Fálkinn - 07.03.1958, Blaðsíða 6
6
FÁLKINN
LÍFVÖRÐUR CHURCHILLS - 3.
Og svo hófst stríðið
Dagurinn mikli, 3. september 1939,
rann upp. Ekkert svar kom frá ÞjóS-
verjum við úrslitakostum bresku
stjórnarinnar. ViS biðum eftir að
klukkan yrði 23. Allir biðu fréttanna
með eftirvæntingu. Varla heyrðist
nokkurt hljóð á götunum í London.
Fólk þagði.
Loks kom útvarpsfréttin um að
Bretland væri í stríði. Churchill virt-
ist ekki komast í neina geðshræringu.
1 sömu svifum heyrðist aðvörunar-
merki um loftárás. Ghurchill hljóp út
á götu. Ég lærði mikið af því og var
siðan alltaf á verði gegn þess konar
tiltektum hans. Honum var ómögulegt
að vera kyrr þegar loftárás var gerö,
engu fremur en hann gat setið kyrr
undir umræðum í parlamentinu. Það
sló ekki í neina brýnu milli okkar
i þetta sinn, því að ég var ekki orðinn
kunnugur hinum nýju aðstæðum og
gat ekki séð fyrir afleiðingar svona
árása.
Þegar merkið kom um að hættan
væri liðin hjá, fylgdi ég Churchill
til Neðri málstofunnar, þar sem
Neville Chamberlain var að tala, og
tilkynna að stríðsyfirlýsing Breta
hefði þegar verið birt. Ég hraðritaði
hrafl úr ræðunni: — Neðri málstofan
hefir þegar verið látin vita um áform
vor, sagði Chamberlain. — Og, eins
og ég fullyrti í gærkvöldi: Við erum
tilbúnir!
Fyrir aðeins fáeinum mánuðum
hafði Óhamberlain staðið í sama
ræðustól og sagt að við mættum ekki
ginna litlar og veilcar þjóðir til að
halda, að Alþjóðasambandið gæti var-
ið þær gegn árásum, þvi að allir vissu
að Alþjóðasambandið gæti það ekki.
Nú stóð hann enn í ræðustólnum,
en hann var veikindalegur, eins og
dauðvona maður: — Allt sem ég hefi
unnið að, allt sem ég hefi vonað. allt
sem ég hefi trúað á í opinberu starfi
mínu — er í rústum ...
Það er tilgangslaust að brjóta heil-
ann um hvernig farið hefði ef Cham-
berlain hefði farið frá ári fyrr. Hann
var draumóramaður en Churchill
raunhyggjumaður, en samt varði
hann Chamberlain opinberlega, þvi
að hann skilur hollustu i þjóðmálum
þannig.
Hann stóð upp og sagði rólega: —
Á þessari örlagastundu er það huggun
að vita, að við höfum jafnan talað
máli, friðarins. Við höfum verið ó-
heppnir, en við höfum starfað af al-
varlegri sannfæringu.
Þegar við komum út á götuna sagði
Churchill: — Við eigum að fara í
Downing Street nr. 10, Thompson.
Ég hafði ekki hugmynd um hvaða
ráðuneyti stóð til að bjóða Churchill,
og hann vissi það ekki heldur. Það
varð flotamálaráðuneytið.
í SCAPA FLOW.
Ein fyrsta eftirlitsferð Churchills
var til Scapa Flow, aðalbækistöðvar
flotans. Við fórum um borð í litinn
tundurspilli í Tliurso, og liann flutti
okkur til Scapa. Þar iirðum við að
fara gegnum tundurduflagirðingarnar,
og ég spurði hvort mögulegt væri fyr-
ir þýskan kafbát að komast gegnum
netið á eftir okkur eða undir okkur,
þannig að skröltið í vélunum okkar
yfirgnæfði hreyflana í kafbátnum.
Eiris og menn muna gerði kafbátur
út af við „Royal Oak“ þarna síðar.
— Ég vona að það sé ekki hægt,
sagði Churchill. — Mér hefir verið
sagt, að litlir möguleikar séu á þvi.
Churchill fann að mörgu, sem hann
sá í Scapa Flow. Þar var mjög iítið
af loftvarnarbyssum til að verjast
flugvélunum, sem vænta mátti þá og
þegar frá Þýskalandi. Vitanlega skildi
hann, að ekki var hægt að búast við
að allt væri komið í lag á svipstundu.
En það hlaut að vera sárt fyrir þenn-
an mann, sem bar ábyrgðina á stærsta
flota í heimi, og sem árum saman
hafði haldið því fram, að Bretar yrðu
að auka hervarnirnar, að sjá þessa
miklu flotastöð berskjaldaða fyrir
fíugárásum.
