna að grípa í hann með löngum krumlum. Og svo vældi og tísti vindurinn, i öllum tón- tegundum. Nú heyrði liann þunglamalegt fóta- tak. Hann fékk ákafan hjartslátt — svitinn spratt fram á cnninu á lion- um. Áður en hann hafði getað ráðið við sig hvað hann ætti að taka til bragðs, stóð maður fyrri frarnan hann, með hattinn slútandi niður á augnabrúnir. „Hafið þér eldspýtu?“ spurði mað- urinn. Röddin var hás og ruddaleg. Skjálfandi eins og laufblað tók Emil kveikjarann sinn upp úr vasanum og maðurinn færði sig fast að honum, því að erfitt var að láta loga vegna kuldans .Það lá við að Emil lyppaðist niður af hræðslu, þarna sem hann stóð, en loksins fór maðurinn sina leið. Emil sá að andlitið á honum var fúlmannlegt og svipillt. Og bráðum heyrði hann ekki einu sinni fótatakið lians. Þá heyrðust tólf hvell högg frá kirkjuturni skanuut frá. — Og þetta lika, stundi Emil — „Draugastundin" — og ekki minnkaði liræðslan við það. Ósjálfrátt grcip hann til úrsins síns, en hljóðaði upp. Það var farið. Stolið! Enginn gat verið þjófurinn annar en þorparinn scm hann hafði mætt. „Fallega gullúrið mitt,“ stundi Emil. Gjöfin frá þeirri útvöldu, sem nýlega liafði skilið við hann í bræði. Nú varð hann viti sínu fjær af reiði. En með reiðinni kom nú hugrekkið. Hann gerbreyttist. Og svo hljóp hann í þá áttina, sem maðurinn hafði far- ið ... Þarna ... þarna var hann — loksins! „Stopp! Standið þér kyrr,“ öskraði Vetrarfrí er mjög skemmtilegt orð sem kemur manni í gott skap. Það setur einnig sinn svip á fatnaðinn sem nota skal, hann verður að vera fallegur og um fram allt hentugur. Anorakkinn til vinstri er vel síður og Emil, er liann náði lionum. Djarfur eins og ljónatemjari hljóp hann fram fyrir manninn. „Engar vífilengjur ... engan mót- þróa ... komið j)ér strax með úrið ... annars ... hrópaði Emil hárri skerandi rödd, og lét sem hann ætl- aði að taka upp skammbyssu. Maður- inn liorfði á liann með skelfingu, sá að allur mótþrói var gagnslaus, dró úrið upp úr vestisvasanum og rétti Emil jiað og lagði svo á flótta. Emil horfði á eftir honum bros- andi. Svo rétti hann úr sér og þandi út bringuna. Hann var hreykinn og glaður er hann sneri heim. Þegar ég hitti hana á morgun segi ég henni alla söguna, hugsaði Jiann með sér. Hún getur varla trúað hvi- lík breyting hefir orðið á mér. Nú er ég engin bleyða lengur. Nei, ég er hetja. Virkileg hetja. Og nú segir liún já undir eins, þegar liún veit að ég er hetja. „Það er orðið framorðið ...“ sagði Eniil við sjálfan sig þegar hann var að hátta. Svo tók hann úr vösunum. Lyklakippan ... vindlingahylkið ... veskið ... kveikjarann ... og — nú kom skelfingin yfir Emil aftur ... fæturnir urðu eins og brjósk ... stynj- andi seig hann niður i stól, og starði eins og úlfur á vinstri lófann — þar var gullúrið lians ... og hægri hönd- ina. Þar var gullúr mannsins, sem hann hafði mætt. _0— VETRARFRÍ. ofnu randirnar sýna vel hið einfalda og þægilega snið (frá Bogner). í gönguferðir þarf að hafa hlýjan jakka. Hann getur verið, eins og hér, úr hinu ágæta crylor, langhærðu, mjúku, hlýju og mjög léttu efni. (Anny Blatt). Vitið þér. að hver er sjálfum sér líkur þeg- ar hann stýrir bíl? Ameriskur visindamaður kemst að þeirri niðurstöðu, að sérstakir hrak- fallabálkar i akstri séu ekki til, en segir að „fólk aki eins og það er“. Meira en 2/3 af öllum slysabílstjórum eru á skrám hjá lögreglunni og hafa fengið dóm fyrir eitt eða annað laga- brot. „PIPAR-ÞING“ var haldið í Nizza í_ fyrrasumar. Þar var aðeins ógift fólk, sem taldi sig komið á „Piparaldurinn", og kaus þingið sér „draumadis" og „manninn, sem er jafnvirði þyngdar sinnar í gulli“. Verðlaunin voru boðsferð til Korsíku. Til þess að koma til greina til verðlauna urðu stúlkurnar að sýna, að þær gætu gert við einfaldar bilanir — Handa skíðafólki eru skíðaföt sniðin út í eitt úr ullarteygjuefni og vel víðum að aftan. (Þetta er frá Eddy). — Buxurnar eru alltaf stirengd- ar og sléttar, séu þær hafðar úr teygju-efni. að 300 milljón börn á jörðinni iíða neyð? Alls eru 900 milljón börn á jörðinni og þriðjungur þeirra líður skort. Átta- tíu lönd 'leggja skerf til UNICEF — hjálparmiðstöðvar UNO, sem veitir um 20 milljón dollara til styrktar börnum á þessu ári. Uppliæðin liefir aldrei verið hærri, en nemur samt ekki nema G—7 centum á hvert þurf- andi barn. á bilum, en karlmcnnirnir urðu að kunna 'að skipta á bleyjum á ung- börnum, og ýms cinföld húsverk. —O— Ameriski forsetinn Andrew Johnson lifði nokkurt skeið ævi sinnar í hlekkjum. Hann var nefnilega lát- inn læra klæðskeraiðn á unga aldri, og var þá festur með hlekkjum við borðið sitt.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.