Hann var alltaf að líta við og tauta:
— Þeir hefðu betur tekið mark á að-
vörunum mínum! Þetta hefi ég sagt
forsætisráðherranum fjórum sinnum!
Maður gefst upp á að nöldra við
stjórnina um jafn sjálfsagða hluti.
Hann var fokreiður þarna í Scapa
Flow. Það sauð i lionum og liann bað-
oði öllum öngum. En eftir tiu daga
voru loftvarnabyssurnar komnar á
sinn stað. Churchill var sjálfur við-
staddur og skaut nokkrum skotum á
einn loftbelginn.
Einn daginn fékk ég glögga sönnun
fyrir eftirtekt og hagsýni hans. Hann
benti á gervi-orrustnskipið, sem lá
nyrst í liöfninni og sagði við einn
foringjann: — Þið gabbið ekki Þjóð-
verjua með þessu! Þeir eyða ekki
einni einustu sprengju á þetta skip!
— En jafnvel flugmennirnir okkar
hafa ekki uppgötvað að það er falskt.
— Þá verða þeir að fá sér gler-
augu.
— Hvað eigið þér við?
— Þarna eru engir máfar! gelti
Churchill. — Skiljið þér það ekki?
Engir máfar kringum skipið! Bn máf-
arnir elta öll lifandi skip. Þeir hirða
ekkert um gerviskip. Nema kastað
verða matarleifum fyrir borð á þeim.
Sjáið þér um að leifum og rusli sé
kasta fyrir borð á þessum skipum.
Matið máfana og gabbið Þjóðverjana!
Það var gert.
Churohill var aðdáanlega framsýnn
á hvað koma skyldi, og livernig það
mundi gerast. Hann sagði t. d. fyrir,
að ráðist mundi verða á Belgíu og
Holland — viku áður en það gerðist.
Og hann talaði kjark i þjóðina fyrstu
erfiðleikavikurnar. Hann fékk þjóðina
tii að aíbera allar raunafréttirnar,
sem gefnar voru út. Hann var dugleg-
asti áróðursmaður Bretlands — og
Frakklands líka.
P.RETAR f NOREGI.
Stríðið var í fullum gangi. Þýska
„vasa-orrustuskipið“ Graf von Spee
Winston Churchill gengur á konungs-
fund til að taka við forsætisráðherra-
Cmbættinu.
herjaði á höfunum og sökkti fjölda
breskra skipa. Móðurskipið Altmark
leitaði hafnar á vesturströnd Noregs
með þrjú hundruð breska hermenn
um borð. Churchill lagði fyrir flota-
málastjórnina að frelsa þá, og það
var gert í Jössingfirði. England þurfti
fleira fólk til hergagnaframleiðslunn-
ar. Churchill bað kvenfólkið um að
ráða sig í verksmiðjurnar.
Og hann þreyttist ekki á að tala
k.iark í hersetnu þjóðirnar. Hinn 20.
jan. sagði hann: Látið hinar stóru
borgir, Varsjava, Pralia og Wien reka
allan ótta á flótta í örvæntingu sinni.
Þær verða frjálsar aftur. Sá dagur
kemur að sigurklukkurnar hringja um
alla Evrópu. Sigurrikar þjóðir, sem
hafa ráðið við bæði féndur sína og
sjálfar sig, munu byggja framtíðina á
réttiæti, frelsi og erfðavenjum. í þvi
húsi sem þær byggja, munu allar þjóð-
ir rúmast ...
En ástandið fór síversnandi. Og nú
varð C'hurchill að fara í skyndi til
Parísar — á fimmta fundinn í yfir-
herráðinu. Athafnafýsn hans var ó-
tæmandi, en völd lians voru af
skornum skammti. Vonbrigðin urðu
lesin úr ásjónum Frakka. Allir skildu
að það var kórvilia, að láta ekki
Churchill njóta sín til fulls á þess-
um alvörutimum. í dag veit allur
lieimurinn að þetta var skammsýnum
og deigum forsætisráðiierra að kenna.
Chamberlain var forsætisráðlierra að
nafninu til, en enginn tók eftir hon-
um þegar Churchill var nærstaddur.
í marslok 1940 vorum við komnir
aftur til London. Einn daginn sýndi
Churchill konu sinni útvarpstiikynn-
ingu, sem send hafði verið frá Rott-
erdam. Þar tilkynnti dr. Ley, yfir-
maður þýsku verkamálastjórnarinnar,
að jiýskir verkamenn skyldu fá að
njóta iífsins á enskum baðstöðuin þcg-
ar iiðið væri á sumarið.
— Heldurðu að Þjóðverjum takist
að komast á land hjá okkur? spurði
frú Churchill.
— Nei, svaraði hann um hæl. —
En þeir gera sitt ítrasta til þess. Að
minnsta kosti mundi ég reyna það, ef